Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 10. MARS 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: EUAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritsýórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVjK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildír: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Tvö björgunarafrek í annaö sinn á örfáum dögum vann áhöfh hinnar nýju björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, mikið björgunarafrek þegar tíu skipbrotsmönnum af Dísarfelli var bjargað úr sjónum milli íslands og Færeyja í gær- morgun. Það má því með sanni segja að þetta frábæra björgunartæki hafa sannað sig og borgað sig. Lífi 29 sjó- manna var bjargað úr háska þar sem önnur tæki hefðu vart komið til greina. Björgunarafrekið í gærmorgun var unnið við afar erf- iðar aðstæður. Benóný Ásgrímsson, flugstjóri þyrlunn- ar, lýsti því í viðtali í gær að aðkoma á slysstað hefði verið ömurleg. Dísarfellið á hvolfi og gámar á fLoti og olía um allan sjó. Skipverjar voru í sjónum og náðist að bjarga tíu mönnum á lífi af tólf manna áhöfh skipsins. Sigmaður þyrlunnar vann mikið afrek er hann seig í tvígang niður að hinum skipreika mönnum sem höfðu bundið sig saman á sjónum. Skipbrotsmennimir nýttu sér þar, að sögn flugstjóra þyrlunnar, þekkingu úr Slysa- vamaskóla sjómanna. Erfitt var að athafha sig þama í olíunni á sjónum, innan um brak, þar sem ölduhæðin var 8-10 metrar. í þessu tilviki reyndi verulega á langdrægi þyrlunnar enda um 300 mílna leið á slysstað. Flugstjóri þyrlunnar sagði hana hafa reynst frábærlega við þessar erfiðu að- stæður. Þá kom fram hjá honum að hann hefði þakkað Guði fyrir að vera ekki á eldri þyrlunni, TF-SIF, og geta þá aðeins tekið 5 manns um borð, helming skipbrots- mannanna sem enn lifðu í sjónum. Þegar tekist var á um björgunarþyrlukaupin á sínum tíma vom það einmitt veigamikil rök að geta tekið áhöfn skips alla í einu fyr- ir utan langdrægi vélarinnar. Björgun skipbrotsmannanna af Dísarfelli kemur í kjölfar mikils björgunarafreks áhafhar TF-LÍF í síðustu viku þegar 19 skipverjum af leiguskipi Eimskips, Vikart- indi, var bjargað er skipið barðist í náttmyrkri og stór- viðri í brimgarðinum við Þjórsárósa. Erfitt var að koma siglínu í skipið og því tók flugstjóri þyrlunnar þá ákvörðun að bjarga allri áhöfninni, 19 manns, í einni ferð þótt 14 menn til viðbótar við áhöfnina væri í raun hámarksfiöldi. Flugstjórinn mat það svo að erfitt væri að komast aðra ferð ef hluti skipverja yrði skilinn eftir um borð. Þessir tveir atburðir á skömmum tíma sýna það svo ekki verður um villst að rétt var og löngu tímabært að kaupa svo öflugt björgunartæki sem TF-LÍF er. Þyrlan þótti dýr sem og rekstur hennar. Mannslíf verða hins vegar ekki metin til fiár og þyrlan hefur eftirminnilega sannað gildi sitt. Þá sýna þessir atburðir og að þyrluá- hafnir Landhelgisgæslunnar eru þrautþjálfaðar og hæf- ar til þess að fást við verkefni við erfiðustu aðstæður. Það er mikið öryggi fyrir sjófarendur að vita af fæmi þeirra og þeirri staðreynd að flugsveit Landhelgisgæsl- unnar hefur fengið tæki við hæfi. Það leiðir hins vegar hugann að skipastóli Landhelg- isgæslunnar. Varðskipin em öll orðin gömul og þau em lítil. Varðskipsmenn á Ægi lögðu sig í hættu í stórsjó þegar Vikartindur strandaði og einn skipverja tók út og annar slasaðist þegar varðskipið fékk á sig brotstjó. Stjómendur og starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa bent yfirvöldum á það að endurnýjun skipastólsins sé löngu tímabær. Þörf sé á stóru og öflugu varðskipi til þess að sinna þeim verkefnum sem Landhelgisgæslunni er ætlað. Það er forgangsverkefni að huga að því. DV sendir aðstandendum þeirra sem fórust á Dísar- felli og Ægi samúðarkveðjur. Jónas Haraldsson Áriö 1981 fóru fram í Fiatey á Skjálfanda rannsóknarboranir sem staöfestu tilvist setlaga, segir m.a. í grein Guö- mundar. - Viö rannsóknarboranir í Flatey. Olían og könnun setlaga í Öxarfirði og Tjörnesi dreif í þessum rannsóknum í stað þess að ljúka við borun í Flatey? Hugsanlega gætu niðurstöður þeirr- ar borunar leitt til aukins áhuga er- lendra samstarfs- aðila að olíuleit eða vinnslu við ís- land. Erlendir aðilar Ég ætla ekki að gera lítið úr sam- starfi íslendinga við Norðmenn á sviði olíuleitar og grunnrannsókna þar um. En eitt- hvaö velkist það Kjallarinn Guðmundur Hallvarösson 10. þingmaöur Reykvík- inga „Fram hefur komið að á árunum 1970-1980 hafí 25 erlendir aðilar sýnt olíuleitarmálum við ísland áhuga, en stjórnvöld þó ekki séð ástæðu til leyfísveitinga og skyndilega er áhuginn allur.