Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 13 Meira en oröin tóm! Segja má að stúdentar eigi margt sameiginlegt með háskóla- yfirvöldum og hagsmunir þeirra fari saman í mikilvægum málum, en það er alls ekki sjálfgefið. Ákaflega mikilvægur þáttur í hagsmunabaráttu stúdenta bein- ist einmitt að ráðandi öflum inn- an stjórnsýslunnar í Háskólan- um. Úmbætur í réttindamálum mæta að jafnaði ákveðnum mót- byr og stúdentar verða að beita samtakamætti sínum til þess að koma brýnum málum í gegn. Eflum Réttindaskrifstof- una í valdatíð Vöku var stofnuð svonefnd Réttindaskrifstofa til þess að gæta hagsmuna stúdenta í Háskólanum. Þessi skrifstofa hefur ekki sinnt sínu hlutverki nægilega vel að undanförnu og viljum við í Vöku efla starfsemi hennar verulega. Vaka hefur sýnt í vetur að henni er vel treystandi fyrir þessum mála- flokki. Það er Vaka sem hefur haft frumkvæðið í háskólaráði, t.d. með því að fá í gegn sam- þykktir um skýrara verklag við prófsýningar og með mótmælum við töfum á birtingu próftaflna. Við leggjum áherslu á að Rétt- indaskrifstofan sé órög við að taka upp ýmis réttindamál en einskorði sig ekki við að bjarga málum þegar i óefni er komið. í samkeppnisprófum í læknadeild í desember sl. áttu sér stað alvar- leg mistök við prófvörslu en sem betur fer fékk málið farsæl enda- lok þar sem 9 nemum var hleypt inn til viðbótar. Vaka lét sér ekki nægja að tala máli þeirrar niður- stöðu í Háskólaráði heldur fylgdi málinu eftir með tillögugerð um gagngera endurskoðun prófa- framkvæmdar. Það er þetta sem við í Vöku meinum þegar við töl- um um aukið frumkvæði. „Mjög mikilvægt er að auka samráð og uppiýsingaflæði milli þeirra sem standa í hagsmunabaráttu fyrir hönd stúdenta í Háskólanum," segir Hulda m.a. í grein sinni. Samráö og betri kynning Mjög mikilvægt er að auka samráð og upplýsingaflæði milli þeirra sem standa í hagsmunabar- áttu fyrir hönd stúdenta í Háskól- anum. Stúdentar eiga t.d. fufltrúa á fundum allra skora og deilda í skólanum. Eðli- legt samráð er for- senda þess að kraftar stúdenta nýtist til fúfls og möguleikar skap- ist á því að hafa veruleg áhrif til umbóta. Þennan þátt vantar í starf- rækslu Réttindaskrifstofunnar nú en einfalt ætti að vera að kippa þessu í liðinn með regluleg- um samráðsfundum með fulltrú- um á deildar- og skorarfundum. Auk þessa þarf að standa mun „Vaka hefur skýrar hugmyndir um það hvernig megi efía rétt- indabaráttuna innan Háskólans og víst er að sigri Vaka í komandi kosningum verður réttindaskrif- stofan meira en orðin tóm.u betur að kynningu á þeirri mikilvægu starf- semi sem á að fara fram innan Réttindaskrifstof- unnar, annars nýtist hún stúdentum ekki til fúfls. Andlit út á viö Vaka vill stofna emb- ætti réttindafulltrúa til þess að hafa yfirmnsjón með þessum viðtæka málaflokki. Stúdentar vita þá af einum aðila sem þeir geta leitað til. Þessi mál eru oft við- kvæm í eðli sínu og þvi traustvekjandi að geta leitað til ákveðins aðila. Kjallarinn Hulda Þórisdóttir sálarfræöinemi, skipar 3. sæti á lista Vöku til Stúdentaráös Með því að gera réttindafufltrúa ábyrgan yrði einnig betur tryggt að réttinda- málum yrði fylgt eftir. Vaka hefur skýrar hugmyndir um það hvemig megi efla réttindabarátt- una innan Háskól- ans og víst er að sigri Vaka í kom- andi kosningum verður réttinda- skrifstofan meira en oröin tóm. Hulda Þórisdóttir Með viljann að vopni Öflug forysta í hagsmunabar- áttu stúdenta skiptir öllu máli. Að- gerðir og árangur Stúdentaráðs undanfarin ár sýnir þetta glöggt. Við í Röskvu höfum sýnt að með málefnalegum málflutningi og sanngjörnum kröfum höfum við áhrif. Háskólinn hefur verið í fjársvelti undanfarin ár. Það hefur hamlað framfórum á mörgum sviðum. Forsvarsmenn Háskólans hafa ekki haft svigrúm til athafna. Flest þau skref sem hafa verið stigin til framtíðar á þessu tíma- bili hafa verið fyrir tilstilli stúd- enta. Staða stúdenta til þess að láta til sín taka í framfaramálum er ákjósanleg. Meðferð þessara mála er hins vegar vandasöm. Óábyrg framganga stúd- enta í þessum efn- um er til þess fall- in að skaða mál- flutning okkar um ókomna tíð. Kraftur í hverjum dropa Við í Röskvu ger- um okkur grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera leið- andi afl í hagsmunabaráttu stúd- enta. Við höfum lagt áherslu á frumkvæði, frumleika og vel ígrundaðar aðgerðir. Aðgerðir „Við þurfum öfíuga hagsmuna- baráttu. Við þurfum málefna- lega hagsmunabaráttu. Við þurf- um sex nýja Röskvuliða í Stúd- entaráð.