Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 4
MIDVIKUDAGUR 5. MARS 1997 Fréttir ^ Skoðanakönnun DV á viöhorfi til hvalveiða: Atta af hverjum tíu vilja hvalveiðar á ný - andstaðan meiri á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni Þorri þjóðarinnar, eða átta af hverjum tíu kjósendum, vill að ís- lendingar hefji hvalveiðar á ný. Andstaðan er meiri á höfuðborgar- svæðinu en landsbyggðinni. Þetta eru helstu niðurstöður skoðana- könnunar DV sem gerð var í síð- ustu viku á viðhorfi til hvalveiða. Könnunin var gerð af markaðs- deild Frjálsrar fjölmiðlunar. Úrtakið var 1200 manns. Jafnt var skipt á milli höfuðborgarsvæð- isins og landsbyggðarinnar sem og á milli kynja. Eftirfarandi spurn- ing var borin upp: „Ertu fylgjandi eða andvígur því að hvalveiðar verði teknar upp að nýju?" Margir taka afstööu Sé tekið mið af svörum allra í könnuninni sögðust 72,7 prósent vera fylgjandi hvalveiðum, 14,5 prósent voru þeim andvíg, 12,3 pró- sent voru óákveðin í afstöðu sinni og 0,5 prósent vildu ekki svara Á að hefja hvalveiðar? - niðurstaöa skoðanakönnunar DV 25. til 26. febrúar 1997 Afstaða til hvalveiða eftir búsetu Fylgjandi Andvfglr Óákv./sv. ekkl spurningunni. Alls tóku því 87,2 prósent úrtaksins afstöðu sem sýn- ir mikinn áhuga þjóðarinnar á málinu. Ef aðeins eru teknir þeir sem af- stöðu tóku sögðust 83,4 prósent vera fylgjandi hvalveiðum að nýju og 16,6 prósent voru andvíg. Þetta eru svipaðar niðurstöður og síðast þegar DV gerði könnun á viðhorfi til hvalveiða í apríl 1993. Þá voru rúm 90 prósent þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi hvalveiðum. Þegar afstaða kjósenda er skoð- uð eftir búsetu þeirra kemur í ljós að andstæðingar hvalveiða eru ívið Qeiri á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni. Munurinn er þó ekki mjög mikill. Að sama skapi eru fylgjendur hvalveiða fleiri á landsbyggðinni. Afstaða kynjanna er nánast hin sama til þessa máls. Helst er að karlar séu fleiri en kon- ur í hópi andstæðinga hvalveiða. -bjb Konráð Eggertsson: Gott þrátt fyrir djöfulganginn DV,Akuieyri: „Ég er mjög ánægður með niður- stöður þessarar könnunar, miðað við það sem á undan er gengið, þennan djöfulgang í aðilum í ferða- þjónustunni," segir Konráð Eggerts- son, sjómaður á ísafirði og einn helsti talsmaður þess að íslendingar hefji hvalveiðar að nýju. „Andstæðingar hvalveiða hafa vaðið áfram og skirrast ekki við að h'úga teh'i þeir það málstað sínum til framdráttar. Svo koma hingað til lands málsmetandi menn frá Noregi og Færeyjum og segja bara allt aðra sögu en áróðursmeistararnir hér halda fram. Andstæðingar hval- veiða berja hins vegar bara hausn- um við steininn, enda eru þetta öfgamenn," sagði Konráð. -gk Mikill meirihluti þjó&arinnar vill, samkvæmt sko&anakönnun DV, a& hvalvei&ar ver&i hafnar á ný. Máli& er þó umdeilt og víst a& þessi ni&ursta&a kætir ekki a&ila innan fer&aþjónustu sem hafa lifibrauö sitt af því a& sýna hvali. A& sama skapi eru hvalvei&imenn ánæg&ir me& ni&urstö&una. Hér má sjá þegar hvalur var skorinn skömmu á&ur en banniö skall á. Dagfari Gagnsemi verkfalla Það syrtir stöðugt í álinn í sam- ingaviðræðunum. Verkalýðsfélög- in hafa fengið umboð til verkfalls- aðgerða og vinnuveitendur