Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Blaðsíða 18
26 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 1997 Fréttir Samstarf Háskólans á Akureyri og Tækniskólans: Viljum efla menntun í þágu atvinnulífsins enn frekar - segja rektorar skólanna „Þessir tveir skólar eru að bjóða starfsmenntun í þágu atvinnulífs- ins og snúa nú bökum saman til þess að efla þá menntun enn frek- ar, ekki síst á landsbyggðinni. Það eru ýmsar hræringar á háskóla- stiginu og í íslensku atvinnulífi og það eru nauðsynlegt fyrir háskóla sem sinna menntun á þessu sviði að efla samstarf sitt og bjóða upp á nýtt nám 1 samstarfi, frekar en að standa í því hvor í sínu lagi. Af því er augljós hagkvæmni og sparnað- ur og gerir námið fjölbreyttara," segir Þorsteinn Gunnarsson, rekt- or Háskólans á Akureyri, en hann og Guðbrandur Steinþórsson, rekt- or Tækniskóla íslands, undirrit- uðu fyrir nokkru viljayfirlýsingu um samvinnu skólanna á sviði kennslu og annarrar starfsemi. Skólarnir munu kanna hag- kvæmni þess að samtengja ein- staka þætti starfsemi sinnar, t.d. hvað varðar upplýsinga- og skrán- ingarkerfi, sameiginleg námskeið og samráðningu starfsmanna. Gert er ráð fyrir að í sérstökum stúd- g \ý Þú getur unnið nýju plötuna með Blur og Blur-bol %¦¦ Blur-leikurinn ?* F ullt af Úrvafeettife Skynfærin á ferð og flugi Jóhanna Jóhannsdóttir spjallar létt um utanferðir íslendinga og gefur góð ráð. Endalaust flug Flugvélar með tveggja hestafia hreyfla og sólarrafhlöður fara á loft innan skamms. Ceimverubær, Bandaríkjunum Við íslendingar eigum okkar Snæfellsjökul og umhverfí hans. En Bandaríkjamenn hafa komið upp geimverubæ þar sem þær sýna sig tíðast. Códu veirurnar Sumar veirur lifa á því að sálga bak teríum sem valda veikindum í fólki. Hvernig er ordafordmn? Prófaðu bara sjálf/ur orðaforða þinn og íslenskukunnáttu V, entaskiptum og gagnkvæmum að- gangi að námskeiðum verði gert ráð fyrir því að stúdent sé skráður í þann skóla þar sem fullt nám er stundað (heimaskóla) og greiði þar skrásetningargjald, viðurkenning á námi sé gagnkvæm o.s.frv. Sam- starfsnefnd mun vinna að því að móta samstarf skólanna. Meðal þess sem rætt er um í sambandi við samstarf skólanna er að koma á fót heildstæðu BS-námi í upplýsingatæknifræði sem fari fram bæði við HA og TÍ. Nám þetta leggi bæði áherslu á þátt vélbúnað- ar og hugbúnaðar með það að markmiði að efla tækni og þekk- ingarstig á þessu sviði í íslensku atvinnulífi. „Við höfum skynjað þörf fyrir þetta nám. Víða í fyrirtækjum er háþróaður tæknibúnaður sem geymir upplýsingar um allt er við- kemur rekstri, þróun og þess hátt- ar en enginn sem kann virkilega á hann. Úr þessari þörf viljum við bæta," segir Guðbrandur Stein- þórsson, rektor TÍ. -sv Margir hafa notaö snjóinn og góöa vefirifi undanfariö til afi skella sér á skífii. Flestir fara upp í fjöll til afi stunda skífiaíþróttina en þeir eru líka nokkrir sem nýta sér afistæfiur í borgum og bæjum. Ljósmyndari rakst á Braga Tómas- son þar sem hann var á gönguskífium á Miklatúni á dögunum. ________ DV-myndPÖK Austur-Landeyjar: Tvíbreið brú á Affall DV.Vík: Starfsmenn brúargerðar- flokks Vegagerðarinnar í Vík, undir srjórn Jóns Valmunds- sonar, hafa nú hafist handa á ný við að byggja nýja, tvíbreiða brú í stað einbreiðrar brúar á hringveginum yfir Affall í Austur- Landeyjum. „Framkvæmdir hófust við brúna sl. haust en 13. nóvem- ber, þegar við höfðum lokið við að gera