Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 10. MARS 1997 Fréttir Tveir fórust en tíu bjargað í hafinu á milli íslands og Færeyja í gærmorgun: Leki talinn hafa komið að Dísarfelli - skipbrotsmönnunum skolaði fyrir borð er þeir voru úti á síðu skipsins Skipverjar Dísarfells voru komn- ir út á síðu skipsins, eftir að það fór á hliðina, þegar stór alda kom og skolaði þeim fyrir borð og í sjóinn. vegna liggur hins vegar ekki ljóst fyr- ir. Gámar hafi síðan færst til í lestum eftir að skipið fór á hliðina. Síðan hafi sjór farið að leka inn um útkallsstigið og þýðir að um líf og dauða sé að tefla. Vamarliðinu á Keflavíkurflugvefli var síðan gert viðvart og það beðið um að hafa Eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli var áhöfn Sjúkrahúsi Reykjavikur. Ættingjar skipbrotsmanna fóru með í bflnum. Dísarfells flutt með rútu til skoðunar á DV- mynd S Klukkan sex um morguninn náð- ist ekki frekara samband við Dísar- fellið og sótti þá uggur að öllum þeim sem stóðu að björgunarstörf- um. TF-SÝN, Fokkervél Landhelgis- gæslunnar var kölluð út og einnig var óskað eftir að vamarliðsþyrla legði af stað frá Keflavíkurflugvelli. Klukkan 7.10 til- kynnti áhöfn þyrl- unnar TF-LÍF að hún væri komin á slysstað. Vel gekk að finna skipbrots- mennina og hófúst björgunaraðgerðir þá þegar. Um klukk- an 8.30 tilkynnti þyrlan að búið væri að ná ellefu mönn- mn af Dísarfelli rnn borð. Tíu menn voru á lífi en einn var látinn. Þá lá fyrir að tólfti skip- verjinn var einnig látinn. Ákveöið var að skip tæki hinn látna og skildi áhöfh þyrlunnar blys eftir á staðn- um til að leiðbeina togaranum að honum. Þyrlunni var síðan flogiö til Hafn- ar í Homafirði þar sem eldsneyti var tekið auk þess sem starfsmenn Heilsugæslunnar þar aðstoðuðu þyrlulækninn við að hlúa að skip- brotsmönnunum. Þegar líða tók á var tilkynnt að Hegranesið hefði náð tólfta skipbrotsmanninum sem var látinn. Laust fyrir klukkan tólf á hádegi kom þyrlan siðan með skipbrots- mennina til Reykjavíkur þar sem hlúð var að þeim. Þeir fengu fljót- lega að fara heim en skipstjórinn, Karl Arason, varð eftir á Borgar- spitalanum þar sem hann hafði far- ið úr axlarlið og einnig hlotið bein- brot. -ótt Dísarfell var smíöað árið 1982. Það var eitt stærsta skip í þjónustu íslendinga. DV - mynd S Þar höfðust þeir síðan við í næstum tvær klukkustundir áður en áhöfn stóru Landhelgisgæsluþyrlunnar, TF-LÍF, bjargaði þeim. Samkvæmt upplýsingum DV er talið að leki hafi komið að skipinu og sjór komist í lestar þess - hvers Stuttar fréttir Vilja í Aiþjóða hvalveiðiráðið Þrír þingmenn jafhaðarmanna, þau Svanfríður Jónasdóttir, Jón Baldvin Hannibalsson og Ásta Ragnheiöur Jóhannesdóttir, munu leggja fram þingsályktun um þátttöku íslands í Alþjóða hvalveiöiráðinu. Telja þau að möguleikar íslendinga til að hafa áhrif á stefnumótun séu mun meiri innan ráðs en utan. Stolið úr pósti Ávísun upp á rúmlega 1,5 milljónir íslenskra króna, sem ís- lenskt útflutningsfyrirtæki í sjáv- arútvegi átti von á í pósti hingaö til lands, var stolið og hún fram- seld í Barclay’s banka í Lúxem- borg. Morgunblaðið greindi frá. Bókamarkaður Vegna vonskuveðurs og vondr- ar færðar hefur verið ákveðið að framlengja stóra bókamarkað Fé- lags bókaútgefenda í Kringlunni um