Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2324252627281
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 16
16 MIÐVTKUDAGUR 5. MARS 1997 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 1997 25 íþróttir íþróttir Englendingar leika gegn S-Afríku England og Suður-Afríka mæt- ast í fyrsta sinn á knattspyrnu- vellinum í vináttulandsleik í knattspymu á Old Traíford í Manchester þann 24. maí næst- komandi. Collymore byrjar á bekknum Stan Collymore verður ekki í byrjunarliði Liverpool sem mæt- ir Brann í 8-liða úrslitum Evr- ópukeppni bikarhafa í knatt- spyrnu annað kvöld. Roy Evans, stjóri Liverpool, var ekki sáttur við frammistöðu Collymores í leiknum gegn Aston Villa á sunnudaginn og fannst hann ekki vera að leggja sig fram. Pat- rick Berger mun koma inn í lið- ið í hans stað. Zenga á leið til Bandaríkjanna Walter Zenga, fyrrum mark- vörður ítalska landsliðsins í knattspymu, hefur yfirgefið 2. deildar lið Padova á Ítalíu og gert samning við bandaríska fé- lagið New England. Gullit úr leik Ruud Gullit, stjóri og leikmað- ur Chelsea, leikur væntanlega ekki meira með liði sínu á þessu tímabili. Hann meiddist illa á ökkla í leik gegn Derby um síð- ustu helgi og er kominn með fót- inn í gifs sem hann þarf að bera næsta mánuðinn. Greifakvöld hjá GR Greifakvöld til styrktar ung- lingastarfi GR verður haldið í golfskálanum Grafarholti fóstu- daginn 14. mars. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Nánari upplýsingar em veittar á skrifstofu GR í síma 587-2211. m UIFA-BIKARINN 8-liða úrslit: Newcastle-Monaco ..........0-1 0-1 Anderson (59.) 36.215 Anderlecht-Inter...........1-1 1-0 Versavel (27.), 1-1 Ganz (75.) 25.379 Schalke-Valencia ..........2-0 1-0 Linke (44.), 2-0 Wilmots (82.) 56.824 Tenerife-Bröndby...........0-1 0-1 Sand (29.) 21.000 Staða Newcastle slæm Án þeirra Alans Shearer og Les Ferdinands er Newcastle hvorki fugl né fiskur. Moncao stendur nú með pálmann í hönd- um eftir sigur í fyrri leiknum á St. Jame’s Park. Maurizio Ganz, sem kom inn á sem varamaður, gerði jöfnunar- mark Inter gegn Anderlecht í Brússel. Skömmu fyrir leikslok var hann nærri því að bæta við öðru marki en skot hans hafnaði í stönginni. Bröndby stendur vel að vígi eftir sigurinn á Kanaríeyjum. Tenerife nýtti ekki vítaspymu og tapaði sínum fyrsta leik á heimavelli í Evrópukeppni. -JKS ir* ENGLAND Úrvalsdeild: Sunderland-Tottenham . . . . . 0-4 0-1 Iversen (2.), 0-2 Iversen (9.), 0-3 Nielsen (26.), 04 Iversen (62.) 20.785 1. deild: Bamsley-Swindon . . . 1-1 Birmingham-Wolves . . . 1-2 Charlton-Q.P.R ..21 Crystal P.-Bolton . . . 1-1 Huddersfield-Oxford . . . 1-0 Ipswich-Bradford . . .3-2 Oldham-Tranmere . . . 1-2 Reading-Norwich . . . 2-1 Sheff. Utd-Port Vale . . . 