“ sem hafa skilað ár- angri. Hagsmunabar- átta stúdenta hefur breyst mikið frá því sem hún var á níunda áratugnum og byijun þess tí- unda. Kröfur stúd- enta á þeim tíma voru óraunhæfar oghlutuþar afleið- andi ekki hljóm- grunn hjá almenn- ingi. Við í Röskvu lítum björtum aug- um til framtíðar. Á hverju ári bætist nýtt fólk í hópinn, fullt af krafti og áhuga. Sífelld endumýj- un á sér stað, þó þannig að þess er gætt að sú reynsla áunnist á Kjallarinn Asdís Magnúsdóttir laganemi, skipar fimmta sæti á lista Röskvu til Stúdentaráös sem undanfórnum hefur árum gangi manna í milli. Lögð er áhersla á að fólkið við stjómvölinn sé atorkusamt, frumlegt og síðast en ekki síst vel inni í öllum málum. Sex nýir Röskvuliöar í Stúd- entaráö Við í Röskvu erum stolt af verkum síðustu ára. Starf okkar er í fullum blóma og hugmyndirnar era óþrjótandi. í ár eins og undanfarin ár er nýtt fólk á listanum. Fólk með ferskar hug- myndir og viljann að vopni. Við þurfum öfl- uga hagsmunabaráttu. Við þurfum málefna- lega hagsmunabaráttu. Við þurfum sex nýja Röskvuliða í Stúdentaráö. Ásdis Magnúsdóttir Með og á móti Verður KA bikarmeistari í handbolta þriðja árið í röð? Höfum meiri reynslu „Já, KA heldur bikamum norðan heiða og það byggi ég fyrst og fremst á því að við höf- um meiri reynslu úr bikarúr- slitaleikjum en Haukarnir. Við erum í úrslit- um fjórða árið í röð. í fyrsta úrslitaleikn- um, gegn FH, sáum við aldrei til sólar og töp- uðum illa en síðan höfum Við SÍgrað Erlingur tvisvar Og Kristlánsson, þekkjum þetta fV,lrilðlKA- þvi betur en Haukarnir. Þetta verður hinsvegar mjög erfiður leikur því Haukar eru með gott lið og leikir þessara liða undanfarin ár hafa alltaf verið hnífiafnir og tvísýnir. Við fengum slæman skell í síð- asta leik, í Ungverjalandi, en við ákváðum strax að honum lokn- um að hann hefði engin áhrif á framhaldið hjá okkur. Við vor- um einfaldlega að spila við at- vinnulið sem var mörgum klös- um fyrir ofan okkur. Þetta er hápunktur vetrarins, ég held að það hefði ekki verið hægt að fá betri bikarúrslitaleik eins og staöan er í handboltanum í dag og ég vona svo sannarlega að við vinnum þriðja árið í röö.“ Hungrið meira hjá Haukum „Nei, KA verður ekki bikar- meistari af þeirri einföldu ástæðu að við í Haukum munum stöðva sigurgöngu norðan- manna. Við ætlmn okkur bikar- inn eftir langa bið og ég tel að það sé ýmis- legt sem mælir með því að það takist. Við höfum verið að spila betur en þeir í vetur, töpuð- um reyndar Hauka. fyrir þeim heima í byrjun móts en imnum þá siðan sannfærandi í seinni leiknum á Akureyri. Síðan tel ég aö hungrið í okkar mönnum verði meira en hjá KA vegna þess að KA er að spila sinn fiórða bikarúrslítaleik í röð en Haukar hafa ekki komist i úrslit i sautján ár. Það verður mikill hamagangur í Laugardalshöllinni á laugar- daginn og tekið á af krafti, enda tvö hörkulið á ferðinni. Liðin spila ólíkan handbolta, við erum kerfisbundnari en þeir byggja meira á einstaklingsframtaki. Þeir em með fleiri stjörnur i sínum röðum en við höfum jafn- ara lið og breiðari hóp og það mun vega þungt í þessum úr- slitaleik. Bikarinn fer í Hafnar- fiörð, það er ekki nokkur spurning." -VS Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaöið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centmm.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.