Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 10
10 MANUDAGUR 10. MARS 1997 + Fréttir Til leigu nálægt Hlemmi Til leigu nálægt Hlemmi allt aö 150 ferm. inn- réttaö skrifstofuhúsnæði á 1. hæð. Leiga kr. 450 pr. ferm. Hentar vel fyrir skrifstofur eöa léttan iönaö. Leigist sem heild eða í einingum. Upplýsingar í síma 561-7195 á skrifstofutíma. Utboö L LANDSVIRKJUN Sultartangavirkjun Byggingarvinna Landsvirkjun óskar eftir tilboöum í byggingarvinnu fyrir 120 MW Sult- artangavirkjun, í Þjórsá við Sandfell, í samræmi við útboðsgögn SUL- 02. Verkinu er skipt í þrjá hluta sem hér segir: Hluti 1: Gröftur um 100 metra langs aðrennslisskurðar. Gröftur 3,4 km langra jarðganga sem veröa um 140 m2 að þverskurðarflatar- máli og steinsteypt inntak í jarðgöng. Hluti 2: Gröftur fyrir stöðvarhúsi og tengivirkishúsi, bygging þessara húsa og fullnaðarfrágangur. Uppsteypa inntaksvirkis og steypa með aðrennslispíum að stöðvarhúsi, gröftur kapallagna milli stöðv- arhúss og tengivirkishúss og gerð vega að húsunum. Gröftur er um það bil 200.000 m3, steypa 30.000m3 og mót 35.000 m2. Hluti 3: Gröftur 7,2 km langs frárennslisskurðar frá stöðvarhúsi að Þjórsá skammt ofan við Búrfellsvirkjun og bygging um 30 metra langra tvíbreiðrar brúar á skurðinn. Gröftur er um það bil 3.000.000m3. Heimilt er að bjóða í hvern hluta fyrir sig, eöa fleiri saman. Verkinu skal Ijúka í janúar árið 2000. Útboðsgögn verð afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitis- braut 68, 103 Reykjavík, frá og meö þriðjudeginum 11. mars 1997 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 10.000 með vsk. fyrir fyrsta eintak og kr. 4000 fyrir hvert viöbótareintak með vsk. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 12.00 þriðjudaginn 6. maí 1997. Tilboðin verða opnuð í stjórnstöö Landsvirkjunar að Bústaða- vegi 7, Reykjavík, samadag, 6. maí 1997, klukkan 14.00. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opnunina. MANUDAGS -g spi all V Aag ^ J hittumst IHVERFINU AUSTURBÆR Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavík eru með viðtalstíma í hverfum borgarinnar á mánudögum. í dag verða SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR alþingismaður & JÓNA GRÓA SIGURÐARDÓTTIR borgarfulltrúi Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 17-19 Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla Reykvíkinga að ræða málin og skiptast á skoðunum við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hafðu áhrif og láttu skoðanir þínar heyrast Nánari SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN upplýsinvar á heimasíðu Siálfstæðisflokksins http://www.centrum.is/x-d VÖRÐUR - FULLTRÚARÁÐ SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA í REYKJAVÍK Langbylgjusendingar RÚV í fullum undirbúningi: Tilraunaútsend ingar í haust „Langbylgjustöðvarnar voru orðnar gamlar og forsætisráðherra lofaði þvi eftir Súðavíkurslysið að Ríkisútvarpinu yrði gert kleift að bæta langbylgjusendingar. Málið er í fullum gangi og við reiknum með að geta hafið tilraunaútsendingar í haust,“ segir Kristján Benedikts- son, verkfræðingur hjá Ríkisút- varpinu. Kristján segir að til viðbótar við mastrið á Gufuskálum verði sett eitt stórt mastur á Eiðum í stað tveggja minni sem þar eru. „Með þessum nýja búnaði verða stöðvamar öflugri og dreifingarnet- ið stærra og þéttar. Langbylgjukerf- ið er hugsað til þess að þjóna í þrennum tilgangi, í fyrsta lagi sem varastöð fyrir FM-kerfið, það dekk- ar þau svæði sem FM nær ekki til og síðan hefur þetta kerfi meiri langdrægni út á miðin,“ segir Krist- ján. -sv Útbreiðsla lang- og miðbylgjustöðva að degi til - miöað við góðan móttökustyrk, minni styrkur fjær - A. Vatnsendi (207 kHz, 100 kW) B. Skjaldarvík (738 kHz, 5 kW) C. Eiðar (207 kHz, 20 kW) D. Höfn (666 kHz, 1 kW) E. Gufuskálar ný stöð (189 kHz, 300 kW) F. Elðar ný stöð (207 kHz, 100 kW) Nýja langbylgjukerfiö hefur meiri langdrægni út á miðin, auk þess sem það dekkar þau svæði sem FM-kerfið nær ekki tii. Lagfærir gamlan bát Björns á Löngumýri til skemmtiferða „Ég er á kafi í vélinni núna við að reyna að koma henni í lag. Þeir eru margir tímamir sem ég er búinn að stússast í þessum bát, enda geri ég þetta allt sjálfur. Bát- urinn verður tilbúinn fyrir vorið og ég ætla að vígja hann 25. maí í vor og vera kominn á honum norður fyrir sjómannadaginn," sagði Þorvaldur Skaftason, sjó- maður og hagleiksmaður á Skagaströnd, þar sem hann var að vinna í bátnum við Granda- garð í Reykjavík. Þorvaldur hefur í vetur og undan- farin misseri unnið að þvi að lag- færa Húna II., gamlan fiskibát og gera úr honum skemmtiferðabát. Áformað er að báturinn verði tilbú- inn fyrir vorið til skemmtisiglinga á Húnaflóa og Skagafirði til hvala- skoðunar, sjóstangaveiði og ferða til Djúpuvíkur, inn á Skagafjörð eða fyrir Hombjarg. Húni H. er við lagfæringarnar orðinn einstakur bátur sinnar teg- undar á íslandi. Þorvaldur bjarg- aði honum undan eldi fyrir nokkrum ámm. Engu hefur verið breytt í útliti frá upprunalegri mynd. Þetta er 130 tonna eikarbát- ur, smíðaður á Akureyri 1963 hjá skipasmíðastöð KEA fyrir Hákon Magnússon skipstjóra og Bjöm Pálsson, alþingismann og bónda á Löngumýri. í lest bátsins hefur Þorvaldur komið fyrir veitingasal fyrir 60 manns. Snyrting er undir hvalbakn- um og setustofan undir bátadekki með sætum fyrir 10-15 manns. Eld- húsið er í lúkamum og dekkplássið er 70 fermetrar. Ég er búinn að eiga bátinn í tvö ár. í fyrstu ætlaði ég að fara ró- lega í þetta en þá kviknaði hug- myndin að gera bátinn að skemmtiferðaskipi. Ég ákvað að veðja á það, seldi trilluna og lagði peningana í þetta. Ég hef fengið lán hjá Ferðamálaráði og er að sækja um lán hjá Byggðastofnun. Ég legg allt undir í þessu," sagði Þorvaldur. Húni II. við Grandagarö. DV-mynd ÞÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.