Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1997, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 37 Hljóöskúlptúr eftir Finnboga Pét- ursson. Úrval verka og Spor í gangi eru þessa dagana tvær sýningar þar sem hægt er aö kynnast list Finnboga Pétursson- ar. í Gerðubergi er úrvai verka hans sýnd, en í Sjónarhóli, Hverf- isgötu 12 hefúr Finnbogi komið fyrir nýjasta afkvæmi sínu, Spor. Verkið samanstendur af fjölda hljóðkorta, sem láta uppi hinar margvislegustu danshreyfingar þegar stutt er á hnappana. Þetta eru færanlegar „teikningar“ sem áheyandinn getur snúið sér eftir eða dregið upp í huganum. Finnbogi Pétursson hefúr markað sér óvanalegt svið á inn- lendum myndlistarvettvangi. Um árabil hefur hann fengist viö að búa til svokallað hljóðskúlptúra eða hljóðteikningar, þá töfralist að gera hið ósýnilega sýnilegt. Sýningin í Gerðubergi stendur til 30. mars, en sýningin í Sjónarhóli til 2. mars. Sýningar Síminn til Aðalsteins Ingólfssonar í dag kl. 15.00 á Mokka er sím- inn til Aðalstein Ingólfssonar, listfræðings. Á línunni eru fimm ungar listakonur, Sæunn Stefáns- dóttir, Dóra ísleifsdóttir, Jóní Jónsdóttir, Sigrún Hrólfsdóttir og Helga Þórsdóttir. Þær ætla að ræða við Aðalstein um það hvern- ig er að vera listamaður og reka gallerí á íslandi. Uppákoman er í tengslum við sýningu Magneu Ásmundsdóttur, Það er síminn til þin. Hlutverk kenn- ara í skólaþróun Dr. Mel West, prófessor við Cambridge-háskóla, flytur fyrir- lestur í stofu M-301 í Kennarahá- skóla íslands í dag, kl. 16.40. Nefnist fyrirlesturinn: The Role of Teachers in School Develop- ment - Improving from the Inside - og er öllum opinn. Mozart á hádegis- tónleikum Á Háskólatónleikum í Nor- ræna húsinu á morgun, kl. 12.20, flytur Sigurður Marteinsson pí- anóleikari Fantasíu í c-moll og Sónötu í c-moll eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Tónleikamir eru um hálftími að lengd. Félag eldri borgara í Reykjavík Kúrekadanskennsla í Risinu kl. 18.30. Sigvaldi kennir. Samkomur Skákkeppni stofnana Skákkeppni stofnana hefst í kvöld og er keppt í A-riöli. Teflt er í húsnæöi Taflfélags Reykja- víkur. Félag kennara á eftirlaunum Skákæfing verður í dag, kl. 15, í Kennarahúsinu við Laufásveg. Fæðuofnæmi - hvað má borða? í kvöld, kl. 20, verður haldinn fræðslufundur um fæðuofnæmi í fundarsal Þjóðarbókhlöðunnar við Birkimel. Kolbrún Einars- dóttir næringarráðgjafi flytur er- indi. Borgarleikhúsið: Hálka og krap á vegum Hálka og krap er víða á vegum í nágrenni Reykjavíkur. Skafrenning- ur er á Hellisheiði og krap á vegum á Suðurlandi. Á Vestfjörðum er ver- ið að ryðja Hrafnseyrarheiði og verður þvi lokið fljótlega eftir há- degi. Á Norðurlandi er Lágheiði og Öxafjarðarheiði ófærar. Það sama Færð á vegum er að segja um Mjóafjarðarheiði og Hellisheiði eystri á Austurlandi. Að öðru leyti eru allar leiðir opnar, en veruleg hálka er víða á vegum. Ástand vega Björgum Hvalfirði Björgum Hvalfirði er yfirskrift tónleika sem verða í Borgarleik- húsinu í kvöld kl. 20.30. Tónleikar þessir em til styrktar þeim sam- tökum sem berjast gegn því að ál- ver rísi í Hvalfirði. Mikill fjöldi þekktra tónlistarmanna, rithöf- unda og skemmtikrafta koma fram á tónleikum þessum, þar á meðal eru Bubbi Morthens, Kristján Kristjánsson (KK), Ríó tríó, Sigrún Gísladóttir sópran, Jóhannes Kristjánsson eftirherma, Illugi Jökulsson rithöfundur og Linda Vilhjálmsdóttir skáld. Kynnir er