Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 26
34 MIDVIKUDAGUR 5. MARS 1997 Afmæli Árni Kristinn Þorsteinsson Árni Kristinn Þorsteinsson, fyrrv. deildarstjóri, Smyrilsvegi 29, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Árni fæddist í Péturshúsi við Bræðraborgarstíg í Reykjavík, ólst upp á Eiðsstöðum við Bræðraborg- arstíg og lauk prófi frá VÍ1940. Árni starfaði að námi loknu í tæpt ár hjá Vélaverslun G.J. Foss- berg en réðst til starfa á skrifstofu Hins íslenska steinolíuhlutafélags í ársbyrjun 1941. Árið 1946 hóf hann störf hjá Olíufélaginu hf. sem hafði þá keypt eigur Hins íslenska stein- olíuhlutafélags. Þar starfaði hann samfellt til 1989 er hann fór á eftir- laun samkvæmt eigin ósk. Árni var lengst af deildarsrjóri innflutnings- deildar Olíufélagsins hf. Þá hafði hann um þrjátíu og fimm ár með höndum umsýslu fyrir hönd allra olíufélaganna vegna innkaupa og flutnings á olíuvörum frá Sovétríkj- unum en bensín- og gasolíukaup þaðan námu um 60-70% af heildar- þörfum landsmanna á því tímabili sem Árni hafði verkefnið með hönd- um. Fjölskylda Árni kvæntist 9.2. 1950 Sigríði A. Sigurðardóttur, f. 5.12. 1919. Foreldrar hennar voru Sigurður Þorgríms- son landpóstur og k.h., Hólmfríðar Halldórsdótt- ir. Sigríður var tveggja ára er hún missti móður sína og ólst hún upp hjá föðursystur sinni, Önnu Hallgrímsson, er rak blómaverslunina að Tún- götu 16 í Reykjavík, og Sveini Hallgrímssyni bankagjaldkera. Börn Árna og Sigríðar eru Anna Árnadóttir, starfsmaður við Seðla- banka íslands, og á hún eina dóttur; Ásta Árnadóttir, deildarsrjóri við Landsbanka íslands, gift Böðvari Kvaran og eiga þau tvö börn; Þor- steinn Árnason, rafvélavirki hjá ís- taki, kvæntur Hrefnu Leifsdóttur og eiga þau saman eina dóttur; Sveinn Árnason, rafvirki hjá Eimskip, kvæntur Sigurlinu Vilhjálmsdóttur qg eiga þau þrjú böm; Erna Þórunn Árnadóttir, gjaldkeri hjá útibúi ís- landsbanka I Breiðholti, gift Bene- dikt Sigmundssyni og eiga þau þrjú börn; Ingibjörg Hólmfríður Árna- dóttir hárgreiðslumeistari, gift Finnbirni Agnarssyni og eiga þau tvö börn. Arni Kr. Porsteinsson. Systkini Arna: Ingigerður N. Þorsteinsdóttir, f. 23.5. 1920, nú látin, húsmóðir í Reykjavík; Þorsteinn J. Þorsteinsson, f. 20.4. 1931, sölusrjóri hjá Olíufélag- inu, búsettur á Seltjarn- arnesi; Þórunn S. Þor- steinsdóttir, f. 24.12. 1927, nú látin, húsmóðir í Reykjavík; Garðar Þor- steinsson, f. 26.1. 1935, framkvæmdastjóri Sjó- mannadagsráðs; Gyða Þorsteinsdóttir, f. 26.1. 1935, ritari við Melaskólann; Kristín Þorsteinsdóttir sem dó á fyrsta ári. Foreldrar Árna voru Þorsteinn Árnason, f. 9.12.1895, d. í mars 1970, yfirvélstjóri í Reykjavík, og k.h., Ásta Jónsdóttir, f. 11.9. 1895, d. 27.8. 1983, húsmóðir. Ætt Þorsteinn var sonur Árna, yfir- fiskmatsmanns og bæjarfulltrúa á ísafirði, Gíslasonar, formanns og út- vegsb., Jónssonar. Móðir Árna var Sólveig Þorleifsdóttir, b. í Æðey, Benediktssonar, b. á Blámýrum, Þórðarsonar, stúdents í Vigur og ættfbður Vigurættarinnar, bróður Ingibjargar, ömmu Jóns forseta. Þórður var sonur Ólafs, lögsagnara á Eyri og ættföður Eyrarættarinnar, Jónssonar. Móðir Þorsteins var Kristin, systir Halldóru, móður Jóns Baldvinssonar, fyrsta for- manns Alþýðuflokksins. Kristin var dóttir Sigurðar, b. í Hörgshlíð, Haf- liðasonar, b. á Skarði, Guðmunds- sonar, bróður Jóhannesar, langafa