Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Síða 42
54 , 1 k r1 *+ Ferðir Unnar Guðjónsdóttur til Kína og Víetnam: Möguleiki á framlengingu Unnur Guöjónsdóttir hefur um áraraöir fariö meö ferðahópa til Kína. Unnur Guðjónsdóttir hefur verið þekkt fyrir skipulagðar hópferðir sínar til Kína á undanfómum árum og ekkert lát er á þeim ferðum hennar. Næsta ferð hennar til Kína verður 18 daga löng ferð dagana 6.-23. maí næstkomandi. Unnur vill taka það fram að takmarkaður fjöldi farþega kemst í ferðina og reglan gildir „fyrstur kemur - fyrstur fær“. Fyrsta dag ferðarinnar verður flogið með Flugleiðum til Stokk- hólms snemma morguns og um miðjan dag verður tekið flug með Boeing breiðþotu Air China beint til Peking þar sem lent verður að morgni klukkan 8 að staðartíma. Fyrstu dagana verða merkustu stað- ir Peking skoðaðir, meðal annars Torg hins himneska friðar, Borgar- safnið og Lama Búdda klaustrið. Þann 9. maí veröur flogið til Kun- ming í Yunnan-héraði í suðvestur- hluta Kina og þar gefst færi á að skoða risapöndur og hið fræga Yuantong-hof. Frá Kunming verður keyrt í bíl til Steinskógarins og gist þar í eina nótt. Þriðjudaginn 13. maí er flogið til Guilin þar sem frægur hellir er skoðaður og daginn eftir farið í skemmtisiglingu á Lí-fljóti og Þjóðflokkasafnið kannað. Frá Guilin er flogið til Hangzhou og er margt þar á dagskrá: heim- sókn í eyju á Vestravatni, Borgar- safhið, Lingyin-hofið, Liuhe-pagóð- an og kynning á silkiiðnaði Kín- verja. Laugardaginn 17. maí er flog- ið aftur til Peking því margt er eftir að skoða í þeirri borg, t.d. stóra klukknahofið, Hof himinsins, graf- hýsi Maós og silkimarkað þar sem hægt er að gera góð kaup. Á mánudaginn 19. maí verður far- iö með bíl að Kínamúmum við Mu tian yu og síðan ekið til Chengde. Dögunum á eftir verður varið í Pek- ing, ýmist frjálst en einnig boðið upp á Pekingóperu, akróbatsýningu og heimsókn í stjömuathugunar- stöð. Ferðalangar í þessari ferð geta verið lengur á meginlandinu ef þeir það kjósa en Flugleiðamiðinn gildir í mánuð. Veröið í ferðina er 265.000 krónur á mann en innifalið í því er pláss í tveggja manna herbergi á fyrsta flokks hótelum, fullt fæði, að undanskildum þremur máltíðum í Peking, allir skattar og gjöld, staðar- leiðsögumenn og fararstjórn Unnar. Víetnam Kínaferðin er ekki sú eina sem Unnur skipuleggur á árinu. í sept- ember dagana 7.-28. þess mánaðar fer Unnur með hóp til Víetnam. Einnig verður flogið í gegnum Stokkhólm og ferðast verður um Ví- etnam þvert og endilangt. Heimsótt- ar verða meðal annars borgirnar Hochiminh (fyrrum Saigon), Dan- ang, Nhatrang og einnig Halong Bay, Vungtau, Hoabinh og Hualu. -ÍS Sumarbæklingur Heimsferða: Vaxtarbroddurinn til Costa Del Sol Sumarbæklingur Heimsferða er nýkominn út og gætir þar margra grasa að venju. Ferðaskrifstofan Heimsferðir heldur upp á 5 ára af- mæli sitt á árinu og býður á afmæl- isárinu hagstæðari fargjöld en nokkru sinni. Heimsferðir bjóða til dæmis fyrstu 200 sætin til Benidorm á austurströnd Spánar með 6.000 króna afslætti. Fjögur þúsund króna afsláttur fæst ef bókað er í ferðir til Parísar og ef bókað er í ferðir til Costa Del Sol fyrir 10. mars fæst 8.000 króna afsláttur af miða. Heimsferðir hafa alltaf lagt mikla áherslu á áfangastaði á Spáni enda skemmtilegir sólarstaðir þar í miklu úrvali. Spánverjar hafa langa reynslu af þjónustu við ferðamenn enda er ferðaþjónusta ein helsta at- vinnugrein landsins. Spánn er að auki ódýrt land, bæði í mat og drykk, eins og þúsundir íslendinga þekkja af eigin raun. „Viðbrögðin við ferðum til Costa Del Sol á suðurströnd Spánar hafa verið miklu sterkari en við áttum von á enda er þetta bara annað árið sem við erum með