Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 24
32
MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 1997
Sviðsljós
Emily Watson.
Emily vantar
pláss fyrir öll
verðlaunin
Breska kvikmyndastjarnan
Emily Watson hefur fengið
fjölda verölauna fyrir leik sinn í
kvikmyndinni Breaking the Wa-
ves sem Lars von Trier leik-
stýrði. Verðlaunin eru orðin svo
mörg að Emily á nú í vandræð-
um með að koma þeim fyrir.
Á Evening Standard kvik-
myndahátíðinni í London var
Emily kjörin besti nýgræðingur-
inn. Við það tilfelli sagöi leik-
konan að verðlaunagripurinn
yrði líklega að standa á gólfinu
úti í homi i íbúð hennar og eig-
inmannsins Jacks. „Heimilið
okkar er svo fullt af ýmsum
hlutum og gripum að það er
ekki rum fyrir meira. Við erum
núna að leita að stærri íbúð."
Ekki eru allir á einu máli um ástamálin í Hollywood:
Demi Moore bálskotin
í unglingnum DiCaprio
- segir æsitímarit en leikkonan þrætir staðfastlega fyrir það
Skyldi glansmyndin vera farin að
krumpast? Er nema von að menn
spyrji eftir frásagnir bandaríska æsi-
blaðsins National Enquirer um
meint ástarævintýri Demi Moore og
hins kornunga Leonardos DiCaprios.
Allir vita að Demi er gift harðjaxlin-
um Bruce Willis og flestir töldu að
hjónaband þeirra væri svo sterkt og
gott að það ætti fremur heima í æv-
intýri en bláköldum raunveruleikan-
um.
Tllar tungur vestur í Hollywood
herma að Demi, sem er á fertugs-
aldri, hafi kolfallið fyrir hinum rúm-
lega tvítuga og snoppufríða og við-
kvæmnislega Leonardo eftir að hún
sá hann í hlutverki hins ógæfusama
Rómeós í mynd sem gerð var eftir
hinu fræga leikriti Shakespeares um
Rómeó og Júlíu.
Bandaríska æsiblaðið, sem birti
myndir af skötuhjúunum, sagði að
DiCaprio hefði farið heim með Demi
og eytt nóttinni i strandhýsi hennar
og Brúsa eiginmanns í Malibu. Því er
haldið fram að Demi hafi strokið hár
hins unga manns á meðan hann sat
undir stýri í jeppabifreið sinni á leið
heim til hennar. Þau höfðu hist á
Demi Moore er fönguleg en Leonardo DiCaprio er sætur.
veitingahúsi og snætt saman.
Ef rétt reynist að Demi og Leon-
ardo hafi átt ástarfund saman þykir
það mikið áfall vestur í Hollywood
þar sem allir hafa álitið þau Demi og
Bruce vera fyrirmyndir annarra
hjóna. Þau eiga þrjár dætur en ný-
lega missti Demi fóstur fjórða barns-
ins. Hjónin eiga búgarð í Idaho þar
sem þau vilja ala dætur sínar upp i
nokkuð svo heilsusamlegu umhverfi,
fjarri ys og þys stórborgarlifsins. Þau
eiga líka þakhýsi í New York og áð-
urnefnt strandhús við Kyrrahafið.
Demi ku vera öskuill yfír myndun-
um sem Enquirer birti af henni og
Leonardo. Á annarri leiðast þau en á
hinni yfirgefa þau strandhúsið sam-
an.
„Leonardo er Demi eins og yngri
bróðir hennar. En hann gisti ekki hjá
henni," segir talsmaður Demi. Hann
segir að þau hafi vissulega hist en að-
eins til að ræða fyrirhugaða kvik-
myrid. Annað fólk hafi einnig verið í
húsinu.
„Hún er ekki skotin í honum," seg-
ir talsmaðurinn.
Ekkert hefur heyrst í Bruce og
heldur ekkert í Leonardo litla.
Gljáandi silki var áberandi í kvöldfatna&inum sem tískuhönnu&ir sýndu í
Mflanó núna í vikunni. Þar er nú verio a& kynna tískuna fyrir næsta haust og
vetur. Sfmamynd Reuter
Winona Ryder reið út í
Elísabetu Bretadrottningu
Leikkonan Winona Ryder er
sögð reið út í Elisabetu Englands-
drottningu þar sem hennar há-
tign var mótfallin því að haldin
væri konungleg frumsýning á
myndinni The Crucible í London.
Kvikmyndin fjallar meðal annars
um ótryggð en drottningin þarf
víst ekki að fara í kvikmyndahús
til þess að kynnast slíku hátterni.
Nánustu ættingjar hafa séð til
þess.
t