Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Page 33
I
f
*
i
i
i
i
i
Kristín Silla og Hallur Símonarson hjá Trygg-
ingu hf. kynna feröatryggingar á feröahátíö
Flugleiöa.
Öryggi á ferðalagi
Eitt af því sem nauðsynlegt þykir þegar farið
er í ferðalögin er að hafa tryggingarnar í góðu
lagi. Á sjötta áratugnum keypti fólk tryggingu,
svokallaðan coupon, sem gilti aðeins í flugi, en
þegar út var komið var fólk á eigin ábyrgð. í
dag þykir mikilvægast að hafa góða tryggingu
fyrir hugsanlegum sjúkrakostnaði, enda getur
hann hlaupið á hundruðum þúsunda króna þeg-
ar litið er til landa eins og Bandaríkjanna.
Einnig er farangurstrygging nauðsynleg því að
víða á ferðamannastöðum gera óprúttnir menn
út á saklausa ferðalanga.
Trygging hf. var með bás á ferðakynningu
Fiugleiða um síðustu helgi þar sem sérstök
áhersla var lögð á að kynna ferðatryggingar og
þær lausnir sem eru í boði við kaup á ferða-
tryggingu. Hjá þeim er í boði viðtæk Heimilis-
vemd sem er trygging á innbúi en innifelur
jafhframt ferðasjúkra- og ferðaorlofstryggingu
ásamt farangurstryggingu. í þessu felst að
tryggingartaki og fjölskylda hans fær greiddan
kostnað á ferðalagi vegna slyss, sjúkdóms eða
fráfails auk nauðsynlegra viðbótargjalda vegna
heimferðar til íslands.
Sölumenn ferða- og heimilistrygginga hafa
orðið varir við útbreiddan misskilning um að
hafi maður kreditkort sé maður sjálfkrafa
ferðatryggður. Þetta er ekki algilt þar sem í
sumum tilfellum er gerð krafa um að hluti ferð-
ar sé greiddur með kortinu til að ferðatrygging
sé í gildi í ferðinni.
Sólarpottur DV og Flugleiða:
Fyrsta Flórídaferðin dregin út
- Þórir og Hanna í hópi skuldlausra áskrifenda
„Þetta er kærkomin
tilbreyting því við
eram ekki vön því að
vinna í svonalöguðu,"
sagði Hanna Karen
Kristjánsdóttir en hún
og maður hennar, Þórir
Georgsson, voru á dög-
unum dregin úr Sólar-
potti DV og Flugleiða
en í honum er allir
skuldlausir áskrifendur
DV.
Hönnu Karenar og
Þóris bíður nú vikuferð
í sólarparadís vesturs-
ins, St. Petersburg
Beach á Flórída.
„Við höfum aldrei
komið til Flórída og það
er sko ekki nokkur vafi
á því að við munum
nýta okkur þennan
óvænta glaðning," sagði
Hanna Karen.
Hanna og Þórir hafa
verið áskrifendur „svo
lengi sem elstu menn
muna“ og nú bíða aðrir
níu ferðavinningar þess
að verða dregnir upp úr
Sólarpottinum góða.
Skuldlausir áskrifend-
ur DV geta því hugsað
sér gott til glóðarinnar
og geta átt von á því
besta. Gjafabréfið að
ferðinni var afhent í
gær en það felur í sér
flug fyrir tvo með Flug-
leiðum og gistingu í 6
daga.
Vinningurinn gildir
frá 27.5. til 1.9.
-sv
Fyrsti skuldlausi áskrifandi DV fékk í gær afhent gjafabréf aö Flórídaferö fyr-
ir tvo meö Flugleiöum og gistingu í sex nætur. Hanna Karen Kristjánsdóttir
og Kristján Þórisson veittu því viötöku. Níu feröavinningar bíöa þess aö
veröa dregnir úr Sólarpotti DV og Flugleiöa næstu níu vikurnar.
DV-mynd Hilmar
Úfremdarástand
- /
Flugumferöarstjórar í Ind-/
' landi kvarta sáran undan
; ástandinu í háloftunum yfir
landinu. Á siðustu mánuðum
í hafa komið upp fjögur tilfelli
J þar sem legið hefúr við árekstri
j stórra farþegaþotna og heppnin
J ein réð því aö ekki fór illa.
Tæknibúnaður flugumferðar- -
j stjóra við flugvelli Delhi og
I Bombay er úreltur og ekki
I hannaður til að anna meira en
| 12 vélum á hverjum klukku-
J tíma. Flugumferð er hins vegar
' miklu meiri og á annatíma
s þurfa flugumferðarstjórar að
J sinna allt að 28 á hverjum
j klukkutima. Verið er setja upp
. nýtt kerfi við flugvöllinn í Del-
j hi sem á að geta annaö upp í 40
flugvélum á klst.
Meiri arður
J Boeing-flugvélafyrirtækið til-
I kynnti að arður af rekstri fyrir-
tækisins hefði aukist um 52%
frá árinu á undan. Aröur síð- '
!asta árs nam rúmlega 450 millj-
örðum króna.
Þýskir
(til Englands
j Þýska flugfélagið Lufthansa
j hefúr fengið leyfi til að fljúga á
" nokkrum innanlandsleiðum í
1 Englandi. Lufthansa mun fyrst
j um sinn fljúga á milli
j Newcastle og Birmingham. f
i
i
s
i
i
i
i
BÆKLINGURINN
er kominn!
Opié sunnudag 16. febrúor kl. 13-16
Lóttu sjú þig og fóðu bækling
cojmoCP1
OUCljö I
urcclona-Dominilcansl<a
■ . . n r x.
j'skaland-Borgarfcrdir
, _ ~ .... J> 'Jx'Sr?:!
FERÐASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR
Aðcalstræti 1 €> - sími 552-3200