Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 Foreldrafræðsla og annar undirbúningur á meðgöngu: Konur þekkja ekki valkostina - segir Ingigerður Guðbjörnsdóttir Ijósmóðir Ingigerður Guðbjörnsdóttir Ijós- móðir sér um foreldrafræðslu hjá Heilsugæslustöð Reykjavíkur en út á hvað gengur foreldrafræðslan? „Við erum að reyna að búa konur undir lok meðgöngunnar, hvernig fæðingin byijar, hver sé gangur fæð- ingarinnar og hver fyrstu skrefin eru eftir sjálfa fæðinguna. Síðan tekur ungbarnaeftirlitið við og sér um áframhaldið." Er spurt um margt eða eru konum- ar vel undirbúnar? „Það er mjög misjafnt en yfirleitt ekki. Það er samt farið að aukast. Ég hef haldið þessi námskeið í íjögur ár og mér fmnst konur vita heldur meira en þær gerðu. Þær hafa bæði lesið sér til, auk þess sem konur á bameigna- aldri eiga vinkonur sem hafa farið á svona námskeið og em betur upplýst- ar.“ Konur hræddar við sárs- aukann Ingigerður segir mest spurt um fæð- inguna sjálfa. Fólk sé hrætt við upp- lifunina sjálfa og sársaukann. Því sé mikið spurt um lyíjameöferð í fæðing- unni. „Og mér fmnst það vera okkar hlutverk aö hafa áhrif á viðhorf fólks, ekki endilega gagnvart lyfjunum held- ur gagnvart fæðingunni sjálfri þannig að hún verði ekki eins ógnvekjandi at- burður og mörgum frnnst áður en þeir eignast fyrsta bamið sitt. Síðan verð- ur mikil breyting á konu eftir að hún hefur átt eitt barn. Hún fer með allt öðruvísi hugarfari inn í fæðinguna. Að eiga fyrsta bamið sitt er reynsla sem maður hefur ekki gengið í gegn- um áður og það sem er óþekkt er svo- lítið ógnvekjandi." Ingigerður segir að konur sem eru að eiga sitt fyrsta barn séu í miklum meirihluta en þangað komi einnig aðrar konur. „Það eru tilfelli þegar langt hefur liðið frá síðasta barni og konurnar vilja vita hvort hlutimir hafi breyst. í sumum tilfellum eru svo konur með nýjan maka sem hefur kannski ekki átt bam áður og þau vilja upplifa þetta saman." Þjónustan persónulegri En hefur orðið mikil breyting? „Já, ég tel það. Ég vinn reyndar Robland ! Spónsog Þegar gæðin skipta máli Skeifan 11 D • Sími 568 6466 ekki sjálf við fæðingar núna en mér finnst hafa orðið mikil breyting. Á sl. 15 árum hefur t.d. orðið viðhorfsbreyt- ing gagnvart þeim sem koma inn á fæðingardeildina. Ljósmæður em sí- fellt að auka við sig þekkingu og þær fylgjast vel með því sem er að gerast úti í heimi. Þær hafa yfirhöf- uð aðhyllst nýjar kenn- ingar um að veita kannski persónu- legri þjónustu, reyna að finna bet- ur hvað hver kona vill og reyna að fylgja því eftir. Aukin þekking ljós- mæðra og vilji til að veita konum það sem þær vilja á þessum mikilvægu augnablikum í lif- inu hefur skapað hugarfarsbreyt- ingu á fæðingar- ganginum og meðal ljós- mæðra a 1 þjónustu við sængurkonur en það er ekki víst að nógu margar konur viti um möguleikana. Persónulegt frænkusam- band A sl. 3-4 árum Þessar kátu stúlkur, sem eiga von á sínum fyrsta erfingja eftir einn mánuö, hafa vonadi undirbúiö sig vel en valkostum óléttra kvenna hefur fjölgar mjög undanfarin ár. mennt.