Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Síða 25
O’V'' LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1997 útlönd 25 - þrátt fyrir hættu á verri lífskjörum Grænland vill losna úr ríkjasam- bandinu við Danmörku. 25 árum eft- ir að Grænland fékk rétt til heima- stjómar krefjast nú áhrifamiklir stjómmálamenn, stéttarfélög og ýmsar hreyfingar fullkomins sjálf- stæðis. Takmarkið er að Grænland verði orðið stjómmálalega og efna- hagslega sjálfstætt eftir 15 ár. Þegar hafa verið myndaðar ýms- ar sjálfstæðishreyfingar í mörgum hæjum. Það eru ekki síst afhjúpan- imar um leynimakk bandariskra og danskra yfirvalda um geymslu kjamorkuvopna í Thuleherstöðinni á Grænlandi sem hafa ýtt undir sjálfstæðiskröfuna. Viðhorf ungra menntaðra Græn- lendinga eiga einnig sinn þátt. Þeir em þreyttir á að búa i landi sem danskir embættismenn stýra og stjóma. Danir skipaðir í nýjar stöður „Danir hafa enn tilhneigingu til að skipa Dani í nýjar stöður. Það er erfitt fyrir okkur að sætta okkur við að óreyndur danskur þjóðhagfræð- ingur sé skipaður til að hafa yfirum- sjón með löggjöf um selveiðar. Sennilegast er að maðurinn hafi aldrei séð sel,“ segir Jorgen Wæver Johansen, ritari landsstjórnar- flokksins Siumut. Verkalýðsfélagið SIK, sem um fjórðungur Grænlendinga á vinnu- markaðnum tilheyrir, beitir sér ák- aft í baráttunni fyrir sjálfstæði Grænlands. „Það er þörf á meiri ábyrgðartilfinningu hjá þjóðinni. Hún kemur ekki fyrir alvöm fyrr en við verðum sjálfstæð. Núna er alltof auðvelt að skella skuldinni á Dani þegar eitthvað fer úrskeiðis og atvinnuleysið eykst,“ segir formað- ur SIK, Jess G. Berthelsen. Framtíð Grænlands og sjálfstæöi er háð því hvort unga kynslóðin vill mennta sig svo hún geti sjálf stjórnað land- inu. Núna hafa aðeins 165 Grænlendingar háskólamenntun. DV-mynd E.J. Draumur um ekki fast ríkisframlag. Ég held að við náum meiri árangri ef við ger- um fleiri kröfur til okkar sjálfra heldur en til annarra." í því sambandi nefnir Johansen atriði eins og vinnumóral, hæflleik- ann til að gagnrýna hver annan, uppbyggjandi hugsunarhátt og af- stöðuna til hass og áfengis sem er stöðugt viðkvæmt mál á Grænlandi, jafhvel þó að snarlega hafi dregið úr áfengisneyslu. Sjálfstæðiskrafan var sett fram af gamla sjálfstæðisflokknum IA í kosningunum fyrir tveimur ámm. Siðan hefur almenningur helgað sig málinu. Myndaðar hafa verið sjálf- stæðishreyfingar í mörgum bæjum á vesturströndinni. Sjálfstæðisnámskeið í kvöldskóla í kvöldskóla í næststærsta bæ landsins, Sisimiut, fara fram kerfis- Erlent fréttaljós á laugardegi bundnari umræður um möguleik- ana á sjálfstæði. Og hjá SIK er búist við að sjálfstæði verði mikilvægt umræðuefni á haustfundi félagsins. Formaður SIK segir að Grænlend- inga skorti metnað og sjálfsvirð- ingu. Það þurfi að skapa stemningu þannig að hver einasti Grænlend- ingur viti að hann sé ómissandi. Sjálfstæði komi ekki af engu. „Við þurfum að vera knúin áfram af innri þörf og við þurfum að vera reiðubúin að afsala okkur einhverju gegn því að fá stolt okkcir og sjálfs- virðingu aftur,“ segir Jess G. Berthelsen. Eins og í lotteríi Daniel Skifte, formaður Atassutflokksins, sem er borgara- legur flokkur, segir að það sé draumurinn um olíu og gull sem ýti undir sjálfstæðisumræðuna. Sagt er að það sé eins og að taka