Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 1997 1 ^^^^^^ ^^g^ , ¦¦P 1IV T Frjálst, óháð dagblað Utgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjðri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstióri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aostoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjðri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Hægfara stóriðjuþróun Stóriðja er eðlilegur þáttur atvinnulífsins. Hún rennir fleiri stoðum undir efnahag þjóðarinnar. Mönnum er hins vegar ekki sama um, hvar hún er reist og hvernig staðið er að hollustu og umhverfisvernd. Um þau atriði snúast yfirleitt íslenzkar deilur um stóriðju. Þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar eru samþykkir álveri á Keilisnesi og tveir þriðju á Grundartanga. Munurinn sýnir, að staðsetning stóriðju hefur áhrif á stuðning fólks. Reykjanesskagi er frá sjónarmiði umhveríisvernd- ar og að mati fólks betri kostur en Hvalfjörður. Valið stendur að vísu ekki milli Keilisness og Grund- artanga, því að stefnt er að álveri á báðum stöðum. Það vill hins vegar svo til, að samningar við Columbia um Grundartanga gengu greiðar en samningar við þríeykið, sem er að hugsa um að reisa álver á Keilisnesi. Stóriðja hefur í rekstri ekki mikil áhrif í atvinnulíf- inu. Hún veitir tiltölulega fáum atvinnu og tengist lítið öðrum atvinnugreinum. Reynslan sýnir ekki, að úr- vinnslugreinar myndist í kjölfar stóriðju. Hún stendur að ýmsu leyti utan íslenzks hversdagsleika. Stóriðja í byggingu hefur hins vegar mikil skamm- tímaáhrif. í senn þarf að reisa orkuver og stóriðjuver. Þessar framkvæmdir kalla tímabundið á mikinn mann- skap. Við sjáum nú þegar, að stækkun álversins í Straumsvík hefur átt þátt í að lagfæra atvinnujafnvægið. Ráðagerðir um mikla stóriðju á næstu árum ýta undir kröfur stéttarfélaga um hærri laun. Félagsmenn þeirra hafa ekki eins miklar áhyggjur af atvinnuleysi við núver- andi aðstæður og þeir höfðu fyrir svo sem tveimur árum, þegar kreppan var því sem næst í hámarki. Fyrirhugaðar framkvæmdir við stóriðju geta hæglega orðið svo miklar, að það leiði til skorts á vinnuafli og launaskriðs, sem síðan setur verðbólguna af stað aftur. Til að forðast sveiflur vinnukúfa og vinnulægða er far- sælast, að hver framkvæmdin taki við af annarri. Því mega stjórnvöld ekki halda, að sérhver hugmynd um stóriðju sé eins konar ávísun á happdrættisvinning, sem afla verði, hvað sem hann kostar. Menn verða að kunna að velja mfUi þess, sem ætla má, að gefi þjóðfélag- inu mestan arð, og hins, sem minna gefur af sér. Ennfremur mega stjórnvöld ekki halda, að beita megi öllum ráðum til að fá hingað stóriðju, þar á meðal slá af eðlilegum kröfum um hollustu- og umhverfisvernd. Því miður hafa þau verið í slíkum stóriðjuspreng, að þau hafa fórnað nokkru á þessum mikilvægu sviðum. Ríkið rekur afleita stofnun, sem heitir Hollustuvernd, en ætti að heita Óhollustuvernd. Þessi óheillastofnun hefur unnið gegn hollustu- og umhverfissjónarmiðum. Það gildir bæði um undirbúning nýrrar stóriðju og eftir- lit með þeirri stóriðju, sem fyrir er. Ráðagerðir stjórnvalda um stóriðju vektu meira traust, ef þessari stofnun væri bylt og á rústum hennar reist ný stofnun, sem starfaði á eðlilegan hátt að holl- ustuvernd í atvinnulífinu og gæfi ekki hvað eftir annað tilefni til flimtinga í skopþáttum fjöhniðlanna. Jöfn og þétt og ekki of hröð uppbygging stóriðju ætti að vera svo eðlilegur þáttur íslenzks efnahagslífs, að ekki ætti að þurfa stórfelldar illdeilur um sérhverja verksmiðju. Þess vegna þarf að skipta út stjórnendum Hollustuverndar og herða kröfur um mengunarvarnir. Einnig þarf að vanda svo