Pálmi Gunnarsson. Skemmtanir Ríó tríó er meðal þeirra sem leika á tónleikunum í Borgarleikhúsinu í kvöld. Blúsmenn Andreu á Gauknum í kvöld og annað kvöld mun Andrea Jónsdóttir leiða fram Blús- menn sina í blússveiflu á Gauki á Stöng. Á fimmtudagskvöld eru það svo strákamir í Tríói Jóns Leifs sem munu gantast á Gauknum. m Hálka og snjór S Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkanir OzZZr*1 m Þungfært 0Fært fjallabílum Ólafur og Simneva eignast bróður Myndarlegi drengurinn á myndinni fæddist á fæð- ingardeild Landspítalans 12. febrúar, kl. 8.11. Við fæðingu var hann 4935 Barn dagsins grömm og 55,5 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Fjóla Lýðsdóttir og Kristján Ólafsson. Hann á tvö systkini, Ólaf Rúnar, sem er fjögurra ára, og Sunnevu Ýr, sem er tveggja ára. *- Mike McGlone og Edward Burs í hlutverkum bræðranna. Á milli þeirra er Cameron Diaz. Sú eina rétta Sú eina rétta (She’s the One), c sem Regnboginn sýnir, er leik- stýrt af Edward Bums, sem einnig leikur eitt aðalhlutverkið og skrifar handritið. Mike McGlone og Bums leika bræð- uma Mickey og Francis Fitzpat- rick sem hafa valið ólíkar leiðir í lífinu. Mickey nýtur þess að vera engum háður og starfar sem leigubílstjóri í New York og er sáttur við sitt þar til á vegi hans verður hin undurfallega og frjálslynda Hope. Francis er á kafi í fjármálaheimi Wall Street og kvæntur æskuunnustunni en heldur við ljóskuna Heather sem fyrr var í tygjum við bróður hans. Fyrr en varir eru ástamál bræðranna komin í sannkallað- * an rembihnút. Kvikmyndir Maxine Bahns leikur Hope og Cameron Diaz leikur Heather. í hlutverki eiginkonu Francis er Jennifer Aniston sem er ung leikkona á hraðri uppleið í Hollywood og margir spá því að hún verði næsta stórstjarnan. Nýjar myndir: Háskólabíó: Undrið <► Laugarásbíó: Koss dauðans Kringlubíó: Ævintýraflakkarinn Saga-bíó: Þrumugnýr Bíóhöllin: Ærsladraugar Bíóborgin: Að lifa Picasso Regnboginn: Múgsefjun Stjörnubíó: Tvö andlit spegils Krossgátan ] 5. 3 í;1" í j r r- 10 1 1 W~ j n IJ n w~ Np20 ii r Lárétt: 1 hégómaskapur, 8 útlit, 9 fyrstir, 10 mylsna, 11 keyrðum, 13 efni, 14 synja, 17 rykkorn, 18 nudds, 20 grjót, 21 útlim, 22 ótti. Lóðrétt: 1 heimska, 2 niður, 3 úr- koman, 4 hirð, 5 ástunda, 6 jurtir, 7 öngvit, 12 drepa, 15 málmur, 16 tóm, 19 haf. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 vansi, 6 er, 8 og, 9 eiði, 10 rif, 11 gusu, 13 sonur, 15 ís, 16 skirra, 18 masa, 20 ónn, 22 ást, 23 tina. Lóðrétt: 1 vors, 2 agi, 3 nefnist, 4 sig- * ur, 5 iður, 6 ei, 7 rausi, 12 sian, 14 oka, 16 smá, 17 rói, 19 at, 21 na. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 55 18.02.1997 kl. 9.15 Eíning Kaup Sala Tollnenni Dollar 71,030 71,390 67,130 Pund 114,530 115,110 113,420 Kan. dollar 52,330 52,660 49,080 Dönsk kr. 10,9490 11,0070 11,2880 Norsk kr 10,5090 10,5670 10,4110 Sænsk kr. 9,5320 9,5840 9,7740 Fi. mark 14,0600 14,1430 14,4550 Fra. franki 12,3660 12,4370 12,8020 Belg.franki 2,0216 2,0338 2,0958 Sviss. franki 47,9200 48,1900 49,6600 Holl. gyllini 37,1800 37,4000 38,4800 Þýskt mark 41,7400 41,9600 43,1800 it. lira 0,04218 0,04244 0,04396 Aust. sch. 5,9290 5,9660 6,1380 Port. escudo 0,4155 0,4181 0,4292 Spá. peseti 0,4930 0,4960 0,5126 Jap. yen 0,57020 0,57360 0,57890 írskt pund 111,560 112,250 112,310 SDR 96,83000 97,41000 96,41000 ECU 81,1000 81,5800 83,2900 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.