Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Síða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997
Utlönd
Stefnubreyting talin sjáanleg í Norður-Kóreu:
Virðast sætta sig
við flótta Hwangs
Yfirvöld í Norður-Kóreu gáfu í
skyn í gær að þau myndu sætta sig
við flótta helsta hugmyndafræðings
síns, Hwangs Jang-yops, sem leitaði
hælis í sendiráði Suður-Kóreu í
Peking í síðustu viku. Norður-
Kóreumenn tóku jafnframt fram aö
honum yrði vikið frá hafi hann ósk-
að eftir hæli í Suður-Kóreu.
„Það er greinilegt að norður-
kóresk yfirvöld eru að breyta um
stefnu. Þau virðast vera farin að
viðurkenna fyrir sjálfum sér að
hlutimir þróast ekki eins og þau
vilja í máli Hwangs Jang-yops,“
sagði embættismaður í Suður-Kóreu
í gær.
Norður-Kóreumenn hafa sakað
yfirvöld í Suður-Kóreu um að hafa
rænt Hwang en þeirri ásökun er
vísað á bug. Utanríkisráðuneyti
Norður-Kóreu lýsti því yfir í gær að
ef Hwang hefði verið rænt yrði grip-
ið til harðra gagnaðgerða.
Yfirlýsingin frá norður-kóreska
utanríkisráðuneytinu var gefin út
eftir að sendiherra Norður-Kóreu
var talinn hafa setið fund með emb-
ættismönnum kínverska utanríkis-
ráðuneytisins í gær.
Forsætisráðherra Suöur-Kóreu,
Lee Soo-sung, hvatti í morgun til
sérstakrar árvekni gagnvart Norð-
ur- Kóreu. Sagði hann flótta
Hwangs Jang-yops sýna ffarn á al-
varlegan óstöðugleika í norðri.
Lee tjáði þingmönnum að norður-
kóreskum árásarsveitum hefði fjölg-
að nálægt landamærunum við Suð-
ur-Kóreu þrátt fyrir efnahags-
kreppu og skort á matvælum. For-
sætisráðherrann sagði jafnframt að
skotárásin á landflótta Norður-
Kóreumann við Seoul um helgina
minnti þjóðina á mikilvægi öryggis.
Lee sagði að allt yrði reynt til
þess að Hwang fengi pólítískt hæli í
Suður-Kóreu. Reuter
Vopnaöir kínverskir lögreglumenn ganga fram hjá brynvörðum bíl viö sendiráö Suöur-Kóreu í Peking.
Simamynd Reuter
Astma- og ofnæmisfálagið
heldur fræðslufund um fæðuofnæmi.
Þriðjudaginn 18. febrúar verður haldinn fræðslufundur um
fæðuofnæmi. Kolbrún Einarsdóttir næringarráðgjafi flytur
erindi. Fundurinn verður haldinn í Þjóðarbókhlöðunni við
Birkimel (salur 1) og hefst kl. 20.
Allir félagar eru hvattir til að mæta og foreldrar barna með
fæðuóþol og fæðuofnæmi eru sérstaklega boðnir velkomnir.
Kaffiveitingar í bodi Giaxo Wellcome.
AÐALFUNDUR
FÉLAGS
JÁRNIÐNAÐARMANNA
verður haldinn laugardaginn 22. febrúar 1997, kl. 13.15,
að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð.
Vangaveltur um æösta leiðtoga Kína:
Engar stórbreytingar
á heilsufari Diengs
- segir talsmaður utanríkisráðuneytisins
Utanríkisráðuneyti Kina skýrði
frá því i morgun að engar stórbreyt-
ingar hefðu orðið á heilsufari hins 92
ára gamla Dengs Xiaopings, æðsta
leiðtoga landsins.
„Það hafa ekki orðið neinar stór-
vægilegar breytingar á heilsu félaga
Dengs Xiaopings," sagöi talsmaður
utanríkisráðuneytisins á fundi með
fréttamönnum í morgun.
Embættismenn i ríkisráði landsins
gátu ekki veitt hefðbundin svör við
spumingum um heilsufar Diengs í þá
veru að það væri eins og við væri að
búast hjá manni á hans aldri. Þess í
stað sögðust þeir vera að kanna málið.
Kínverskir heimildarmenn sögðu
á mánudag að Jiang Zemin, leiðtogi
kommúnistaflokksins, og Li Peng for-
sætisráðherra hefðu snúið heim um
helgina úr ferðum út á land, fyrr en
til stóð, og heimsótt leiðtogann.
Dieng Xiaoping, æðsti leiötogi Kína.