3-0 Úrslitakeppni í 1. deild kvenna: Auðveldur sigur hjá Stjörnunni - Víkingur hafði Úrslitakeppnin i 1. deild kvenna I handknattleik hófst með tveimur leikjum í gærkvöldi. Víkingur sigraði Fram í Víkinni með 19 mörkum gegn 15 og í Ásgarði í Garðabæ áttust við Stjarnan og ÍBV og fóru leikar þannig að Stjarnan sigraði í leiknum, 27-19. Þetta vora fyrri leikir liðanna en siðari leikimir verða á fimmtu- dagskvöldið. Viðureign Víkings og Fram var jööi framan af og í hálfleik var staðan jöfn, 9-9. í síðari hálfleik skildi leiðir hægt og bítandi og áður en yfir lauk var sigur Vík- ingsstúlkna fjögur mörk. Mörk Víkings: Elísabet Þor- geirsdóttir 6, Helga Brynjólfsdóttir 4, Guðmunda Kristjánsdóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 3, Heiðrún Guðmundsdóttir 3. Mörk Fram: Svanhildur betur gegn Fram Þengílsdóttir 6, Guðríður Guðjóns- dóttir 3, Þórunn Garðarsdóttir 2, Hekla Daðadóttir 2, Steinunn Tómasdóttir 1, Sigurbjörg Krist- jánsdóttir 1. Sigur Stjömunnar á ÍBV var auðveldur en í hálfleik var staðan 15-6. Mörk Stjömunnar: Ragnheið- ur Stephensen 6, Rut Steinsen 5, Björg Gísladóttir 3, Ásta Sölva- dóttir 3, Margrét Theodórsdóttir 1, Inga Tryggvadóttir 1, Herdís Sig- urbergsdóttir 1, Hrand Grétars- dóttir 1. Mörk ÍBV: Sara Guðjónsdóttir 7, Ingibjörg Jónsdóttir 6, Stefanía Guðjónsdóttir 1, María Friðriks- dóttir 1, Guðbjörg Guðmannsdótt- ir 1, Þórann Pálsdóttir 1, Unnur Sigmarsdóttir 1, Elísa Sigurðar- dóttir 1. -JKS Sund: Hafþór landsliðsþjálfari „Hundfúlt að byrja ekki inni á“ - segir Ágúst Gylfason í Brann sem mætir Liverpool á morgun „Eins og þetta lítur út núna sýnist mér á öllu að ég verði ekki í byrj- unarliðinu. Ég er eðlilega hundfúll yfir því þar sem ég er búinn að eiga fast sæti i liðinu fram að þessu og hef verið að bíða í fjóra mánuði eftir þessum stórleik. Ég tel mig ekki hafa spilað mig út úr liðinu heldur vill þjálfarinn gera breytingar," sagði Ágúst Gylfason, knattspymumaður hjá Brann, en félagið mætir Liverpool í 8 liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í Björgvin annað kvöld. Mikill áhugi er fyrir leiknum og seldust 12.000 miðar upp á fáum klukkustundum. Mikið hefur verið fjallað um leikinn í norskum fjöl- miðlum svo og leik Rosenborg og Juventus í meistarakeppninni annað kvöld og sparkspekingar í Noregi era nokkuð bjartsýnir á gengi sinna manna í þessum leikjum. Þurfum toppleik til að vinna sigur „Það er alveg ljóst að við þurfum að eiga toppleik til að leggja Liver- pool að velli. Ég reikna með hörkuskemmtilegum leik. Við eigum að vera okkur meðvitandi um kosti og galla Liverpool-liðsins og eigum við ekki að segja að við vinnum leikinn. Þar sem allar líkur eru á að ég byrji á bekknum vonast ég til að koma inn á og þá verður maður að standa sig,“ sagði Ágúst í spjalli við DV í gær. Birkir Kristinsson verður að láta sér nægja að fylgjast með félögum sínum úr áhorfendastúkunni en hann er ekki löglegur með Brann í Evr- ópukeppninni vegna mistaka forráðamanna félagsins þegar hann var leigður til Birmingham í Englandi fyrr í vetur. -GH KFI sat eftir - tapaði fyrir Keflavík á ísafirði DV, Isafirði: KFI tókst ekki að tryggja sér sæti i 8-liða úrslitum úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik vestur á ísafirði í gærkvöld. Með sigri á Keflvíkingum hefði það tekist en gestirnir reynd- ust hins vegar sterkari og sigraðu nokkuð örugglega, 91-107, og sitja því ísfirðingar eftir með sárt ennið. Árangur KFÍ í vetur er engu að síð- ur góður en liðið var á sínu fyrsta ári í úrvalsdeild. Það var öðru fremur Kristinn Friðrikson sem gerði KFÍ-mönnum lifið