Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 36
LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 4. menning Friðrik Þór Friðriksson er Menningarverðlaunahafi DV í kvikmyndum: Alltaf ánægjulegt að fá verðlaun „Það er alltaf ánægjulegt að fá verðlaun," segir Friðrik Þór Frið- riksson kvikmyndagerðarmaður sem er menningarverðlaunahafi DV fyrir kvikmyndir fyrir hönd fyrir- tækis síns, íslensku kvikmynda- samsteypunnar. Verðlaunin eru veitt fyrir kvikmyndina Djöflaeyj- una. Þetta er í fjórða skipti sem Friðrik Þór hlýtur Menningarverð- laun DV; í fyrsta sinn fyrir Galleri Suðurgötu 7, þá fyrir Börn náttúr- unnar og loks fyrir Skyttumar. Sögunni, sem er mjög hugleikin þjóðinni, eru gerð góð skil í Djöfla- eyjunni. Kvikmyndin er mjög eftir- minnileg og samstarf margra aðila heppnast eins og best verður á kos- ið. Einar Kárason gerði handritið, Ari Kristinsson sá um kvikmynda- töku, Kjartan Kjartansson sá um hljóðvinnu, Halldór Gunnarsson um lýsingu, Karl Aspelund um búninga og Ámi Páll Jóhannsson um leik- myndina. Allir ná þeir að sýna sín- ar bestu hliðar. Þá fara leikarar á kostum undir stjóm Friðriks Þórs. 80 þúsund á Djöflaeyj- una Friðrik Þór segist hafa fengið í kringum fimmtíu alþjóðleg verð- laun fyrir kvikmyndir sínar á ferl- inum og eina tilnefningu til ósk- arsverðlauna fyrir Börn náttúrann- ar, eins og lesendur muna. „Ég hefði kallað 40-50 þúsund manns velgengni en nú era 80 þús- und búin að sjá Djöflaeyjuna. Það er meira en ég átti von á í villtustu draumum mínum. Ástæðumar eru margvíslegar. Sögumar eru vel kynntar og hafa lifað með þjóðinni í mörg ár,“ segir Friðrik Þór. í kringum 600 milljónir manna eiga kost á að sjá hana. Margir koma vegna Cold Fever „Blaðakona, sem ég hitti, segir að margt fólk komi hingað til lands eft- ir að það hefur séö kvikmyndina Cold Fever. Þeir sem hagnast mest á íslenskri kvikmyndagerð leggja ekkert í hana. Þegar við vorum við tökur á Djöflaeyjunni komu til okk- ar sex eldri konur frá New York sem vora nýbúnar að sjá Cold Fever. Þær ákváðu þá að bregða sér hingað og fengu að vita hvar leik- stjórinn væri við tökur. Það þótti þeim merkilegt," segir Friðrik Þór. Framundan er kvikmyndasam- keppni í Rúðuborg 25. mars þar sem Djöflaeyjan keppir á móti nokkram góðum myndum. Friðrik Þór hlakk- ar til þess að sjá hvemig hún spjar- ar sig. Framundan hjá Friðriki Þór er að kvikmynda skáldsögu Einar Más Guðmundssonar, Engla alheimsins. Einar Már skrifar sjálfur handritið og er það vel á veg komið. Til þess fékk Friðrik Þór vilyrði um 26 millj- ónir frá Kvikmyndasjóði. Ennþá vantar 20 milljónir upp á fjármögn- un myndarinnar. Friðrik leggur yf- irleitt meira fé í kvikmyndirnar sjálfur heldur en Kvikmyndasjóður en þýskir kvikmyndasjóðir hafa einnig fjármagnað myndir sem hann hefur leikstýrt. Framundan eru hugsanlega tvær myndir, vík- ingamynd sem tekin er við Lofoten og önnur með Richard Harris í aðal- hlutverki sem byggð er á Börnum náttúrunnar. -em Að sögn Friðriks Þórs fékk kvik- myndin Á köldum klaka mikið lof erlendis en það segir hann hafa haft áhrif á gengi Djöflaeyjunnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Friðrik Þór eyð- „Þetta var dýrasta myndin og að mörgu leyti sú vandaðasta sem gerð hefur verið á íslandi. Það skila allir sínu verki upp á tíu. Djöflaeyjan á eftir að fara víða um heiminn, ekk- verjalands auk Norðurlandanna. Hún átti mjög góða ferð til Þýska- lands en það var troðfullt á allar kynningarsýningar og mjög vel var látið af henni,“ segir Friðrik Þór. Friðrik Þór Friöriksson fær Menningarverðlaun DV í fjórða skipti. ir einhverju í að auglýsa mynd eftir sig annars staðar en á bíótjaldinu. Talsvert miklu auglýsingafé var varið í kynningar á Djöflaeyjunni. ert ósvipað og kvikmyndin Á köld- um klaka. Djöflaeyjan fer í kvik- myndahús til Ástralíu, Bcmdaríkj- anna og Bretlands, Tékklands, Ung- Með hverri nýrri mynd vinnast yfirleitt nýir markaðir fyrir myndir Friðriks Þórs. Þá á Djöflaeyjan eftir að fara í sjónvarp í þessum löndum. Jón Ásgeirsson, menningarverðlaunahafi DV í tónlist: Maður er pínulítið hágómagjarn „Það er alltaf gaman að fá svona verðlaun. Maður er náttúrlega alltaf svolítið upp með sér þegar maður fær viðurkenningu. Það örvar mann því maður er auðvitað pínulítið hé- gómagjam," segir Jón Ásgeirsson tónskáld sem fékk Menningarverð- laun DV í tónlist fyrir óperuna Galdra-Loft. Óperan er stórvirki í íslenskri tónsögu og er samspil texta og tónlistar sterkt. Óperan er byggö á íslenskum efniviði og sögu sem allir íslendingar þekkja. „Það er alltaf gott að fá viður- kenningar, sama við hvaða störf maður vinnur," segir Jón sem hefur fengist við tónlist frá því hann var í kringum tíu ára aldur en hann byrj- aði að semja samtímis því sem hann lærði á orgel. Hann sýndi kennaran- um lög eftir sig sem hann þóttist hafa fundið einhvers staðar. Jón þorði fyrst ekki að segja frá því aö hann hafi sjálfur samið lögin. Ný ópera í burðarliðnum „Þessi árátta hefur staöið mjög lengi yfir. Maður hugleiöir afskap- lega lítið verðlaun þegar maður er að semja. Ég er að vinna að nýrri ópera sem ég sem sjálfur bæði texta og tónlist við. Einnig er ég að end- urvinna Þrymskviðu," segir Jón en Þrymskviða var verðlaunaópera í samkeppni um óperur á vegum Þjóðleikhússins árið 1974 og var sýnd þar sama ár. „Það er ekki fyrr en maður sér mynd af sjálfum sér í blaði og til- nefningu til verðlauna sem maður fer að velta því fyrir sér að maður gæti hugsanlega unnið," segir Jón. Jón samdi lag við Maístjömuna sem öllum bömum þykir vænt um og njóta þess að syngja. Auk þess hefur hann samið tónlist við Blind- ingsleik sem er ballett sem Jochen Ulrich samdi dansana við. Fyrir þá tónlist hlaut hann Menningarverð- laun DV árið 1980. Hann hefur einnig samið fjölda þekktra laga og konsert fyrir waldhom og hljóm- sveit. Hann hefur líka samið konsert fyrir selló og hljómsveit og er hálfgenginn með konsert fyrir klarinett og hljómsveit. Lítill markaður „Það er alltaf ýmislegt í gangi hjá manni. Markaður hjá tónskáldum er mjög lítill hér á landi og það er auðvitað erfitt að lifa á þessu nema kenna og spila. Það hefur svo sem ekki tekist erlendis heldur. Það eru einungis þeir sem komast í kvik- myndatónlist og eitthvað slíkt. Það er takmarkaður vettvangur fyrir tónskáld en menn lifa af kennslu,“segir Jón sem hefur kennt í Kennaraháskólanum í mörg ár auk þess að kenna í Söngskólanum. „Menn þurfa að vera mjög verk- vissir og vinnusamir til þess að komast af,“ segir Jón. Hrifinn af norrænum sögum Óperan sem Jón vinnur að núna nefnist Möttulsaga. Sagan er nor- rænuð árið 1262 við hirð Hákonar gamla og byggist á franskri ljóða- sögu og hefur verið endursögð af tveimur munkum. Hún er í safni riddarasagna. Auk þess blandar hann saman sögum úr fornaldarsög- um Norðurlanda. Hann notar Norna-Gests þátt og Örvar-Odds sögu sem er mjög glæsileg og mögn- uð saga. „Ég sé fyrir mér leikritið eins og mynd og síðan leita ég eftir texta inn í myndina. Að visu er ég búinn að semja textann áður. Smám sam- an set ég saman textann og þegar ég hef fengið heilstæða mynd fer ég að vinna við tónlistina. Síðan breytast bæði tónlistin og textinn þegar verkið þróast. Ég hugsa aldrei um hvort óperur verði sýndar þegar ég er að semja þær. Ég hef aldrei samið fyrir neinn sérstakan," segir Jón. Jón segist vera mjög hrifinn af norrænum sögum þar sem hann sé uppalinn við þær og komist ekki undan þeim. Hann er fæddur á ísa- „Það er alltaf gaman að fá svona verðlaun. Maöur er náttúrlega alltaf svolít- iö upp meö sér þegar maöur fær viöurkenningu," segir Jón Ásgeirsson sem hlaut menningarverðlaun DV fyrir tónlist. DV-mynd Hilmar Þór firði og uppalinn í Reykjavík og var Þórarinssyni. Einnig fór hann í í Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá framhaldsnám í tónlist í Bretlandi. Áma Kristjánssyni Urbanic og Jóni -em
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.