tala um verkbönn. Ekki eru nema nokkrir dagar til stefnu og nú er hver að verða síðastur með samninga. Þeir hjá VR og stðrkaupmönnum sömdu um helgina en það er ekkert að marka þá samninga enda eru heildsalar ekki marktækir á vinnu- markaðnum og nú eru menn að tala um að VR veröi rekið úr verkalýðshreyfingunni og þá er heldur ekkert að marka VR. Versl- unarmannafélagið gengur þá eitt til vinnu þegar verkföllin skella á og það verður ekkert að marka þá vinnu, enda hefur VR framið þá höfuðsynd að semja en þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Menn viha semja en þeir vilja ekki að VR semji og menn hafa einmitt haft miklar og þungar áhyggjur af því að til verkfalla komi af því ekki er samið en það er ekki sama hverjir semja og einmitt af því VR hefur samið eru þeir ómark í verkalýðs- hreyfingunni og hafa svikið mál- stað hreyfmgarinnar og drýgt þá synd að semja, þegar allir vilja semja en mega ekki semja fyrr en aðrir eru búnir að semja. Nú er það að vísu svo að enginn vill verkfóll. Vinnuveitendur vilja að sjálfsögðu ekki verkfóll, því þar með stöðvast öll framleiðsla. Verkafólk og launafólk vill ekki verkföll, því þá fær það ekki laun. Ríkisstjórnin vill ekki verkfóll, því þá hætta hjólin að snúast og at- vinnulífið lamast og tekjur ríkis- sjóðs og tekjur þjóðarbúsins drag- ast saman. Almenningur vill auð- vitað ekki verkföll, því þá leggst öll þjónusta niður og samningamenn í karphúsinu vilja ekki verkföll, því það leiðir í ljós að þeir hafa ekki verið færir um að semja. Það liggur sem sagt fyrir að eng- inn vill verkfóll, ekki einn einasti maður í þjóðfélaginu, en samt eru verkföll yfirvofandi og menn telja illmögulegt að afstýra þeim og maður hefur það á tilfinningunni að verkföll séu náttúruhamfarir sem enginn ráði við. Rétt í líkingu við Skeiðarár- hlaupið sem menn biðu eftir í margar vikur og vissu að kæmi án þess að ráða nokkuð við það hlaup. Það var ekki í mannlegu valdi. Og eins er það með verkföllin að menn bíða eftir þeim og óttast þau og vih'a þau ekki, enginn fær við neitt ráðið og verkföllin nálgast eins og hlaupið og sagt er að þegar verkföll hefjast verði ekki aftur snúið og verkföll geta staðið lengi og jafnvel lengur en Skeiðarárhlaupið og þetta verða gífurleg móðuharðindi sem hafa geigvænlegar afleiðingar í för með sér. En af hverju er þá ekki verkföllum afiýst? Menn vilja jú semja og hafa verið að ræða mál- in til að semja, allt frá því um ára- mót! Vandinn er bara sá að það get- ur enginn samið nema menn nái samkomulagi um að semja. Nú er að vísu búið að semja hjá VR en það er ekki að marka og það er búið að semja um allt nema launa- kröfurnar en það semur auðvitað enginn um laun nema búið sé að semja um hvað launafólkið þolir miklar launahækkanir. Vandi þessara samningavið- ræðna er einmitt sá að launafólk þolir ekki miklar launahækkanir því þá fer verðbólgan úr böndum og launafólk þolir ekki verðbólgu. Af þessum sökum verða menn að fara í verkfóll, þótt enginn vilji verkföll, vegna þess að verkföll eru eina úrræðið til að koma fólki í skilning um að semja verður um lágar launahækkanir til að afstýra verkföllum og koma í veg fyrir verðbólgu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.