Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 25
JOV LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 ásamt Tolla og saman héldu þeir m.a. eftirminnilega sýningu sumar- ið 1991 sem sópaði að sér þúsundum fólks. Haukur segir Tolla eiga mest- an heiðurinn af því, þar fari magn- aður listamaður með „dínamískan" kraft. Árin með honum í Álafoss- húsinu hafl verið mjög skemmtileg. Barátta sem tapaðist Allt virtist ganga þeim Ástrúnu í haginn í Danmörku eða þar til árið 1993 að hún greindist með krabba- mein. Baráttan við þann illvíga sjúkdóm stóð í rúmt ár en árið 1994 varð Ástrún að lúta í lægra haldi. Haukur segir þetta hafa verið gríð- arlega erfítt tímabil. Hann helgaði Ástrúnu allan sinn tíma og hjúkraði henni á sjúkrabeði í Danmörku og á meðan lá listsköpun hans niðri meira og minna. „Eftir rúmlega 30 ára hjónaband var þetta auðvitað mjög sárt. Við Ástrún vorum mjög náin og unnum alltaf saman, nánast frá morgni til kvölds, og vorum mjög samrýnd í öllu.“ Haukur segist hafa upplifað ótrú- legustu hluti við fráfall Ástrúnar. Einmanaleikinn hafí hellst yfir en viðbrögð og framkoma margra vina þeirra og kunningja hafí komið hon- um mest á óvart. Þá hafí hann getað séð hverjir voru raunverulegir vin- ir þeirra og hverjir ekki. Einnig hafi komið í ljós hvað dauðinn væri mun meira feimnismál hjá Dönum en nokkum tímann okkur íslend- ingum. Leiðir okkar áttu að skarast Það var síðan fyrir um tveimur árum sem Haukur komst í kynni við Þóm. Hann var þá fluttur frá Danmörku til íslands. Hann lítur svo á að leiðir þeirra Þóru hafi átt að skarast. í gegnum sameiginlegt áhugamál, myndlist- ina, hafí þau sameinast og í raun tengst böndum lengi án þess að vita svo mikið af hvort öðru. Sem dæmi nefnir Haukur að Ástrún hafi um tíma unnið hjá móður Þóru. Hann segist einnig hafa þá kenningu að þeir sem hafi verið í góðri sambúð, líkt og þau Ástrún, séu fljótari en aðrir að aðlaga sig nýju sambandi ef annar aðilinn fellur ffá. Einmana- leikinn við makamissi verði það mikill að sá sem eftir standi leiti í annað samband. Stórkostlegt ævintýri Þau Þóra hafa höndlað hamingj- una á Stokkseyri og láta það ekki trufla sig þótt margir þeirra nán- ustu hafi snúiö við þeim bakinu. Einhver myndi kannski segja að þau væru í útlegð á Stokkseyri en Haukur getur ekki tekið undir það. Þau hafi eignast yndislega dóttur sem sé einskært kraftaverk. Um hana snúist allt þeirra líf. Kominn vel á sextugsaldur finnst Hauki hann í raun vera endurfædd- ur eftir að hafa gerst faðir í fyrsta sinn á eðlilegan hátt. „Það er í raun stórkostlegt ævin- týri að ganga í gegnum þetta eftir að hafa upplifað dauðann með svo sár- um hætti,“ segir Haukur en nokkr- um mánuðum eftir að Ástrún dó missti hann einnig móður sína. Allt markaði þetta djúp spor í sálina. Burt úr skammdeginu? Kjördætur Hauks, Tinna og Tanja, eru búsettar í Danmörku. Hann heldur nánu sambandi við þær og vonast til að geta heimsótt þær fljótlega. Aðspurður segist hann ekki gera ráð fyrir að flytjast til Danmerkur á allra næstu misser- um, eða til annarra staða, en allt geti þó gerst í þeim efnum. Sú hugs- un að flytja af landi brott leiti helst á hugann í svartasta skammdeginu á íslandi, þá líði honum ekki sem best. Sumarið sé hans tími. „Salka sér um það núna að lýsa upp skammdegið. Hún gerir það svo sannarlega og gott að hafa hana hér í kringum sig á meðan maður er að vinna,“ segir Haukur Dór og smell- ir kossi á þá litlu. -bjb „Salka sér um það núna að lýsa upp skammdegiö," segir Haukur Dór sem annars líöur illa yfir svartasta vetrartímann. Haukur Dór ásamt Astrúnu heitinni Jónsdóttur þegar þau bjuggu í Danmörku ásamt kjördætrum þeirra, Tinnu og Tönju. Myndin ertekin haustið 1983. W Wi • jm ý |i bmt m Solv blómapottar (frostþolnir) 24sm 850,- 30sm 1.250,- 40sm 1.650,- HT Drekatre, Drekatré, sampotta 170sm TILB Aspargus Afgreiðslutími Mán ,-föstud. Laugardag: Sunnudag: 10:00-18:30 10:00-17:00 13:00-17:00 (frostþolnir) 24sm 950,- 32sm 1.250,- 43sm 1.950,- fyrir alla snjalla OP«> _r f ' MARKAÐSSTEMNING A LAUGAVEGI OG í NÁGRENNI! ÚTSÖLULOK - VERÐHRUN Kíktu í bæinn og þú gætir gert ævintýralega góð kaup.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.