Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 7 Fréttir Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða: Við höfnum alfarið þessu nýja samfloti „Við munum ekki fara í þetta samflot landssambanda ASÍ. Ég hafna því alfarið. Við hér teljum okkur heldur ekkert hafa við rík- isstjórnina að tala. Við önsum því ekki lengur að rikisstjórnin geti komist upp með það að í hvert sinn sem samningar nálgast safni hún einhverjum beinum í poka og hendi út til fólksins. Við eigum ekki að ansa þessu. Vilji ríkis- stjómin lækka skatta þá lækkar hún skatta án þess að við kaupum þá lækkun með laununum okkar,“ höfnum líka einhverjum beinum úr poka ríkisstjórnarinnar segir Pétur Sigurðsson, forseti Al- þýðusambands Vestfjarða, í sam- tali við DV. Hann segir að á hinum svokall- aða þjóðarsáttartíma hafi það ver- ið afsakanlegt að eiga samstarf við ríkisstjóm. Þá hafi menn líka imnið sameiginlega að því að koma þjóðinni út úr efhahags- vanda. „Nú erum við komin út úr þeim vanda. Launin sem þeir eru að skaffa sér sjáifir, þessir stjómend- ur, sýna það að við erum ekki á neinu flæðiskeri stödd. Þess vegna er nú komið að því að við gerum upp við okkar viösemjendur eins og við gerðum áður fyrr,“ segir Pétur. Hann segir að miðað við það sem á undan er gengið komi ekki til greina að semja um það sem landssamböndin hafa sett fram sameiginlega, þó þau fái það allt I gegn. Þess vegna segist hann hafna þessu samfloti algerlega. „Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég veit ekki hvað- an þessir menn telja sig hafa um- boð til að gera þetta. Allavega höf- um viö hér á Vestfjörðum ekki verið spurðir að neinu. Ég skil bara ekki hvers vegna þeir gera þetta. Það var ákveðið í haust að hvert landssamband fyrir sig færi með sína kröfugerð í samningana. Það var aldrei talað mn að fram kæmi sameiginleg kröfugerð ASÍ. Þar fyrir utan er það deginum Ijósara að þarna er komin óska- staða Vinnuveitendasambandsins. Þeir hafa beðið eftir þessu allan tímann enda fagnaði Þórarinn V. þessu mikið," segir Pétur. Hann segist ekki skiija hvað vaki fyrir iðnaðarmannasambönd- unum þama. „Halda menn að einhverjir tré- smiðir eða rafvirkjar séu á 70 þús- und króna mánaðarlaunum? Ég tortryggi nærvera þeirra mjög miðað við reynsluna í síðustu samningum þegar þeir sömdu á eftir okkur og fengu miklu meira,“ segir Pétur Sigurðsson. -S.dór Loðnuvertíðin að nálgast hámarkið: Ég held að menn seu bjartsýnir - segir Birkir Hreinsson, á Þorsteini EA DV, Akureyri: „Ég held að menn séu almennt mjög bjartsýnir á framhaldið, svo framarlega að tíðarfarið verði sæmilegt, en við höfum verið meira og minna í vitlausum veðr- um að undanfórnu," sagði Birkir Hreinsson, stýrimaður á loðnu- skipinu Þorsteini EA, þegar DV ræddi við hann í fyrradag. Þor- steinn var þá á leið af miðunum út af Ingólfshöfða eftir árangursríka nótt þar sem skipið fékk m.a. mn 700 tonn í einu kasti. „Það virtist vera mjög mikið af loðnu þarna en það er erfitt aö segja til um magnið. Þetta er ágæt loðna sem er komin með um 15% hrogna- fyllingu. Hvemig framhaldið verður er best að segja sem minnst um. Menn reikna þó með fleiri göngum suður með Austfjörðum og ég held að það hljóti að vera bjart yfir þessu“ sagði Birkir. í gær var loðn- an gengin mun vestar og var allmik- il loðna suður af Þorlákshöfh og Sel- vogi í gær hafði alls verið landað um 700 þúsund tonnum á vertíðinni og þar af 201 þúsund tonni frá ára- mótum. Eftirstöðvar útgefins loðnukvóta voru þá rúmlega 500 þúsund tonn. Fyrir helgina hafði mestu verið landað á Eskifirði, eða 30.576 tonnum, í Neskaupstað 30.275 tonnum og á Seyðisfirði 27.812 tonnum. -gk BÉf'*’8'* Mjög mikiö er af loönunni í göngunni sem veiöst hefur úr út af Ingólfshöfða undanfarna daga en myndin er tekin þar nú í vikunni úr loönubátnum Jóni Sigurössyni. Hér er loðnuskipiö Gullberg meö nótina á síöunni. DV-mynd Þorsteinn Gunnar Hilmar Böðvarsson, framkvæmdastjóri hjá Besta í Kópavogi, sést hér meö nýja gerö af snjótönn sem er ætluö fyrir litla bíla. Hilmar var aö ryöja grassandvöllinn í Kópavogi meö nýju snjótönninni en um er aö ræöa sýn- ingartæki sem er þaö fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Tönnin ryöur snjón- um út úr sér en hún er úr plasti og er mun léttari og viöráöanlegri fyrir litla bfla. Lítill salt- og sanddreifari er einnig á pallinum. Hilmar segist vera aö fara hringinn kringum landiö til aö kynna tækiö. Búnaðurinn kostar um eina og hálfa til tvær milljónir aö sögn Hilmars. DV-mynd S Hrossakjötssala til útlanda: Stöðugt leitað nýrra markaða - segir formaður Félags hrossabænda „Það hefur mikið verið unnið að því, m.a. í samvinnu við Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, að leita annarra markaða fyrir hrossakjöt eftir að Japansmarkaðurinn lokað- ist. Núna er verið að skoða ýmsa möguleika en ekki orðið ljóst hvað út úr því kemur," segir Bergur Pálsson, formaður Félags hrossa- bænda. Markaður fyrir íslenskt hrossa- kjöt í Japan hrundi sl. sumar þegar alvarleg matareitrunartilfelli komu ítrekað upp í landinu og er talið að um 10 þúsund sláturhross séu nú tiltæk í landinu. Eitrunin var að einhveiju leyti rakin til þess út- breidda siðar Japana að borða hrá- an fisk og kjöt en íslenska hrossa- kjötið kom þó hvergi við þá sögu, að þvi best er vitað. í samtali við DV segir Herbert Ólason, hrossainnflytjandi í Þýska- landi, að hann telji að markaður sé fyrir íslensk sláturhross í Evrópu, ekki síst á Ítalíu þar sem þau séu keypt þar þúsundum saman frá Pól- landi og sé kjötið notað í unnar kjöt- vörur. Bergur segir að sláturhross hafi verið flutt út á fæti frá íslandi á veg- um Félags hrossabænda, einkum til Belgíu. I Ijós hafi síðan komið að Belgíumenn hafi slátrað hrossunum og flutt síðan lærin og hryggina, svokallaðar pístólur, til Japans. Fyrir hrossabændur hafi það reynst mun nærtækara og hagkvæmara að selja kjötið beint til Japans frá ís- landi og því hafi þessum viðskipt- um við Belga sem milliliö verið hætt. Hvað varðar Ítalíumarkað segir Bergur að viðræður við ítalska kjöt- innflytjendur hafi farið fram en málið hafi strandað á verðhug- myndum ítalanna. Verðið sem þeir voru tilbúnir til að greiða hafi ein- faldlega verið svo lágt að viðskipti við þá hefðu vart eða ekki borgað sig. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.