Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 11
x>v LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 11 Menningarbylting matsveinsins „Eg geri þaö að tillögu minni að settar verði nokkrar skorður við hinu nýja eldhúsi kokksins. Takmarkað verði hversu oft hinir nýju réttir verði á borðum og gætt veröi jafnvægis við þá hefðbundnari þannig að þverskorin ýsa og lambakjöt verði á boröum jafnoft og þær nýjungar sem að undanförnu hafa verið born- ar fram. Þá legg ég til aö upp veröi tekin stærðarmörk á þeim karfa sem tekinn er til neyslu," sagði skip- stjórinn. DV-mynd GVA þarna í miðri menningarbyltingu matsveinsins. Bátsmaðurinn reis þunglega úr sæti sínu og merkja mátti á rauðum eyrum hans að hann var reiður. Hann gekk á fund skipstjórans með ályktun vinnustaðafundarins í farteskinu. Appelsínur á sunnudegi Hann hugsaði með sér á leið- inni upp í brú að sjaldan hefði hann á 25 ára sjómannsferli kom- ist í hann krappari. Aðeins einu sinni mundi hann til þess að mat- sveinn hefði valdið sér meira hug- arangri; sá hafði gaman af því að fá sér í glas og það áhugamál réð lífi hans í landlegum. Eftir eina af lengri landlegunum hafði kokkur- Kokkurinn tekinn fyrir Hann gerði skipstjóranum grein fyrir ólgunni meðal áhafn- arinnar og fór fram á að menning- arbyltingin yrði brotin á bak aft- ur áður en lengra yrði haldið. Skipstjórinn hlýddi þögull á mál- flutninginn og honum varð ijóst að ástandið um borð var orðið það alvarlegt að ekki yrði undan því vikist að hafa bein afskipti af deilumálinu. Hann lagði til að skipuð yrði þriggja manna sátta- nefnd í málinu. Hana myndu skipa bátsmaðurinn, kokkurinn og sjálfur skyldi hann verða odda- maður. Kokkurinn var kallaður á kokkurinn og bátsmaðurinn féllust á þessa lausn þó með sem- ingi væri. Sáttafundinum var slit- ið og félagarnir áttu samleið nið- ur. Kokkurinn leit á bátsmanninn þar sem þeir voru miðja vegu milli borðsalar og stjórnpallsins og spurði. „Verður þú nokkurn tíma var við sandhverfu? Þú veist, flskinn sem fisksalinn borgaði 7 þúsund kall fyrir kílóið til að gefa kærust- unni í afmælisgjöf. Ég sá skemmtilega uppskrift í DV þar sem fiskurinn er borinn fram hrár. Það hefði verið gaman að gefa ykkur að smakka fljótlega," sagði matsveinninn en fékk ekkert svar og engin viðbrögð. Laugardagspistill Reynir Traustason forrétt daginn eftir. Það sem meira var; í aðalrétt var kjúkling- ur. Bátsmaðurinn var þungur á brún þar sem hann skaut á vinnu- staðafundi með félögum sínum. Fuglafæði „Það gengur ekki lengur við séum látnir éta það sem við erum vanir að gefa múkkanum og mávinum. Það vant- ar ekkert nema að konan taki til við að fóðra mann á hundamat í landi þá er endanlega búið að svipta mann lífshamingj- unni. Það er að renna upp sunnu- dagur og okkur er ætlað að nær- ast á fuglamat og skíthoppurum,“. sagði hann og vísaði til kjúkling- anna. „Maður hefur vanist því hingað til að það sé læri annan sunnudaginn og hryggur hinn. Það verður að vera eitthvað i þessari veröld sem hægt er að treysta á,“ bætti hann við. Félagar hans á vaktinni kink- uðu ákaft kolli og það var augljóst að samhugur rikti í hópnum um að verjast furðufískaáráttu kokks- ins með öllum tiltækum ráðum. Það var á endanum samþykkt áskorun til skipstjórans um að ganga í skrokk á kokknum og tryggja að teknir yrðu upp hefð- bundnari matarvenjur á ný og aft- urhvarfið til lambakjötsins og rabarbarasultunnar yrði varan- legt. í leiðinni var þess vinsamleg- ast farið á leit að kokknum yrði bannaður aðgangur að fiskmót- töku skipsins og tilgreindir áhafn- armeðlimir hefðu það verk með höndum að útvega það hráefni sem til matargerðar þyrfti. Rauð sæeyru Fundi uppreisnarmanna var rétt lokið þegar kokkurinn kom askvaðandi frá því að grafa karf- ann. „Strákar, hafið þið nokkuð orð- ið varir við að rauð sæeyru kæmu í trollið. Það gæti verið gaman að bregða einu slíku á hlóðirnar. Þið látið mig endilega vita ef eitthvað slíkt dúkkar upp. Þá þætti mér vænt um að fá berhaus ef hann skyldi álpast í veiðarfærið," sagði kokkurinn og einlægni og áhugi skein úr hverjum andlitsdrætti. Hann fékk engin svör og fundarmenn gnístu tönn- um af þeirri frómu við- leitni að halda allri þeirri sjálfs- stjórn sem inn komið til skips í fremur bág- bornu ásigkomulagi. Þetta var að kveldi laugardags og undir öllum eðlilegum kringumstæðum sunnudagssteikin næsta dag. Brytinn þurfti tima til að sofa úr sér