Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 Fréttir i>v Hafnarstræti 100 á Akureyri á nauðungaruppboði: Byggingasjóður ríkisins lán- aði 24 milljónir til breytinga - lítið framkvæmt og öll lán í vanskilum DV, Akureyri: Klukkan hálfellefu í morgun hóf sýslumaðurinn á Akureyri uppboð á húseigninni Hafnarstræti 100 þar í bæ. Boðnir voru upp 11 hlutar eignarinnar af 12 og lauk uppboðinu ekki fyrr en í hádeginu. Uppboðs- beiðendur voru Byggingasjóður rík- isins, húsbréfadeild, Akureyrarbær, Samvinnusjóður íslands og KPMG- endurskoðun hf. fyrir hönd Spari- sjóðs vélstjóra. Alls nema kröfur í þessa 11 hluta eignarinnar ríflega 30 milljónum króna auk vaxta, verð- bóta og dráttarvaxta. Hafnarstræti 100 sem hýsti lengi vel skemmtistað undir nafninu H- 100 er skráð í eigu Geymslusvæðis- ins ehf. Hjá hlutafélagaskrá fengust þær upplýsingar að Óskar Helgi Einarsson væri einn skráður stjórn- armaður fyrirtækisins en varamað- ur Bergur Guðnason. Geymslusvæðið ehf. eignaðist Hafnarstræti 100 og hugðist breyta húsnæðinu, sem er á þremur hæð- um, í íbúðir og yrðu 4 íbúðir á hverri hæð. Samkvæmt heimildum DV hafa þær framkvæmdir einar átt sér stað í húsinu að rifnir hafa verið innan úr því milliveggir og stigar og þá hafa gluggar að ein- hverju leyti verið endumýjaðir. Geymslusvæðið ehf. fékk 23. jan- úar 1995 lán frá húsbréfadeild Bygg- ingasjóðs ríkisins vegna breytinga á húsinu. Veittar voru alls 24 milljón- ir króna eða tvær miUjónir fyrir hvem hluta hússins eftir að því hafði verið skipt niður í 12 einingar. Lánin era öU í vanskUum og í morg- un voru 11 hlutar Hafnarstrætis 100 á uppboði en 12. hlutinn verður seldur á næstunni. Kröfur Bygg- ingasjóðs í hlutina 11 nema um 22 miUjónum króna auk vaxta, dráttarvaxta og verðbóta. Akureyrar- bær á um 657 þúsunda kröfu í eignina sem em fast- eignagjöld fyrir árið 1995, auk kostn- aðar en án drátt- Slæmt atvinnuástand í Ólafsvík: Þingmenn gerðust nemar: Vísaö úr Þjóðarbókhlöðu „Mér fannst þetta skemmtileg og lærdómsrík ferð þó hún væri stutt. Það var gaman að setjast aftur á skólabekk en það var ekki eins gam- an þegar okkur var vísað út úr Þjóð- arbókhlöðunni fyrir að borða nestið okkar þar,“ segir Margrét Frí- mannsdóttir þingmaður en hún gerðist námsmaður í nokkra klukkutíma í gær í boði Stúdenta- ráðs. Með henni í för var Hjálmar Árnason þingmaður. Þingmennimir hófu ferðina í kennslustund á 1. ári í hjúkranar- fræði og fóra síðan í heimsókn tU ungra hjóna með tvö böm. „Við komumst að því að námslán konunnar duga ekki fyrir leigu og bamapössun en eiginmaður hennar er í fullri vinnu og lán hennar skeröast auðvitað við það þó hann sé bara með meðaltekjur. Þau borga yfir 40 þúsund i húsaleigu og yfir 20 þúsund til leikskóla," segir Margrét. Þingmennimir fóm því næst í bankann en þar var Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur stadd- ur í gervi Björns Bjamasonar menntamálaráðherra. „Ráðherr- ann“ var þar að reyna að fá ábyrgð- armenn til að fá námslán. „Við Hjálmar neituöum honum auðvitað um að vera ábyrgðarmenn. Skýring Hjálmars var að hann heföi ekki borið það undir fjölskylduna en ég treysti einfaldlega ekki á að hann gæti skilað tilskildum árangri og því eflaust ekki getað borgað lán- ið til baka,“ segir Margrét. -RR Sveit ólympíumeistara Frakka hampar sigurverölaunum sínum t mótslok. Frá vinstri eru Alain Levi, Philippe Croni- er, Christian Mari og Henri Szwarc. DV-mynd Hilmar Flugleiöamót í bridge: Olympíumeistararnir sigruðu Sveit ólympíumeistara Frakka haföi sigur á Flugleiðamóti í sveita- keppni sem lauk um kvöldmatar- leytið i gær. Sveitin stóð uppi sem öruggur sigurvegari og hafði 11 stiga forystu á næstu sveit er upp var staðið. Sveitin var skipuð Frökkunum Alain Levi, Philippe Cronier, Christian Mari og Henri Szwarc. Sveitakeppnin var fjöl- menn, 98 sveitir tóku þátt í þessari