Sfmamynd Reuter
Helsti sérfræðingur stjómarinnar
á Taívan í málefnum meginlandsins
sagði að ástand Diengs væri alvarlegt
og að stjórn sín mundi fylgjast náið
með framvindu mála. Reuter
DAGSKRÁ:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Breytingar á reglugerð sjóða.
Kaffiveitingar.
Félagsfundur um samningamál hefst að loknum
aðalfundi um kl. 15.00.
Ath.: Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofunni
milli kl. 15.00 og 18.00 miðvikudag 19., fimmtudag 20.
og föstudag 21. febrúar nk.
Mætið stundvíslega.
STJÓRNIN
Logreglumaður myrtur
í Bilbao
Aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA,
er talin ábyrg fyrir morði á lög-
reglumanni í Bilbao á Spáni í gær.
Lögreglumaðurinn, Modesto Rico
Pasarin, lést samstundis þegar
sprengja, sem komið hafði verið fyr-
ir undir bifreið hans, sprakk um
a Spáni
leið og hann ók út úr bílskúr sínum
á leið til vinnu.
Bíllinn breyttist á svipstundu í
logandi eldhaf í aðeins fimm metra
fjarlægð frá skóla með um 2 þúsund
nemendum. Engan þeirra sakaði
við sprenginguna. Reuter
Stuttar fréttir dv
700 milijónir
Bandarikin hyggjast leggja
fram 700 milljónir íslenskra
króna í matvælaaðstoð handa N-
Kóreu. Er það talsvert meira en
í fyrra.
Fujimori bjartsýnn
Forseti Perú, Alberto Fuji-
mori, kveðst vera bjartsýnn á
lausn gísla-
deilunnar
þrátt fyrir lit-
inn árangur í
viðræðum við
skæruliða.
Forsetinn vís-
ar á bug fregn-
um um sam-
eiginlega árás
Bandaríkjamanna og Perúhers á
sendiráðsbústaðinn þar sem
gíslamir eru í haldi.
Búigaría í NATO
Petar Stoyanov, forseti
Búlgaríu, telur að aðild að
NATO myndi efla pólítísk og
e&iahagsleg samskipti við aðild-
arrikin.
Gíslar lausir
Tveir rússneskir sjónvarps-
menn, sem saknað hefur verið í
mánuð í Tsjetsjeníu, voru látnir
lausir í morgun.
Salinas neitar
Fyrrum forseti Mexikó, Car-
los Salinas, vísar á bug ásökun-
um um að hann og fjölskylda
hans tengist fíkniefnabarónum.
Minni kostnaður
Ný könnun sýnir að stækkun
NATO muni kosta Bandaríkin
miklu minna en talið var.
Marquez ekki heim
Nóbelsverðlaunarithöfundur-
inn Gabriel Garcia Marquez frá
Kólumbíu hef-
ur svo mikið
ógeð á heima-
landi sínu að
hann hefur
ákveðið að
snúa ekki
heim fyrr en
Ernesto
Samper forseti
fer frá í ágúst á næsta ári.
Meirihluti með NATO
Meirihluti kjósenda í Slóvak-
íu mundi greiöa atkvæði með
inngöngu í Atlantshafsbandalag-
ið ef þjóðaratkvæðagreiösla færi
fram um málið, aö því er kemur
fram í nýrri skoðanakönnun.
Teknir í Líbanon
Yfírvöld í Líbanon hafa hand-
tekið allt að sex lykilmenn í
hinni alræmdu japönsku skæru-
liðahreyfingu, Rauða hemum,
þar á meðal mann sem var við-
riðinn fjöldamorð á Lod flugvelli
i Tel Aviv árið 1972.
Sex ár nóg
Fidel Ramos, forseti Filipps-
eyja, sagði í morgun að sex ára
valdaseta væri nóg og vísaði á
bug staðhæfingum stjómarand-
stöðunnar um að hann væri að
skipuleggja vaddarán og ætlaði
að gerast einræðisheiTa.
Póstmenn mótmæla
Rúmlega tuttugu þúsund
þýskir póstmenn komu til Bonn
í gær til að
mótmæla
áformum rík-
isstjórnar
Helmuts
Kohls kansl-
ara um að
einkavæða
póstþjónust-
una. Mótmælin fylgja i kjölfar
verkfalla í pósthúsum í 52 borg-
um í síðustu viku.
Forsetinn útskýrir
Sali Berisha, forseti Albaníu,
hélt til borgarinnar Lushnje í
gær til að útskýra aðgerðir sín-
ar vegna fjárglæframálsins sem
leiddi til gjaldþrots almennings.
Reuter