Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 61
LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 dagsönn ™ Þaö er margt hægt að skoða og fræð- ast um á Skrúfudeginum. Skrúfudagurinn Árlegur kynningar- og nemenda- mótsdagur Vélskóla íslands, Skrúfudagurinn, er í dag kl. 13-16 í Sjómannaskólanum. Auk þess sem nemedur skólans verða við störf og veita upplýsingar, þá verður sýning á bókasafninu, björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar kemur í heimsókn og ýmis fyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu._ Samkomur Ljóðakvöld í Fjörgyn Nokkrir nemendur 10. bekkjar Foldaskóla standa fyrir ljóðakvöldi annað kvöld kl. 20. Þetta er fjáröfl- unarsamkoma og leggja mörg skáld nemendum lið með að koma og lesa úr ljóðum. Aðalfundur HÍN Aðalfundur Hins íslenska nátt- úrufræðifélags verður haldinn í dag í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskólans og hefst hann kl. 14. Félag kennara á eftirlaunum Árshátíð félagsins verður í Fé- lagsheimili múrara, Síðmnúla 25 í kvöld og hefst með borðhaldi kl. 19.00. Ævintýrakringlan í dag kl. 14.30 verður Sögusvunt- an með brúðuleiksýninguna Minnsta tröll í heimi i Ævintýra- kringlunni. Það er Hailveig Thor- lacius sem samdi þáttinn og stjóm- ar brúðunum. Sýningartími er 30 mínútur og aðgangsverð er 500 kr. Afmælisfagnaður Hvatar Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt verður með 60 ára afmælisfagnað í Valhöll i dag 1. mars kl. 17- 19. Brautarstöð fyrir tvo í bíósal MÍR Á morgun kl. 16 verður kvik- myndin Brautarstöð fyrir tvo sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Myndin er frá árinu 1983 og er leikstjóri Eldar Rjazanovx, einn kunnasti og vinsæl- asti kvikmyndaleikstjórinn í Rúss- landi um þessar mundir. Meðal leik- ara eru Ljúdmila Grútsenk og leik- stjórinn og leikarinn þekkti, Nikita Mikhalkov. Enskur texti er við myndina og er aðgangur ókeypis. Ræðukeppni JC í dag verða haldnar tvær ræðu- keppnir á vegum Junior Chamber íslands í Skátahúsinu við Snorra- braut. Umræðuefnið verður Kynja- skiptir grunnskólar, og; Er Interne- tið menningarlegt stórslys? Fyrri umræðan hefst kl. 15 og sú seinni kl. 17. Frátekið borð Félagar úr Höfundasmiðju Leik- félags Reykjavíkur verða með tvær sýningar um helgina á einþátt- ungnum Frátekið borð eftir Jónínu Leósdóttur. í dag verður í Borgar- leikhúsinu sýning kl. 16 og á morg- un verður sýnt á Hótel Örk í Hveragerði kl. 21. Leikhús Frátekið borð er einþáttungur með illfyrirsjáanlegu plotti. Þar kynnumst við tveimur konum sem hefur verið stefnt saman á veit- ingastað. Þær þekkjast ekki en reyna að fmna út hvers vegna í ósköpunum þær eru þama staddar. Hver bauð þeim? Hvað eiga þær sameiginlegt? Leikarar eru Saga Jónsdóttir, Sofiia Jakobsdóttir og Bryndís Petra Bragadóttir. Leik- stjóri er Ásdís Skúladóttir. Léttskýjað á Suðvesturlandi Út af Melrakkasléttu er 952 mb lægð á leið norðnorðaustur. Skammt suður af Reykjanesi er 956 mb lægð á leið austur og síðan norð- austur. Veðrið í dag 1 dag er gert ráð fyrir norðan- kalda og frosti um mestallt landið. Léttskýjað verður á Suðvesturlandi og Suðurlandi og þar gæti orðið hið fegursta veður. Við norður- og norð- austurströndina má aftur á móti gera ráð fyrir éljum og þar verður yfirleitt skýjað. Hitinn verður alls staðar undir frostmarki, kaldast á Vestfjörðum, allt að fimm stiga frosti, en hlýjast á Suðurlandi, rétt undir frostmarki. Sólarlag í Reykjavík: 18.47 Sólarupprás á morgim: 08.31 Síðdegisflóð í Reykjavík: 23.04 Árdegisflóð á morgun: 11.33 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri skafrenningur -1 Akurnes hálfskýjað 4 Bergstaðir snjókoma -5 Bolungarvík snjókoma -6 Egilsstaðir skýjað 1 Keflavíkurflugv. skýjað -1 Kirkjubkl. skýjað 2 Raufarhöfn snjókoma 0 Reykjavík skýjað -1 Stórhöfði skúr 2 Helsinki skýjað 2 Kaupmannah. þokumóða J Ósló alskýjað 5 Stokkhólmur rigning 3 Þórshöfn haglél 6 Amsterdam alskýjað 11 Barcelona mistur 15 Chicago alskýjaö 1 Frankfurt skýjað 10 Glasgow hálfskýjað 9 Hamborg skýjaö 11 London skýjaö 13 Lúxemborg skýjaö 9 Malaga mistur 18 Mallorca léttskýjaö 16 Miami París skýjaö 15 Róm heióskírt 16 New York skýjaö 7 Orlando þokumóöa 19 Nuuk