til staðsetningar stóriðju, að hún verði nágrönnum sínum fagnaðarefni og manna- sættir, en setji ekki allt á annan enda í héraði. Jónas Kristjánsson „Óhófleg trú á spádóma gerir einstaklinga, fyrirtæki og þjóðf élög að viljalausum reköldum..." segir Jón m.a. i greininni. Framtíð og framtíðarspár Tilviljun réð því fyrir nokkru að ég kom snemma heim frá vinnu og kveikti á „gömlu gufunni". I stað þess að neyðast að venju á þessum tíma dags til að hlusta á reiðilestra samborgara út af mismerkilegum smámunum hversdagslífsins þá mátti hlýða á röð gáfumanna rök- ræða um framtlðina á málþingi Framtíðarstofnunar. Sumir hverjir voru bara þónokkuð gáfaðir að heyra, jafnvel djúphugsandi. Aðrir meira að segja skemmtilegir. Það er þægileg og kærkomin til- breyting að geta hlustað á slíka rök- ræðu í staðinn fyrir hið hefðbundna smámunaþras og annan hégóma sem oft vill gleypa bróðurpartinn af tíma margra ljósvakafjölmiðla. Sjálfur er ég orðinn dauðþreyttur á slíku sem og á endalausum fiaumi sápuópera, lögreglu- og lögfræðingamynda sem og annarrar froðu sem gjarnan gleypir megnið af tiltækum sending- artíma. Hvað mig varðar kom það á sínum tíma eins og himnasending þegar allt í einu var unnt að komast í nýja rás, þ.e. Discovery Channel, þar sem nánast einvörðungu er flutt fræðsluefni. Skyndilega var unnt að horfa á sjónvarp án þess að vita það nokkuð örugglega fyrirfram að setur við „imbann" myndu fylla öll skiln- ingarvit af léttvægu löðri. Framtíöarvísindi: Verömæt viðleitni Ég hef lesið mikið af ritum framtíðar- fræðinga um dagana og tel mig hafa haft verulegt gagn af þeim lestri. Ég er þeirrar skoðunar að afar brýnt sé að gera upplýsingamiðlun um framtíðarmálefni miklu hærra undir höfði í fjölmiðlum landsins en nú er. Reyndar bráðnauð- synlegt ef mannkyn eða bara við eyj- arskeggjar hér norður í Ballarhafi ætlum að lifa sæmilega hamingju- samlega á næstu áratugum og óld- um. Að stunda hraðakstur inn í óvissa framtíð án þess að sjá út um framrúðuna er stórháskalegt fyrir- bæri. Þegar menn gera þetta með því að horfa í baksýnisspegilinn einan þá eykst hættan til muna. Framtíð verður ekki byggð upp á þann hátt einan að rýna i gömul eða stundleg Kjallarinn gildi og stöðu mála og framlengja síðan þróunina með þeim hefðbundnu reglu- stikuaðferðum sem víða má finna innan hvers kyns „vís- inda". Hagfræðin hefur verið illa hald- in af slíku. Fleiri eru samt sekir. Á sínum tíma spáðu „bestu sérfræðingar sem völ var á" því að í gervöllum Bandaríkj- unum myndi há- marksþörf fyrir tölv- ur vera fjórar risa- tölvur um ófyrirséða framtíð. Slíka gripi hafa hundruð millj- óna manna í dag í brjóstvösum sinum. Framtíðarspár eru sem sé heldur ótrygg og gloppótt „fræði" sem hin raunverulega rás framþróunarinnar slátrar hratt og miskunnarlaust. Samt njóta slíkir spádómar gjarnan mikillar virðingar þegar þeir eru fyrst bornir fram. Fljótt vill gleymast að fáar þeirra standast. Ónefndur pólitískur athafnamað- ur af verri gerðinni, sem vissi að hann gat haft áhrif á framrás sög- unnar en hafði lltinn áhuga á þvi að spá og bíða athafnalaus eftir því að spádómarnir rættust, sagði á sínum Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upp- lýsingaþjónustu Háskól ans „Spár þarf aö sjálfsögöu ab þróa og betrumbæta og virðing- arverö er violeitni manna til þess. Spár munu á hinn bóginn aldrei koma í stað vilja, stefnu ogathafna." tíma að „fjöldinn er heimskur og gleyminn". Þetta á ótrúlega oft við um framtiðarspár. Innan hagfræði keppast menn, til dæmis í Bandaríkj- unum, við að spá um hagvöxt og aðr- ar stærðir efnahagslífsins. Allt þetta „geim" líkist iðulega fremur happ- drætti en vísindum þar sem