Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Side 18
w k 18 • • gur í lífi LAUGARDAGUR 15. JANUAR 1997 Dagur í lífi Gísla Rúnars Jónssonar, þáttastjórnanda á Stöð 2 og leikara: upp með brjóst í hlustunum Gísli Rúnar Jónsson i undirbúningi fyrir Gott kvöld. DV-mynd Hilmar Þór „Ég vakna með herðakistilinn á Kvasímódó uppi í annarri nösinni. Ágæt tilbreyting út af fyrir sig; í gærmorgun hrökk ég upp með bæði bijóst indjánastúlkunnar Pókahontas í hlustunum. Sonur minn þriggja ára sefur á milli pabba og mömmu ásamt fræg- um ævintýra- & skáldsagnapersón- um. Dvergamir sjö og galdranom- in em sérlega skæð vegna smæðar: hver fígúra u.þ.b. einn og háifur, sinnum tveir sentímetrar í þver- mál og eiga þær til að sópast upp í göt og rifur ef maður gætir ekki að sér. Einn morguninn rauk ég t.d. í dauðans ofboði til læknis eftir að hafa þjáðst alla nóttina af óþægind- um undir handlegg, sannfærður um að ég væri með illkynja æxli. Eftir stutta skoðun fann læknirinn eina Mjallhvlti og tvo dverga, ræki- lega skorðaða undir handarkrikan- um á mér. Níðþungur í morgunsárið Hjartkær yngri sonur minn er árrisull, sem er afbragð því ég er níðþungur í morgunsárið. Það helg- ast af því að ég er nátthrafn og flýg stjómlausu hugmyndaflugi i hund- rað þúsund fetum fram eftir allri nóttu. Það breytir því hins vegar ekki að ég er nauðbeygður til að fara á fætur, gera á mér morgun- verkin og moka bifreiðina út úr skaflinum því drengurinn minnir mig í sífellu á að það sé „Gott kvöld“ í kvöld, sem þýðir: tækni- fundur, æfingar og undirbúningur í Saga-Film, fyrir beina útsendingu í kvöld. En það er svo auðvitað allt annar handleggur. Aðalstuðið er þegar þeir gista báðir, jafnaldramir, dóttursonur minn þriggja ára og móðurbróðir hans, sonur minn. Þeir komast upp með aö taka seint á sig náðir pilt- amir því dagurinn hefur verið annasamur hjá þeim. Þeir hafa m.a. kannað áhrif tómatsósu og Gunnars-majóness á silkilampa- skerma, aukheldur sem þeir hafa gert tilraunir með hversu vel park- etið í stofunni þolir súrmjólk og þeir hafa komist að þeirri niður- stöðu að súrmjólk hrin nánast ekk- ert á venjulegu eikarparketi í sam- anburði við t.d. rauðan matarlit. Berserksgangur bak við válarnar Söngkonan sem kemur fram í lok þáttarins er í hljóðprufu með Sniglabandinu inni á sviði Leik- hússins við Sundin blá. Sminkan okkar er ekki boðuð fyrr en eftir tæpa klukkustund svo ég gríp tæk- ifærið og bregð mér í sturtu. Ég renni augum yfir handritið um leið og ég raka mig og freista þess að stytta. Stytta, skera, sníða af. Þátt- urinn er of langur. Ég loka augun- um fyrir því. Sannleikurinn er sá að í beinni útsendingu finnst mér ég tæpast búinn að bjóða fyrsta við- mælanda mínum sæti, þegar Eyþór sviðsstjóri tekur að ganga berserks- gang bak við tökuvélamar með spjöld á lofti með þeim skilaboðum frá upptökustjóra að viðtalinu sé lokið, sem þýðir m.ö.o. að ég á að vísa í auglýsingar sem allra fyrst. Auglýsingahléið er stutt en að- standendur brúka tækifærið og skjóta á skyndiráðstefnu í leik- myndinni. Áhorfendur í leikhúsinu sperra eyrun. Samkvæmt ömá- kvæmri útsendingaráætlun erum við komin allnokkuð fram yfir fyr- irhugaðan tíma. „Þú ættir að vera byrjaður að ræða við gest númer tvö,“ segir Ella Sveins upptöku- stjóri og stelst til að fá sér smók. „En ég var varla búinn að taka í höndina á gesti númer eitt þegar ég fékk skilaboð um að reka hann aft- ur út,“ segi ég og halla mér aftur á bak í stólnum svo