“ Aðstoðarmaður iðnaðarráð- herra skrifaði nýlega grein í DV um olíu við ísland. Ekkert nýtt kom fram í blaðagrein þessari annað en að vafasamt væri að olía fyndist við ísland þar sem jarð- skorpan er ung og mynduð við eld- virkni. En nokkur sérstaða þó þar sem setlög hafa sest til á hafsbotni umhverfís landið. Af þessum sök- um væri óvarlegt að útiloka nokk- uð en líkurnar telur hann hverf- andi. Óviöunandi óvissa Aðstoðarmaður ráðherra gerir þvi skóna að ffekar sé von á Jan Mayen-svæðinu eða Hatton Rock- all-svæðinu hvað olíu áhrærir heldur en fyrir Norðurlandi. Get- ur hann þess til að þótt þar mætti finna oliu séu aðstæður allar mjög erfiðar, m.a. með tilliti tii verð- urfars og hafíss. Ég hef bent á það áöur í blaðagrein að árið 1981 fóru fram í Flatey á Skjálf- anda rannsóknarboranir sem staðfestu tilvist setlaga. Vandkvæði þessarar borun- ar er að aðeins var borað 554 metra, en til þess að ganga úr skugga um tilvist kolvetna í setlögum þar nyðra þarf að bora niður á yfir 2000 metra dýpi. Fram hefur komið að frá árinu 1992 til og með þessu ári hafi verið veittar 20 milljónir til hafsbotnsrannsókna við ísland. Hvers vegna fara menn á víð og fyrir mér að i samstarfi við Norð- menn vegna endurkastsmælinga á Jan Mayen-svæðinu voru gögn þeirrar niðurstööu boðin til sölu olíufyrirtækjum á veg- um norsku olíustofnun- arinnar, enginn hafði áhuga á, en norska rík- isolíufyrirtækið keypti. Voru þessar rannsóknir þá einhvers virði? Fram hefur komið að á árunum 1970-1980 hafi 25 erlendir aðilar sýnt olíuleitarmálum við ís- land áhuga en stjóm- völd þó ekki séð ástæðu til leyfisveitinga og skyndilega er áhuginn allur. Full vitneskja Með tilvísun til þess að aðeins hefur verið bor- aður 1/3 þess sem þarf i Flatey á Skjálfanda til að fá fulla vitneskju um hvort kolvetni finnist í setlögum þar er eðlilegt að leggja megináherslu á borun 2000 metra holu í Flatey á Skjálfanda. Menn hljóta að því verki loknu að hafa frek- ari upplýsingar og gögn sem leiddi væntanlega til frekara samstarfs við erlenda að- ila á sviði olíuleitar og vinnslu við ísland. Guðmundur Hallvarðsson Skoðanir annarra Jólasveinn í strompi „Því hefur allt of lítill gaumur verið gefinn hversu slappir íslenskir forstjórar eru í fyrirtækjarekstri. Viö erum að uppskera þaö í bágum launum laun- þega. Stjórnvöld hafa haldið að sér höndum í þessari deilu en biða eins og jólasveinn í strompi með skattapakka til að „höggva á hnútinn". Það em for- kastanleg vinnubrögð að ríkisstjómin ætlar enn eina ferðina að greiða launahækkim fyrir vinnuveit- endur með skattalækkun á launafólk.“ Úr forystugrein Alþbl. 7. mars. Það sama með vínið „Um langt skeið var það staðföst trú eigenda lands- ins, sem einnig sjá um lagasetningu, að þvi fylgdi mikil heilsufarsleg og efnaleg hnignun ef fara ætti að dreifa mjólk nema í einkasölum mjólkurframleið- enda, svokölluðum mjólkurbúðum. Þegar einokun- inni var loks aflétt vissi enginn hvers vegna henni var komið á og hvaða tilgangi hún þjónaði yfirleitt. ... Menn ættu því að anda rólega fyrir því þótt EES- samningurinn skyldi okkur til að aflétta brennivins- einokun." OÓ í Degi-Timanum 7. mars. Kristnitökuhátíðin og afnám trúfrelsis „Umræðan um kristnitökuhátíðina er orðin hálf vandræðaleg. í fyrstu stóð það helst í mönnum að geta ekki ákveðið hvort halda skyldi upp á afmælið árið 1999 eða 2000 ... Ef til vill var það ekki svo vit- laus hugmynd aö taka engan þátt í hátíðinni. Það virðist neftiilega fátt hafa verið hugsað um hvað raunverulega er verið að halda upp á.Kristnitak- an á Alþingi" þýðir ekkert annað en að heiðni var þar með bönnuð á íslandi ... Er það ekki stjórnar- skrárbrot að hið opinbera skuli efna til almennrar hátíðar til að fagna 1000 ára aftnæli afnáms trúfrels- is í landinu?" Steingrímur Jónsson í Mbl. 7. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.