Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 jLlV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RV(K, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpV/www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að bida aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. Stimpill fiskgæða Eftir árangursríka baráttu fyrir afnámi laxveiða í Norður-Atlantshafi hefur Orri Vigfússon kynnt í nokkr- um löndum nýja hugmynd um gæðabandalag um fisk úr Norður-Atlantshafi. Komið verði upp vörumerki, sem ábyrgist gæði, hreinlæti og viðnám gegn ofveiði. Hugmynd Orra er, að nokkrar þjóðir, sem búa við Norður-Atlantshaf, komi sér saman um ákveðna staðla, sem geti eflt ímynd sjávarfangs þessara þjóða og aukið verðgildi þess á markaði. Verði þetta væntanlega gert með vottunarkerfi, sem aflar sér trausts neytenda. Orri telur til dæmis, að staðlarnir eigi að ná til gæða og hreinlætis við fiskvinnslu, svo og þess, að fiskurinn sé hvorki veiddur úr ofveiddum stofnum né með veiðar- færum, sem valda spjöllum á náttúrunni. Hann vill aðild hófsamra náttúrverndarsamtaka að gæðastöðlunum. Hugmynd Orra er frábær. Hún tekur tiUit til hræringa á neytendamarkaði. Hún er í samræmi við þróun vott- unarkerfa á ýmsum sviðum. Markmiðið er að geta boð- ið afurðir, sem óháðir aðilar hafa staðfest, að eru fram- leiddar eftir reglum, er neytandinn telur mikilvægar. Unnt er að sjá fyrir sér, að framkvæmd hugmyndar- innar muni leiða til, að vörumerki eða stimpill sam- starfsaðilanna framkalli í hugum milljóna neytenda víða um heim jákvæða ímynd hreinnar og góðrar fram- leiðslu, sem beri af í heimi mengunar, óhollustu og sóða- skapar. Verðgildi slíkrar ímyndar, stimpils, vörumerkis og vottimarkerfis er ómetanlegt, ef vandað er til verksins. Dæmin frá öðrum vottunarkerfum sýna, að þau leiða til hærra verðs fyrir afurðir, af því að nógu margir neyt- endur eru tilbúnir að borga meira fyrir vottaða vöru. Það getur líka verið hættulegt að hafa ekki hliðsjón af breyttum kröfum neytenda víðs vegar á Vesturlöndum. Ef við höldum til dæmis áfram ofveiði á ýmsum tegund- um nytjafiska, getum við fengið á okkur óorð, sem dreg- ur úr verðgildi afurða okkar á erlendum markaði. Endurnýjun hvalveiða getur líka haft sterk áhrif á ímynd íslenzks sjávarfangs og leitt til þess, að stórir aðil- ar i útlöndum þori beinlínis ekki að hafa það á boðstól- um af ótta við tilfinningaríkar aðgerðir margra eða allra þeirra fjölmennu hópa, sem andúð hafa á hvalveiðum. Við þurfum að hafna framtíðarmyndinni, sem felst í, að við kúrum hér norður í höfum og reynum sjálf að torga fiskinum okkar og hvalnum, af því að annað fólk fyrirlít- ur okkur og vill ekki skipta við okkur. Við erum ekki ein í heiminum. Við þurfum að vera með á nótunum. Þegar breytingar verða á hugsun viðskiptavina, á and- rúmslofti markaðarins, á rekstarumhverfi fyrirtækja, er bezt að draga ekki lappirnar, heldur verða á undan öðr- um að laga sig að nýjum aðstæðum. í viðskiptum er ávallt bezt að vera framan við öldufaldinn. Hugmynd Orra vísar fram á veginn. Einhverjir verða fyrstir til að framkvæma hana og ná kúfnum af varan- legu trausti og ímynd, sem því fylgir. Aðrir munu koma í kjölfarið, en minna verður tekið eftir þeim. Enn aðrir munu reyna að sleppa ódýrt og munu bera tap úr býtum. Orri er að tala um innihald og ímynd hugsjónarinnar um hreint og ómengað úthaf, um sífellt endurnýjaðar auðlindir þess, um hreinlæti og natni í matvælaiðnaði