“ Ingigerður segir þessi viðhorf ganga best upp þegar konur viti hvað þær vilja. „Það er að aukast en kannski ekki nógu mikið. í mínum huga ættu nám- skeiðin að opna fyrir konum hvemig fæðingin gengur fyrir sig og hvaða kosti þær eiga. Það ætti að svara spumingum þeirra um kostina en ekki að reyna að fá þær til að taka þeim kostum sem lagðir eru fyrir þær.“ Ingigerður segir konur hafa marga kosti. „Þær geta til dæmis haft áhrif á hvaða verkjaiyf em notuð í fæðing- unni, hvort þær vilja verkjalyf yfir- höfuð, hvaða aðferðir mætti nota í staðinn fyrir verkjalyf ef þær viija ekki nota þau eða seinka lyfjagjöf, hvaða stellingu er fætt í o.fl. Það er síðan okkar hlutverk að benda á að suma hluti getur maður ekki ákveðið fyrir fram og þess vegna þarf maður að vita alla möguleikana. Síðan eru það kostir í sambandi við sængurleg- una eftir á. Það hefur orðið breyting á verið lögð áhersla á að þær sem fæða eðlilega geti farið fyrr heim af sjúkra- húsinu og fái þá ljósmóður heim til sín í viku á eftir. Hún sinnir þá því hlutverki sem annars yrði sinnt á sængurkvennadeildinni. Það auðveld- ar þeim konum sem eiga erfitt með að komast að heiman vegna bama og er gott fyrir þær sem hreinlega langar tO að komast fyrr heim. Flestar konur hafa verið mjög ánægðar með þessa þjónustu og yfirleitt hissa á hvað hún gengur vel.“ En Ingigerður segir valkostina vera fleiri innan sjúkrahússins, t.d. MFS- prógrammið. „Þær þurfa að uppfylla nokkur skilyrði til að fá að vera í þeim hópi, meðganga og fæðing þurfa að vera fúllkomlega eðlileg. Hver kona þarf að hitta sem fæstar ljósmæður í hvert sinn, yfirleitt era þær tvær, og þetta er að færast í vöxt annars stað- ar. T.d. getur kona fengið sömu Ijós- móðurina allan meðgöngutímann og i sumum tilfellum fengið sömu ljósmóð- urina heim til sín eftir fæðinguna i heimaþjónustuna. Þannig getur sama ljósmóðirin annast konuna frá fyrstu skoðun og þangað til viku eftir fæð- inguna. Það veitir betri þjónustu því kona sem hittir nýjan aðila í hverri skoðun er í raun alltaf að byrja upp á nýtt með allar kvartanir og sögm' aðr- ar en þær sem skráðar em í skýrslur. Kona sem er með sömu ljósmóðurina allan tímann þarf ekki að gera þetta og ljósmóðirin kynnist henni á þann hátt að hún er miklu meira meðvit- uð um það hvemig henni líður bara með því að sjá hana, eins og maður gerir með bömin sín. Maður kynn- ist fólki betur, högum þess og við- horfum, og það er mjög skemmtileg upplifun, bæði fyrir ljósmóðurina og konuna, að geta viðhaldið þessu. Og fyrir okkur ljósmæður er mjög gam- an að sjá afraksturinn af meðgöng- unni og kynnast barninu líka í heima- þjónustunni. Svo höfum við líka kynnst eldri börnum, ef þau eru fyrir hendi, svo og mökum kvennanna. Þetta er oft skemmtilegt samband sem myndast þama á milli, svona hálfgert frænkusam- band.“ Karlmenn illa að sár En hvernig eru makarnir í foreldr- afræðslmmi - al- veg grænir? „Já, ég m y n d i segja það s v o n a yfirleitt. Þeir lesa e k k i e i n s mikið og konurn- ar. Sumir hafa þó fengið upp- lýsingar frá k o n u n u m sínum, ein- staka hefur lesið mikið og ef þeir eiga t.d. vini eða bræður sem era orðn- ir feður eru þeir kannski betur upp- lýstir. En í heOdina litið hafa þeir irekar litlar upplýsingar og ég verð að segja að það er stórt gat í tengslum við kyn- fræðslu, með- göngu eða fæð- ingu frá því krakkar yfirgefa grunnskólann og þangað til konan verður ólétt. Og þetta er kannski einmitt á þeim tíma sem ungt fólk þarf mest á því að halda. Það er einmitt á þessum aldri, menntaskólaaldrinum, sem allt þeirra kynferðislega líf er að byrja.“ Ingigerður segir karlana spyrja annarra spurninga en konumar, þeir spyrji frekar um framkvæmdir. „Svo líka um konuna og hvemig hún verði eftir á og hvernig tilfinningalífið verð- ur. Margir þeirra hafa heyrt sögur um hvernig konur breytist eftir fæðing- una og vita ekki hvemig þeir eiga að bregðast við. Svo eru sumir illa undir það hlutverk búnir að verða fjöl- skyldufeður. Fræðslan hefur nefhilega alltaf verið mjög miðuð að því að fræða konuna og tala um það sem snýr að henni en mjög lítið að því sem snýr að manninum. Það mætti alveg auka það. „Svo lengi sem foreldrafræðslan er persónuleg og fólk fær að spyrja og vera það sjálft þá virðist hún hafa já- kvæð áhrif,“ segir Ingigerður að lok- um. -ggá DV-mynd Hilmar Þór Tannvernd á meðgöngu Tennur barnsins byrja að myndast á fifnmtu og sjöttu viku meðgöngu. Fosfór, kalk og önnur steinefni eru nauð- synleg vexti fósturs. Þau ber- ast frá móður til fósturs með öðrum næringarefnum. Kalk- þörf fósturs er því mætt með fæðuvali móðurinnar. Fóstur dregur ekki kalk úr tönnum móður og hún missir ekki tönn fyrir hvert barn sem hún gengur með eins og sagt var áður. Aukabitar illa sáðir í munni okkar allra er fjöldi gerla og sýkla sem lím- ast á tennurnar og mynda skán, tannsýklu. Tannsýkla veldur tannskemmdum og tannholdsbólgum hjá börnum sem fullorðnum. Tennur skemmast þegar gerlamir í tannsýklunni breyta sykrin- um í fæðunni í sýru. Tíð syk- urneysla veldur þannig tann- skemmdum. Matarvenjur breytast stundum á með- göngutímanum. Ógleði getur leitt til tíðra aukabita og sum- ar konur fá sterka löngun í sætindi. Vandið því fæðuval- ið og varist bita milli mála. Þá eru tannholdsbólgur al- gengur fylgikvilli meðgöngu. Hormónabreytingar slæva viðnám tannholdsins þannig að þunguðum konum verður hættara við tannholdsbólg- um. Því er sérstök ástæða til aukinnar tannhirðu á með- göngutímanum. Tennur barnsins Tannvernd þar að hefjast sem fyrst og ekki síðar en þegar fyrsta tönnin kemur upp. Þó að barnatönnum sé ætlað að endast skemur en fullorðinstönnum eru þær jafh nauðsynlegar baminu til að tygging, tal og útlit verði eðlilegt. Á meðan kjálkinn er að vaxa, halda þær rými fyrir fullorðinstönnum sem liggja rétt undir barnatönnum. Tapist bamatönn of snemma riðlast tannröðin þannig að ekki verður rúm fyrir samsvarandi fullorðinstönn. Elnnig getur sýkt barnatönn valdið skaða á fullorðinstönn þeirr sem undir liggur. Tanntaka Tanntaka hefst venjulega á sjötta til áttunda mánuði. Hún er einstaklingsbundin hvað varðar komutíma einstakra tann. Fyrsti fullorðinsjaxl kemur upp aftan við banajaxla um sex ára aldur. Aðrar fullorðinstennur kom í stað barnatanna frá 6 til 13 ára aldurs. Byggt á upplýsingum frá Tannvemdarráði. -ggá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.