Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 42
54 , 1 k r1 *+ Ferðir Unnar Guðjónsdóttur til Kína og Víetnam: Möguleiki á framlengingu Unnur Guöjónsdóttir hefur um áraraöir fariö meö ferðahópa til Kína. Unnur Guðjónsdóttir hefur verið þekkt fyrir skipulagðar hópferðir sínar til Kína á undanfómum árum og ekkert lát er á þeim ferðum hennar. Næsta ferð hennar til Kína verður 18 daga löng ferð dagana 6.-23. maí næstkomandi. Unnur vill taka það fram að takmarkaður fjöldi farþega kemst í ferðina og reglan gildir „fyrstur kemur - fyrstur fær“. Fyrsta dag ferðarinnar verður flogið með Flugleiðum til Stokk- hólms snemma morguns og um miðjan dag verður tekið flug með Boeing breiðþotu Air China beint til Peking þar sem lent verður að morgni klukkan 8 að staðartíma. Fyrstu dagana verða merkustu stað- ir Peking skoðaðir, meðal annars Torg hins himneska friðar, Borgar- safnið og Lama Búdda klaustrið. Þann 9. maí veröur flogið til Kun- ming í Yunnan-héraði í suðvestur- hluta Kina og þar gefst færi á að skoða risapöndur og hið fræga Yuantong-hof. Frá Kunming verður keyrt í bíl til Steinskógarins og gist þar í eina nótt. Þriðjudaginn 13. maí er flogið til Guilin þar sem frægur hellir er skoðaður og daginn eftir farið í skemmtisiglingu á Lí-fljóti og Þjóðflokkasafnið kannað. Frá Guilin er flogið til Hangzhou og er margt þar á dagskrá: heim- sókn í eyju á Vestravatni, Borgar- safhið, Lingyin-hofið, Liuhe-pagóð- an og kynning á silkiiðnaði Kín- verja. Laugardaginn 17. maí er flog- ið aftur til Peking því margt er eftir að skoða í þeirri borg, t.d. stóra klukknahofið, Hof himinsins, graf- hýsi Maós og silkimarkað þar sem hægt er að gera góð kaup. Á mánudaginn 19. maí verður far- iö með bíl að Kínamúmum við Mu tian yu og síðan ekið til Chengde. Dögunum á eftir verður varið í Pek- ing, ýmist frjálst en einnig boðið upp á Pekingóperu, akróbatsýningu og heimsókn í stjömuathugunar- stöð. Ferðalangar í þessari ferð geta verið lengur á meginlandinu ef þeir það kjósa en Flugleiðamiðinn gildir í mánuð. Veröið í ferðina er 265.000 krónur á mann en innifalið í því er pláss í tveggja manna herbergi á fyrsta flokks hótelum, fullt fæði, að undanskildum þremur máltíðum í Peking, allir skattar og gjöld, staðar- leiðsögumenn og fararstjórn Unnar. Víetnam Kínaferðin er ekki sú eina sem Unnur skipuleggur á árinu. í sept- ember dagana 7.-28. þess mánaðar fer Unnur með hóp til Víetnam. Einnig verður flogið í gegnum Stokkhólm og ferðast verður um Ví- etnam þvert og endilangt. Heimsótt- ar verða meðal annars borgirnar Hochiminh (fyrrum Saigon), Dan- ang, Nhatrang og einnig Halong Bay, Vungtau, Hoabinh og Hualu. -ÍS Sumarbæklingur Heimsferða: Vaxtarbroddurinn til Costa Del Sol Sumarbæklingur Heimsferða er nýkominn út og gætir þar margra grasa að venju. Ferðaskrifstofan Heimsferðir heldur upp á 5 ára af- mæli sitt á árinu og býður á afmæl- isárinu hagstæðari fargjöld en nokkru sinni. Heimsferðir bjóða til dæmis fyrstu 200 sætin til Benidorm á austurströnd Spánar með 6.000 króna afslætti. Fjögur þúsund króna afsláttur fæst ef bókað er í ferðir til Parísar og ef bókað er í ferðir til Costa Del Sol fyrir 10. mars fæst 8.000 króna afsláttur af miða. Heimsferðir hafa alltaf lagt mikla áherslu á áfangastaði á Spáni enda skemmtilegir sólarstaðir þar í miklu úrvali. Spánverjar hafa langa reynslu af þjónustu við ferðamenn enda er ferðaþjónusta ein helsta at- vinnugrein landsins. Spánn er að auki ódýrt land, bæði í mat og drykk, eins og þúsundir íslendinga þekkja af eigin raun. „Viðbrögðin við ferðum til Costa Del Sol á suðurströnd Spánar hafa verið miklu sterkari en við áttum von á enda er þetta bara annað árið sem við erum með