án aukefna, um stóran ímyndarpakka, sem eflir stöðu okkar á fleiri sviðum, svo sem í ferðaþjónustu. Hugmynd Orra er rökrétt. Vegna fyrri árangurs hans við að tengja saman hagsmunaaðila víða um lönd er ástæða til að vona, að hann nái einnig árangri nú. Jónas Kristjánsson Evrópuþingið gagnrýnir Frakka Mótmælin 1 Frakklandi í þess- ari viku vegna nýrra laga í því skyni að setja skorður við innflytj- endum eru til marks um vaxandi hörku í stjórnmálum landsins. Sósíalistar og aðrir vinstrisinnar mega sín lítils á þjóðþinginu og forsetaembættið er í höndum hægri manna. Á hinn bóginn glíma forsetinn og ríkisstjórnin við mikinn vanda í efnahags- og atvinnumálum og vinsældir hinna kjörnu forystumanna mælast litl- ar í skoðanakönnunum. Þurfa þeir að sækja gegn andstæðingum jafn til hægri og vinstri á sama tíma og þeir verða að draga enn frekar úr ríkisútgjöldum til að laga sig að Maastricht-kröfum Evrópusambandsins með hina sameiginlegu evrópsku mynt að markmiði. í sama mund og franska þingið var að ljúka afgreiðslu hins um- deilda lagafrumvarps um innflytj- endur ályktaði Evrópuþingið, þing Evrópusambandsins, gegn stefnu frönsku ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum. Reis Jacques Chirac Frakklandsforseti til vamar stjóm sinni gegn Evr- ópuþinginu og ávítaði það um óeðlileg afskipti af frönskum inn- anríkismálum. Þótt menntamenn mótmæli á götum Parísar, er ljóst, að mikifl meirihluti frönsku þjóð- arinnar stendur að baki forsetan- um og ríkisstjóminni í viðleitn- inni við að þrengja að útlending- um í Frakklandi. Erfiðir kostir Þessi skilgreining á vanda franskra stjómvalda sýnir, að þau standa frammi fyrir erfiðum kost- um. Hið sama á við um ríkis- stjómir flestra aðildarlanda Evr- ópusambandsins, þegar þær takast annars vegar á við verk- efni, sem tengjast samrunaþróun- inni í Evrópu, og hins vegar við- fangsefni á heimavelli. Það auðveldar Frakklandsfor- seta og ríkisstjóm hans ekki að vinna aðild að Evrópumyntinni fylgi, að þurfa á úrslitastundu í viðkvæmu innanlandsmáli að heyja áróðursstríð við Evrópu- þingið, sem gengur í lið með mót- mælendum á breiðstrætum París- arborgar. Togstreitan á mifli alþjóðlegra skuldbindinga og úrlausnarefna heima fyrir verður sífellt gleggri eftir því sem fleiri verkefni færast undir hina alþjóðlegu skilgrein- ingu og eftir því sem hinar alþjóð- legu stofnanir verða virkari eða láta fleiri mál tfl sín taka. Stjóm- máladeilur í öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins snúast í æ ríkari mæli um þessa þætti. Nýjar skilgreiningar Fræöilegar umræður um al- þjóðastjórnmál snúast að verulegu leyti um það, hvort unnt sé að skilgreina þjóðríkið með öðram Erlend tíðindi Björn Bjarnason hætti en áður. Þeirri spurningu er gjarnan varpað fram, hvort þjóð- ríkið hafi gengið sér til húðar og i stað þess verði menn að styðjast við eitthvert nýtt hugtak, þegar litið er til hagsmunagæslu þjóða. Hvað sem slíkum fræðilegum vangaveltum líður, blasir það síð- ur en svo við, þegar litið er til samtímaatburða, að þjóðríkið hafl liðið undir lok. Þvert á móti leita þjóðimar að nýjum leiðum til að skilgreina sig við nýjar aðstæður, sem mótast af alþjóðlegri sam- vinnu og þeirri staðreynd, að ein- angrunarhyggja hefur lotið í lægra haldi fyrir stórauknum samskiptum á öllum sviðum. Menning í hávegum í næstu viku verður efnt til ráð- stefnu í Ósló á vegum Norður- landaráðs, þar sem rætt verður um norræna menningu undir