Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 5
MIDVIKUDAGUR 5. MARS 1997 Fréttir I » I l h Járnblendiverksmiöjan á Grundartanga: MeiriKlutaeign íslendinga er einskis virði - sagði Finnur Ingólfsson á Alþingi „Til þess að auka hlutafé í fyrir- tækinu, eða taka lán varðandi 3. ofninn, þarf tvo þriðju hluta eig- enda fyrirtækisins. Sameiginleg eign Sumitomo og okkar íslendinga nær 70 prósenta eignarhluta í fyrir- tækinu. Á grundvelli þess væri hægt að taka ákvörðun um hluta- fjáraukningu og lántöku til að fara í 3. ofninn. En þrátt fyrir 70 prósenta eignarhlut þessara tveggja aðila í fyrirtækinu getur Elkem, sem á 30 prósent, sagt nei við því að breyta markaðssamningnum. Forsendan fyrir því að Sumitomo taki þátt í stækkun er að fá markaðssamn- ingnum breytt. Að þessu leyti til erum við í sjálfheldu og komnir í öngstræti. Með pessum orðum er ég einfaldlega að segja að 55 prósenta eignarhlutur íslendinga í þessu fyr- irtæki er einskis virði við þessar kringumstæður. Þannig var gengið frá samningum á sínum tíma. Það var ekkert annað en sýndar- mennska að með 55 prósenta eignar- hlut íslendinga væri um virk yfir- ráð að ræða. Það er ekki svo og það kemur nú í ljós að 55 prósenta eign- arhluturinn er einskis virði," sagði Finnir Ingólfsson iðnaðarráðherra í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær. Þá var rætt um að hætt skuli hafa verið viö stækkun Jámblendiverk- smiðjunhar og samningaviðræðu- slit vegna hörku norska fyrirtækis- ins Elkem í málinu. Finnur sagði að áhrif minnihlutaaðila í Járnblendi- verksmiðjunni væru svo vel tryggð í samningum að það væri nær von- laust að ná fram breytingum nema full samstaða væri til staðar. Það var Gísli S. Einarsson sem hóf utandagskrárumræðuna vegna samningaviðræðuslitanna um síð- ustu helgi. Hann sagði nauðsynlegt að tryggja rekstrargrundvöll fyrir- tækisins, stórauka raforkusölu og fjölga þar störfum. Hann lagði spurningar fyrir ráðherra. Meðal annars spurði hann hvort aðeins hefði 140 milljónir króna borið á milli í viðræðunum við Elkem um kaup á hluta íslands. Finnur Ingólfsson sagði að hann gæti staðfest að tiltölulega litið hefði borið á milli eignaraðila þegar upp úr slitnaði. Deilan hefði staðið um hvert væri verðmæti fyrirtækis- ins. Einnig hvort hægt væri að kom- ast að samkomulagi um verðmæti þess. Loks með hvaða hætti Elkem gæti eignast meirihluta í fyrirtæk- inu. Um þetta hefði ekki náðst sam- komulag. Svavar Gestsson og Hiörleifur Guttormsson gagnrýndu málsmeð- ferðina og sagði Svavar að Elkem hefði öll tök á fyrirtækinu vegna þess að það réði alfarið markaðs- málunum. Fleiri en þessir 3 þmgmenn og ráðherrann tóku ekki til máls í um- ræðunum. -S.dór Hér má sjá hina glæsilegu tölvu sem heppinn lesandi DV mun hreppa. DV og Appleumboðið bjóða til leiks: Vinnið Macintosh- tölvu með mótaldi DV og Appleumboðið bjóða les- endum að taka þátt í laufléttri og skemmtilegri getraun. Næstu sjö dagana munu birtast daglega þátt- tökuseðlar í DV. Það sem þarf að gera er að safna öllum 7 seðlunum saman, fylla þá út og senda þá til DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík merkt „Makki". Fyrsti seðill birtist í DV í dag og sá siðasti birtist mið- vikudaginn 12. mars en þann sama dag fylgir hin árvissa og glæsilega fermingargjafahandbók blaðinu. Lítið þarf að hafa fyrir getraun- inni en til mikils er að vinna. Verð- launin