Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 23
Gámur er góð geymsla sem getur fallið vel að umhverfinu Margar gerðir af notuðum gámum til sölu eða leigu. Venjulegir stálgámar, frystigámar, hálfgámar, einangraðir gámar, opnir o.fl. Gámur getur verið ódýr og hentug lausn á ýmsum geymsluvan- damálum, t.d. fyrir byggingastarfsemi, fiskverkendur, flutningabíl- stjóra, bændur og hvers konar aðra atvinnustarfsemi. Einnig fyrir tómstundastarf, t.d. við sumarbústaði, golfvelli, hestamennsku o.fl. Gámar þurfa ekki að stinga í stúf við umhverfið: Það er hægt að fella þá inn í landslag, mála og skreyta á ýmsan hátt. Leigjum einnig út vinnuskúra og innréttaða gáma til lengri eða skemmri tíma. HAFNARBAKKI V/Suðurhöfnina, Hafnarfirði sími 565 2733, fax 565 2735 Aðalfundur Olíufélagsins hf. verður haldinn miðvikudaginn 19. mars 1997 á Hótel Loftleiðum, þingsal 1-3, og hefst fundurinn kl. 14.00 Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 18, 4. hæð, frá og með 17. mars, fram að hádegi fundardags. Stjóm Olíufélagsins hf. [tsso] Olíufélagiðhf ± z - m Stór hluti upprunalegs skógar horfinn Notaðir gámar á góðu verði MÁNUDAGUR 10. MARS 1997 _LL)Jj_bjjTJ Kóalabirnir teknir úr sambandi Kóalabjörnum hefur fjölgað ört á Kengúrueyju undanfarin ár og hefur það valdið bæði þeim sjálfum og öðrum dýrum sem á eyjunni búa nokkrum óþægindum. Því hafa umhverfisyfirvöld í Ástralíu ákveðið að gera um 3000 bimi á eyjunni ófrjóa til að stemma stigu við fjölguninni. Efasemdarraddir hafa heyrst um að þetta sé nóg og spá sumir því að það verði nauð- synlegt að gera þetta aftur innan nokk- urra ára. hefur ekkert komið í stað þeirra trjáa sem mennirnir hafa höggvið. Af þeim 20% sem enn lifa er um helmingurinn í kulda- belti sunnan túndrunnar í Rússlandi, Alaska og Kanada. Einnig hefur Brasil- íumönnum tekist að halda nokkuð vel í sinn uppruna- lega skóg en hann er þó á hröðu undanhaldi vegna mikils skógarhöggs. WRI telur að með sama áframhaldi muni það skóg- lendi sem fylgt hefur heims- byggðinni frá upphafi hverfa innan nokkurra áratuga. Nigel Sizer telur að menn verði að huga alvarlega um hve mikið skóglendi í viðbót mannkynið má viö að missa. -HI , Raftækjaverslun íslands: Urval hljómtækja frá ýmsum framleiðendum Raftækjaverslun íslands hefur sérhæft sig í að bjóða úr- val góðra hljómtækja frá mörgum af þekktustu hljóm- tækjaframleiðendum heims. Þar má sjá merki eins og JVC, Panasonic, Sansui, Aiwa, Grundig, Philips o.fl. Viðskiptavinir hljómtækjaverslana hafa mikinn áhuga á heimabíói og spyrja mikið um slík tæki. Fólk vill fá bíóið heim í stofu. Til að fullnægja þeim þörfum býður Raf- tækjaverslunin kraftmikla magnara frá JVC, Panasonic og Sansui en við þá alla má tengja allt að fimm hátalara og fá þannig virkilegan heimabíóhljóm með bíómyndunum. Má fá slíka magnara frá JVC og Panasonic með fimm há- tölurum á 59.000 krónur. Þó sumir kjósi staka magnara fyrir heimabíóhljóðið eru aðrir sem vilja að þessir eiginleikar séu innbyggðir í sjón- varpstækin. Raftækjaverslunin býður bæði 50 og 100 riða sjónvörp frá Philips með innbyggðum heimabíómögnur- um og lausum hátölurum. Magnaramir í tækjunum gefa frá sér 70-120 vött og velja má milli sérstakra „hljóð- effekta" eiiis og „Movie“, „Life“, „Hall“ o. fl. Fyrir þá sem láta heimabíó lönd og leið er um úrval hljómtækjastæðna að velja. þar þykja stæðurnar frá Aiwa fremstar meðal jafningja og hafa verið margverðlaunaðar í erlendum fagtimaritum. Stæðurnar bjóða bæði upp á umhverfishljóm, karaoke-söngkerfi, RDS, merkja- og skila- boðakerfi útvarpsstöðva, og margt fleira. Magnaramir í þessum stæðum þykja kröftugir enda allt að 200 vött. -HLH Engin einrækt, segir Clinton Bill Clinton Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að nota opinbert fé til þess að rannsaka hugsanlega einrækt á mönnum. „Einrækt er ekki einungis spuming um vísindalegar framfarir, heldur líka um sið- ferði," sagði Clinton. Hann sagði enn fremur að nýleg þróun í þessum efnum gæti leitt til geysilegra framfara, en fyrst þyrfti að skilja viðfangsefnið betur. Jógúrt í stað kjöts Skólayfírvöld víða í Bandaríkjunum hafa tekið upp þá stefnu að í stað nauta- kjöts er bömum boðið upp á jógúrt í mötu- neytum skólanna. Er þetta gert til þess að auka næringargildi þeirrar fæðu sem börn neyta. Að sögn yfirvalda hefur þetta mælst vel fyrir meðal bamanna. Forsvars- menn kjötiðnaðarins em hins vegar ekki eins ánægðir og halda fram að kjöt sé mun næringarríkara en jógúrt. New Orleans-búar feitastir íbúar New Orleans eiga við mest offitu- vandamál að glíma samkvæmt nýlegri rannsókn. 38% íbúa þessarar borgar era of feitir samkvæmt rannsókninni. íbúar Denver eru hins vegar best á sig komnir að þessu leyti, en þar em „aðeins" 22% íbúanna of feitir. Dr. Roland Weinsier í háskólanúm í Alabama segir að þessi könnun sýni að Bandaríkjamenn mættu hugsa betur um heilsuna, og telur hlutfall- ið i Denver samt vera of hátt. Nýleg rannsókn hefur leitt í ljós að um 80% af þeim skógi sem óx við upphaf heimsbyggðarinnar er ekki lengur til. Er þetta niður- staða rannsóknar sem The World Resources Institute (WRI) gerði á skóglendi víða um heim með aðstoð gervi- hnatta. Að sögn Nigel Sizer, starfsmanns stofnunarinnar, hefur upprunalegt skóglendi jarðarinnar minnkað mikið síðustu 8000 árin, sérstak- lega síðustu þrjá áratugi. í 76 löndum er enginn upp- runalegur skógur eftir. Á þetta t.d. við um Norður-Afr- iku, Miðausturlönd og næst- um alla Evrópu. Sums stað- ar hefur nýr skógur vaxið í staðinn en annars staðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.