Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 9
MIDVIKUDAGUR 5. MARS 1997
Utlönd
Verkamanna-
flokkurinn
eykur forskot
á íhaldið
Verkamannaflokkurinn breski,
undir forustu Tonys Blairs, hefur
nú aukið forskot sitt á íhaldsflokk
Johns Majors forsætisráðherra, ef
marka má
niðurstöðu
skoðanakönn-
unar sem
birtist í gær.
Samkvæmt
könnuninni,
sem gerð var
fyrir blaðið
Guardian,
nýtur Verkamannafiokkurinn
stuðnings 48 prósenta kjósenda,
sem er jafn mikið og í síðasta
mánuði. Fylgi íhaldsflokksins hef-
ur hins vegar minnkað um tvö
stig, er nú 30 prósent. Frjálslynd-
ir demókratar hafa stuðning sext-
án prósenta.
Könnunin var gerð eftir stór-
sigur Verkamannaflokksins í
aukakosningum í íhaldskjördæmi
í norðvesturhluta Englands um
daginn.
Fylgi Verkamannaflokksins
hefur hins vegar dalað aðeins í
Skotlandi og er nú 46 prósent.
Reuter
Umdeild lög gegn reykingum í Toronto:
Stjörnurnar hlýða
ströngu banni
I Toronto í Kanada hafa nú
verið sett ein ströngustu lög
gegn reykingum í allri N-Am-
eríku. Meira að segja kvik-
myndaleikkonan Demi Moore,
sem þykir gott að totta vindla,
gat ekki kveikt í þegar hún
opnaði nýjan veitingastað sinn
í borginni.
í hófi á mánudagskvöld í til-
efni opnunar Planet
Hollywood, sem Moore á ásamt
Arnold Schwarzenegger, sem
reyndar er forfallinn vindlaá-
hugamaður, lét kvikmynda-
leikkonan sér ekki bregða þeg-
ar hún var minnt á reykinga-
bannið. „Ég held ég sleppi því
að reykja þar sem ég vil ekki
brjóta lög," sagði Moore við
fréttamenn í veislunni.
Aðrir reykingamenn eru ekki
ánægðir með lögin sem banna
reykingar á öllum börum og
Vindlaáhugamaöurinn Arnold Schwarzenegger.
veitingastöðum. Rosie Dimanno,
dálkahöfundur við stærsta dag-
blað Kanada, The Toronto Star,
hefur ráðist harkalega á lögin.
„Reykingalöggan getur farið í
rass og rófu," skrifaði hún með-
alannars.
Lögin, sem voru sett til að
vernda fólk fyrir áhrifum
óbeinna reykinga, voru sam-
þykkt i október og tóku gildi á
mánudaginn.
Eigendur veitingastaða segja
að gengið sé of langt með því að
annað hvort banna reykingar á
börum og veitingastöðum eða
fyrirskipa að byggð séu sérstök
lofræst herbergi fyrir reykinga-
menn sem ekki taki fleiri en
fjórðung gesta.
Þeir sem brjóta reykinga-
bannið eiga á hættu að þurfa að
greiða allt að 190 þúsund króna
sekt. Reuter
Clinton bannar
einræktun
manna fyrír
skattpeningana
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
bannaði í gær að fjármunir al-
ríkisstjórnarinnar yrðu notaðir
til einræktunar manna og hann
fór þess jafn-
framt á leit
við vísinda-
menn í einka-
geiranum að
þeir tækju
ekki þátt í
slíku á meðan
nefnd á veg-
um stjórn-
valda færi yfir siðfræðilegar
hliðar málsins.
Bannið er víðtækara en þaö
sem sett var á rannsóknir á fóst-
urvísum manna fyrir almannafé
árið 1994. Clinton sagði að það
væri ætlun sín að loka öllum
smugum á meðan endurskoðun
siöanemdarinnar færi fram.
