Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Síða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997
Fréttir
Össur Skarphéðinsson vill Ingibjörgu Sólrúnu sem formann nýs jafnaðarmannaflokks:
Topparnir í Grósku
fagna hugmyndinni
- Ingibjörg Sólrún vel til forystu fallin, segir Hrannar B. Arnarsson
Össur Skarðhéðinsson alþingis-
maður segir í viðtali við DV um
síðustu helgi að hann vilji að Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri verði foringi nýs jafnaðar-
mannaflokks. Hann segist vilja
vera í forystusveit slíks flokks og
myndi ekki hafna formannsstóln-
um ef hann byðist. Aðrir séu þó
betur kallaöir og nefnir hann þar
sérstaklega Ingibjörgu Sólrúnu
vegna þess að slíkur flokkur yrði
að hafa feminíska slagsíðu.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Ingibjörg Sólrún er nefnd sem
framtíðarleiðtogi slíks flokks. í við-
tali við DV i fyrra hafnaði hún
ekki hugmyndinni að verða þar
foringi en sagði að verkefni númer
eitt hjá henni væri að leiða R-list-
ann aftur til sigurs i borginni.
„Ég er alveg sammála Össuri um
að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er
vel til foringja fallin ef hún fengist
til þess að taka að sér formennsku
i nýjum jafnaðarmannaflokki,"
sagði Hrannar B. Amarsson um
hugmynd Össurar. Hrannar er
einn cif helstu frumkvöðlum að
stofnun Grósku, samtaka ungs
áhugafólks um sameiningu allra
jafhaðarmanna í einn flokk.
Hann segir að aðalmálið nú sé að
halda borginni og framhaldið muni
ráðast nokkuð af því hvemig þar
tekst til.
Gestur G. Gestsson var helsti
foringi krata við undirbúning og
stofnun Grósku. Hann fagnar hug-
mynd Össurar:
„Mér þykir þessi skoðun Össur-
ar góð enda er ég sannfærður um
að Ingibjörg Sólrún yrði góður leið-
togi nýs jafnaðarmannaflokks.
Hins vegar tel ég ekki að slíkur
flokkur verði að hafa feminíska
slagsíðu. Hann þarf bara að taka
tillit til þeirra sjónarmiða sem kon-
ur hafa veriö að berjast fyrir. Ef
hann á að kallast jafnaðarmanna-
flokkur verður hann að taka tillit
til þeirra," sagði Gestar G. Gests-
son.
Róbert Marshall, ungliðaforingi
í Alþýðubandalaginu, kom mjög
við sögu við undirbúning og stofn-
un Grósku:
„Mér líst mjög vel á þessa hug-
mynd enda hefur Ingibjörg Sólrún
sýnt það og sannaö að hún er sterk-
ur leiðtogi. En ég vil taka fram að
ég tel það ekki skipta öllu máli
hver er leiðtogi jafnaðarmanna-
flokks. Málefnin skipta öllu máli,“
sagöi Róbert Marshall. -S.dór
íslensku tónlistarverðlaunin 1997:
Hörð keppni
um verðlaunin
Suðræn tónlist hefur notið sífellt
meiri vinsælda að undanfömu enda
eru tveir sem tilnefndir eru sem
bestu blástarshljóðfæraleikararnir
úr hljómsveitinni Milljónamæring-
unum sem hefur verið í fararbroddi
í að kynna slíka tónlist fyrir landan-
um. Þeir em Jóel Pálsson saxafón-
leikari og Veigar Margeirsson
trompetleikari. Óskar Guðjónsson,
saxafónleikari úr Mezzoforte (hann
hlaut titilinn í fyrra), Sigurður S.
Stefánsson, saxafónleikari sem leik-
ið hefur með S.S.S., og Sigurður
Flosason saxafónleikari, en hann
spilar að sjálfsögðu með sínum eig-
in kvartett, em einnig tilnefndir
sem besti blásturshljóðfæraleikari
ársins 1997.
Trommuleikari ársins
Eins og vera ber eru fimm til-
nefndir sem besti trommuleikari
ársins.
Fyrstan má telja Gunnlaug
Briem úr Mezzoforte en hann
hreppti hnossið í fyrra. Hinir fjórir
eru Haraldur Freyr Gíslason í
Botnleðju, Matthías Hemstock úr
Todmobile, Jóhann Hjörleifsson,
sem trommaði fyrir Emiliönu Torr-
ini og barði húðir í Stone Free, og
Einar Val Scheving sem lék með
Bubba Morthens og ýmsum
djassveitam.
Flytjandi/hljómsveit ársins
íslenskt tónlistarlíf hefur
blómstrað undanfarna mánuði og
sést það einna best þegar horft er
til þeirra sem eru tilnefndir sem
Flytjandi/hljómsveit ársins.
Fyrst má telja Botnleðju sem
valin var bjartasta vonin í fyrra,
Emiliönu Torrini sem átti sölu-
hæsta plötana (Merman) um síð-
usta jól, Kolrassa krókríðandi sem
gaf nýlega út plötana Köld eru
kvennaráð og Mezzoforte en sú
sveit gaf út plötuna Monkey
Fields.
