Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Qupperneq 22
22 sérstæð sakamál LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1997 Hún vaknaði við vondan draum Irene Schmidt fékk óvænta heim- sókn snemma í september 1990. Þeg- ar hún gekk til dyra til að svara bjöllunni stóð bróðir hennar, Dieter Arndt, fyrir utan. Hún hafði ekki séð hann síðan 1957, þegar hann flúði frá Austur-Þýskalandi yfir til Þýska sambandslýðveldisins. Irene bjó nú í Halle. Dieter var mikill aufúsugestur á heimili systur sinnar og eins og að líkum lætur höfðu þau mikið um að tala. Hann hafði á sínum tíma stund- að verslunamám í Brandenburg og sagði nú að eftir flóttann hefði hann getað lokið því í Hamborg. Eft- ir það hefði hann fengið starf hjá stórfyrirtækinu Unilever en nokkrum árum síðar hefði hann gerst útibússtjóri hjá Electrolux í Of- fenburg. Þar hefði hann starfað í nokkur ár en síðan gerst forstjóri í byggingafyrirtæki í Elsass. Loks hefði hann tekið við stjórn utanríkis- deildar stórrar bókaútgáfu. Ekki við eina fjölina felld- ur Dieter sagðist hafa verið kvænt- ur. Hann hefði kynnst konunni sem hann gekk að eiga, Helgu, 1 RheinfeWen og Kerstin og Karin. hefði bruðkaup þeirra verið haldið 1962. Þau hefðu eignast tvo syni. Sá yngri væri nú bakarameistari í Sviss en hinn eldri verkfræðingur og í góöu starfi. Hjónabandið hefði hins vegar aðeins staðið í tólf ár. Ekki sagði Dieter hvað leitt hefði til skilnaðarins. Sannleikurinn var hins vegar sá að hann fór fljótlega að halda fram hjá konu sinni. Hún umbar það meðan drengimir vom ungir en sagði síðan skilið við mann sinn 1974, þegar hann hafði fengið sér fasta ástkonu. Sama dag og Dieter kom til syst- ur sinnar, Irene, kom í heimsókn til hennar vinkona hennar, Karin Gla- sewald. Hún var fertug og fráskilin. Henni fannst Dieter skemmtilegur og töfrandi og ekki spilltu sögumar af velgengni hans fyrir honum. Hvorki Irene né Karin kom hins vegar til hugar að stór hluti frá- sagna háns væri uppspuninn einn. Sambúð Þremur mánuðum síðar fluttu Karin og Dieter saman í íbúð við Richard Paulick-Strasse. Með Karin kom nítján ára dóttir hennar, Kerstin, augnayndi móður sinnar. Dieter færði Karin mikið af gjöf- um. Þá færði hann henni svo oft rósir að hún var í gamni farin að kalla hann „rósariddarann". Og um helgar fór hann ætíð úr bænum með sambýliskonu sinni, ýmist til Schwarzwald, Baden-Baden eða Freiburg, og var þá fátt til sparað. hætt að umgangast aðra en Dieter, að fráskilinni auðvitað Kerstin dótt- ur sinni sem bjó hjá þeim. Og Diet- er átti í raun erfitt með að sætta sig við að hún væri á heimilinu. Hon- um fannst Karin veita dóttur sinni of mikla athygli á sinn kostnað. Vinkomnr Karinar höfðu því rétt fyrir sér þegar þær ræddu það sin á milli að Dieter stefndi markvisst að því að einangra hana. vitundina. En þá tókst mér að ná taki á þumalfmgrum hans og sveigja þá aftur.“ Enn á ný varð árásarmaðurinn að láta í minni pokann og í þetta sinn sá hann fómardýr sitt hlaupa fram á gang og hrópa hátt á hjálp. Hann hljóp á eftir henni og greip um háls hennar aftan frá en nú var Karin vöknuð, kom fram á ganginn og sá hvað um var að vera. Það var Kar- in mikið áfall að sjá sambýlis- mann sinn vera að reyna að kyrkja dóttur sína. Dieter sleppti takinu og það leið yfir Kerstinu. Með flekkótta fortíð Flestum sem til þekktu fannst er- fitt að trúa að maður með þennan feril hefði unnið hjá öllum þeim fyr- irtækjum sem hann hafði nefnt. Blinduð af ást og aðdáun Þegar Dieter var beðinn að gefa skýringu á því hvers vegna hann hefði ætlað að ráða Kerstinu af dög- um svaraði hann: „Karin dýrkaði dóttur sína og vanrækti mig!“ Þar sem Kerstin týndi ekki líftnu var Dieter ákærður fyrir morðtil- raun, ekki morð, og slapp hann með þriggja ára fangelsisdóm sem sum- um þótti í mildara lagi. Éftir dómsuppkvaðninguna sagði Karin: „Nú skil ég ekki hvemig ég gat orðið svona hrifin af þessum manni. En ég er ekki ein um að segja að hann gat verið ótrúlega töfrandi. Og þótt hann vildi augljós- lega hafa mig sem mest fyrir sig gat ég aldrei látið mér til hugar koma að hann vildl losna við Kerstinu, og það á þennan hátt.“ Heima fyrir var hann líka örlátur, ekki síst þegar matur var annars vegar, og það voru oft hreinar krás- ir sem hann hafði á borðum. Um það sagði Karin síðar: „Ekkert var of gott. Lax, kalkún og silungaflök keypti hann í dýrastu og bestu búð- um. Á hverjum degi voru bomir fram gómsætir og dýrir réttir.