Frá því skoskir vísindamenn
skýrðu frá einræktun sinni á
kindinni Dolly á dögunum er
einræktun manna ekki jafh fjar-
læg og áður þótt hún sé kannski
ekki alveg á næsta leiti.
Reuter
Kjarnorkuandstæöingar í Þýskalandi gripu m.a. til þess ráös aö kasta
eldsprengjum aö lögreglu sem stóö vörö um kjamorkuúrgang á leiö (
geymslu. Slmamynd Reuter
Kjarnorkuúrgangur að nálgast leiðarenda:
Vatni sprautað á
mótmælendurna
Lögregla beitti öflugum vatns-
byssum gegn hópi mótmælenda fyr-
ir utan járnbrautarstöð í bænum
Dannenberg í norðurhluta Þýska-
lands í morgun til að tryggja að
hægt yrði að flytja umdeilda gáma
með kjarnorkuúrgangi á nærliggj-
andi geymslustað.
Lögreglan reyndi í fyrstu að
hreinsa leiðina til geymslustaðarins
í Gorleben, sem er í um 20 kíló-
metra fjarlægð, með því að bera
mótmælendurna fjögur þúsund í
burtu, einn af öðrum. Síðan var
gripið til vatnsbyssunnar og mót-
mælendur voru varaðir við því að
aðgerðir lögreglunnar mundu halda
áfram nema þeir létu af mótmælum
sínum.
Mótmælendur brugðust við með
því að púa og flauta á lögregluna en
leiðtogar þeirra hvöttu fólk til að
sýna stillingu. Ekki kom til neinna
átaka við laganna verði.
Þrjátíu þúsund lögregluþjónar
hafa verið kallaðir út til að sjá til
þess að kjarnorkuúrgangurinn kom-
ist á leiðarenda. Hann kom með lest
til Dannenberg frá suðurhluta
Þýskalands snemma í gærmorgun.
Þetta eru mestu lögregluaðgerðir í
sögu Þýskalands frá styrjaldarlok-
um.
Búist er við að pallbílar muni
flytja gámana sex með kjarnorkuúr-
ganginum til Gorleben einhvern
tíma í dag. Mótmælendur hafa reynt
að spilla vegunum til bæjarins með
því að skemma klæðninguna, grafa
undir þá eða með því að koma upp
vegatálmum.
Hundruð mótmælenda vörpuðu
eldsprengjum og steinum að lög-
regluþjónunum sem stóðu vörð um
sendinguna í gær. Tveir lögreglu-
þjónar slösuðust í átókunum og
mikill fjöldi þeirra umkringdi 250
mótmælendur, tók fingraför þeirra
og skráði persónulegar upplýsingar.
Reuter
Þú gætir eignast þessa
Macintosh tölvu
ásamt mótaldi
með því að
fylgjast með
ÍDV!
Taktu þátt í laufléttri og
skemmtilegri getraun meb DV og
Apple-umbobinu og þú gætir
eignast PERFORMA 6320/120
Macintosh tölvu meo mótaldi, ab
verbmæti 150.000.
Næstu vikuna munu birtast 7
þátttökuseolar í DV,
síðasti sebillinn birtist
mibvikudaginn 12.
mars en þann dag
fylgir hin árvissa
og glæsilega
fermingargjafahandbók
blabinu.
^»
n:
Safnabu öllum 7 þátttökuseblunum
saman, fylltu þá út og sendu til okkar
og þú ert kominn í pottinn!
2*-
ÞVERHOLTI 11 - SIMI 550 5000
£j? Apple-umboðið hf
SKIPHOLTI21 -SIMI511 5111
Heimasioa: http://www.apple.is
Spurning nr. 1
Hvar er
Apple-umboöib
til húsa?
( ) Skipholti 21
( ) Laugavegi 302
( ) Skúlagötu 95
Nafn:.
Heimilisfang:
Póstnúmer: _
Kennitala:
Sími:
Sendist til DV - Þverholti 11
Merkt: Makki - 105 Reykjavík
Skilafrestur er til 19. mars.