leitt. Kristinn gerði sex 3ja stiga körfur. Góð breidd hjá Keflvík- ingum hafði líka sitt að segja en þeir náðu yfírhöndinni um miðjan siðari hálfleik og slepptu henni ekki eftir það. Derrick Bryant var bestur hjá KFÍ en Kristinn Friðriksson átti frábæran leik fyrir Keflvíkinga. -PG Hafþór B. Guðmundsson hefiir ver- ið ráðinn landsliðsþjálfari í sundi. Starf hans verður verkefhatengt en hann er ráðinn fram yfir heimsmeist- aramótið sem fram fer í Perth í Ástr- alíu árið 1998. Hafþór er öllum hnútum kunnugur í sundiþróttinni, bæði sem keppnis- maður og þjálfari. Hann var landsliðs- maður á árunum 1968-1974 og varð marfaldur íslandsmeisfari í sundi og sundknattleik. Hafþór er með BA gráðu í íþróttafræðum frá háskólan- um í Alberta í Kanada. Hann hefúr um árabil þjálfað hjá Armanni, KR og Ægi og einnig séð um þjálfun lands- liðsins. Smáþjóöaleikarnir stærsta verkefnið á árinu Stærsta verkefhi landsliðsins á þessu ári era Smáþjóðaleikamir sem haldnir verða hér á landi í júní. Landsliðið, sem keppir fyrir hönd ís- lands á leikunum, mun verða valið eftir innanhússmeistaramótið sem fram fer i Eyjum 14.-16. mars. Þá fer heimsmeistaramótið í 25 metra laug fram í Svíþjóð 17.-20. febrúar en þær Eydís Konráðsdóttir og Elín Sigurðar- dóttir hafa náð lágmörkunum fyrir mótið. Þær hafa sömuleiðis náð lág- mörkum fyrir Evrópumeistaramótið í 50 m laug sem fram fer i Sevilla á Spáni i ágúst. Stefnan að koma sundmönn- um í fremstu röð Sundsambandið ætlar sér stóra hluti á komandi árum í sundiþrótt- inni og stefnan hefur verið tekin á að koma sundmönnum í fremstu röð á stórmótum, til að mynda á ólympíu- leikunum í Sydney árið 2000. Mikil gróska hefúr verið í sundinu hér á landi og Sundsambandið ætlar að hlúa vel að yngri sundmönnum lands- ins. Eðvarð Þór Eðvarðsson og Sigur- lín Þorbergsdóttir munu sjá um þjálf- un hjá yngri landsliðunum en mörg verkefhi era fram undan hjá þessum krökkum. Sundsambandið hefúr gert samnig við Speedo fram til ársins 2000 sem mun útvega SÍ allan fatnað og búnað til sundsins og er samningurinn metinn á 5 milljónir króna. -GH Alfreð skrifar undir í vikunni ísfirðingar geta boriö höfuðið hátt þrátt fyrir ósigurinn í gærkvöldi. Myndin er frá heimaleik liðsins í vetur. Rúnar úr leik í sumar - tvíbrotnaði á ökkla og sleit liðbönd Rúnar Páll Sigmundsson, knattspymumaður úr Stjömunni, leikur lík- lega ekkert með liðinu á keppnistímabilinu sem brátt fer í hönd. Rúnar meiddist mjög illa í æfingaleik með Stjömunni gegn KR um síðustu helgi með þeim afleiðingum að hann tvíbrotnaði á ökkla og sleit liðbönd. Rún- ar hefur þegar gengist undir aðgerð þar sem brotin vora negld saman og ljóst er að hann verður frá knattspymuiðkun næstu mánuðina. Þetta eru slæm tíðindi fyrir Garðbæinga enda Rúnar sterkur miðvall- arleikmaður sem Stjömumenn bundu miklar vonir við í sumar. Þá lítur út fyrir* að Baldur Bjamason, miðjumaðurinn knái og einn af lykilmönnum liðsins undanfarin ár, verði ekki með Stjömuliðinu í sumar. Hann hefur lítið sem ekkert æft í vetur og segjast forráðamenn liðsins varla reikna með honum lengur í baráttuna sem fram undan er. -GH DV, Akureyri: Afráðið er að Alfreð Gíslason taki