Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Síða 17
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 Hugmyndir karla um konur í gegnum tíðina: 17 Fátt hefur fangað hjörtu og hugi karla meira í gegnum tíðina en hið fagra, veikara kyn. Samt sem áður viröast þær alltaf vera karlmönnum jafn mikil ráögáta. tilfinningaverur einhverjum ástæðum mun fleiri heldur en þau jákvæðu. Oft skina í gegn sömu hugmyndimar um eðli kvenna, hvar sem er í heiminum og á hvaða tímabili sem er. Konan er þá séð sem daðurgjöm, lúmsk og málgefin pjattrófa sem hefur þá eig- inleika að geta snúið körlum í kringum sig. Hér má sjá nokkur ummæli sem endurspegla þetta við- horf. „Einn helsti kostur kvenna er að þær kunna að tala á réttum tíma. Fæstar þeirra kunna hins vegar að þegja.“ Rousseau. „Daðrið er hjá mörgum stúlkum sjötta skilningarvitið sem verkar oft betur en öll hin til samans. Ókunn- ur höfundur." „Konur em eins og bergmálið; þær verða alltaf að hafa siðasta orð- ið.“ Ókimnur höfundur. „Konur hafa oft meira vald með svipnum en karlar með lögunum og tár þeirra eru sterkari en allar sann- anir karla.“ Halifax lávarður.* „Þrá er sauðkindin en hvað er það á móts við kvenkindina?“ Bjart- ur í Sumarhúsum. „Tungan er sverð kvenna og þær láta það sjaldnast ryðga.“ Ókunnur höfundur. „Vinátta tveggja kvenna er oft samsæri gegn hinni þriðju. Frá Frakklandi." „Af konum og klerkum hafa stað- ið hinar mestu ólukkur í veröld- inni.“ Páll Vídalín. En líklega hafa ofangreindir herramenn bara verið svekktir þeg- ar þeir létu spekina frá sér því í hjarta sínu hljóta þeir að hafa vitað það sama og Fransmaðurinn sem sagði: „Karlar segja það sem þeim sýnist mn konur en konur gera það sem þeim sýnist með karla.“ Tilvitnanir fengnar úr Stóra til- vitnanabókinni frá Vöku-Helgafelli. -ggá Það er ekki ósjaldan sem við sjá- um karlmenn yppta öxlum og stynja yfir því að þeir skilji ekki konur. Óg víst má það vera satt að fátt hefur leitt til meiri vandræðagangs og vangaveltna hjá karlmönnunum en hið veikara kyn. Og sömuleið- is er það satt að konur era að mörgu leyti ólíkar karlmönn- um. Margir hafa reynt að skilja eðli kvenna en fæst- ir, ekki einu sinni mestu hugsuðir og heimspeking- ar, hafa haldið fram að þeir hafi náð á því fullum skilningi. Óþekktur ind- verskur heimspekingur komst ef til vill næst kjam- anum er hann sagði: „Viljir þú prófa guil rispaöu það þá með steini. Viljir þú reyna afl uxans þá leggurðu hann byrði. Viljir þú kynnast karlmanninum skaltu hlusta á það sem hann segir. En viljir þú rann- saka hugskot konunnar þá þekki ég ekkert ráð til þess.“ u þú u á Með líknandi hönd En þó karlmenn skilji kannski ekki konur er ekki þar með sagt að þeir kunni ekki að meta þær. Lítum á ummæli þessara karla sem höfðu umönnunarhlutverk kvenna í há- vegum. Pietro Aretina sagði: „Kon- ur era stoð æskunnar, gleði ung- linga og huggun ellinnar. Og Lope de Vega var á svipuðum nótum þeg- ar hann sagði: „Vei þeim sjúka ef konan stundar hann ekki. Vei þeim einmana ef konan vitjar hans ekki. Vei hinum syrgjandi ef konan hugg- ar hann ekki.“ Og ekki má gleyma hinum gamla íslenska málshætti: kona er gulli betri.“ Ástríðufullar tilfinn- ingaverur Margir álíta konur mun meiri tilfinningaverur en karl- menn þó ekki sé hér lagt mat á sannleiksgildi þess. En Voltaire var ekki í vafa þegar hann sagði: „Allar rökleiðslur í höfði karl- manns era léttvægari en tilfinning í konubrjósti.“ Henrik Ibsen var viss í sinni sök um tilfinninga- hita kvenna þegar hann lét hafa eftir sér: „Enginn karl myndi fóma heiðri sínum, jafii- vel ekki fyrir þann sem hann elskcir. En það hafa milljónir kvenna gert.“ Og Friedrich Niezche var á svipuð nótum þegar hann sagði „í ástum og hefndum er konan sterkari en karlinn." Og þegar á ann- að borð er komið inn á ást- ir kvenna er nauðsynlegt að lauma með skýringu Honoré de Balzac sem sagði: „Ef kona elskar fyrirgefur hún allt - jafnvel yfirsjónir okk- ar. En ef hún elskar ekki fyrirgefur hún ekkert - ekki einu sinni dyggðir okk- ar.“ Lúmskar pjattrófur En fræg neikvæð ummæli um konur frá hendi karlmanna era af Málgefnar og pjattaðar Offita: Byggist mikið á Það er mikið áhyggjuefni með- al heilbrigðisyfirvalda út um allan hinn vestræna heim hversu offita hefur aukist, bæði meðal barna og fúllorð- inna. Sem dæmi má taka að í Bretlandi er 45% kvenna og 54% karla of feit og hlutfall þeirra sem eiga við ofiitu að stríða (þ.e. eru 20% yfir kjörþyngd) er komið upp í 16% þar í landi. Svipað- ar tölur er að finna út um alla Evrópu og eru tölurnar ffá Bandaríkjun- um jafnvel enn hærri. Þetta eru ógnvænlegar tölur með tilliti til þess að of feit kona er t.d. sex sinnum líklegri til að fá háan blóðþrýsting, syk- ursýki, hafa of hátt hlutfall kólesteróls og þjást af hjarta- sjúkdómum. Allt er reynt Breskir sérfræðingar hafa bent á að þyngd fólks er 70% ákveðin af genauppbyggingu. Margar þessara of feitu kvenna haifa barist við þyngdina alla sína ævi og prófað alla megrunar- kúra sem þær hafa komist yfir, en án árangurs. Sumar hafa meira að segja verið lagðar inn á sjúkrahús á sérstakt fæði, aðrar hafa látið víra aftur á sér kjálkana og þó nokkrar hafa gengið það langt að láta minnka í sér magann með skurðaðgerð. Sú trú er nokkuð almenn að ofiita sé fólki sjálfu að kenna, það borði einfaldlega of mikið og hreyfi sig of litið. En er það í öllum tilfell- um rétt? Rakið til ætt- bálkasamfá- lagsins Dr. Stephen Bloom, sér- fræðingur í ofiitu við Hammersmith- sjúkra- sið við London, segir að svo sé ekki. „Þettá má allt rekja aftur til þess tíma sem við bjuggum saman í ætt- bálkum. Til að lifa af þurfti nokkrar manngerðir. Sumir þurftu að vera grannir og snöggir í hreyfingum til að geta veitt dýr og hlaupið hratt en aðrir þurftu að geta geymt aukaforða af fitu til að viðhalda stofninum þeg- ar hungursneyðir geisuðu. Fyrr á tímum voru þessi gen ekki til vandræða, takmarkað- ar matarbirgðir og mikil hreyf- erfðum ing kom í veg fyrir það. En í dag, þeg- ar við ferðumst um í bílum og þurfum ekki nema að skreppa á næsta skyndi- bitastað til að seðja svengd okkar, horfa málin öðravísi við.