Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 JD"V Imglingar___________________________________ Spurningakeppnin Gettu betur komin vel á veg í Sjónvarpinu: Get svarað helmingnum - segir Davíð Þór spyrill sem finnst keppnin vera jafnari en oft áður Liösmenn Fjölbrautaskólans í Ármúla ásamt þjálfurum sínum í neöri röö, þeim Val Frey Steinarssyni og Þóröi A. Guömundssyni. Frá vinstri í efri röö eru Þorbjörn Atli Sveinsson, Stefán Þorgrímsson og Hjalti Þór Vignisson. DV-mynd Hilmar Þór skóla íslands nk. fóstudag. bara mig sjálfan. Þetta eru sömu Davíð Þór Jónsson, Radíusbróðir krakkar og eru að koma á Radíus- með meiru; er spyrillinn í Gettu bet- kvöld. Þetta er kynslóð sem ég Þegar þetta var ritað lá að sjáif- sögðu ekki fyrir hvort liöið hafði sigrað í Gettu betur í Sjónvarpinu í gærkvöld, lið Menntaskólans í Reykjavík eða Fjölbrautaskólans í Ármúla. Bæðin liðin stefndu að sjálfsögðu á sigur þegar rætt var við fulltrúa þeirra í vikunni. Annað lið- ið, MR, hafði titil að verja frá því í fyrra og gott ef ekki þrjú ár þar á undan. Ármúlingar höfðu harma að hefna þar sem MR-ingar slógu þá út í undanúrslitum í fyrra. Tvö lið höfðu þegar komist áfram í undanúrslitin en upphaflega hófu 25 skólar leik í útvarpi. Átta komust áfram í sjónvarpið eftir tvær um- ferðir. Menntaskólinn í Hamrahlíð byrjaði á því að sigra Menntaskól- ann á Laugarvatni í 8-liða úrslitum og Menntaskólinn á Egilsstöðum sló Menntaskólann á Akureyri út í æsi- spennandi bráðabana um síðustu Liö MR I Gettu betur, frá vinstri Sverrir Guömundsson, Viöar Pálsson og Arn- ór Hauksson. DV-mynd Pjetur ur og Ragnheiður Erla Bjamadóttir er á ný orðinn dómari og höfundur spuminga. Dagskrárgerð er í hönd- um Andrésar Indriðasonar. Kynslóð sem ég þekki Davíð sagði í samtali við DV að keppnin nú virtist vera jafnari en áður, a.m.k. væri það hans tilfinn- ing. „Það er ekkert vandamál fyrir mig að ná sambandi við krakkana. Mér finnst ég oft eiga í meiri erfið- leikum að ná sambandi við mér eldra fólk. Ég veit ekki hvað það segir um eldra fólk, yngra fólk eða þekki og gott ef ég tilheyri henni ekki einnig.“ Aöspurður um spurningamar í Gettu betur sagðist Davíð, í fullkom- inni hreinskilni, geta svarað um það bil helmingi þeirra. „Að vita helminginn er náttúr- lega ekki nógu gott til að standa sig í svona spurningaliði. í raun em þessir krakkar upp til hópa rnrrn betur að sér en ég en ég er þó ekki alveg úti að skíta.“ Yfirlýsingar sparaðar Valur Freyr Steinarsson er þjálf- ari Ármúlaliðsins sem skipað er helgi. Síðasta viðureignin í 8-liða úrslitunum er á milli Flensborgar- skólans í Hafnarfirði og Verslunar- Hjalta Þór Vignissyni, sem keppt hefur sl. 2 ár, og nýliðunum Stefáni Þorgrímssyni og Þorbirni Atla Sveinssyni. Valur Freyr, sem keppti í fyrra og tapaði ásamt félögum sín- um fyrir MR í undanúrslitum, sagð- ist í samtali við DV sl. þriðjudag vera bjartsýnn á sigur sinna manna. Undirbúningi hefði miðað vel enda liðsandi mjög góður. Hann vildi þó spara yfirlýsingamar ef svo ilia færi að markmiðin næðust ekki. Lið MR skipa þeir Arnór Hauks- son, sem var í sigurliðinu í fyrra, og nýliðamir Viðar Pálsson og Sverrir Guðmundsson. Amór sagði í samtali við DV í vikunni að viðureignin við Ármúlaliðið legðist vel í sig, hug- myndin væri að verja titilinn frá því I fyrra. Hann hafði að sjálfsögðu fylgst með keppninni í sjónvarpinu Spyrillinn Davíö Þór. DV-mynd GVA og fannst spumingamar vera öðru- vísi en í fyrra, ekki endilega erfiðari. Þær bæru greinilega þess merki að vera samdar af konu, mikið væri spurt um föt og tisku og þess háttar. Við þá sem unnu í gærkvöld segj- um við „til hamingju" en það geng- ur bara betur næst hjá ykkur sem þurftuð að lúta í gras. -bjb hin hliðin Haraldur Freyr Gíslason, trommuleikari í hljómsveitinni Botnleðju: Mamma mín er sætust Haraldur Freyr Gíslason, trommuleikari í hljómsveitinni Botnleðju, ætlar að sýna á sér hina hliðina. Hljómsveitin Botnleðja stal sem kunnugt er senunni þegar íslensku tónlistar- verðlaunin voru afhent á Hótel Borg í síð- ustu viku. Botnleðja var valin hljómsveit ársins, taldist eiga plötu ársins (Fólk er flfl) og lag ársins sem kallast Hausverkun. -em Fullt nafn: Haraldur Freyr Gíslason. Fæðingardagur og ár: 14. desember 1974. Maki: Enginn. Böm: Engin. Bifreið: Fiat Uno ’87. Starf: Tónlistarmaður og tamningamaöur. Laun: Misjöfn. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei, aldrei. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að búa til tónlist. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að vakna á morgnana. Uppáhaldsmatur: Feitt selkjöt og kaldar kartöflur. Uppáhaldsdrykkur: Kók. Hvaða fþróttamaður stendur fremstur í dag? Hafsteinn Ingimarsson knattspymustjama. Uppáhaldstfmarit: Ég les lítið tímarit. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð (fyrir utan maka)? Mamma mín. Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóm- inni? Hlutlaus. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Ég væri til hitta John Lennon. Haraldur Freyr Gíslason lemur húöirnar í Botnleðju. DV-mynd GVA Uppáhaldsleikari: Pascal Duquenne sem leikur í Áttunda deginum. Uppáhaldsleikkona: Ég man ekki eftir neinni. Uppáhaldssöngvari: Heiðar í Botnleðju. Uppáhaldsstjómmálamaður: Enginn, þeir em allir jafh vonlausir. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Farside-fígúrumar. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég horfi ekki á sjónvarp. Uppáhaldsmatsölustaður/veit- ingahús: Hótel mamma. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Ég er að lesa Ilminn og langar mest til að lesa símaskrána. Hver útvarpsrásanna þykir þér best? X-ið. Uppáhaldsútvarpsmaður: Sigmar Guðmundsson. Hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest á? Jafhlítið á báðar. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Enginn. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Bíóbarinn. Uppáhaldsfélag í iþróttum: FH. Stefnir þú að einhverju sérstöku í fram- tíðinni? Að ná lengra í því sem ég er að gera. Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Það er alveg óráðið hvað ég geri í sumarfríinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.