við þjálfarastarfi þýska handknatt- leiksliðsins Hameln og verður skrif- að xmdir samning hans við félagið til tveggja ára í Reykjavík nú í vikunni. Alfreð sagði í samtali við DV í gær að þetta væri niðurstaðan. Hameln er sem stendur í þriðja neðsta sæti í þýsku Bundesligunni og í mikilli fall- baráttu. Ljóst er að miklar mannabreyting- ar verða hjá þýska liðinu fyrir næsta tímabil. Makedóníumaðurinn Mana- skov fer frá liðinu og norski mark- vörðurinn Scheie, Daninn Morten Bjerre og Hvít-Rússinn Barbashiski. Hameln fær hins vegar góðan liðs- auka því aðalskytta rússneska lands- liðsins, Kudinov, gengur til liðs við félagið, einnig landsliðsmarkvöröur Frakklands og Júgóslavinn Scrbic sem er einn besti línumaður heims og í dag markahæsti leikmaður í spænsku deildakeppninni. -gk Víkingur beiö ósigur Breiðablik sigraöi Víking, 28-26, í 2. deild karla í handbolta í Smáranum í gærkvöldi. Þetta er fýrsta tap Víkinga í deildinni í vetur. -JKS NBA körfuboltinn í nótt: Orlando skellti Seattle Tindastólsmenn misstu niður góða forystu - Haukarnir reyndust sterkari í lokin DV, Sauðárkróki: 11 leikir fóru fram i NBA í nótt og urðu úrslitin þessi: Atlanta-Cleveland .........93-88 Corbin 21, Laettner 21 - Hill 18, Phills 17. Charlotte-SA Spurs .......105-98 Rice 24, Curry 20 - Herrera 21, Del Negro 17. Detroit-Miami ............99-108 Hunter 26, Dumars 21 - Hardaway 28, Lenard 21. Indiana-Boston.............98-95 Miller 29. D.Davis 20. New York-Milwaukee.........93-86 Johnson 17, Ewing 17 - Baker 25, Robinson 19. Philadelphia-Washington 106-107 Stackhouse 25, Coleman 23 - Cheaney 24, Howard 22. Seattle-Orlando...........89-101 Payton 23, Hawkins 20 - Hardaway 26, Seikaly 18. Dallas-LA Lakers .........92-102 Finely 23, Green 17 - Van Exel 37, Campbell 22. Portland-New Jersey . . . 123-118 C.Robinson 28, Anderseon 28 - Kittles 26, Cassell 25. LA Clippers-Houston . . . 109-113 Vaught 23, Martin 23 - Bullard 24, Ola- juwon 22. Hardaway meö sýningu Orlando er á miklu skriði þessa dagana og liðið vann í nótt 7. leik í síðustu átta leikjum. Anfemee Hardaway fór á kostum í síðari hálfleik og skoraði þá öll 26 stig sín í leiknum. „Hardaway var með hreina sýningu í síðari hálfleik og hann tók leikinn algjörlega í sínar hendur og sýndi frábær tilþrif,” sagði Adubato þjálfari Orlando eftir leikinn. Mjög vonsvikinn „Ég er mjög vonsvikinn með þessi úrslit. Við höfðum leikinn í okkar höndum, vorum 10 stigum yfir seint í þriðja leikhluta en gáf- um þá verulega eftir og hleyptum þeim inn í leikinn," sagði George Karl, þjálfari Seattle eftir leikinn en lið hans var að tapa öðrum leik sín- um í síðustu 11 leikjum. 14. þrennan hjá Olajuwon Hakeem Olajuwon náði þrenn- unni góðu í 14. sinn á ferlinum í sigri Houston á LA Clippers. Ola- juwon skoraði 22 stig, tók 16 fráköst og átti 10 stoðsendingar. Tim Hardaway lék geysivel með Miami í góðum útisigri liðsins á Detroit. Hardaway 'var sérlega drjúgur i síðasta fjórðung, skoraði þá 13 af 28 stigum sínum. New York virtist vera að vinna öraggan sigur á Milwaukee þegar liðið náði 16 stiga forskoti í fiórða leikhluta. Patrick Ewing fór þá af velli, en hann fékk högg á hnéð ,og fjarvera hans gaf leikmönnum Milwaukee aukinn kraft. Liðið skoraði 15 stig í röð og minnkaði muninn í eitt stig þegar ein og hálf mínúta var eftir en 3ja stiga karfa frá Larry Johnson minútu fýrir leikslok Ú7ggði New York sigurinn. Rodman í enn eitt banniö Vandræðagemlingurinn Dennis Rodman hjá Chicago Bulls var í gær dæmdur í enn eitt kepnnis- bannið á ferlinum en hann er ný- kominn úr 11 leikja banni. Rodm- an var úrskurðaður í eins leiks bann fyrir að slá til mótherja síns þegar Chicago vann sigur á Milwaukee í fyrrinótt. Að auki fékk hann 500.000 króna sekt. -GH Haukar sigruðu Tindastól á Króknum í gærkvöldi, 102-106. Lengst af var Tindastóll með frumkvæðið en gestirnir voru sterkari á lokasprettinum. Eins og lokatölur gefa til kynna hittu bæði liðin vel en fátt var um varnir enda hafði leikurinn ekki mikla þýðingu. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleik af- leitlega og gerðu ekki stig í íjórar mínút- ur. Þeir tóku aftur við sér og náðu yfir- höndinni en sérstaklega fyrir framtak Sigfúsar Gizurarsonar tókst Haukum að snúa stöðunni sér í vil og vinna sigur. Winston Peterson var góður hjá Tindastóli og þeir Amar Kárason, Ómar Sigmarsson og Piccini léku einnig allir vel fyrir heimamenn. Jón Amar Magnússon var bestur hjá Haukum og bróðir hans, Pétur, var mjög sterkur í síðari hálfleik. Shawn Smith komst í villuvandræði snemma í síðari hálfleik, en skilaði sínu og var að lokum stigahæstur. -ÞÁ Manchester United gegn Porto í kvöld: Hvað gerir Costa gegn Andy Cole? - Weah nefbraut fyrirliða Porto sem er álitinn kynþáttahatari Stórleik Manchester United og FC Porto frá Portúgal í 8 liða úr- slitum Evrópukeppninnar í knatt- spyrnu í kvöld er beðið með mik- illi eftirvæntingu. Enn er óvíst hvort Roy Keane getur leikið með United en hann hefur átt við erfíð meiðsli að striða. Ferguson mun bíða fram á síðustu mínútu með að tilkynna byrjunarlið United. Ekki er annað vitað en Porto tefli fram sínu sterkasta liði í fyrri viðureign liðanna í 8-lið úrslitun- um i kvöld. Mikið hefur verið skrifað um fyrirliða Porto, Jorge Costa, í fjöl- miðlum enda hann verið mikið í sviðsljósinu um allan heim síðustu mánuði. Það var nefnilega umræddur Costa sem George Weah, leikmað- ur AC Milan og besti knattspymu- maður heims á þeim tíma, nef- braut á leið sinni til búningsher- bergjanna eftir leik ACMilan og Porto í Evrópukeppninni. Weah, sem fengið hafði sér- staka viðurkenningu fyrir prúð- mennsku á leikvelli, taldi að Costa hefði sýnt sér mikla lítilsvirðingu með kynþáttahatri og tali í þá átt. Og þeir era fáir sem trúa fýrirliða Porto er hann segist ekkert hafa sagt og ekkert gert. Það hlýtur eitthvað að hafa ver- ið sagt þegar prúðasti knatt- spymumaður heims tekur upp á þvi að nefbrjóta andstæðing sinn viljandi. Hvað gerir Andy Cole gegn Costa í kvöld? Samkvæmt fréttaskeytum mun Costa fá það verkefni í kvöld að hafa sérstakar gætur á Andy Cole í fremstu víglínu United. Cole er sem kunnugt er dekkri en flest sem dökkt er og því spenn- andi að sjá hvort slær í brýnu með honum og Costa sem þykir mjög grófur leikmaður. Alex Ferguson, stjóri United, er hæfilega bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld: „Veröum aö einbeita okkur aö þessu verkefni" „Nú verðum við allir að gleyma ensku úrvalsdeildinni og einbeita okkur að þessu erfiða verkefni í Evrópukeppninni. Ég veit að mitt lið er fært um að vinna ensku úr- valsdeildina og Evrópukeppni meistaraliða en til þess verður margt að ganga upp,“ sagði Fergu- son. Aðrir leikir í kvöld eru Juvent- us-Rosenborg, Ajax-Atletico Madrid og Borassia Dortmund og Auxerre. -SK Ferguson bjartsýnn Það ríkir mikil eftirvænting i Manchester þegar Englands- meistararnir leika gegn portúgölsku meisturunum. Alex Ferguson, stjóri United, lítur nokkuð björtum augum á leikinn og segir að lið sitt komi vel undirbúið til leiks. Ferguson mun væntalega stilla liði sínu þannig upp: Schmeichel, Neville, Pallister, Johnson, Irwin - Poborsky, Beckham, Keane, Giggs - Cantona - Cole. Liðin mættust síðast fyrir 19 árum í 8-liða úrslitum í Evrópukeppni meistaraliða. Porto fór áfram, sigraði á heimavelli, 4-0, en tapaði á Old Trafford, 5-2. -SK 13-18, 20-29, 34-38, 41-48, (47-48). 53-55, 57-61, 67-67, 72-76, 77-85, 87-96, 91-107. Stig KFÍ: Derrick Bryant 29, Chiedu Oduadu 23, Friðrik Stef- ánsson 13, Guðni Guðnason 11, Baldur Jónasson 8, Magnús Gíslason 3, Ingimar Guðmunds- son 2, Pétur Sigurðsson 2. Stig Keflavíkur: Kristinn Friðriksson 32, Damond Johnson 22, Falur Harðarson 19, Guðjón Skúlason 14, Gunnar Einarsson 7, Albert Óskarsson 6, Kristján Gunnlaugsson 5, Birgir Örn Birg- isson 2. Fráköst: KFÍ 42, Keflavík 29. 3ja stiga körfur: KFÍ 16/10, Keflavík 17/12. Dómarar: Eggert Aðalsteins- son og Antonio Cuillo, slakir. Áhorfendur: Um 900 Maður leiksins: Kristinn Friðriksson, Keflavík. Tindastóll (62) 102 L Haukar (51)106 9-4, 15-13, 23-13, 29-18, 34-22, 50-38, 62-46, (62-51). 62-62, 71-66, 86-80, 94-91, 94-96,101-99,102-106. Stig Tindastóls: Peterson 31, Ómar Sigmarsson 20, Arnar Kárason 19, Cesaro Piccini 18, Lárus Dagur Pálsson 9, Skarp- héðinn Ingason 5. Stig Hauka: Shawn Smith 27, Jón Arnar Ingvarsson 25, Pétur Ingvarsson 20, Sigfús Gizurarson 15, ívar Ásgrímsson 11, Bergur Eðvarðsson 4, Daníel Örn Árna- son 4. Fráköst: Tindastóll 36, Hauk- ar 38. 3ja stiga körfur: Tindastóll 8, Haukar 6. Dómarar: Sigmundur Her- bertsson og Kristján MöUer, þokkalegir. Áhorfendur: 220. Maður leiksins: Jón Arnar Ingvarsson, Haukum. íkvöld 1. deild kvenna-úrslitakeppni: FH-KR . . 18.15 Haukar-Valur . . 20.00 Nissan-deildin: Stjaman-KA . . 20.00 FH-Fram . . 20.00 Selfoss-HK . . 20.00 Valur-Grótta . . 20.00 Afturelding-ÍR . . 20.00 ÍBV-Haukar . . 20.00 2. deild karla: Þór Ak.-Fyikir . . 20.00 1. deild kvenna í körfuknattleik: Keflavík-Grindavík...........20.00 Njarövík-KR .................20.00 Meistaradeildin á Lengjunni •. ^ -Wlrvi Manchester Un. - Porto Dortmund - Auxerre Rosenborg - Juventus Ajax - Atletico Madrid Chelsea - Blackburn - Aston Villa 1,90 2,75 2,80 Meist 1,40 3,20 4,50 3,70 3,00 1,55 1,80 2,80 3,00 1,70 2,85 3,25 Úrv 2,35 2,55 2,35

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 54. tölublað (05.03.1997)
https://timarit.is/issue/197293

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

54. tölublað (05.03.1997)

Aðgerðir: