Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 1. MARS 1997
'ennmg «
DV, Akureyri:______________________
„Ég var mjög snortinn þegar ég
var tilnefndur til Menningarverð-
launa DV, ekki síst þegar ég sá
hverjir hinir voru sem fengu til-
nefningar, þar var ég i gððum fé-
lagsskap," segir Georg Hollanders
sem hlaut Menningarverðlaun DV
fyrir listhönnun að þessu sinni. Ge-
org var tilnefndur fyrir ýmis
þroskaleikföng sem hann bæði
hannar og smíðar á verkstæði sínu,
Gullasmiðjunni Stubbi, á Lauga-
landi í Eyjaijarðarsveit. Framleiðsla
hans er vönduð og litrík; fuglar, bíl-
ar, púsluspil, leikfangaskrín, óróar
og fleira. Leikföngin uppfylla CE,
evrópskan staðal um öryggi bama,
eru öU handsmíðuð og þroskandi
fyrir börnin.
Georg Hollanders er Hollending-
ur, fæddur í London árið 1968 en
uppalinn í Amsterdam í Hollandi.
Hann er lærður prentsmiður og
fluttist ásamt konu sinni, Lucienne
TenHoeve, til íslands í febrúar
1989. „Þá var mjög mikill snjór á
íslandi og okkur var sagt að vetur-
inn væri sá snjóþyngsti sem komið
hafði í langan tima. Næsti vetur
varð hins vegar enn snjóþyngri og
fólk sagði að þetta væri ekki neitt
eðlilegt."
Hænan sló í gegn
Georg segir að þeim hjónum hafi
fæðst tvíburar árið 1992, þeir hafi
fæðst nokkuð fyrir tímann og það
hafi komið í hans hlut að vera
heima í 18 mánuði og gæta þeirra.
„Við fórum að leita að þroskaleik-
föngum fyrir tvíburana, leikfóngum
eins og við þekktum að utan, en
- segir Georg Hollanders sem hlaut Menningarverðlaun DV fyrir listhönnun
rákum okkur á að þroskaleikföng
úr tré vom alls ekki til hér svo
neinu nam.
Þegar ég gætti tvíburanna í eitt
og hálft ár tók ég mig til og fór að
hanna og þróa þá hluti sem ég er að
smíða i dag þótt auðvitað hafi fjöl-
breytnin aukist síðan. Það má segja
að fyrirtæki mitt hafi hafið starf-
semi haustið 1994 og fyrstu hlutirn-
ir komu úr framleiðslu í ársbyrjun
1995. Fyrsti hluturinn sem ég fram-
leiddi var „púsluhæna“ sem ég
hugsaði fyrst og fremst sem leikfang
tengt páskum. Hænan varð hins
vegar strax heilsársgripur og mjög
vinsæl og fólk kaupir hana jafnt um
jól sem páska.
Sömu sögu er að segja af engli,
sem ég hóf að framleiða skömmu
síðar, hann var hugsaður sem leik-
fang tengt jólunum en hefur orðið
heilsársleikfang. Gmnnhugmyndin
að englinum er mjög gömul og
þekkt, þannig að tækið sjálft er ekk-
ert nýtt, en ég útfærði það á minn
hátt og hugsaði engilinn ekki síst
sem mótvægi við ofbeldisleikföng og
þá neikvæðu hugsun sem alltof oft
er í fyrirrúmi. Þetta þróaðist svo
áfram, eitt leiddi af öðru og það er
miklu meira í kollinum á mér en ég
hef getað komið í verk að hanna og
framleiða."
Sem dæmi um slíka hluti nefn-
ir Georg bóndabæ sem hann hef- -V
ur gengið með í kollinum lengi og
er nú að hefja framleiðslu á og
einnig dráttarvél. „Ég hef ekki
náð að ljúka hönnuninni á þess-
um hlutum að fullu og húsdýr
sem fylgja eiga með bóndabæn-
um eru til á teikniborðinu en eru
ekki komin lengra."
Þroskandi leikföng
„Ég legg áherslu á að hlutirnir,
sem ég hanna, séu eins góð stílfær-
ing á fyrirmynd-
inni og hægt
er. Ég fékk
t.d. bækling
hjá Heklu
hf. um Ca-
terpillar-
veghefll þegar ég fór að hanna minn
eigin veghefil og las mér til um
þetta verkfæri. Svo lagði ég bæk-
linginn til hliðar og fór að hanna
minn hefil. Hann breyttist mikið
meðan á því stóð en þegar ég var
búinn með hönnunarvinnuna og
lagði Caterpillar-bæklinginn til
hliðar reyndust heflamir mjög svip-
aðir útlits.
Ég legg höfuðáherslu á að leik-
föngin mín séu þroskandi fyrir
börnin. Engillinn er ágætt dæmi um
það en hann er
aður börnum frá tveggja ára aldri.
Þá eru börn einmitt farin að stjórna
ýmsum hreyfingum og þeim finnst
mjög skemmtilegt að fylgjast með
hreyfingum engilsins. Eins er með
óróana, börnin slá í þá og heyra
hljóðið sem myndast þegar hlutirn-
ir smella saman. Ég hef prófað
suma þessa hluti með börnunum
mínum, ég á dóttur sem er eins árs
og hef fengið tækifæri til að láta
hana prófa ýmsa hluti. Það er
skemmtilegt fyrir mig að sjá að
þessi leikföng eru ekki bara
skemmtileg í mínum huga heldur
finnist bömunum þau skemmtileg
líka.“
Mjög þakklátur
Georg segir að hlutirnir, sem
hann framleiðir nú, séu um 20 tals-
ins en þeir eru seldir víða um land.
í Reykjavík nefnir hann Kjarvals-
staði, Þjóðminjasafnið, Árbæjarsafn
og Gallerí Borg, Þumalínu og ís-
lenskan heimilisiðnað sem dæmi
um útsölustaði, í Hveragerði Grænu
smiðjuna og á Akureyri Vögguna og
Heilsuhornið.
„Það er alveg stórkostlegt fyrir
mig að fá þá viðurkenningu sem
Menningarverðlaun DV em. Vanda-
málið varðandi framleiðslu á
handunnum leikföngum er e.t.v.
fyrst og fremst að sú framleiðsla
hefur ekki verið metin að verðleik-
um en viðurkenning eins og þessi
setur leikföngin mín á þá hillu sem
ég tel að þau verðskuldi. Verðlaun-
in eru mjög mikils virði fyrir mig
og ég er mjög þakklátur," segir Ge-
org Hollanders. -gk
Leikhópurinn Hermóður og Háðvör hljóta Menningarverðlaun DV í leiklist fyrir Birting:
Leikhúsið er list augnabliksins
„Maður býst ekkert endilega við
svona viðurkenningum þó svo maður
sé þokkalega sáttur við verk sín
þannig að þetta kom skemmtilega á
óvart,“ segir Hilmar Jónsson leik-
stjóri en leikritið Birtingur, sem
hann leikstýrði hjá Hafnarfjarðarleik-
húsinu Hermóði og Háðvöra, fékk
Menningarverðlaun DV í leiklist.
„Það hefur verið svo margt
skemmtilegt á fjölunum á síðasta
ári þannig að það er mjög ánægju-
legt að fylla þann fríða flokk. Þetta
vekur vonandi athygli og er mjög
mikil hvatning fyrir okkur sem höf-
um úr litlu að spila. Við fáum viður-
kenningu á að okkar list sé vel
frambærileg og jafnvel frambæri-
legri en annarra sem hafa úr meiru
að moða,“ segir Hilmar.
„Listrænt andrúmsloft ætti auð-
vitað að vera mest þar sem pening-
arnir eru til staðar. En það sem
stendur einna mest upp úr hjá okk-
ur er viljinn til þess að standa okk-
ur vel með örlitlu hæfileikaívafi,“
segir Hilmar.
Boðið utan
Hilmar leikstýrði einnig Himna-
ríki eftir Árna Ibsen í fyrra og farið
var með það á leiklistarhátíðir í
Ósló, Stokkhólmi og Bonn. Hermóði
og Háðvöru hefur verið boðið til Lit-
háens með Birting í maí og einnig
hefur þeim verið
boðið á leiklistarhá-
tíð ungs fólks á veg-
um Riksteatret í Ósló
í byrjun júní. Þeir
eru einmitt að setja
upp Himnaríki núna.
Birtingur er mjög
flókið verk og mörg-
um fannst þeir félag-
ar Erling Jóhannes-
son, Gunnar Helga-
son og Hilmar Jóns-
son ekki ráðast í svo
lítið með því að taka
verkið til sýningar.
Að sögn Hilmars
unnu þeir mjög góða
vinnu og eru ánægð-
ir með útkomuna.
Vel heppnuð
sýning
„Það er vonandi að
fólk fyllist tiltrú á
litla leikhópa. Birt-
ingur er í alla staði
mjög vel heppnuð
sýning þó ég segi
sjálfur frá. Lista-
mennirnir sem unnu
að sýningunni eru
„Það hefur veriö svo margt skemmtilegt á fjölunum á síðasta ári þannig að það er mjög frábærir og gerðu
ánægjuiegt að fylla þann fríða flokk,“ segir Hilmar. DV-mynd BG þarna góða hluti,“
segir Hilmar.
Þrátt fyrir boð á leiklistarhátíðir
er hægara sagt en gert að komast
þangað. Það er yfirleitt spuming
um skipulagningu, tíma og peninga
að sögn Hilmars. Mikið hefur verið
spurt um Birting en ekki er vist að
aðstandendur hans geti farið eins
víða og efni standa til. Hilmar segist
ekki eiga von á því að farið verði til
Litháens.
Nýtt leikrit á fjalirnar
Fyrir skömmu hófust æflngar á
nýju leikriti eftir Árna Ibsen sem er
samstarfsverkefni Hermóðs og Háð-
varar og Nemendaleikhússins. Það
heitir Að eilífu og fjallar um ungt
par, vini þess og fjölskyldur. Brúð-
kaup stendur fyrir dyrum og segir
leikritið nokkuð frá nýjum siðum
og undarlegum við brúðkaupsundir-
búning hér á landi.
„Birtingur er enn þá í gangi ef
fólk vill koma að sjá hann. Við reyn-
um að sýna hann eins oft og við get-
um þó okkur séu þessi tímamörk
sett. Við verðum að klára hann fyr-
ir páska því þá verður ný sviðs-
mynd sett upp. Fólk er hvatt til þess
að drífa sig þvi Birtingur verður
ekki endurtekinn. Þetta er list
augnabliksins og þegar því lýkur er
það bara minningin ein,“ segir
Hilmar. -em