Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 8
MIDVIKUDAGUR 5. MARS 1997 Utlönd Stuttar fréttir Sali Berisha Albaníuforseti skammar stjórnarandstæðinga: Hafnar öllum kröfum um samsteypustjórn Sali Berisha, forseti Albaníu, hefur hafnað kröfum stjórnarandstöð- unnar um myndun sam- steypustjórnar og segist staðráðinn í að brjóta á bak aftur ólguna í landinu sem hefur leitt til dauða að minnsta kosti tuttugu manna. Á sama tíma og þjóðir heims velta fyrir sér leið- um til að binda enda á ófremdarástandið, viður- kenndu albönsk stjórn- völd að þau hefðu misst tökin á nokkrum bæjum í suðurhluta landsins. Vopnaðir hópar hafa náð þeim á sitt vald, þrátt fyr- ir að lýst hafi verið yfir neyðarástandi um helg- ina. Tritan Shehu, utanrík- isráðherra Albaníu, varði setningu neyðarlaganna í Sali Berisha Albaníuforseti. Sfmamynd Reuter viðtali við ítalska dagblað- ið L'Unita og sagði að með þeim hefði verið komið í veg fyrir borgarastyrjöld í landinu. „Hættan á borgarastyrj- öld hefur minnkað til muna vegna þessara að- gerða. Veistu hvað hefði gerst ef við hefðum ekki gripið til þeirra? Uppreisn- armenn hefðu ráðist á Tirana," sagði ráðherrann í blaðaviðtalinu. Almenningur hefur efnt til mótmælaaðgerða svo vikum skiptir vegna vafa- samra fjárfestingarsjóða sem fóru á hausinn. Þús- undir Albana glötuðu við það öllu sparifé sínu sem þeir höfðu fjárfest í sjóð- um þessum. Her og lög- regla hafa fengið fyrirskip- anir um að skjóta vopnaða mótmælendur, útgöngu- bann er í gildi frá sólsetri til sólar- upprásar og settar hafa verið höml- ur á fréttaflutning fjölmiðla. Hans Van Mierlo, utanríkisráð- herra Hollands og fulltrúi Evrópu- sambandsins, ráðgerir að fara til Albaníu á fostudag. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hefur skipað Franz Vranitsky, fyrr- um kanslara Austurríkis, sem sendimann sinn og fer hann til Al- baníu við fyrstu hentugleika til að meta stöðuna. Javier Solana, aðalframkvæmda- stjóri NATO, útilokaði að gripið yrði til hernaðaraðgerða. í yfhiýsingu, sem lesin var upp í ríkissjónvarpinu, sakaði Berisha forseti leiðtoga sósíalista, sem eru í stjórnarandstöðu, um að grípa til ofbeldisverka og um að virða ekki viðleitni hans til að koma aftur á lögum og reglu, meðal annars með því að bjóðast til að flýta kosning- um í landinu. Reuter BLAÐBURÐARFÓLK Á ÖLLUM ALDRI óskast í eftirtaldar götur. Blikanes - Haukanes Mávanes - Þrastarnes Nauðungarsala á lausafjármunum Eftirtaldar bifreiöar og annab lausafé veröur bobib upp vlb lögreglu- stöbina á Blönduósi, Hnjúkabyggb 33, Blönduósi, fimmtudaginn ________________13. mars nk., kl. 17.00.________________ GL-817 GÞ-156 HK-294 GÞ-368 0-44 HS-031 HD-044 JC-191 KS-295 DG-893 IÞ-860 KP-193 dráttarvél ZA-565 dráttarvél XY-545 dráttarvél ZK-745 dráttarvél TU-989 hestakerra. Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. SÝSLUMAÐURTNN Á BLÖNDUÓSI Menntamálaráðuneytiö Auglýsing um styrki úr þróunarsjóði grunnskóla Samkvæmt 1. gr. reglna um Þróunarsjóð grunnskóla (Stjtíð. B, nr. 657/1996) eru árlega veittir styrkir úr sjóðnum til þróunarverkefha í grunnskólum lands- ins. Starfsmenn grunnskóla geta sótt um auglýst verkefni en aðrir aðilar geta einnig sótt um. Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um þátttöku í þróunarverk- efnum skólaárið 1997-98 á eftirtöldum sviðum. A. Sjálfsmat skóla - mat á skólastarfi Auglýst er eftir skólum/aðilum til að þróa aðferðir við mat á skólastarfi, þar á meðal kennsluháttum, samskiptum innan skólans, stjórnunarháttum og tengslum við aðila utan skólans. B. Stærðfræði - náttúrufræði Auglýst er eftir skólum/aðilum til að þróa efni, aðferðir, skipulag í kennslu stærðfræði eða náttúrufræðigreina í grunnskólum. Æskilegt er að verkefnin feli í sér notkun tölvu- og upplýsingatækni, svo og að þau snúist um stærri heildir en einstakar bekkjardeildir. Bent skal á að verkefni á báðum ofangreindum sviðum geta verið kjörin samvinnuverkefni skóla. Nánari upplýsingar eru gefnar í menntamálaráðuneytinu. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu á sérstökum umsóknareyðu- blöðum sem liggja frammi í ráðuneytinu og á skólaskrifstofum. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, í síðasta lagi 4. apríl 1997. Menntamálráöuneytið, 4. mars 1997 Kaþólskur maöur í Bosnfu hreinsar til í kirkju heilags Jósefs í Sarajevo sem skemmdist lítillega í sprengjutilræfii í gærmorgun. Nokkufi hefur verifi um árásir á kaþólskar kirkjur í Bosníu afi undanförnu. Símamynd Reuter Arafat ræðir við Öryggisráð SÞ Yasser Arafat, forseti Palestinu, mun í dag ræða við fulltrúa í Ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna áður en þeir funda um þá ákvörðun ísraels að byggja nýjar íbúðir fyrir gyðinga í arabíska hluta Jerúsal- em. Fundi ráðsins var frestað um einn dag að beiðni Bandaríkjanna til að Arafat gæti fyrst lokið viðræðum sínum við ráðamenn í Was- hington. í gærkvöld sótti Ara- Yasser Arafat segir eina kostínn vera afi halda áfram frlfiarvifi- ræfium. Sfmamynd Reuter fat þúsund manna veislu hjá Samein- uðu þjóðunum sem kostuð var af Palestínumönnum í New York. Fjöldi embættismanna Sameinuðu þjóðanna var í veislurmi auk stjórn- arerindreka, þar á meðal frá ísrael. Gert er ráð fyrir að Ara- fat hitti Kofi Annan, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að máli áður en hann heldur til Houston í Texas þar sem hann mun eiga viðræður við George Bush, fyrrum Bandaríkja- forseta, og James Baker, fyrrum utanrikisráðherra. Arafat lét þau orð falla á fundi með fréttamönnum í gær að hann ætti einskis annars úrkosti en að halda áfram friðarviðræðum við ísraela. Hann kvaðst enn líta á Net- anyahu sem félaga þrátt fyrir bygg- ingaráform hans. Arafat harmaði hins vegar ákvörðunina og sagði hana ólöglega. Reuter Undirbýr tillögu Alberto Fujimori Perúforseti segir stjórn sína vera að undir- búa tillögu að samkomulagi við skæruliða. Þeir hafa hafhað boði um hæli á Kúbu gegn því að þeir láti gísla sína lausa. Hætta á flóðum Hætta er talin á að Ohiofljót í Kentucky í Bandaríkjunum fljóti yfir bakka sína og hefur fólki verið skipað að yfirgefa heimili sín. Lokanir í Jerúsalem Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, skip- aði lögreglu að loka fjór- um skrifstof- um Palest- | inumanna í arabíska hlutanum í Jerúsalem í morgun, sól- arhring áður en hann heldur til Kaíró. Reka hjálparstarfsmenn Yfirvöld í Saír hafa rekið 40 hjálparstarfsmenn, sem héldu úr borginni Kisangani um helg- ina, úr landi. Segja yfirvöld brottför þeirra hafa leitt til manndrápa á hútúum. Feröamenn myrtir Kólumbískir skæruliðar myrtu tvo ferðamenn frá Þýskalandi og Austurríki er hermenn gerðu innrás í búðir skæruliða. Tveimur öðrum ferðamönnum tókst að bjarga. Tyrklandi hafnað Mið- og hægriflokkar á Evr- ópuþinginu lýsru í gær yfir andstöðu sinni við aðild Tyrkja aö Evrópusambandinu. Krónprins í yfirliö Krónprinsinn af Kúveit og forsætisráðherra landsins, Saad al-Abdulla al-Sabah, er við góða heilsu eftir að hafa fallið í yfirlið í gær. Vinnur að aðild Michael Rúmeníukonungur, sem var í út- legð en hefur nú fengið rík- isborgararétt- indi í Rúmen- íu, ætlar að notfæra sér það góða álit sem hann hefur til þess að vinna að því að Rúmenía fá skjótt aðild að Atlantshafsbandalaginu. Hjálparstarf Norðmenn og Rússar undir- rituðu í gær samkomulag um samvinnu við hjálparstörf. Barnaklámhringur Þýska lögreglan hefur hand- tekið þrjá menn grunaða um að hafa misnotað börn og not- að þau við gerð 2 þúsund klám- myndbanda og 50 þúsund klámmynda. Karadzic gefst upp Radovan Karadzic, fyrrum leiðtogi Bosniu- Serba, hefur ákveðið að hætta að berjast gegn lögsókn nokkurra fórnarlamba voðaver- kanna sem framin voru í borg- arastríðinu í Bosníu, að sögn lögmanna sóknaraðilanna. Sniðgangiö franskt Vinsælt dagblað í Belgíu hvatti til þess í gær að ákveðn- ar franskar vörur yrðu snið- gengnar vegna ákvörðunar Renault verksmiðjanna um að loka verksmiðju einni i Belgíu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.