vinn- ingshafi hvers árs er hafinn til skýj- anna til þess eins að vera gleymdur og grafinn ári síðar þegar spár hans bregðast algerlega og nýr lottóvinn- ingshafi rambar líkt og af tilviljun á „réttar" tölur og svífur um stund á skýjum brigðullar lotn- ingar. Ský eru á hinn bóginn ótrygg undirstaða fyrir aðra en engla svo að stutt er oftast i að vinn- ingshafinn hrapi til jarð- ar og annar slíkur setjist að í skýjaborg almenn- ingsálitsins. Vilji, stefna og at- hafnir umfram spá- dóma Við þurfum að gera miklu meira af þvi að hugsa um framtiðina en við gerum í dag. Spárnar «_^_ geta ugglaust verið miklu betra og þróaðra fyrirbæri en nú er. Aðalatriði máls- ins má á hinn bóginn ekki gleymast í ákafanum við að grína í kristalkúl- una. Við getum nefnilega sjálf haft mikið um það að segja hver framtíð okkar verður. Þessi áhersla er tjl- tölulega vanrækt og svelt meðan al- þjóð hlustar í lotningu á spámenn sem útbreiða hin ótryggu „visindi" sin. Oft dettur mér i hug sú líking í þessu sambandi hvernig myndi fara ef bifreiðasrjóri færi að á svipaðan hátt, sleppti höndunum af stýrinu og óðrum stjórntækjum og „spáði" þess í stað um það hvaða leið stjórnlaust ökutæki hans myndi fara. Hefði gjarnan smágerða ofurtölvu til verksins, svona til þess að láta þetta allt líta hæfilega vísindalega út! Þessa einföldu likingu ættu allir að geta skilið og því um leið þau grund- vallarmistök að hafa oftrú á spádóm- um og vanrækja um of áætlanir og athafnir. Mergurinn málsins er þessi: Fram- tíð er að mjög miklu leyti háð mann- legum vilja og stefnu. Við eigum að leggja megináherslu á þetta sjónar- mið. Spár þarf að sjálfsögðu að þróa og betrumbæta og virðingarverð er viðleitni manna til þess. Spár munu á hinn bóginn aldrei koma í stað vilja, stefnu og athafna. Óhófieg trú á spádóma gerir einstaklinga, fyrir- tæki og þjoðfélög að viljalausum reköldum sem hrekjast í óhóflegum mæli stefnulaus fyrir veðri og vind- um samtíðarinnar. Jón Erlendsson Skoðanir annarra Haneshjónin kyrr „Þora yfirleitt nokkrir að taka að sér börn til fóst- urs ef ættleiðingarskjölin eru ógilt eftir á og börnin tekin án tillits til þess hverja þau líta á sem foreldra? ... Eftir þá meðferð sem Haneshjónin hafa mátt þola af hendi íslenska framkvæmdavaldsins skuldar ís- lenska ríkið þeim það, að þau fái að setjast hér að, ásamt syni sínum, sextán vetra, og fái íslenskan rík- isborgararétt, sem þau hugðust ávinna sér með eðli- legum hætti." Sigurjón Þorbergsson í Mbl. 4. mars. í Evrópusambandiö „Þó að það geti sjálfsagt bakað mér miklar óvin- sæídir á íslandi ætla ég samt að lyfta þeirri skoðun minni að ég held að íslendingar ættu að athuga bet- ur hugsanlega þátttöku sína í Evrópusambandinu. Ég held það væri íslendingum hollt að vera með í því. ... Og þeir ættu þegar að fara að búa sig undir það. Evrópusambandið er ekki bara af hinu illa eins og margir halda. Það er fjölþjóðasamstarf um til dæmis samræmingu á lífskjörum, heilbrigði, mennt- un og ýmsu öðru þar sem íslendingar ættu auðveld- lega á hættu að dragast aftur úr ef þeir eru einir sér að pukra úti í Ballarhafi." Böðvar Guðmundsson í Alþbl. 4. mars. Sé ófriður í boði... „Úti í heimi starfa agentar að því að tæla fjárfesta til að kaupa íslenska orku. Henni er lofað fyrir lítið og ódýrt vinnuafl er sjálfgefið. Hins vegar reynir enginn að lofa sæmilegum friði um hvar á landinu megi reisa verksmiðjur til að framleiða og bræða málma. Og hreppsnefndir setja virkjunarfram- kvæmdum afarkosti og harðsnúnu umhverfisaftur- haldi eru færð öll vopn í hendur til að berjast gegn orkuframleiðslu og orkusölu." 00 í Degi-Timanum 4. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.