al- þjóðlegum þrýstingi. Þetta um- ræðuefni er dæmigert á fjölda funda og ráðstefna innan ein- stakra ríkja og á fjölþjóölegum vettvangi. Aukið alþjóðlegt sam- starf hefur leitt til þess, að þjóðir taka til við að skilgreina menning- ararf sinn með skarpari hætti en áður. Hin menningarlega fjöl- breytni hefur orðið meira áber- andi eftir því sem samstarfið eykst á öðrum sviðum. Raunar er það gjaman með hinn menningarlega fána við hún, sem þjóðir sækja fram og telja vænlegast að vekja athygli á sér. Norðurlöndin hafa á undanfórn- um árum tekið höndum saman um slíkar kynningar og gera það til dæmis með myndarlegum hætti á bókmenntasviðinu í Þýsklandi á þessu ári auk þess sem norræn tónlist verður kynnt í Kanada. Spennan í frönskum stjórnmál- um milli alþjóða- og þjóðemis- hyggju, sem hefur magnast undan- farna daga, kann einmitt að verða afdrifarík fyrir almennt viðhorf Frakka til evrópskra stofnana, af því að uppspretta hennar er í þjóð- menningunni. Höfðað er til þess að verið sé að vernda frönsk sér- kenni gagnvart útlendingum. Eng- in Evrópuþjóð hefur gengið lengra í þá átt en hin franska og má þar nefna reglur um hlut franskrar tónlistar og sjónvarpsefnis í ljós- vakamiðlum. Nú er hins vegar snúist gegn innflytjendum, eink- um frá Norður-Afríku, sem ekki eru kristinnar trúar. Viðkvæm mál Evrópusagan geymir mörg hroðaleg dæmi um afleiðingar út- lendinga- og kynþáttahaturs. Öll- um ríkisstjórnum álfunnar er kappsmál að kynda ekki undir slíkt hatur eða fylgja stefnu í ætt við það. Einmitt þess vegna er árás Evrópuþingsins á frönsku rikisstjómina viðkvæmari en ef um annan málaflokk hefði verið að ræða. Frá götumótmælunum í París í vikunni. Símamynd Reuter skoðanir annarra________________ Marghöfða ófreskja „Kynþáttafordómarnir birtast oft sem marghöfða ófreskja. Þegar eitt höfuð er höggvið af vex bara | nýtt í staðinn. Það er því ekki auðvelt verk sem rik- isstjórnin hefur tekist á hendur með skýrslu sinni | til Stórþingsins um mörg menningarsamfélög Nor- ' egs. Það er mjög mikilvægt að kunna norsku til að j fá vinnu í Noregi og það er jafn mikilvægt að hafa I vinnu til að aðlagast samfélaginu. Þess vegna boðar 1 ríkisstjórnin niðurskurö i móðurmálskennslu inn- j flytjenda og í staðinn kemur aukin norskukennsla 1 fyrir börn, unglinga og fullorðna. Þetta er frábært framtak sem hefði átt að vera búið að grípa til fyr- ir langalöngu." Úr forystugrein Verdens Gang 26. febrúar. j Inn á lendur skáldskaparins f „Fyrir aðeins nokkram árum virtust vísinda- menn vera vissir um að einræktun væri langt und- an og því væri nægur tími til að glíma við afleiðing- ar hennar. Nú hefur lítt þekktur hópur frá Skot- landi stigið yflr þröskuldinni og farið inn á lendur sem skáldsagnahöfundar hafa lengi talið búa yfir miklum möguleikum til illvirkja. Möguleikinn á því að gera afrit af manneskjum er ekki lengur al- veg jafn langsóttur." Úr forystugrein New York Times 26. febrúar. Á ekki afturkvæmt „Skoðanakannanir sýna að Hans Engell breytti rétt þegar hann sagði af sér flokksformennsku. Það er álit mikils meirihluta þjóðarinnar og íhalds- manna. 55 prósent þjóðarinnar telja að Hans Engell eigi ekki afturkvæmt sem forsætisráðherraefni. Þess vegna á hann ekki að gera sér vonir um það sjálfur, jafnvel þó að meirihluti kjósenda íhalds- manna telji, og þaö ekki óvænt, að hann eigi aftur- kvæmt.“ Úr forystugrein Jyllands-Posten 26. febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.