Hanna Mæja geti púðrað óæskilega endurspeglun af nefinu á mér og undirhökunni. „Það er þér sjálfum í rass rekið að hafa þáttinn svona drekkhlaðin," segir Randver leikstjóri og ekki er laust við að gæti smá meinfýsni í raddblænum. Eða kannski er hann - bara svona kvefaður. Þau skötuhjú þykjast sérlega úrræðagóð og era með styttingartillögur á hraðbergi. Ella leggur til að ég sleppi öllmn „pósti“ í þessum þætti. Ég legg til að hún sleppi öllum reykingum það sem eftir er ævinnar. Hún lætur það sem vind um eyrun þjóta. Keyrður ofan í stólinn Nú eru tuttugu sekúndur eftir af auglýsingarhléi. „Allt i lagi, allt í lagi, ég geng að öllum þessum þétt- ingartillögum," segi ég æðruleysið uppmálað, „bara ef þið látið mig í friði eitt andartak, því ég má til að segja fáein orð við Pálma hljóm- sveitarstjóra.“ Lengra kemst ég ekki því ég er keyrður ofan í rán- dýran skrifborðsstólinn minn eins og óknyttastrákur af Eyþóri sviðs- stjóra um leið og hann otar ógn- andi framan i mig öllum sínum tíu, skagfirsku fingrum, sem þýðir á sjónvarps-táknmáli að það séu að- eins tíu sekúndur þangað til við fórum í „loftið" (eins ^g það heitir á sjónvarps-talmáli). Ég set mig í stellingar og freista þess að þurrka út af innbyggða minninu þau atriði sem eiga að falla niður um leið og ég reyni að koma skikk á atriðaröð- ina í huganum. „Gott kvöld og vel- komin aftur ..." - og svo framvegis. „Desjavu" dembist yfir Eftir útsendingu sitjum við inni í búningsherbergi og ræðum það sem miður fór. Við emm staðráðin í að gera betur næst. Yfir mig dembist kunnugleg tilfinning, eins konar „desjavu", þegar ég átta mig á þvl að flest það sem mér var ráð- lagt að nema brott úr dagskrá þátt- arins í kvöld, verður efnislega í fullu gildi að viku liðinni. Skrítið - ég geng í gegnum þetta um hverja einustu helgi. Ofhleðslutilhneiging og ótti við að verða uppiskroppa er böl okkar sem haldin erum áráttukend og ölum fikil í brjósti. Sonur minn bíður heima. Hann er búinn að hreiðra um sig upp í Disneylandi (hjónarúminu okkar). Á koddanum mínum sifja Batmann og Viddi úr Toystory hálfslæptir og Mikki Mús er skammt undan. Á því svæði Disneylands sem ég er vanur að hvíla dauðþreytta hand- leggi mína og axlir hefur vandlega verið raðað sjö, öreindasmáum leikfangadvergum, ásamt Mjall- hvíti (hver figúra u.þ.b. einn og hálfur, sinnum tveir sentímetrar í þvermál) og það vekur með mér ill- an gmn að nornin skuli hvergi vera sjáanleg. Ég fæ aftur „desjuvu“ en að þessu sinni er það ekki í tengslum við of langan og drekkhlaðinn sjónvarpsþátt, heldur snúast afturhvörfin um læknis- skoöun og banvænt æxli 1 handar- krika. Ég breiði upp fyrir haus, klemmi handleggina niður með síð- mn og reyni að sofna.“ Finnur þú fimm breytingar? 398 Lemdu mig bara, pabbi, og losaöu þig viö árásargirnina og höftin. Þetta auöveldar þér aö fá þaö út úr kerfinu. Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð nítugustu og sjöttu getraun reyndust vera: Thelma Theodórsdóttir Alexander Heiðarsson Vatnsholti 5A Hátúni 11 230 Keflavík 230 Keflavík Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Aö tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi að verðmæti kr. 3950, frá Bræðmnum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1790 - Ógnarást eftir Lindu Randall Wisdon og Sinnaskipti eftir Lyndu Kay Carpenter. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fhnm breytingar? 398 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.