einn dag. Því verður opið í dag milli kl. 10 og 19. -ggá þilfarslúgur. Óveður er því ekki bein- línis talin orsök þess að skipið fékk slagsíðu, fór á hliðina og sökk síðan. Skömmu fyrir klukkan fjögur í fyrrinótt kom tilkynning til Land- helgisgæslunnar frá Reykjavikurrad- íói um að slagsiða væri komin á Dís- arfellið, 20-30 gráða halli og 15 gám- ar hefðu losnað og farið í sjóinn. Skipið var statt nánást miðja vegu á milli íslands og Færeyja, 100 sjómílur suðsuðaustur af Homaflrði. Klukkan 4.51 kom tilkynning um að hallinn á skipinu væri orðinn 60 gráður - fjór- ir gámar til viðbótar höfðu þá farið í sjóinn, svo og annar tveggja björgun- arbáta skipsins. Þá kaflaði stjómstöð Landhelgisgæslunnar út áhöfn þyrl- unnar - Útkall Alfa, sem er ýtrasta þyrlu viðbúna til að fljúga til aðstoðar. Klukkan 4.57 sendi Dísarfellið út neyðar- kafl. TF-LÍF fór í loftið klukkan 5.28. Áhöfnin taldi sig þá geta orðið á slysstað klukkan hálfátta. Reykjafoss og Dettifoss, skip Eimskipafélagsins og togaramir Hegranes og Gullver voru ekki langt frá slysstaðnum og var þeim siglt áleiðis að staðnum. Varðskipi var einnig stefnt á staðinn. Rúmlega 1,6 milljarða króna tap vegna missis Dísarfellsins: Sjávarafurðir fyrir 800 milljónir tapast - skip metið á 600 milljónir en gámar á 250 milljónir Disarfeflið var 15 ára, smíðað í Þýskalandi árið 1982. Það var eitt stærsta flutningaskip í þjónustu íslend- ÞO getur svaraö þessari spurningu meö þvt aö hringja í stma 9041800. 39,90 kr. mínútan Já 1 Nel 2 j rödd FOLKSINS 904 1600 Á Landhelgisgæslan að geta tekið völdin af skipstjóra? inga, 127 metra langt, 20 metra breitt og gat flutt 582 gámaeiningar en 420 ein- ingar vom um borð þegar skipið fórst. Skipið var í sinni síðustu ferð fyrir Samskip. Það var á leið til Færeyja frá íslandi en þaðan átti að sigla til hafiia á meginlandi Evrópu. Um borð voru 4.100 tonn af sjávarafurðum. Samskip telur að lauslega áætlað sé verðmæti farmsins um 800 milljónir króna. Húftryggingaverðmæti skipsins er rúmlega 600 milljónir en verð- mæti gámanna um borð, sem flestir voru frystigámar, er um 250 milljón- ir króna. Stór hluti gámanna er í eigu erlendra skipafélaga. Dísarfellið átti að fara í leigu hjá öðru skipafélagi og búið var að ganga frá því að nýtt leiguskip kæmi í stað Dísarfellsins á morgun, þriðjudag. -Ótt Þeir sem fórust Þeir sem fórust þegar Dísarfellið sökk í gærmorgim hétu Páll Andrés- son, 1. stýrimaður, 38 ára. Hann læt- ur eftir sig konu og tvö böm. Hinn maðurinn hét Óskar Guðjónsson, 59 ára matsveinn, sem lætur eftir sig konu og tvö uppkomin böm. í tilkynningu frá Samskipum seg- ir að stjórnendur skipafélagsins votti aðstandendum innilegrar sam- úðar og minnist mannanna með hlýhug og þökk - starfsmanna sem þjónuðu félaginu vel og dyggilega. Þá færir Samskip áhöfh Dísarfells þakkir fyrir frábær störf við afar erfiðar aðstæður - fyrir liggi að áhöfnin hafi hrugðist rétt við á neyðarstundu. Um orsakir slyssins vísa Samskip til væntanlegra sjó- prófa. Samskip telja að starfsmenn Land- helgisgæslunnar hafi unnið enn eitt björgunarafrekið í gærmorgun. Fé- lagið færir áhöfn þyrlunnar TF-LlF, starfsmönnum í stjórnstöð og öllum öðrum sem veittu aöstoð innilegar þakkir. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.