Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 Fréttir Fjölmargt starfsfólk hefur veikst af hættulegum gufum í kúfiskvinnslu á Þórshöfn: Ófremdarástand þar sem heilsa fólks er í hættu - segir formaður verkalýðsfélagsins - framkvæmdastjóri HÞ lofar úrbótum „Þetta er auðvitað algert ófremd- arástand og margt starfsfólk hér hefur veikst og fengið mikil óþæg- indi. Við erum í sambandi við Vinnueftirlitið og það hefur gert út- tekt á þessu. Hraðfrystistöðin hefur lofað úrbótum og það verður að ger- ast á næstu dögum. Það gefur auga- leið að ekki er hægt að láta fólk vinna í starfsumhverfi þar sem heilsa þess er í hættu,“ segir Sæ- mundur Jóhannesson, formaður Verkalýðsfélagsins á Þórshöfn. Fjölmargir starfsmenn Hrað- frystistöðvar Þórshafnar hafa veikst eftir að hafa unnið við kúfiskvélar í hraðfrystistöðinni. Tilraunakeyrsla á kúfisksvinnslu hefur staðið yfir undanfarna 3 mánuði hjá HÞ. Veik- indi fólksins eru aðaUega í öndunar- færum og talið er að því valdi hættulegar gufur sem myndast þeg- ar kúfiskurinn er soðinn. Svipað ástand kom upp á Flateyri sl. sumar þegar fjölmargt starfsfólk hjá Vestfirskum skelfiski hf. veikt- ist af hættulegum gufum í vinnslu- sal fyrirtæksins. Starfsmenn HÞ sem DV ræddi við voru sammála um að ástandið væri afleitt. Allir starfsmennimir sem DV ræddi við höfðu unnið við kúfiskvinnsluna og veikst í kjölfarið. Asmaköst á nóttinni „Þetta byijaði fljótlega eftir að kúfiskvinnslan fór af stað. Flestallir sem hafa verið í kúfiskvinnslusaln- um hafa veikst. Sjálf er ég búin að vera mjög slæm í öndunarfærunum og hef tekið marga veikindadaga. Ég hef fengið asmaköst á nóttinni og ekki getað sofið vegna hósta og sær- inda í öndunarfærum. Við höfum mörg þurft að fara til læknis út af þessu og við fáum lyf þar sem halda okkur góðum í smátíma. Síðan byrja veikindin aftur þegar við for- um í kúfiskvinnsluna. Starfsfólk gafst endanlega upp á miðvikudag og það var rétt hægt að klára vinnsl- una á fimmtudag með hjálp útlend- inga,“ segir starfsmaður HÞ sem unnið hefur við kúfiskvinnsluna. Starfsmaðurinn vildi ekki láta nafns síns getið af ótta við yfirmenn sína. Aðrir starfsmenn HÞ, sem unn- ið hafa í kúfiskvinnslunni, tóku í sama streng og þessi starfsmaður og sögðu að enginn heimamanna ætlaði að vinna áfram við kúfiskvinnsluna. Því mætti búast við að yfirmenn HÞ myndu reyna að fá útlendinga til að vinna við kúfískinn en um 30 Pól- verjar og Rússar eru á Þórshöfn og flestir þeirra vinna hjá HÞ. Þarf aö gera ráðstafanir „Ég get staðfest að starfsmenn sem unnið hafa við kúfiskinn í Hraðfrystistöðinni, hafa fengið of- næmiseinkenni í öndunarfærum. Það á eftir að rannsaka nánar hversu alvarleg þessi einkenni eru og hvort þau tengjast beint kúfisk- vélum í verksmiðjunni. Það er hins vegar alþekkt vandamál að þeir sem vinna við kúfisk eiga á hættu að fá ofnæmiseinkenni, m.a. asmaein- kenni. Við erum í sambandi við Vinnueftirlit ríkisins og það er í at- hugun hvemig skuli bregðast við þessum vanda. Það er ljóst að gera þarf ráðstafanir í verksmiðjunni og mér sýnist að þar séu menn sér full- komlega meðvitandi um það,“ segir Páll Matthíasson, heilsugæslulækn- ir á Þórshöfn og Raufarhöfn. „Við fylgjumst grannt með þessu máli. Það er samdóma álit allra að- ila að laga aðstöðuna því það er auð- vitað öilum fyrir bestu. Forsvars- menn HÞ hafa verið allir af vilja gerðir að leysa þetta mál. Menn þurfa fyrst og fremst að gera sér grein fyrir hvar vandinn liggur og síðan er þá hægt að grípa til að- gerða. Þeir hafa tjáð mér að það verði engin kúfiskvinnsla fyrr en búið er að laga þetta vandamál," segir Helgi Haraldsson hjá Vinnu- eftirliti Eyjafjarðar. Öflugra loftræstingarkerfi „Ég vil nú ekki meina að ástand- ið sé svo slæmt í verksmiðjunni. Það er rétt að það hafa komið upp veikindi hjá starfsfólki en ég veit ekki til þess að þau hafl verið alvar- leg. Ég hef sjálfur fengið eymsl í hálsinn eins og getur fylgt þessari vinnslu. Við munum gera ráðstafan- ir til að minnka þessar gufur eins mikið og hægt er. Stefnan er að setja upp öflugra lofræstingarkerfi nú á næstu dögum. Við erum með tilraunastarfsemi í gangi og erum að kynnast þessari starfsemi og það tekur auðvitað sinn tíma ,“ segir Jó- hann A. Jónsson, framkvæmda- stjóri HÞ. -RR Miklu hættulegri starfsemi en virðist á pappírunum - segir Vilhjálmur Rafnsson ofnæmissérfræðingur „Það er greinilegt að þama hefur farið af stað starfsemi sem er miklu hættulegri en virðist á pappírunum. Þama er starfsfólk í miklum vand- ræðum og við reynum að hjálpa því eins og mögulegt er og gera ráðstaf- anir til þess að starfsumhverfi þess verði bætt. Ég er alveg sammála for- manni verkalýðsfélagsins að þetta er ófremdarástand þar sem verið er að leggja heilsu starfsfólksins i hættu," segir Vilhjálmur Rafnsson, ofnæmissérfræðingur og yfirlæknir á Reykjalundi. Vilhjálmur starfar einnig sem læknir hjá Vinnueftirliti ríkisins. „Þarna eru á ferðinni ofnæmis- valdandi gufur sem leggjast aðal- lega á öndunarfæri fólks með þrengsli í berkjmn og asmalíkum einkennum. Ef fólk er á kröftugum lyflum þá slakar það á þessum óþægindum en svo ef að slakað er á þeim þá koma óþægindin aftur. Þetta eru ekki lyf sem er hægt að láta fólk taka í langan tíma. í flest- um tilfellum er um að ræða tíma- bundin einkenni og þá nær jölk fullri heilsu aftur ef það hættir í þessari vinnu. Það sem ég óttast mest er að ef þetta stendur lengi þá geti komið upp varanlegur asmi sem er miklu erfiðara að eiga við. Því er mjög brýnt að ná stjóm á þessu vinnuumhverfi sem fyrst. Þetta er vandamál sem er þekkt bæði í kúfisk- og rækjuvinnslu. Mér sýnist þetta vera það sama og kom upp á Flateyri í fyrra. Eggja- hvítuefnin virðast losna auðveld- lega frá kúfisknum og það veldur þessum hættulegu efnum sem ber- ast út í andrúmsloftið,“ segir Vil- hjálmur. -RR Kvenfélagið á Patró hélt langþráð þorrablót á Tálknafirði: Kvenfélagskonur kættust á flöskuballi í nágrannasveitarfélaginu DV, Tálknafirði: Þær deyja ekki ráðalausar kon- urnar í kvenfélaginu Sif á Patreks- firði þegar halda á þorrablót. Sem kunnugt er hafa staðið yfir deilur um afnot af félagsheimili Patreks- íjarðar undanfarið og fyrirséð að þeim ljúki ekki fyrir þorralok. Þær brugðu á það ráð að halda sitt 49. þorrablót á Tálknafirði, í íþrótta- og félagsheimili þar, 15. febrúar. Nýjasti angi Felgumálsins er sá að fyrir helgina beit hundur eiganda Felgunnar gjaldkera kvenfélagsins í lærið og var kærður fyrir vikið. Gjaldkerinn komst þó á þorrablótið ásamt öðrum kvenfélagskonum. Alls mættu um 210 þorrablótsgest- ir og skemmtu sér vel yfir góðum mat og skemmtiatriðum sem kvenfé- lagskonumar sömdu og sáu um þar sem gert var góðlátlegt grín að at- burðum síðasta árs og af nógu var að taka. Að borðhaldi loknu var stiginn dans og sáu Heiðursmenn um að halda uppi fjörinu. Boðið var upp á rútuferðir til og frá Patreksfirði. Höfðu sumir á orði að þar rifjaðist upp gamalkunn stemning þegar farið var á sveitaböllin áður fyrr í rútu. Kvenfélagið Sif var stofnað 1915 og eru nú 80 konur í félaginu. Ekki var annað að heyra á gestum en að þeir skemmtu sér vel í nágranna- sveitarfélaginu og voru Sifjar-konur ánægðar með hvemig til tókst og ekki síst hvað vel var tekið á móti þeim af forráðamönnum félagsheim- ilisins á Tálknafirði. Margir vona að framtakið leiði til meiri sam- vinnu í framtíðinni. -KA Eftir deilur við eiganda Felgunnar á Patreksfiröi afréöu kvenfélagskonurnar að færa þorrablót sitt í næsta byggðarlag. Blótið var haldiö með pompi og prakt í félagsheimilinu á Tálknafirði og má búast viö aö þar hafi samskiptin við eiganda Felgunnar og hund hans borið á góma. Hér eru þær Adda, Guð- rún, Gróa og Ragnheiöur í eldhúsi blótsins. DV-mynd Kristjana Nemendur í Stýrimannaskólanum voru viöstaddir eldvarnaæfingu sem haldin var á vegum Slysavarnafélags íslands á dögunum. Æfingin þótti takast mjög vel og fannst nemendunum mjög fróölegt að fylgjast með réttum handtökum í þessum kringumstæðum. DV-mynd Hilmar Pór Akureyri: Um 60 íbúðir byggðar á miðbæjarsvæðinu - bílastæðum fjölgar mjög í sumar DV, Akureyri: Samkvæmt samþykktu skipulagi fyrir miðbæjarsvæðið á Akureyri er gert ráð fyrir að í miðænum verði byggðar um 60 íbúðir og er reiknað með að ekki líði langur tími þar til framkvæmdir geti hafist. Byggingarsvæðið í miðbænum er aðaÚega á „Sjallareitnum" svokall- aða en hann afmarkast af Strand- götu, Geislagötu, Gránufélagsgötu og Glerárgötu en þetta er svæðið frá Ráðhústorgi og að Sjallanum í norðri. Einnig er gert ráð fyrir byggingu íbúða í Hofsbót, austan Nýja bíós. Skipulagsnefnd hefur afgreitt þetta nýja skipulag til byggingamefndar og framkvæmdanefndar bæjarins og er reiknað með að gengið verði frá auglýsingu lóðanna áður en langt um líður. í vor eða sumar munu fram- kvæmdir hefjast við um 120 ný bíla- stæði í miðbæ Akureyrar. Um er að ræða svæðið frá Gránufélagsgötu að húsi Landsbankans við Ráðhústorg. Hólabraut verður flutt til austurs að hluta og munu nýju bílastæðin verða á svæðinu vestan Hólabrautar að brekkunni þar fyrir ofan. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.