Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 11
MIDVIKUDAGUR 5. MARS 1997 11 I>V Fréttir Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaöar: Auknar tekjur en skuldir á hættusvæði DV, Akranesi: Fjárhagsáætlun Akraneskaup- staðar fyrir 1997 var samþykkt á fundi bæjarsrjórnar Akraness í síð- ustu viku. Gert er ráð fyrir að tekj- ur bæjarins aukist um 10%. Verði 751 millj. króna. Ástæða tekjuaukn- ingar er uppgangur hjá Haraldi Böðvarssyni, Járnblendiverksmiðj- unni, Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts og þá hafa Hvalfjarðargöng- in einnig áhrif til aukningar á tekj- um bæjarins. Útgjöld bæjarins 1997 eru áætluð 595 milljónir og verða heldur meiri en 1996. Stærsti gjaldaliður er skóla- mál. í þau fara 256 milljónir. Til ný- framkvæmda eru áætlaðar 166 millj- ónir, þar af 25 milljónir sem fara í að undirbúa sameiginlegan sorpurð- unarstað fyrir sveitarfélögin á Vest- urlandi. 17 milljónir fara í gólf í iþróttahúsinu á Vesturgötu, auk þess verður ráðist í nokkrar gatna- framkvæmdir, endurbætur á lóða- málum grunnskólanna og bókhlöð- unnar. Gert er ráð fyrir að kaupstaður- inn taki 50 milljónir að láni í ár og samkvæmt heimildum eru skuldir Akraness komnar á gráa svæðið. Næstu 3-^i ár verða mjög erfið fyr- ir kaupstaðinn. Þá koma inn þær skuldbindingar sem kaupstaður- inn hefur gert, svo sem stúkan á íþróttavellinum, stækkun golfvall- arins og fyrir liggur að byggja við Grundaskóla og Brekkubæjarskóla á næstu árum til að tryggja ein- setningu grunnskóla. Þá er bygg- ing nýS leikskóla fyrirhuguð og ekki má gleyma að fyrirhugað er að byggja rennibraut við Jaðars- bakkalaug á Akranesi sem mun kosta á annan tug milljóna. Miklu er varið, til íþróttanna á Akranesi sem hefur skilað sér margfalt til baka að mati margra en aðrir eru á þeirri skoðun að íþróttirnar taki alltof mikla peninga frá bænum. -DVÓ Reglugerö sjávarútvegsráöuneytisins: Friðun hrygning- arþorsks í apríl - þorskveiðar óheimilar í 15 daga Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um friðun hrygn- ingarþorsks í aprilmánuði. Sam- kvæmt henni eru allar veiðar óheimilar á þeim svæðum sem sjást á meðfylgjandi korti frá því klukk- an 20.00 þriðjudaginn 8. apríl til klukkan 10.00 árdegis miðvikudag- inn 23. apríl 1997. Þrátt fyrir ofangreint bann eru grásleppuveiðar, innfjarðarrækju- veiðar, hörpudisksveiðar og ígul- keraveiðar heimilar þeim sem hafa til þeirra tilskilin leyfi innan svæð- isins. Þá er og heimilt að stunda rauðmagaveiðar á grynnra vatni en 10 föðmum á innanverðum Faxa- flóa. Bannið er efnislega samhljóða reglugerð þeirri sem gefin var út fyrir vetrarvertiðina í fyrra nema hvað bannið hefst nú 6 dögum fyrr og lýkur þar af leiðandi 6 dögum fyrr en í fyrra. -S.dór rsks Á þessu svæðí eru allar þorskveiðar bannaðar frá 8. til 23. apríl AÍ '. Hl Akureyri: Umhverfisdagur í Menntaskólanum DV, Akureyri: Huginn, skólafélag Menntaskól- ans á Akureyri, hefor boðað til um- hverfisdags í skólanum í dag. Boðað er til fundar á sal skólans kl. 16.15 þar sem fram fara pallborðsumræð- ur um stóriðju á íslandi með álver í fararbroddi. Þeir sem taka þátt í umræðunum eru Hjörleifur Guttormsson alþing- ismaður, Ólafur Örn Haraldsson, formaður umhverfisnefndar Alþing- is, Jón Sigurðsson fyrir hönd „Ál- ver, já takk" og Einar Valur Ingi- mundarson verkfræðingur. Þeir munu kynna allar hliðar stóriðju hér á landi. Umræðurnar eru öllum opnar og fyrirspurnir úr sal verða leyfðar. Samtímis fer í gang í skólanum allsherjar umhverfisátak og er tak- markið að hugarfarsbreyting eigi sér stað hjá nemendum. Rusl verður flokkað og sett verður í reglur skól- ans að það skuli gert framvegis og komið verður á laggirnar umhverf- ishóp meðal nemenda til að fylgja þessu máli eftir. gk Fylgi borgarstjórnarflokka: Munurinn ekki marktækur - segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Út af fyrir sig held ég að við megum vel við una. Fylgið stefnir í rétta átt, ekki sist miðað við síð- ustu könnun blaðsins í fyrra. Ég lít svo á að munurinn sé ekki marktækur þannig að þetta segir manni sem maður kannski veit, að það eru tvær jafnstórar fylk- ingar í borginni. Það getur auðvit- að farið á ýmsa vegu en við höf- um frekar möguleikana á að vinna á eftir því sem nær dregur kosningum heldur en hitt," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri við DV vegna niðurstaðna skoðanakönnunar blaðsins á fylgi borgarsrjórnarflokkanna. -bjb Árni Sigfússon: Jákvæð vísbending „Þetta heldur áfram að vera já- kvæð vísbending. Eins og kann- anir hafa sýnt þá er mjótt á mun- um. Við ætlum okkur að halda þessu meirihlutafylgi sem við höf- um fundið fyrir í síðustu könnun- um," sagði Árni Sigfússon, odd- viti sjálfstæðismanna í borgar- stjórn, viö DV um niðurstöður skoðanakönnunar blaðsins á fylgi borgarstjórnarflokkanna sem birt var í gær. Þar fengu sjálfstæðis- menn nauman meirihluta í borg- arsrjórn. -bjb Reykjavík: Tveir teknir með fíknief ni Tveir raenn voru handteknir á bifreið í miðborg Reykjavíkur í nótt. Fíkniefni fundust í bílnum og voru mennirnir fluttir í fanga- geymslur. Þeir verða yfirheyrðir vegna málsins í dag. -RR Aðalfundur Islandsbanka hf. Aðalfundur íslandsbanka hf. 1997 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu mánudaginn 17. mars 1997 og hefst kl. 14:00. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein samþykkta bankans. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Framboðsfrestur til bankaráðs rennur út þriðjudaginn 11. mars n.k. kl. 17:00. Framboðum skal skila til bankastjórnar, Kirkjusandi. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka hf., Kirkjusandi, Reykjavík, 2. hæð, 13. og 14. mars frá kl. 9:15 - 16:00 og á fundardegi frá kl. 9:15 - 12:00. Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningur félagsins fyrir árið 1996 verður hluthöfum til sýnis á sama stað frá og með mánudeginum 10. mars 1997. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir um að vitja aðgöngumiða og atkvæðaseðla sinna fyrir kl. 12:00 á hádegi á fundardegi. 4. mars 1997 Bankaráð íslandsbanka hf. ISLANDSBANKI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.