Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 32
V I K I n c; LOTTO m Launatil- boð í dag Fastlega er búist við gagntilboði ''¦ ^ vinnuveitenda í dag hvað launalið kjarasamninganna varðar. Sam- kvæmt heimildum DV verður til- boðið upp á tvisvar sinnum 5 þús- und króna hækkun á alla taxta og samninga til tveggja ára. Þeir aðilar innan verkalýðshreyf- ingarinnar sem DV hefur rætt við segja þetta tilboð ekki aðgengilegt. Og það sem fer verst í menn er sú krafa vinnuveitenda að álagspró- sentan í yfirvinnu lækki frá því sem nú er. Sú krafa er tilkomin vegna þess að hluti af bónusi og öðrum kaupauka hefur verið færður inn í dagvinnutaxta. í morgun var ríkjandi ótti um að þegar launatilboð VSÍ kemur fram < H- muni mjög fljótlega slitna upp úr samningaviðræðum. -S.dór Kjarasamningar: Samið við Stöð 2 og Bylgjuna í gærkvöldi var gengið frá nýjum kjarasamningum milli íslenska út- varpsfélagsins annars vegar og VR, Rafiðnaðarsambandsins og Blaða- SK^mannafélagsins hins vegar. Samið var um 14 prósenta launahækkun sem er það sama og VR samdi um við stórkaupmenn. Hafnarverkamenn hafa greitt at- kvæði um verkfallsboðun hjá Eim- skip, Samskipum og Löndun. Verk- fallsboðunin var samþykkt með 89,8 prósentum atkvæða. -S.dór Hvalveiðar: Kemur á óvart DV, Akureyri: ,"*1 „Mér finnst sjálfsagt að við hefj- um hvalveiðar en ekki við þær að- stæður sem eru til staðar í dag. Við eigum ekki að fara í viðskiptastríð til þess eins að þjóna einhverjum þjóðrembusjónarmiðum," segir Hörður Sigurbjarnarson sem á og stýrir fyrirtækinu Norðursiglingu á Húsavík, öflugasta fyrirtæki lands- ins þegar hvalaskoðun er annars vegar. Hörður segir að tölurnar í skoð- anakönnum DV komi sér ekki á óvart. „Ef hringt hefði verið til mín hefði ég getað svarað þeirri spurn- ingu játandi hvort við ættum að hefja hvalveiðar en ég hefði bætt við að til þess þyrftu ákveðnar for- >iJ6endur að fyrir fyrir hendi. Eins og staðan er í dag er það hins vegar óskynsamlegt," segir Hörður. -gk FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 5. mars 1997 VR FÆR EKKI BÓNUS FYRIR ÞETTA! «*. L O K I Drög aö innleggi ríkisstjórnarinnar í kjarasamningana tilbúin: Talið að pakkinn muni kosta 4 til 5 milljarða - rætt um hækkun persónuafsláttar og barnabóta og lækkun jaðarskatta Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði, eftir fund sem hann og Páll Pétursson félagsmálaráðherra áttu með fulltrúum Alþýðusambands íslands í gær, að sá þakki sem rík- isstjórnin ætlaði að leggja til lausnar kjarasamningum væri til- búinn. Hann vildi hins vegar ekki gefa upp hvað í honum fælist fyrr en séð væri um hvað aðilar vinnu- markaðarins semdu. DV hefur fyrir því heimildir að drög að þessum pakka ríkis- stjórnarinnar liggi fyrir en ná- kvæm útfærsla ekki. Samkvæmt sömu heimildum er talið að pakkinn kosti ríkissjóð um 4 milljarða króna á ári en geti far- ið upp í fimm milljarða eftir því hvernig endanleg útfærsla verð- ur. Helstu atriðin sem um er að ræða í þessum pakka eru lækkun svokallaðra jaðarskatta. Það þýðir aö tekjutenging bóta verður miðuð við mun hærri tekjur en verið hef- ur til þessa. Þá er gert ráð fyrir að barna- bætur og barnabótaauki hækki frá því sem nú er. Einnig er gert ráð fyrir hækkun persónuafsláttar til skatts. Sú hækkun mun ráðast af þvi hvað samið verður um miklar launa- hækkanir. Verkalýðshreyfingin mun vilja miða við lágmarkslaun sem hún hefur krafist að verði 70 þúsund krónur. Talið er að þessi hækkun persónuafsláttar muni kosta um einn milljarð króna. Á dögunum lögðu talsmenn verkalýðshreyfingarinnar til að tekin yrðu upp tvö skatfþrep í tekjuskatti, það er að við núver- andi skattþrep bætist 37 prósenta skattþrep sem gildi fyrir laun sem eru 150 þúsund krónur á mánuði eða lægri. Forsætisráðherra lagðist gegn þessari hugmynd en sagði að til greina gæti komið að skoða lækk- un tekjuskatts niður í 40 prósent. Hæpið er talið að bæði lækkun tekjuskattsþreps og hækkun per- sónuafsláttar verði í pakka ríkis- stjórnarinnar. -S.dór Arleg stefna prófasta hófst með messu í Dómkirkjunni í gær. A þessu ári veröa miklar breytingar í stétt prófasta þar sem fimm þeirra láta af embætti. Dr. Gunnar Kristjánsson hefur veriö skipaöur prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi í stab séra Braga Friðrikssonar. Hér skrýðist biskup, herra Ólafur Skúlason, fyrir messuna í gær. DV-mynd PÖK Válisti VR: Hagfræði andskotans - segja Bónusmenn „Ég segi að það sé hagfræði and- skotans ef hægt er að núa mónnum því um nasir að hafa rangt við. Þetta er rógburður af verstu gerð því hér getur fólk haft ágætar tekj- ur því það má vinna mikið. Það hefur aldrei drepið neinn að vinna en okkur er velt upp úr þess af því að almenningur kaus okkur vin- sælasta fyrirtæki ársins í Frjálsri verslun. Þetta fer illa í mig en ég veit ekki með viðskiptavininn," segir Jóhannes Jónsson í Bónusi en fyrirtæki hans var eitt af 50 neðstu fyrirtækjunum á válista Verslunarmannafélags Reykjavík- ur, með háan veltuhraða en greiða lág laun. Af 170 fyrirtækjum á lista VR má nefha að þau 10 neðstu eru Bónusvideó, Kvikmyndahúsið, Aktu - Taktu, bakarí Harðar Krist- jánssonar, tískuvöruverslunin Eva, Neisti, Kjöthöllin og Stjörnu- bíó. Meðal 50 neðstu eru síðan t.d. Bónus, Nóatún, Hagkaup, Myllan- Brauð o.fl. Meðal efstu fyrirtækjanna eru Sjóvá-Almemnar og Tæknival. „Það eru engin tíðindi að fólk stoppi stutt við í stéttinni og ég held að nær væri fyrir VR að að einbeita sér að því að gera þetta að fagi svo fólk nyti þess að vinna við það sem það kann," segir Jóhannes. -sv Veðrið á morgun: Léttskýjað norðaust- anlands Á morgun er gert ráð fyrir suð- vestanátt á landinu og éljagangi sunnan- og vestanlands. Léttskýj- að verður norðaustanlands. Vægt frost. Veðrið í dag er á bls. 36 SENOlBiuAS-rúc 533-1000- Kvöld- og helgarþjónusta MERKILEGA MERKIVELIN bfother PT-2po_ Islenskir stafir 5 leturstæröir 8 leturgeröir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar í tvær linur Verð kr. 6.995 Nýbýlavegi 2B Sími 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.