Hannibals Valdimarssonar, fóður Jóns Baldvins. Móðir Kristínar var Guðríður Vigfúsdóttir, systir dr. Guðbrands í Oxford og Sigurðar fornfræðings. Ásta var dóttir Jóns, sjómanns á Eiðsstöðum, bróður Guðrúnar, móð- ur Sverris Krisrjánssonar sagnfræð- ings. Jón var sonur Guðmundar, út- vegsb. í Ánanaustum, Gíslasonar. Móðir Jóns var Margrét Ásmunds- dóttir, b. á Bjargi á Kjalarnesi, Guð- mundssonar. Móðir Margrétar var Guðrún Þórðardóttir, systir Run- ólfs, afa Bjórns Þórðarsonar forsæt- isráðherra. Móðir Guðrúnar var Sigriður Þórólfsdóttir, b. í Engey, Þorbjarnarsonar, bróður Guðlaug- ar, langömmu Guðrúnar, langömmu Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra. Móðir Ástu var Þórunn Einars- dóttir, b. í Skólabæ á Hólavelli í Reykjavík, Magnússonar og Guð- rúnar Þorvaldsdóttur. Ingibjörg S. Kristjánsdóttir Ingibjörg S. Kristjánsdóttir hús- móðir, Hrannarstíg 18, Grund- arfirði, varð sjötíu og fimm ára á mánudaginn var. Starfsferill Ingibjörg fæddist á Þingvöllum í Helgafellssveit og ólst upp í Helga- fellssveitinni. Hún sótti farskóla þar í sveitinn og stundaði síðar nám við Húsmæðraskólann að Staðarfelli. Eftir að Ingibjörg gifti sig hefur hún verið húsmóðir í Grundarfirði. Hún hefur starfað í kvenfélaginu Gleym- mér-ei i Grundarfirði um árabil. Fjölskylda Ingibjörg giftist 27.12. 1947 Guð- mundi Runólfssyni, f. 9.10. 1920, út- gerðarmanni. Hann er sonur Run- ólfs Jónatanssonar, oddvita og verk- stjóra í Götuhúsi í Grundarfirði, og Sesselju S. Gísladóttur húsfreyju. Börn Ingibjargar og Guðmundar eru Runólfur Guðmundsson, f. 12.5. 1948, skipsrjóri í Grundarfirði, kvæntur Eddu Kristjánsdóttur og eiga þau tvö börn; Krisfján Guð- mundsson, f. 13.2. 1950, vélstjóri í Grundarfirði, kvæntur Ragnheiði Þórarinsdóttur og eiga þau tvö börn; Páll G. Guðmundsson, f. 27.7. 1952, verkstjóri í Grundarfirði, kvæntur Guðbjörgu Hringsdóttur og eiga þau tvö börn; Ingi Þór Guð- mundsson, f. 9.5. 1955, netagerðar- maður í Grundarfirði, kvæntur Hjördísi H. Bjarnadóttur og eiga þau þrjú börn; Guðmundur S. Guð- mundsson, f. 18.2. 1957, framkvæmdastjóri í Grundarfirði, kvæntur Jónu B. Ragnarsdóttur og eiga þau þrjú börn; Svan- ur Guðmundsson, f. 5.11. 1959, framkvæmdasrjóri á Akranesi, kvæntur Elínu T. Jóhannesdóttur og eiga þau eitt barn; Unnsteinn Guðmundsson, f. 28.6. 1966, vélamaður í Grund- arfirði, kvæntur Al- exöndru Arnardóttur og eiga þau tvö börn; María M. Guðmundsdóttir, f. 28.6. 1966, húsmóðir í Grundarfirði, gift Eiði Björnssyni og eiga þau tvö börn. Systkini Ingibjargar eru Kristján Ingibjörg S. Kristjánsdóttir. Kristjánsson, f. 12.4. 1919, vélstjóri í Stykkis- hólmi; Unnur Kristjáns- dóttir, f. 9.7.1923, verka- kona í Reykjavík; Hall- varður G. Kristjánsson, f. 18.9. 1928, búsettur að Þingvöllum í Helgafells- sveit. Foreldrar Ingibjargar voru Kristján Jóhanns- son, f. 7.5. 1891, d. 4.8. 1984, bóndi að Þingvöll- um í Helgafellssveit, og María Magdalena Krist- jánsdóttir, f. 10.8. 1889, d. 15.12.1987, húsfreyja. Ingibjörg verður að heiman á af- mælisdaginn. Hafdís Ósk Kolbeinsdóttir Hafdís Ósk Kolbeins- dóttir skrifstofumaður, Tjarnarstíg 5, Selrjarnar- nesi, er fertug í dag. Starfsferill Hafdis fæddist á Siglu- firði og ólst þar upp. Hún hóf störf hjá Magnúsi Kjaran hf., umboðs- og heildverslun, árið 1977. Þar stundaði hún skrif- stofu- og gjaldkerastörf til 1985 er yngri dóttir henn- ar fæddist. Hafdís var síðan heima- vinnandi í tvö ár en hóf störf hjá bæjarstjóranum á Seltjarn- arnesi 1987 þar sem hún vann við Hafdfs Ósk Kolbeinsdóttir. bókhald. Þar starfar hún enn og hefur auk þess starfað á skrifstofu Starfsmannafélags Sel- rjarnarness og setið í nefhdum á vegum félags- ins. Hafdís giftist 31.12. 