þátt í lott- eríi að búa á Grænlandi núna. Heil þjóð á möguleika á að finna gull eða olíu og fá þar með stóra vinninginn. Samtímis er bent á að það þurfi meira en lotterívinning til þess að skapa sjálfstæða þjóð i harðbýlu landi eins og Grænlandi. Mikilvægt þykir að landið sjálft útvegi meirihluta þess vinnuafls sem nauðsynlegt er til að reka ný- tísku hátæknisamfélag. Fájr hámenntaðir Árið 1995 höfðu aðeins 165 af 50 þúsund Grænlendingum stundað nám á háskólastigi. Aðeins 100 þeirra starfa á Grænlandi. Af 7000 stöðugildum innan heilbrigðisþjón- ustunnar, stjómsýslunnar, mennta- kerfisins, samgangna og tæknimála eru Danir í um 2000. Oft þykja hámenntaðir, háttsettir og háttlaunaðir Danir, sem margir dvelja bara örfá ár á Grænlandi, beinlmis ögrun. Engin þjóðarhreinsun Formaður landsstjórnarinnar, Lars Emil Johansen, leggur áherslu á að sjálfstæði sé ekki það sama og þjóðarhreinsun. „Það er eðlilegt að við reynum að leysa fleiri verkefni sjálf. En menn mega ekki vona að þörfin á innfluttu vinnuafli hverfi því þá stöðnum við. Það væri mjög slæmt.“ Hann segir það reyndar eölilegt að unga fólkið vilji breytingar og að þeir gömlu hvetji til varkámi. „Við hugum allt of oft að framtíöinni með gleraugum nútímans. En við höfum góðan tíma til að skipu- leggja. Þetta er engin mótmæla- hreyfing gegn Danmörku eða þeim Dönum sem búa hér í landinu. Þetta er eðlileg þróun," telur formaður landsstjómarinnar. Byggt á Politiken olíumilljarða Hann tekur það fram að Græn- lendingar eigi ekki að vera háðir föstu ríkisframlagi frá Dönum. „En sjálfstæði á samt ekki aö byggja á drauminum um olíumilljarða. Það þarf að aðlaga landið að þeim auð- lindum sem við höfum." Formaður landsstjórnarinnar, Lars Emil Johansen, kannast við þann áhuga sem speglast í sjálfstæð- isumræðunni í dag. Það er sami áhugi og hann fann sjálfur fyrir þeg- ar heimastjómarlögin gengu í gildi. Núna er Johansen varkárari. „Sjálfstæði er eðlilegt takmark þeirrar þróunar sem á sér stað á Grænlandi núna. Við eigum að þróa sjálfstæðið þannig að við fáum ábyrgð á öllum sviðum, ekki síst í utanríkismálum. En ég vil ekki setja jafnaðarmerki á milli sjálf- stæðis og þess að segja sig úr sam- bandi við Danmörku. Það eru of mörg bönd milli Grænlands og Dan- merkur til þess,“ segir Johansen. Með fæturna a jorðinm Hann bendir á að náttúruauð- lindirnar takmarki möguleikana. „Við verðum þrátt fyrir allt að vera með fætuma á jörðinni. Hver í ósköpunum vill berjast fyrir því að lífskjörin versni um 20 prósent? Út- koman gæti orðið sú ef við fáum GoldStar símabúnaður GoldStar GT-9500 Þráðlaus sími fyrir heimili og fyrirtæki, með innbyggt símtæki í móðurstöð og innanhússtalkerfi milli allt að þriggja þráðlausra síma og móðurstöðvar. / Grunnpakki: Móðurstöð með einum þráðlausum síma og öllum fylgihlutum. 4 Verð kr. 24.490.- stgr. Auka þráðlaus sími: Þráðlaus sími með fylgihlutum. GoldStar GS-635 Símtæki með hátalara og endur- vali. Sérstaklega falleg hönnun. Litir Rauðun grænn og Ijós grár Síðumúla 37 »108 Reykjavík Sími 588 2800 • Fax 568 7447 $ Verð kr. 3.900.- stgr. Endursöluaðilar: Eyjaradíó-Vestmannaeyjum, Metró- Akureyri.Tölvuvaeðing- Keflavík, Hátiðni- Höfn, Snerpa- ísafirði, Versl. Hegri- Sauðárkróki ogTölvuþjónusta Húsavíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.