“ Karin hafði aldrei getað leyft sér slíkan munað og það átti sinn þátt í því að hún tók vart eftir þeim breyt- ingum sem voru að verða á lífi hennar. Æ oftar varð hún að af- þakka heimsóknir til vinkvenna sinna, sem hittust viss kvöld, en áður en hún kynntist Dieter höfðu þessar samverustundir verið henni mikils virði. Vinkonunum þótti ljóst að munaðarlífið sem Karin lifði nú hefði í raun leit hana inn í vissa einangrun. Dieter væri hægt en örugglega að reka fleyg miUi hennar og vinkvenna hennar. Síðasta hindrunin Að lokum var Karin nær alveg Dieter gerði sér hins vegar ljóst að honum tækist ekki að stia Karin frá Kerstin á sama hátt og vinkon- unum. I afbrýðisemi sinni og drottnunargimi ákvað hann því að leysa þann vanda í eitt skipti fyrir öll. Kerstin lýsir ölagaríkustu nótt ævi sinnar, í júní 1993, á þennan hátt: „Ég svaf þungum svefni og dreymdi kærastann minn. Það var indæll draumur. En skyndilega náði ég ekki andanum. Þar var eins og einhverju hefði verið brugðið um hálsinn á mér. En var það draumur eða veruleiki? Svo var eins og ég heyrði rödd úr fjarlægð og mér fannst ég þekkja hana. „Mér þykir það leitt, Kerstin, en ég verð að drepa þig. Ég verð að gera það.“ Ég var að missa meðvitund og sá stjörnur. Þá varð mér skyndilega ljóst hvað var að gerast, og það minnti mest á kvikmynd. En það var veruleiki. Einhver var að reyna að myrða mig og röddin sem ég heyrði var Dieters.“ Karin, sem var lærð hjúkr- unarkona, var ekki í neinum vafa um hve al- varleg árásin á Kerstinu hafði verið. Hún hringdi þegar í stað á sjúkrabíl. Með honum kom læknir sem hristi höf- uðið þegar hann sá hve illa unga stúlkan hafði verið leik- in og hve litlu hafði munað að hún týndi líf- inu. Dieter var horfinn þegar hér var komið en lögreglan var ekki lengi að hafa uppi á honum. Og haustið 1993 kom hann fyrir Braun dómara í landsréttinum í Halle. Þar var ýmislegt leitt í ljós sem kom Karin mjög á óvart. „Rósariddarinn" átti sér vafa- sama fortíð. 1977 hafði hann komið fyrir rétt í Offenburg þar sem hann hafði hlotið dóm fyrir fjársvik. 1979 Dieter Arndt. Um lifreynslu Kerstinar sagði Karin svo: „Hún er búin að jafna sig líkamlega og nú vona ég bara að hún geti komist yfir þau slæmu áhrif sem þetta hefur haft á sálarlíf hennar. Vonandi á hún eftir að vera í góðu sambandi við kærastann sinn.“ Engin sérstök skýring var gefin á því hvað olli þeirri afbrýðisemi og einangrunartilhneigingu sem einkenndi gerðir Dieters Arndts. Bent hefur þó verið á að í vissum Baráttan Atvikið geröist í íbúö á fjóröu hæö í þessu húsi. Kerstinu sortnaði fyrir augum en einhvern veginn tókst henni að koma höndunum milli hálsins og leðurólarinnar sem Dieter hafði brugðið um hann. Hún fann hvem- ig hann herti að svo að hún var að missa alla tilfinningu í fingrunum. En síðustu kraftana notaði hún til að keyra hnéð í hann og þá missti hann takið og datt á gólfið. „Það hlýtur að hafa verið hræðsl- an sem gaf mér kraftana," sagði Kerstin. „Hann var bæði hærri og þyngri en ég.“ Kerstin gat komist fram úr rúm- inu en þá réðst Dieter aftur á hana og reyndi enn að kyrkja hana. „Mér fannst hendur hans eins og skrúfstykki. Mér sortnaði aftur fyr- ir augum og var á ný að missa með- Dieter og Karin á góðri stundu. hafði hann verið dreginn fyrir dóm- ara í Lörrach því hann hafði ekki staðið skil á greiðslum til konu sinnar fyrrverandi og sona þeirra tveggja. Og 1983 hafði hann svo komið fyrir rétt í Freiburg, í það sinn fyrir fjársvik. Og 1985 og 1986 kom hann aftur fyrir rétt í Freiburg. Alvarlegustu ákærnna á liðnum ámm hafði hann þó fengið í Karls- ruhe 1987 vegna líkamsmeiðinga og ráns. Þá hafði Dieter tekið vændis- konu upp í bíl sinn og skotið cif byssu rétt við andlitið á henni. Hann hafði síðan stolið af henni rúmlega tvö hundrað mörkum. tilvikum sé um að ræða greinar sama meiðs og megi finna svipuð dæmi hjá ýmsum sem leiðast út í afbrot. Hin andfélagslega hegðun geti vakið einangrunarkennd og afbrýðisemi út i þá sem lifi betra lífi. Þvi telji afbrotamaðurinn nauðsynlegt að vernda það sem hans er og stundum taki þessar tilhneigingar á sig mjög sjúklega mynd, eins og fram hafi komið hjá Dieter, sem átti sér í raun tvær hliðar - þá sem hann sýndi um- heiminum og svo hina sem endur- speglaði hann eins og hann var orðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.