1975 Halldóri Inga Andrés- syni, f. 22.4. 1954, inn- kaupastjóra Virgin Mega- store í Reykjavik. Hann er sonur Andrésar Hall- mundarsonar smiðs, sem er látinn, og Aðalheiðar Elíasdóttur húsmóður. Dóttir Hafdísar frá því áður er Guðný Þorsteinsdóttir, f. 25.2. 1973, í sambúð með Ólafi Frið- bert Einarssyni, og eiga þau einn son, Friðbert Þór Ólafsson, f. 2.4. 1994. Dóttir Hafdísar og Halldórs Inga er Anna María Halldórsdóttir, f. 31.3.1985, nemi. Systkini Hafdísar eru Líney Kol- beinsdóttir, f. 12.8. 1958, skrifstofu- maður á Siglufirði; Hafþór Ari Kol- beinsson, f. 18.6. 1964, verkstjóri á Siglufirði; Kolbeinn Kolbeinsson, f. 5.12. 1965, lést af slysfórum 14.3. 1979. Foreldrar Hafdísar voru Kolbeinn Friðbjarnarson, fyrrv. formaður Vöku á Siglufirði, fyrrv. fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Norður- lands vestra og bæjarfulltrúi á Siglufirði í tuttugu ár, og Guðný Þorvaldsdóttir, húsmóðir og verka- kona. Ætt Foreldrar Kolbeins voru Frið- björn Níelsson, kaupmaður og bæj- arfulltrúi á Siglufirði, og Sigríður Stefánsdóttir frá Móskógum í Skagafirði. Foreldrar Guðnýjar voru Þorvald- ur Þorleifsson, skipsrjóra á Siglu- firði, og Liney Elíasdóttir, húsmóðir og verkakona á Siglufirði. Hafdís verður með heitt á könn- unni á heimili sínu á afmælisdag- inn og tekur á móti vinum og ætt- ingjum. Hl hamingju með afmælið 5. mars 90 ára Guðrún Ingvarsdóttir, Foldahrauni 40 F, Vestmannaeyjum. Jófríður Einarsdóttir, Hallsstöðum, Dalabyggð. 85 ára Helga Ásgrímsdóttir, Suðurgötu 124, Akranesi. Jónína Sigurrós Gunnarsdóttir, Innra-Hólmi, Innri-Akraneshreppi. Hún tekur á móti vinum og ættingjum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Ásfelli 2 sunnudaginn 9.3. nk. Stefán Gunnarsson, Höfðagrund 2, Akranesi. 80 ára_________________ Svava Guðnadóttir, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ. Kjartan Halldórsson frá Rauðkollsstöðum, nú til heimilis að Borgarbraut 65 A, Borgarnesi. Hann er að heiman. 75 ára______________ Aðalbjörg M. Jóliannsdóttir, Vesturbergi 78, Reykjavík. 70ára Kristjana Ester Jónsdóttir, Hjallabrekku 35, Kópavogi. Aöalheiður Þórormsdóttir, Háaleitisbraut 38, Reykjavik. 60 ára Joel Hreiðar Georgsson, Mávahrauni 17, Hafharfirði. 50 ára Egill Jónsson, Hjallabraut 80, Hafharfirði. Unnur Bjarnadóttir, Hofi IV, Hofskoti, Hofshreppi. Guðrún Einarsdóttír, Skeljagranda 4, Reykjavik. Ljósbjörg Alfreðsdóttir, Dynskógum 15, Egilsstööum. Þóra Baldursdóttir, Túnhvammi 2, Hafnarfirði. Jóhanna Guöinundsdóttir, Hraunbæ 60, Reykjavík. Jenna Kristín Bogadóttir, Deildarási 21, Reykjavík. Guðmundur Guðjónsson, Fjarðarási 6, Reykjavík. Kristinn Helgason, Mosarima 1, Reykjavík. Einar Vilhjálmsson, Marbakkabraut 18, Kópavogi. 40 ára Þórdls Marfa Guðjónsdóttir, Garðavegi 3, Keflavík. Þóra Gisladóttir, Fjallalind 37, Kópavogi. Pétur Ingi Ásvaldsson, Hafraholti 6, ísafirði. Sigrún H. Sigurbjartsdóttir, Enniskoti, Þorkelshólshreppi. 4 < t * I t I t t t t t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.