tveggja daga keppni. Þegar 6 um- ferðum af 10 var lokið hafði sveit Roche náð vænlegri forystu, 134 stig á meðan tvær næstu sveitir voru með 120 stig. Sveit Roche gekk hins vegar afleitlega síðari daginn og hafnaði í fimmta sæti. Lokastaða efstu sveita varð þannig: 1. Frakkland 198 2. VÍB 187 3. Hjördís Eyþórsdóttir 186 4. Landsbréf 185 5. Roche 181 6. Samvinnuferðir-Landsýn 179 -ÍS Ættum ekki aö sitja uppi með atvinnuleysi og vesöld - segir formaður Verkalýðsfélagsins Jökuls DV, Vesturlandi: „Atvinnuástandið er mjög slæmt hjá okkur, á atvinnuleysisskrá em 25-30 manns. Skýringarnar eru nokkuð margar og sumar hverjar æði flóknar,“ sagði Jóhannes Ragn- arsson, form. Verkalýðsfélagsins Jökuls í Ólafsvík, í samtali við DV. „Landfræðilega ættum við ekki að sitja hér uppi með atvinnuleysi og vesöld því við erum við ein bestu fiskimið landsins og í hæfilegri fjar- lægð frá höfuðborgarsvæðinu. Skýr- ingin er að talsverðum hluta fólgin í fiskveiðistjómunarkerfinu. Það er enginn vafi á því. Stjómvöldum hef- ur oft verið bent á það en þau hafa tekið þá ákvörðun að halda í þetta kvótakerfi eins og það er, alveg sama hvað öllu öðm líður. Efnahagsbatinn hefur ekki látið sjá sig hér á Snæfellsnesi. Það getur vel verið að einhverjir hagfræðing- ar og pólitíkusar hafi talið sér trú um einhvem efnahagsbata í þjóðfé- laginu. Ef hann er staðreynd er hon- um misskipt og hefur lítið orðið vart á landsbyggðinni. Hins vegar er niðurskurður á sjúkrahúsunum og víðar. Ég hef talað við stjómar- þingmenn og held að þeim sé full- kunnugt um ástandið hér,“ sagði Jó- hannes. -DVÓ arvaxta og annars kostnaðar. Sam- vinnusjóður íslands er með kröfu upp á um 5 milljónir króna. Höfuð- stóll þeirrar skuldar er tæpar 4 milljónir króna samkvæmt fjórum tryggingabréfum sem útgefin vora árið 1995 af Selás-vinnustofu ehf. til kröfuhafa. Þá er ógetið um kröfur KPMG-endurskoðunar hf. fyrir hönd Sparisjóðs vélstjóra sem nema tæpum 3 milljónum króna auk dráttarvaxta. -gk Hafnarstræti 100 á Akureyri sem fara átti „undir hamarinn" í morgun vegna stórskulda Geymslusvæðis- ins ehf. DV-mynd gk Stuttar fréttir Columbia fær súrál Columbia Ventures hefur tryggt sér súrál, hráefni til álf- ramleiðslu á Grundartanga. Við- ræður við fjármögnunaraðila eru þegar hafhar. Enn einn frestur Jámblendifélagið hefur fengið enn einn frest, nú til 8. mars, til að ganga frá samningum milli eigenda um stækkun verksmiðj- unnar. Dagsbrún vill semja Samninganefnd Dagsbrúnar og Framsóknar átaldi i gærkvöldi VSÍ fyrir seinagang og tregðu í kjarasamningum. Síminn sagður ódýrari Símagjöld á Norðurlöndunum, Bretlandi og Þýskalandi eru tug- um prósenta hærri en á íslandi ef marka má athugun Pósts og síma á þessum málum. 24 þúsund króna tekjuauki Ráðstöfunartekjur hjóna með 202 þúsund á mánuði hækka um 24 þúsund krónur, ef hugmyndir ASÍ um launahækkanir og skatta- breytingar verða að veruleika. RÚV sagði frá. 50 manns til Grænlands 50 manns frá íslandi taka þátt í NuuRek kaupstefnunni í Nuuk á Grænlandi sem hefst í dag. Tals- verð og vaxandi viðskipti eiga sér stað milli íslands og Grænlands. Kolbeinseyjardeilan Samningafundur var haldinn í Kaupmannahöfn um skiptingu hafsvæðanna milli íslands og Grænlands og Islands og Færeyja og hvort Kolbeinsey skuli vera grunnlínupunktur. Viðræðufund- ir hafa verið af og til síðan sl. vor án samkomulags. Hágöngumiölun í dag verða opnuð tilboð í vinnu við Hágöngumiðlun á veg- um Landsvirkjunar. Miðlunin er liður i að tryggja næga raforku fyrir nýtt álver og stækkun járn- blendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga. Páll vill breyta Páll Pétursson félagsmálaráð- hema vill breyta frumvarpi um atvinnuleysistryggingar til móts við kröfur fulltrúa launþega. ASÍ og BSRB hafa viljað að frumvarp- ið verði dregið til baka. RÚV sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.