undirstöðurnar, fórum við austur á Skeiðarársand að gera nýja bráðabirgðabrú yfir Gígju og síðan til Víkur að steypa staura undir Skeiðarár- brúna," sagði Jón Vahnunds- son við fréttaritara DV. Jón sagði að stefnt væri að því að ljúka smíðinni sem fyrst en það færi mest eftir veðri hvenær það tækist. -NH Kvennalist- inn andæf ir meiri geisla- mengun Þingflokkur Kvennalistans telur brýnt að íslendingar láti sig kjarn- orkuendurvinnslustöðina í Dounr- eay í Skotlandi varða. Engar opin- berar áætlanir um mengunarvamir vegna starfsemi stöðvarinnar fyr- irfinnast og nú sé ætlunin að tvö- falda losun á plútóni-241 í hafið og fjórfalda losun þess í andrúmsloftið. „Tilvist okkar og afkoma byggist á að okkur takist að halda Atlants- hafinu og andrúmsloftinu hreinu," segir í frétt frá þingflokki Kvenna- listans um málið en þingflokkurinn sendi þann 20. febrúar mótmæli vegna aukinnar losunar geisla- virkra efna í hafið og andrúmsloftið frá stöðinni. í frétt þingflokksins segir að svo virðist sem skoska umhverfisstofn- unin SEPA virðist hafa lagt blessun sína yfir þetta þótt stofnunin hafi svarað því til að mótmæli Kvenna- listans verði tekin til afhugunar. -SÁ Leiðrétting í frétt af skoðanakönnum Félags- vísindastofnunar fyrir Alþýðusam- band Islands, sem greint var frá í blaðinu á mánudag, skolaðist rétt niðurstaða til verðandi einn lið könnunarinnar. Þegar spurt var hvort viðkom- andi væri hlynntur eða andvígur því að útgerðarmenn gætu leigt öðr- um veiðiheimildir sem þeir notuðu ekki sjálfir á veiðiárinu voru 61% andvíg en 39,9% meðmælt. Þetta leiðréttist hér með og er beðist vel- virðingar á mistökunum. Verðlaunagetraun um Moskvu: Moskvuborg 850 ára - 10 sigurvegurum boðið á afmælishátíðina Moskvuborg, höfuðborg Rússlands, á 850 ára afmæli á þessu ári og í tO- efni af því gengst borgarstjórn Moskvu fyrir alþjóðlegri spurninga- keppni undir kjörorðunum - Moskva - borg friðar og vináttu um aldir, að því er segir í frétt frá rússneska sendi- herranum á íslandi. Svör við 10 spurningum keppninn- ar skal vélrita á ensku og senda til Moscow - 850, K - 50, Box 52, 103050 Moscow, Russia, fyrir 30. júní nk. og þeir tíu sem best svara spurningunum að mati dómnemdar verður boðið á af- mælishátíð Moskvuborgar í septem- bermánuði, en að auki fá 50 aðrir sendan minjagrip í verðlaun. Spurn- ingarnar eru eftirfarandi: 1. Hver stofnaði Moskvuborg og hvað sýnir skjaldarmerki borgarinn- ar? 2. Hvað heitir gamalt, þekkt torg í Moskvu og gamalt mannvirki á þessu torgi og hvað er á því nú? 3. 1 Moskvu er nú verið að endur- byggja kirkju Krists frelsara. Hvenær var hún upphafiega byggð, í tilefni af hvaða atburði og hver urðu örlög hennar? 4. Hvernig er stjórn borgarinnar háttað og hver er nú borgarstjóri Moskvu? 5. Hvað heitir stærsta fiugfélag Rússlands og til hve margra landa flýgur það? 6. Hve gömul er neðanjarðarbraut- in í Moskvu (Metro) og hversu marg- ar eru brautarstöðvar hennar? 7. Moskva er hafharborg. Við hve mörg höf er hún tengd og hvað heita þau? 8. Hvenær hætti Moskva að vera höfuðborg Rússlands og hvenær varð hún það á ný? 9. Hvað hét fyrsti geimfarinn, hve- nær fór hann í ferð sína og hvar í Moskvu er að finna minnisvarða um hann? 10. Hvenær fóru Ólympíuleikar fram í Moskvu og númer hvað voru þeir? Hversu mörg gull-, sufur- og bronsverðlaun hlutu sovéskir íþrótta- menn á þessum leikum? -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.