Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 7
MIDVIKUDAGUR 5. MARS 1997 Sandkorn Fréttir Hann gæti fundist Þjóðsagan í héraðsfréttablaðinu Vestra segir frá ferðalagi Konráðs Eggertssonar hrefnuveiði- manns. Konráð fór til Tromsö í Noregi um síð- ustu áramót, en hann á þar tvær dætur bú- settar. Konráð er mikill gönguskíða- garpur og stundaði skíða- göngu af kappi í ferðinni. Mikið óveður geisaði í Tromsö á bessum tíma og kyngdi niður snjó. Þegar Konráð var í ferð- inni mættust þeir á götu á ísaflrði, Ásgeir Sigurðsson „Messías" og Magnús Reynir Guðmundsson og tóku tal saman. Geiri Mess er Þing- eyingur og þykir hafa þennan þing- eyska svip þar sem ekki er hægt aö sjá hvort menn eru kátir eða sorg- mæddir. Geiri segir við Magnús: „Það eru ekki góðar fréttir. Það snjóar og snjóar í Tromsö og Konni Eggerts er týndur í skóginum. Þeir eru farnir að leita að honum." Magnús horfði á Geira góða stund og spáir i þingeyska svipinn en seg- ir svo: „Geiri minn, ekki gleðjast of snemma. Hann gæti fundist." Skipulagður flótti I Viðskiptablaðinu er saga um tvo lögfræðinga sem fóru saman í safaríferð til Afríku. „Dag einn tóku þeir sér hlé, tóku af sér þungan út- búnaðinn og lögðu rifflana sína upp við tré. Þeir höfðu aðeins hvílt sig í örfáar mínút- ur þegar stórt ljón læddist út úr nálægum runna og horfði á þá gráðugum aug- um. Lögfræðingarnir áttuðu sig strax á að rifQarnir voru of langt í burtu til að gera þeim nokkurt gagn. Annar lögfræðingurinn fór þá að klæða sig úr skónum. „Af hverju í ósköpunum ertu að þessu?" spurði hinn bæði forvitinn og óttasleginn. „Vegna þess að ég hleyp hraðar skó- íaus," svaraöi lögfræðingurinn. „Það skiptir engu máli hversu mik- ið hraðar þú hleypur skólaus," sagði hinn lögfræðingurinn. „Þú nærð aldrei að stinga Ijónið af." Berfætti lögfræðingurinn sagði þá við félaga sinn: „Ég þarf ekki að hlaupa hraðar en ljónið. Ég þarf bara að hlaupða hraöar en þú." Einkunnabókin t bráðskemmtilegu viðtali við at- hafnamanninn Loga Þormóðsson í Keflavík í Vik- urfréttum fyrir skömmu er hannmeöal annars spurður að því hvort hann sé frekur: „Þegar ég var í öðrum bekk í gagnfræðaskóla kom ég heim úr miðsvetrar- prófi með þessa umsögn: Hegð- un - mjög slæm og aðrar umsagnir: Frekur, ókurteis, óhlýðinn. Ég velti því lengi fyrir mér hvort ég ætti að sýna pabba eða mömmu einkunna- bókina. Ég ákvað að vera hugrakk- ur og sýna pabba hana. Hann kvitt- aði undir og sagði:,Logi minn, þetta eru besru meðmæli sem nokk- ur nemandi getur fengið frá kenn- ara." Þetta er eina einkunnabókin sem ég á í dag..." Hlusta á Þórarin Viðar Umræðan í þjóðfélaginu snýst þessa dagana mikið um kjarasamn- ingamálin. Auðvitað eru hagyrðingarnir komnir á kreik með visur eða limrur um stöð- una í samn- ingamálunum. Velunnari Sandkorns sendi þessa lim- ru um kjara- málin: Ég stól'á að stillt sé tíl friðar. Við staduskvó verðbólgan miðar. Menn heröa sitt belti, híma glaöiv í sveltí og hlusta á Þórarin Viðar. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson. Átökin innan stoðtækjafyrirtækisins Össurar hf: Núverandi framkvæmdastjórí vildi meirihluta í fyrirtækinu - með Tryggva Sveinbjörnssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra DY Akureyri: „Annars vegar er hægt að kaupa eignir fyrirtækisins og hins vegar að kaupa hlutabréfin í fyrirtækinu. Þessar aðferðir eru talsvert ólíkar og má segja að sú fyrrnefhda, þ.e.a.s. að kaupa eignir fyrirtækis- ins, sé betri en mjög flókin í fram- kvæmd og krefst mikillar samstöðu núverandi eigenda. Einnig er líklegt að einhver sálfræði spili þar inn í því ef eignir fyrirtækisins eru seld- ar er eins og sé verið að leggja fyr- irtækið niður þótt svo sé alls ekki. Kostirnir við þessa aðferð eru helst skattalegs eðlis. Það eignarhaldsfé- lag sem kaupir eignirnar og eignast Össur hf. getur afskrifað eignirnar yfir ákveðinn tíma. Þetta þarf hins vegar að skoða vel út frá íslenskum skattalögum." Þetta eru upphafslinur 6 síðna er- indis sem Jón Sigurðsson, núver- andi framkvæmdastjóri stoðtækja- fyrirtækisins Össurar hf., sendi Tryggva Sveinbjörnssyni, þáver- andi framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins, með símbréfi í september 1994. Jón starfaði þá sem viðskiptafull- trúi Útfiutningsráðs íslands í New York, hafði stöðu diplómats og sendi bréfið frá skrifstofu Icelandic Office. Stefnt á meirihluta Jón segir í bréfinu til Tryggva að aðferðin um kaup á eignum Össurar hf., sem hann gat um í bréfi slnu og vísað var til hér að framan, sé það flókin að ekki sé ráðlegt að fara hana og þá sé hin aðferðin eftir, að kaupa hlutabréf af þáverandi eigendum. „Þar sem við vitum ekki hvort aðrir eigendur Össurar vilji selja þá mun ég einungis tala um hlut Össurar (Kristinssonar - innsk. DV) hér. Nú- verandi eignarhlutur Össurar er 88% og annarra 12%. Ef við gefum okkur að hlutur Össurar verði 20% eftir kaupin munum við kaupa 68% í fyr- irtækinu. Og ef heildarupphæðin er 300 milhónir þá eru þessi 68% 204 milljónir. Ég álít að þessi aðferð, þ.e.a.s. að kaupa hlutabréf Össurar, sé sú sem við eigum að reyna til að byrja með," segir Jón í bréfi sínu. Hann rekur síðan hugsanlegan Núverandi framkvæmdastjóri Ossurar hf. vildi kaupa meirihluta í fyrirtækinu með fyrrverandi framkvæmdastjóra pess sem kæröur hefur verið fyrir fjárdrátt. Jafnframt hefur framkvæmdastjórinn fyrrverandi kært lögmann Össurar hf. fyrir rangar sakargiftir. Fyrirtækiö hefur haslaö sér völl erlendis meö smíöi gervilima og getiö sér gott orö á því sviöi. gang málsins frá einum lið til ann- ars, hvernig kauptilboð gæti litið út og greiðslur til Össurar, fjármögnun, rekstraráætlanir og fleira. Við lestur greinarinnar er ekki annaö að sjá en að Jón og Tryggvi hafi eitthvað rætt þetta mál áður og greinilega er stefnt að meirihlutavöldum í fyrirtækinu. Aldrei rætt um kaup „Við höfðum auðvitað rætt mál- efhi Össurar hf., enda var ég fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins á þess- um tíma og Jón hafði unnið fyrir fyr- irtækiö i Bandaríkjunum og sat í stjórn dótturfyrirtækisins Össur USA. En um hugsanleg kaup okkar á meirihluta í fyrirtækinu ræddum við aldrei. Ég hef engum sýnt þetta bréf en mín kenning er sú að þegar Jón sá að hann næði ekki völdum í Össuri hf. í gegn um mig hafi hann snúið sér að stjórnarformanni og Eimskipsgeiran- um í srjórninni. Síðan hafi verið ætl- unin að skuldserja fyrirtækið, t.d. með skuldabréfaútboði smátt og smátt, og skuldum vegna þess yrði síðan breytt í hlutafé þannig að Öss- ur hefði að lokum ekkert að segja. Það eru líka þessir menn sem stýra ásökunum á hendur mér. Þeir hafa reynt að komast yflr 5% eignarhlut minn í Össurri hf. með alls kyns hót- unum og þegar það gekk ekki eru lognar á mig sakir," segir Tryggvi. Unniö fyrir Tryggva „Tryggvi fór þess á leit við mig að ég ynni þessa úttekt en ég man ekki hvort hann gerði þaö formlega. Þetta var vinna sem ég tók að mér fyrir hann persónulega," segir Jón Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Össur- ar. En hvers vegna talar Jón alltaf um í bréfmu að þeir tveir, hann og Tryggvi, kaupi 68% eignarhlut í fyr- irtækinu? „Tryggvi rjáði mér að Össur Krist- insson vildi selja fyrirtækið og spurning væri hvort ég vildi skoða þetta mál með sér. Niðurstaðan var að þetta væri mögulegt og í fram- haldi af þessu var haldinn fundur með Össurri sjálfum sem hafnaöi þessum tillögum og málið var látið niður falla af minni hálfu," segir Jón. -gk • • Logmaður Ossurar hf. kærður DV, Akureyri: Tryggvi Sveinbjörnsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri stoð- fyrirtækisins össurar hf., lagði í gær fram kæru hjá embætti ríkis- saksóknara á hendur Garðari Garðarssyni, lógmanni fyrirtækis- ins, fyrir meint brot lögmannsins á ákvæðum hegningarlaga um rangar sakargiftir. Tilefni kærunnar eru ummæli lögmannsins sem hann viðhafði í DV og á Stöð 2 þess efhis að Tryggvi hefði á árabilinu 1994-1996 með fjárdrætti, skala- falsi og skilasvikum tekið til sín 20 milljónir króna í eigin þágu úr rekstri fyrirtækisins sem hann veitti forstöðu. Lögmaðurinn mun hafa vísað til skýrslu sem unnin hafi verið af endurskoðendum fyr- irtækisins. í kæru Tryggva segir að skýrsl- an sé uppfull af rangindum og eins og fram komi í greinargerð lög- manns síns séu fullyrðingar Garð- ars ekki I neinu samræmi við efni þeirrar skýrslu. Tryggvi telur það blasa við að lögmaðurinn hafi haft þann ásetning að skaða mannorð sitt enda hafi hann „plantað sjálf- ur fréttum um þetta í fjölmiðlum án þess að kæra hafi borist Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Með þessu hátterni hafi lögmaðurinn gerst brotlegur við ákvæði 148. greinar almennra hegningarlaga og sé þess óskað að hann verði lát- inn sæta viðurlögum lögum sam- kvæmt. -gk Akureyri: Minnkandí atvinnuleysi DV, Akureyri: Alls voru 449 skráðir atvinnu- lausir á Akureyri um síðustu mánaðamót og hafði fækkað um 25 frá mánaðamótunum janú- ar/febrúar. Konur voru mun fleiri á atvinnuleysisskrá um síðustu mánaðamót, eöa 257 á móti 192 körlum. Atvinnuleysi á Akureyri undan- farin ár hefur jafhan verið mest í desember og janúar og svo var einnig nú. Atvinnuleysið nú er nánast það sama og var í upphafi mars á síðasta ári en þá voru 448 án atvinnu. -gk Sauðárkrókur: Gunnar Eyjólfsson í gestahlutverki DV, Sauöárkróki: Það er mikið aö gerast hjá Leik- félagi Sauðárkróks um þessar mundir. Fyrir nokkru hófust æf- ingar á Pétri Gaut eftir Henrik Ib- sen. Hluti leiksins er sviðsettur i leiklestri hjá LS. Hinn kunni leik- ari Gunnar Eyjólfsson fer með hlutverk Péturs Gauts og stjórnar einnig æfingum ásamt Einari Þorbergssyni, formanni leikfé- lagsins. Frumsýning á Gautnum er áformuö fljótt eftir páska, eða í aprílbyrjun, en á næstu dögum hefjast æfingar á Sæluvikustykki leikfélagsins. 20 manna hópur tekur þátt í leiklestri á Pétri Gaut. Það tefur uppfærslu nokkuð hvað gestaleik- arinn Gunnar Eyjólfsson er upp- tekinn á stóra sviði Þjóðleikhús- ins. Hann getur aðeins verið á Króknum 2 kvöld í viku. Sæluvikuleikrit LS er gaman- leikurinn Græna lyftan. Leik- stjóri er Þórunn Magnea Magnús- dóttir. ÞÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.