vímuna og vaknaði skömmu fyrir hádegismatartímann; svo langt var liðið á morguninn að hann hafði aðeins stundarfjórð- ung til matseldarinnar. Frekar en að viðurkenna að hann væri fall- inn á tíma tók hann til sinna ráða. Áhöfnin var komin að mat- arborðinu þegar kokksi birtist, glær eftir ofdrykkju landlegunn- ar, með stærsta pottinn úr eldhús- inu. Hann slengdi honum á borð- ið og bauð mönnum að gjöra svo vel. Það var skrítið upplitið á mönnunum þegar þeir gægðust ofan í ferlíkið, með sultar- glampa í augum, og við þeim blöstu um 50 jaffa app- elsínur. Bátsmn- aðurinn stundi upphátt undan þessari upprifjun. „Helvítis kokkurinn er að steikja smokkfisk. Hvar enda þessi ósköp? Maður verður að fara að koma sér í land áður en hann drepur mann með þessari tilraunastarfssemi," sagði háset- inn við félaga sinn þar sem þeir stóðu á dekki ónefnds togara á Vestfjarðamiðum. Matsveinninn hafði undanfam- ar vikur verið óvenjufrumlegur í matargerð og matreitt alls kyns sjávarlífverur á ótal mismunandi vegu. Smokkfiskur, loðna, tinda- bikkja og karfi, undir þeim stærð- armörkum að hægt væri að selja til manneldis. Allar þessar teg- undir höfðu endað í pottum og kyrnum kokksins og í framhald- inu á matborði áhafnarinnar. Menn skröfuðu í hálfum hljóðum um þann gmnn sem verið haföi lífsviðurværi þeirra það sem af var lífsleiðinni. Lambalæri og hryggur með rabarbarasultu höfðu verið snar þáttur í lífi flestra þeirra á sunnudögum fram að þessu. Kjúklingar með djúp- steiktum kartöflum voru af og til á matseðlinum hin síðari ár, sum- um til nokkurrar kæti en öðrum síður. Á virkum dögum höfðu menn vanist því að vera fóðraðir á hefðbundnum matartegundum á borð við þverskoma ýsu með vest- firskum mör og kartöfl- um, salt- f i s k i Grafinn smákarfi Menn sáu til skelfingar útund- an sér, einn góðan veðurdag, þar sem kokkurinn festi hönd á nokkrum karfaungum sem fram að því höfðu verið taldir einskis- mannsmatur. Fréttin fór með leifturhraða um allt skip og það var þegar sett vakt á matsveininn til að upplýsa mætti væntanlega neytendur um hvað væri á döf- inni. Áhöfnin beið síðan milli vonar og ótta eftir að njósnaleið- angurinn bæri þeim fréttir af framgangi mála. Innan tíðar bár- ust síðan tíðindin; kokkurinn ætl- aði að bjóða upp á grafinn karfa í stjórnpall til skrafs og ráðagerða og til að leita lausna á vanda áhafnarinnar. Skipstjórinn bað hann um skýringar á hinum fjöl- breytta matseðli sem tekinn hafði verið upp. „Ég hef smátt og smátt verið að átta mig á því að það er fleira matur en feitt kjöt. Matarmenn- ing er viðar til en á íslandi og mér fannst sjálfsagt að leyfa strákun- um að njóta góðs af uppgötvunum mínum. Það væri vel við hæfi að hér fengju að mætast hinir ýmsu menningarstraumar í matargerðarlist. 1 kvöld hafði ég hugsað mér að bjóða upp á enn eina útfærslu sem er hrá loðna í forrétt að hætti Japana. Ég náði að tína nokkrar ioðnur af dekkinu áður en kallarnir sópuðu þeim i haflð aftu'r. Þessi nýja lína mín i matargerð er bæði heilsusamleg og mannbætandi," sagði kokkur- inn og það var ekki hægt að greina vott af samviskubiti og þvert á móti virtist hann stoltur. Sáttatillaga Skipstjórinn hugsaði sig um og sagðist síðan vilja leggja fram sáttatUlögu í málinu. „Ég geri það að tillögu minni að settar verði nokkrar skorður við hinu nýja eldhúsi kokksins. Tak- markað verði hversu oft hinir nýju réttir verði á borðum og gætt verði jafnvægis við þá hefðbundn- ari þannig að þverskorin ýsa og lambakjöt verði á borðum jafnoft og þær nýjungar sem að undan- fornu hafa verið bornar fram. Þá legg ég til að upp verði tekin stærðarmörk á þeim karfa sem tekinn er til neyslu," sagði hann. Bæði söltuðu eða fersku lambakjöti eftir atvikum Gott þótti að vera með g r j ó n a - graut og skyr í eft- irrétt til skiptis. Til- burðir kokksins til að inn- leiða nýjan lífssstíl með fjölbreyttari matargerð urðu að hápólitísku máli um borð í dallinum. Menn höfðu óvenju hrað- ar hendur við að moka alls kyns furðu- fiskum í hafið áður en hann næði að festa hönd á þeim. Óvenju mik- illar lipurðar gætti í garð kokks- ins hvað varðaði hefðbundnar fisktegundir og það gekk maður undir manns hönd til að bjóða honum aðstoð við að þverskera ýsu og flaka og salta þorsk. Allt kom fyrir ekki og kokksi hélt áfram að snuðra í kringum afla þann er barst um borð f leit að sem frumlegustu hráefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.