Að síðusta má nefna Todmobile
sem nýlega vaknaði úr Þymirósa-
svefni og gaf út plötuna Perlur og
svín.
-JHÞ
Gunnlaugur Briem úr Mezzoforte er tilnefndur sem trommuleikari ársins
1997. Hann hlaut titilinn í fyrra. JHÞ
Dagfari
Biðröð eftir bæklingum
Kamivalstemning ríkti í Reykja-
vík um helgina. Það var þó fjarri
lagi að kjötkveðjuhátíð þessi væri
vegna föstunnar. Þvert á móti var
ekki að sjá fósta- eða hungursvip á
neinum. Það skein eftirvænting úr
hverju andliti og menn mynduðu
biðraöir orðalaust líkt og þar væra
á ferð biöraðavanir þegnar Breta-
drottningar. Tilefniö hlaut því að
vera merkilegt því það er ella ein-
kenni mörlandans að troðast og
sækja sinn rétt með góðu eða illu.
Biðraðir hafa hingað til veriö fyrir
aðra en víkinga norðursins.
Og hvað veldur því að heil borg
fer á annan endann eitt sunnudags-
síðdegi? Jú, þeir era komnir bæk-
lingarnir, ferðaskrifstofubækling-
amir með öllum skemmtilegu ferð-
um sumarsins, fallega, brúna og
sællega fólkinu sem hleypur um
hálfbert í útlendu flæðarmáli. Blátt
haf er í baksýn, skútur við sjón-
deildarhring auk þess sem glittir í
hótel sem byggt er utan í klett.
Þetta er það sem fólkið vill, skítt
með eigin efnahag og þjóðarhag.
Hvað um það þótt ekki sé búiö að
semja um kaup og kjör? Það má
alltaf slá fyrir draumaferðinni. Er
ekki líka lofað stórkostlegum
kjarabótum og skattalækkunum?
Hvar er betra að taka þá sælu út en
á suðrænni sólarströnd? Þar skín
sólin endalaust og vínið er ódýrara
en vatn. Hinn eilifi útsynningur
hér og umhleypingar standast eng-
an samanburð.
Nú þarf heldur ekki að borga
þessar dásemdarferðir fyrr en ein-
hvem tíma í framtíðinni. Kaupið
strax - borgið um aldamót. Ferða-
skrifstofumar bjóða sólþyrstam að
borga ferðina á þremur árum með
jöfnum mánaðargreiðslum. Enginn
fmnur neitt fyrir neinu. Greiðslu-
dreifmgin er allra meina bót. Allt
er svo auðvelt. Þetta bætist bara
við nýja bílinn sem tekinn var á
sjö ára greiðsludreifingu - físléttri
til framtíðar. Nýi bíllinn verður
svo endurnýjaður löngu áður en
búið verður að borga hann og sama
gildir um ferðimar. Bæklingamir
koma aftar að ári og þá dreifast
greiðslurnar af suðræna strandlíf-
inu á fimm ár í stað þriggja núna.
Það má því fara í fleiri ferðir á enn
lengri greiðsludreifingu. Hamingj-
an er algjör og endalaus.
Allt styrkir þetta efnahag þjóðar-
innar. Veltan í samfélaginu er á
fljúgandi fart. Aldrei hafa verið
keyptir eins margir nýir bílar, fast-
eignasalar ráða sér ekki fyrir gleði
og ferðasalar fylla margar júmbó-
þotur á dag. Tilveran er fjármögn-
uð á fisléttan hátt. Og það góða við
þetta ástand er að launþegar eru
svo fisléttir aö engin hætta er á
átökum á vinnumarkaði, hvað sem
líður lausum samningum og stór-
yrðum verkalýðsleiðtoga.
Lífið hættir nefnilega að vera fis-
létt komi til verkfalla. Það eru all-
ir í greiðsludreifmgu. Það verður
að borga af ferðunum, bílnum,
sófasettinu, sjónvarpinu, mynd-
bandstækinu, tölvunni og eld-
húsinnréttingunni. Þá má ekki
gleyma matarreikningunum á
kortinu að ógleymdum jólaútgjöld-
unum sem dreifast á nokkur næsta
mánaðamót. Húsbréfin era svo á
sínum stað. Það er því alveg sama
hvað Halldór í Dagsbrún eða Guð-
mundur í Rafiðnaðarsambandinu
ólmast. Það hefur ekkert að segja
því skjólstæðingar þeirra eru allir
í greiðsludreifingunni.
Þórarinn V. glottir því í Garða-
strætinu. Vinnuveitendur, hvort
sem þeir selja sólarlandaferðir,
húsgögn, bíla eða tölvur sjá um
málið. Greiðsludreifingin lifi,
húrra, húrra. Vildarkjörin bíða á
kortinu. Aukið heimildina, góöir
hálsar, og takið meira út.
Það er því von að það riki al-
menn gleöi í borg og bæ þegar
bæklingarnir koma út. Það þarf
bara að velja réttan tíma og rétt
land.
Sælan er rétt að byrja.
Dagfari