“ Dr. Bloom segir að sökudólgurinn geti mögulega verið hormón sem komi úr fitu og sendi skilaboð um líkamann um að einstaklingurinn sé saddur og nú sé kominn tími til að líkaminn fari að brenna allri ónauðsynlegri fitu. „Sumir eru viðkvæmari fýrir áhrifum þessara hormóna en aðrir og það eru þeir sem alltaf era grannir og brenna fitu hratt. Margir þeirra sem þjást af offitu eiga hins vegar í erfiðleikum með að meðtaka þessi skilaboð. Það gerir það að verkum að heilinn sendir frá sér skilaboð um svengd á sama tíma og líkaminn er í óða önn að safna fitu. Lyf á leiðinni En hvað er til ráða fyrir of feitt fólk? Enn sem komið er hafa ekki komið á markað nein hættulaus megr- unarlyf fyrir fólk sem á við offitu- vandamál að stríða. En úti um allan heim er verið að leita að lækningu og á meðan er lítið annað hægt að gera fyrir feitt fólk en að neyta hollrar nær- ingar og stunda heilbrigða líkams- rækt. Og umfram allt, halda uppi já- kvæðu hugarfari og góðu sjálfsmati, þetta var jú fólkið sem hélt við stofn- inum Jákvætt hugarfar er okkur öll- um gott, sama hvemig við lítum út. -ggá Styrkir til Id ungmennaskipta Landsskrifstofa verkefhisins „Ungt fólk í Evrópu“ heldur opinn kynn- ingarfund um verkefnið í Hinu húsinu, Aðalstræti 2 (við Ingólfstorg), þriðjudaginn 18. febrúar, kl. 20-22. Fundurinn er ætlaður ungu fólki á aldrinum 15-25 ára, leiðbeinendum sem starfa með ungu fólki í æsku- lýðsstarfi, þeim sem vinna að rannsóknum varðandi ungt fólk og öðru áhugafólki. Kynntir verða helstu möguleikar sem verkefnið hefur upp á að bjóða. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Verkefnið „Ungt fólk í Evrópu" er verkefni á vegum Evrópusambands- ins og Evrópska efnahagssvæðisins (ESB/EES). Því er ætlað að efla ungmennaskipti milli Evrópulanda. Verkefnið skiptist í 5 meginflokka, A, B, C, D og E, sem sumir skiptast í undirflokka: Flokkur A: Samskipti ungs fóiks í Evrópu Flokkur B: Leiðbeinendur í æskulýðsstarfi Flokkur C: Samvinna milli stofnana aðildarríkjanna Flokkur D: Ungmennaskipti við lönd utan Evrópusambandsins Flokkur E: Upplýsingar fyrir ungt fólk og kannanir á sviði æskulýðsmála Algengustu ungmennaskipti eru milli tveggja Evrópulanda. Skipulagðir hópar ungmenna (10-15 manns) geta sótt um styrki til ungmennaskipta. Einstaklingar eru ekki styrktir. Tveir álíka stórir hópar ungmenna koma sér saman um verkefni/þema sem þeir vinna með og verkefnið varir í 1-3 vikur. Mögulegt er að fá styrk sem nemur allt að 50% af kostnaði við verkefnið, hvort sem um er að ræða ferð eða móttöku. Ekki eru veittir styrkir til námsferða eða samstarfsverkefna skóla, til leiklistarhá- tíða, íþróttamóta, ráðstefha né skemmtiferða. Stjóm UFE-verkefnisins á íslandi úrskurðar um hæfni umsókna og ákveður styrkupphæðir. Landsskrifstofa UFE minnir á að næsti umsóknarfrestur vegna ungmennaskipta er 1. maí fyrir verkefni sem framkvæma skal á tímabilinu 1. júlí - 30. nóvember 1997. Nánari upplýsingar: Landsskrifstofa „Ungt fólk í Evrópu”, Aðalstræti 2, 101 Reykjavík, sími 552-2220, bréfsími: 562-4341, netfang: ufe@centrum.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.