þennan áfang- astað,“ sagði Andri Már Ingólfsson hjá Heimsferðum. „Costa Del Sol gekk mjög vel í fyrra en við vorum ekki með mjög mikið framboð þangað. Þær ferðir seldust allar upp. Núna erum við búnir að bóka um 1.000 sæti af um 2.200 sem við bjóðum í ár en fram- boðið var um helmingi minna í fyrra. Þetta eru miklu skjótari við- brögð en við áttum von á en það er heldur ekkert skrýtið því fólk sem fór þangað í fyrra er mjög ánægt. Costa Del Sol hefur tekið miklum breytingum að undanfómu og eftir- Hvítkölkuö hús setja svip sinn á byggingarstí! Spánverja á Costa Del Sol sem er einn vinsælasti áfangastaöur Heimsferöa. Spánverjar eru þekktir fyrir fjölbreytni í matarvali og hér má sjá nokkur þeirra hráefna sem þeir byggja heist á. Fyrir miöju er aö sjálfsögöu bacalao, saltfiskur okkar ís- lendinga. spumin nú eftir ferðum þangað er einfaldlega afleiðingin af því og vegna ánægju fólks með staðinn. Ferðir til Costa Del Sol hefjast 21. maí. Við höfum boðið upp á ferðir til Kanaríeyja um páskana, vorum með 400 sæti þangað, og þau eru löngu uppseld. Páskamir em svo snemma aö það er hálfgert happ- drætti að bjóða upp á ferðir á sólar- staði á meginlandi Evrópu á þessum tíma árs því ekki er treystandi á sól og hita. Til viðbótar við sólarferöir okkar má minnast á það að við emm áfram með okkar vikulega Parísar- flug í júlí og ágúst i sumar og ferðir til Benidorm em nú sjötta árið í röð,“ sagði Andri Már. -ÍS LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 Akrópólis Marmaratröppurnar við ; „innganginn" á Akrópólishæð I verða tjarlægðar á næstmmi vegna þess að þær em að | skemmast af völdum mengun- ar. Aþenuborg er þekkt fyrir að I vera mengaðasta borg Evrópu. Framkvæmdir í Róm Tvær miklar framkvæmdir I era fyrirhugaðar í heimsborg- | inni Róm. Önnur er bygging S undirganga aö Vatikaninu og 1 hin er bygging listasafns í borg- | inni. Stetnt er að því að báðum framkvæmdum verði lokið fyr- | ir lok aldarinnar. Aukning flugslysa Alls létu 380 farþegar lífið með bandariskum flugfélögum á síðasta ári sem er hæsta tala ■ síðan árið 1985. 340 þessara mannslífa var í tveimur flug- slysum. Ef reiknuð er út statistik þýðir þessi tala að I einn farþegi lætur lífið tyrir | hverja 1,8 milljónir flugfarþega I en sambærileg tala fyrir árið : 1995 var eitt mannslíf fyrir hverja 3,8 milljónir farþega. I Þetta era ekki skemmtilegar I reiknisaðferðir en alsiða er að : beita þessum hlutfallsreikningi I til að mæla öryggi í flugi. Lokuðhöfn Mikið ofsaveður geisaði í Eg- yptalandi i síðustu viku og loka varð höfninni í Alexandríu í fjóra daga vegna veðurofsans. Ólympíuleikar til sveita Hinir hefðbundnu Ólympíu- leikar eiga sér 100 ára sögu en í Indlandi eru á hverju ári haldn- ir ólympíuleikar í óhefðbundn- um íþróttagreinum. Þessir leik- ar, sem fara fram i Punjab-hér- aði, hafa verið haldnir á hverju ári frá árinu 1933. Keppnis- greinar em fjölmargar, eins og reiðlistakúnstir, hjólreiðatækni og kraftaæfmgar af mörgu tagi. Þetta er íþróttakeppni eingöngu fyrir Indveija en fleiri þúsund- ir manna hvaðanæva að úr heiminum koma jafnan til að fylgjast með leikunum. Áfall þýskra Nú er verið að opna sýningu í Bavariu í Þýskalandi sem ber heitið „Extermination War“. Þema sýningarinnar er illvirki þau sem unnin voru af þýska hemum í síðari heimsstyrjöld- inni. Sýningin hefúr gert marga þjóðverja æfa af reiði vegna þess að það er almenn skoðun í landinu að þýski her- inn hafi í aðalatriðum komið drengilega fram í stríðinu en það hafi verið SS-sveitir Himm- lers sem framið hafi öll illvirk- in. Ekki bætir úr skák að sýn- ingin er í Bavaria, íhaldsamasta ríki Þýskalands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.