þennan áfang- astað,“ sagði Andri Már Ingólfsson hjá Heimsferðum. „Costa Del Sol gekk mjög vel í fyrra en við vorum ekki með mjög mikið framboð þangað. Þær ferðir seldust allar upp. Núna erum við búnir að bóka um 1.000 sæti af um 2.200 sem við bjóðum í ár en fram- boðið var um helmingi minna í fyrra. Þetta eru miklu skjótari við- brögð en við áttum von á en það er heldur ekkert skrýtið því fólk sem fór þangað í fyrra er mjög ánægt. Costa Del Sol hefur tekið miklum breytingum að undanfómu og eftir- Hvítkölkuö hús setja svip sinn á byggingarstí! Spánverja á Costa Del Sol sem er einn vinsælasti áfangastaöur Heimsferöa. Spánverjar eru þekktir fyrir fjölbreytni í matarvali og hér má sjá nokkur þeirra hráefna sem þeir byggja heist á. Fyrir miöju er aö sjálfsögöu bacalao, saltfiskur okkar ís- lendinga. spumin nú eftir ferðum þangað er einfaldlega afleiðingin af því og vegna ánægju fólks með staðinn. Ferðir til Costa Del Sol hefjast 21. maí. Við höfum boðið upp á ferðir til Kanaríeyja um páskana, vorum með 400 sæti þangað, og þau eru löngu uppseld. Páskamir em svo snemma aö það er hálfgert happ- drætti að bjóða upp á ferðir á sólar- staði á meginlandi Evrópu á þessum tíma árs því ekki er treystandi á sól og hita. Til viðbótar við sólarferöir okkar má minnast á það að við emm áfram með okkar vikulega Parísar- flug í júlí og ágúst i sumar og ferðir til Benidorm em nú sjötta árið í röð,“ sagði Andri Már. -ÍS LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 Akrópólis Marmaratröppurnar við ; „innganginn" á Akrópólishæð I verða tjarlægðar á næstmmi vegna þess að þær em að | skemmast af völdum mengun- ar. Aþenuborg er þekkt fyrir að I vera mengaðasta borg Evrópu. Framkvæmdir í Róm Tvær miklar framkvæmdir I era fyrirhugaðar í heimsborg- | inni Róm. Önnur er bygging S undirganga aö Vatikaninu og 1 hin er bygging listasafns í borg- | inni. Stetnt er að því að báðum framkvæmdum verði lokið fyr- | ir lok aldarinnar. Aukning flugslysa Alls létu 380 farþegar lífið með bandariskum flugfélögum á síðasta ári sem er hæsta tala ■ síðan árið 1985. 340 þessara mannslífa var í tveimur flug- slysum. Ef reiknuð er út statistik þýðir þessi tala að I einn farþegi lætur lífið tyrir | hverja 1,8 milljónir flugfarþega I en sambærileg tala fyrir árið : 1995 var eitt mannslíf fyrir hverja 3,8 milljónir farþega. I Þetta era ekki skemmtilegar I reiknisaðferðir en alsiða er að : beita þessum hlutfallsreikningi I til að mæla öryggi í flugi. Lokuðhöfn Mikið ofsaveður geisaði í Eg- yptalandi i síðustu viku og loka varð höfninni í Alexandríu í fjóra daga vegna veðurofsans. Ólympíuleikar til sveita Hinir hefðbundnu Ólympíu- leikar eiga sér 100 ára sögu en í Indlandi eru á hverju ári haldn- ir ólympíuleikar í óhefðbundn- um íþróttagreinum. Þessir leik- ar, sem fara fram i Punjab-hér- aði, hafa verið haldnir á hverju ári frá árinu 1933. Keppnis- greinar em fjölmargar, eins og reiðlistakúnstir, hjólreiðatækni og kraftaæfmgar af mörgu tagi. Þetta er íþróttakeppni eingöngu fyrir Indveija en fleiri þúsund- ir manna hvaðanæva að úr heiminum koma jafnan til að fylgjast með leikunum. Áfall þýskra Nú er verið að opna sýningu í Bavariu í Þýskalandi sem ber heitið „Extermination War“. Þema sýningarinnar er illvirki þau sem unnin voru af þýska hemum í síðari heimsstyrjöld- inni. Sýningin hefúr gert marga þjóðverja æfa af reiði vegna þess að það er almenn skoðun í landinu að þýski her- inn hafi í aðalatriðum komið drengilega fram í stríðinu en það hafi verið SS-sveitir Himm- lers sem framið hafi öll illvirk- in. Ekki bætir úr skák að sýn- ingin er í Bavaria, íhaldsamasta ríki Þýskalands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.