snjókoma -15 Vín léttskýjaö 9 Winnipeg snjókoma -12 : Hótel ísland: Skemmtanir Magnús Eiríksson ásamt helsta samstarfsmanni sfnum í gegnum árin, Pálma Gunnarssyni, en þeir koma báðir við sögu í Braggablús á Hótel ís- landi. Kringlukráin í aðalsal skemmtir hljómsveitin Koss í kvöld og í leikstofu Guð- mundur Rúnar Lúðvíksson trú- bador. Fógetinn Dúettinn Brilljantín skemmtir á Fógetanum í kvöld og heldur uppi dansvænni kráarstemningu. Braggablús og Tiskan 1997 Það verður mikið um að vera á Hótel íslandi í kvöld og á morgun. í kvöld er það Braggablúsinn, söngbók Magnúsar Eiríkssonar. Söngvarar eru Pálmi Gunnarsson, Bjarni Arason, Ellen Kristjáns- dóttir og íris Guðmundsdóttir. Þar gefur að heyra fjölmargar perlur íslenskrar dægurlæagatónlistar, enda hafa lög Magnúsar fylgt þjóð- inni um 25 ára skeið. Tónlistar- stjóri er Gunnar Þórðarson en leikstjóri er Egill Eðvarðsson. Að sýningu lokinni leikur hljómsveit- in Karma ásamt Bjama Arasyni. Á morgun verður svo haldin á Hótel íslandi Tískan 1997. Slagorð keppninnar í ár er Hreint vatn fyr- ir alla. Keppt verður í fimm iðn- greinum, samtals fjórtán keppnir og verða veittir 30 bikarar í fyrsta sæti. Ýmsar sýningar verða einnig til að gleðja augað. Kynnir á keppninni verður Gunnlaugur Helgason. Dagskráin hefst kl. 10.30 um morguninn og stendur yfir í þrettán klukkutíma. Myndgátan Munnharpa Myndgátan hér aö ofan lýsir oröasambandi. Anna Guðný Guömundsdóttir leikur einleik á pfanó á tónleik- unum í Neskirkju. Sinfónía og píanókonsert Tónleikar Sinfóníuhljómsveit- ar áhugamanna verður í Nes- kirkju á morgun kl. 17. Flutt verða tvö verk, sjötta sinfónía Beethovens og píanókonsert nr. 1 eftir Mendelssohn, en hann hefur sjaldan verið fluttur hér á landi. Einleikari í konsertinum er Anna Guðný Guðmundsdóttir. Stjóm- andi er Ingvar Jónasson. Tveir kórar og kammersveit Graduelekór Langholtskirkju, (| Unglingakór Selfosskirkju ásamt ! einsöngvurum og Kammersveit Langholtskirkju halda tvenna tónleika í dag og á morgun. Tón- leikamir í dag eru í Langholts- kirkju kl. 16 og á morgun em tón- leikamir í Selfosskirkju á sama tíma. Á efhisskránni eru íslensk og erlend verk. Stjómendur eru Glúmur Gylfason og Jón Stefáns- son. Píanóleikari er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Tónleikar — 8 Einsöngstónleikar í Gerðubergi Katla Björk Randversdóttir, sópran, heldur burtfararprófstón- leika í Gerðu- ■ bergi á morg- un kl. 16. Katla Björk Shefur síðast- liðin fimm ár _ stundað söng- nám I Nýja 1 tónlistarskól- anum þar sem aðalkennari Katla Björk hennar hefur Randversdóttir. verið Signý : Sæmundsdóttir. Á tónleikunum | verða meðal annars fluttar aríur j eftir PurceO, Mozart og Donizetti | og sönglög eftir Schumann, Britt- en, Bizet og Þorkel Sigurbjöms- son. Kór Öldutúnsskólans í tilefni af samsýningu fjörutíu og eins listamanns í Hafnarborg mun Kór Öldutúnsskóla undir sijórn Egils Rúnars Friðleifsson- ar syngja fyrir sýningargesti á morgun kl. 15.00. ■ Poppmessa i Hafnarfjarðarkirkju Á morgun er æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar. Af því tilefni Iverður haldin poppmessa í Hafn- arijarðarkirkju og hefst hún kl. 20. Kór kirkjunnar leiðir söng. Örn Arnarson stýrir hljómsveit og kór. Fluttur verður helgileikur og Sr. Þórhallur Heimisson flytur samtalspredikun og „talar“ með hljómsveitinni um þema dagsins. Gengið Aimennt gengi LÍ nr. 66 28.02.1997 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqenqi Dollar 70,660 71,020 67,130 Pund 114,580 115,170 113,420 Kan. dollar 51,600 51,920 49,080 Dönsk kr. 10,9360 10,9940 11,2880 Norsk kr 10,4860 10,5440 10,4110 Sænsk kr. 9,4210 9,4730 9,7740 Fi. mark 14,0130 14,0960 14,4550 Fra. franki 12,3570 12,4280 12,8020 Belg. franki 2,0207 2,0329 2,0958 Sviss. franki 47,7800 48,0500 49,6600 Holl. gyllini 37,0700 37,2900 38,4800 Þýskt mark 41,7000 41,9100 43,1800 ít. líra 0,04182 0,04208 0,04396 Aust. sch. 5,9220 5,9590 6,1380 Port. escudo 0,4150 0,4176 0,4292 Spá. peseti 0,4913 0,4943 0,5126 Jap. yen 0,58420 0,58770 0,57890 írskt pund 111,290 111,980 112,310 SDR 97,04000 97,63000 96,41000 ECU 80,9100 81,4000 83,2900 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.