eru Macintosh Performa 6320/120 með mótaldi, alls að verð- mæti 150.000 krónur. Tölvan er öfl- ug, með gott minni, hraðvirkt geisladrif og stóran harðdisk. Hvort sem nota á tölvuna við vinnu, nám, leik eða flakk um veraldarvefinn þá leysir hún vandann á skjótan og auðveldan hátt. Tölvunni fylgja 13 geisladiskar, ritvinnsla, töflureikn- ir, gagnagrunnur og teikniforrit, leiðréttingaforritið Ritvöllur, mál- fræðiforritið Málfræðigreining o.fl. Svo er stýrikerfið á íslensku eins og Macintosh er þekkt fyrir. Svavar Gestsson gagnrýndi málsmeöferöina í samningunum við norska fyrirtækio Elkem um kaup þess á hlut ís- lendinga i Járnblendiverksmiöjunni á Grundartanga harfilega á Alþingi í gær. Hér hlustar hann á umræfiur en fyrir aftan hann situr Svanhildur Árnadóttir, varaþingmaður Halldórs Blöndals samgönguráfiherra. Dv-mynd þök Tvö námskeið í markaðsmálum DV.Akureyri: Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands, í samvinnu við Atvinnumála- nefnd Akureyrar og Endurmenntun- arnefnd Háskólans á Akureyri, mun bjóða upp á tvö námskeið í markaðs- málum á Akureyri dagana 7. mars og 11. apríl. í viðamikilli atvinnulífskönnun sem Atvinnumálanefnd Akureyrar stóð fyrir í lok síðasta árs kom fram að forráðamenn fyrirtækja á Akur- eyri telja markaðsmál einn helsta veikleikann í rekstri síns fyrirtækis. Um 75% stjórnenda töldu þörf á end- urmenntun starfsmanna og 92% þeirra sögðust tilbúin að taka þátt í kostnaði vegna endurmenntunar. Fyrra námskeiðið fjallar um stefnumótun og stjórnun markaðs- mála. Á námskeiðinu verður kynnt hagnýt aðferðarfræði stefnumótunar í markaðsmálum sem þátttakendur geta notað í fyrirtækjum sínum. Far- ið verður yfir meginþætti markaðs- mála og fjallað um þá á heilsteyptan hátt. Kennarar verða Þórður Sverris- son rekstrarhagfræðingur og Jón Gunnar Aðils rekstrarhagfræðingur. Efni síöara námskeiðsins eru markaðsrannsóknir. Fjallað verður um rannsóknarferli, túlkun niður- staðna, helstu tegundir markaðsrann- sókna, valkosti sem bjóðast hérlendis og þá þætti sem helst ber að varast. Kennari verður Skúli Gunnsteinsson, framkvæmdastjóri ÍM Gallup. -gk INÐESfT INDESiT INDESiT iNDESIT iNDESIT INDESIT SNDESiT INDESIT iNDESIT INDESiT INDESIT iNDESIT a „Rymíngarsala" Vegna nýrra tegunda og útlitsbreytinga, selium viö næstu daqa nokkrar eldri uerðir með veruleuum afslætti! Stgr.verð nú: Star.verð nú: Stgr.verð nú: Þurrkarí SD 510 Tromlqn snýst í báoar áttir,tvö hitasfig. Kaldur blástur. Klukkurofi. Barki fylgir Uppþvottavél D4500 10 kerfa vél, tekurl 2 manna matarstell, 6 falt vatns- öryggiskerfi mjög hljóolót og fullkomin. H: 85 B:Ó0 D:60 Þvottavél IW 860 Vindur 800 sn. 14 þvottakerfi. Stiglaus hitastillir. Orkunotkun 2,3 kwst. H: 85 B:60 D:60 Kæliskápur GR 1860 H:117B:50D:60cm Kælir:140l. Frystir: 45 I. 1.15kwst/24tímum. Stqr.verð nú: 33.990,- Kæliskápar með frystihólfi Gerð HæðxBreiddxDýpt Kælirltr Frystirltr. Verð áður Verðnú GR1860 GR2600 GC 1272 GC135 117x50x60 152x55x60 150x55x60 165x60x60 140 187 190 242 45 67 80 93 44.995,-52.900,-61.950,-69.990,- 33.990,-42.990,-49.990,-55.990,- Verð áður. 44.995,- i Eldavél KN6046 Undir og yfirhiti. Geymslusiaiffa. H:85-90 B:60 D:60 BRÆÐURNIR DJOKMSSON Lógmúla 8 • Sími 533 2800 9 SlNÐESiT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT iNDESIT INDESiT INOESIT ÍN&ESfT "á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.