Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 10. MARS 1997 15 Löng bið eftir því að láta „laga“ sig Sonur okkar sem nú er á fjórða ári, greindist með op á milli hjartahólfa þegar hann var þriggja mánaða gamall. Þá var okkur for- eldrunum sagt að gera þyrfti að- gerð á honum, og á þeim tíma voru þær framkvæmdar í Lund- únumn, en öllum tii mikils léttis eru þær nú gerðar á íslandi. Sem betur fer höfum við þó ver- iö heppin. Strákurinn hefur verið hraustari en gengur og gerist. Hann hefur dafnað vel, öfugt við flest önnur börn með álíka hjarta- galla sem þurfa tljótlega að fara í aðgerð vegna þess að þau nærast ekki. Því hefur dregist að senda hann í aðgerð, en þrátt fyrir hve hress hann virðist er biðin geysi- lega erfið. Við höfum átt margar andvökunætur því þegar hann veikist þá er hjartslátturinn svo hraður að hann á erfitt með önd- un. Þetta gerist í hvert skipti sem hann fær kvef, hita eða er bara hreinlega þreyttur. Um þúsund fjölskyldur á íslandi hafa glímt við þann vanda sem í því felst aö annast hjartveikt barn. Venjulegt líf úr skorðum Síðastliðið haust fékk hann inni á leikskóla, en hann átti að fara í aðgerðina á sama tíma. Því viss- um við ekki hvort við gætum þeg- ið leikskólaplássið og i samráði við bæjaryfirvöld hélt leikskóla- stýran plássinu lausu fyrir hann í tvo mánuði. Þá kom í ljós að hann gat byrjað þar sem aðgerðinni hafði verið frestað til vors. Hann er mjög ánægður á leik- skólanum og fylgir þar jafnöldrum sin- um alveg eftir í leik og starfi. Út- hald hans er þó minna en hinna bamanna og getur hann þurft þó nokkurn tíma til að jafna sig eftir hamagang og leiki. Hann hefur verið á leið í aðgerð í rúmlega þrjú ár. Biðin er þvi orð- in löng og hefur sett venjulegt heimilislif úr skorðum. Við skipu- leggjum aldrei langt fram í tímann því veikindi hans hafa forgang og erfitt að ákveða með sumarfrí og annað. Einnig hætti ég að vinna úti, þar sem okkur var ráðlegt að betra væri fyrir hann að vera heima vegna sýkingarhættu. Þetta setti nokkuð stórt strik í reikning- inn fjárhagslega, þar sem við vor- um nýbúin að festa kaup á hús- næði og gerðum ráð fyrir mínum tekjum áfram eftir að fæðingaror- lofi lyki. Erfitt aö útskýra Núna þegar stytt- ist í aðgerðina hefur það vafist mjög fyrir okkur foreldrum hans hvemig best sé að undirbúa hann fyrir aðgerðina. Það er erfitt að útskýra fyrir þriggja og hálfs árs gömlu barni hvað fara muni fram á spítal- anum. Hann veit að það þarf að „laga“ hann, en það sem við hræðumst mest er ekki aðgerðin sjálf, heldur við- brögð hans þegar hann vaknar með stórar umbúðir á bringunni og allur tengdur slöngum og tækjum. Litla óhemjan okkar þolir nefnilega ekki við í návist lækna og hjúkr- unarfólks. Við reynum þó eftir bestu getu að skýra út fyrir honum hvað sé í gangi, og í hvert sinn sem hann kemur frá lækni og er búinn að fá útrás þá er hann sáttur við að allt þetta um- stang og vesen sé enn einn liðurinn í þvi að ,,laga“ hann. Ég vildi segja þér, les- andi góður, frá reynslu okkar fjölskyldu, vegna þess að framundan er landssöfnun á vegum Neistans, styrktarfé- lags hjartveikra bama. Um þúsund fjölskyldur á íslandi hafa glímt við þann vanda sem í því felst að annast hjart- veikt barn. Allir sem það reyna þurfa á að- stoð samfélagsins og hjartagóðs fólks um land allt að halda. Margrét Guðjónsdóttir „Hann veit að það þarf að „laga“ hann, en það sem við hræðumst mest er ekki aðgerðin sjálf, held- ur viðbrögð hans þegar hann vaknar með stórar umbúðir á bringunni og allur tengdur slöng- um og tækjum.u Kjallarinn Margrét Guðjónsdóttir í stjórn Neistans, styrkt- arfélags hjartveikra barna Aö skipta um búning Það er athyglisvert hvað menn- ingammræða og umfjöllun hér á landi er frumstæð. Og þá á ég við menningu í víðri merkingu, en ekki einungis svokallaða fagur- menningu. Þannig er menningin oft séð sem einhvers konar dýr í búri, innilokað og einangrað frá umhverfi sinu og uppruna; eitt- hvað sem má skoða og skilgreina frá sjónarhomi utan búrsins. En menningin er ekki eitthvað sem fellur í kjöltu fólks af himn- um ofan eða er afmarkað i búrum. Menning er alltaf háö umhverfi sínu og í stöðugu samspili við það umhverfi sem hún er sprottin úr og endurspeglar. Menningin er eitt- hvað sem er alltum- kring og snertir jafnt þá sem eiga að henni hlut og sem um hana fjalla. Varhugaverö pólitík Nýlega rakst ég á dæmi sem, án þess að vera í sjálfu sér verra en margt annað, dregur mjög vel saman alla þá galla sem einkenna íslenska menningammræðu. í Morgunblaðinu sunnudaginn 9. febrúar síðastliðinn skrifar Ellert B. Schram grein sem hann nefnir „Hinar hliðarnar á fátæktinni“. Þar gerir hann að umtalsefni „andlega fátækt" sem hann telur einkenna nútímann og kemur fram í afþreyingarmenningu og tæknivæðingu. Þessi „andlega fá- tækt“ holdgervist í nýjum búningi Súpermans (með einu enni, er þetta ekki kvenkyns?). Fyrir utan þá varhugaverðu pólitík sem kemur fram í þessari yfirbreiðslu á efnislegri fátækt og tilfærslu yfir í þá andlegu (sem náttúrlega hentar Morgunblaðsles- endum vel, að geta lokað augunum fyrir erfiðleikum annarra og hellt sér út í að fárast yfir fávisku þeirra) þá er röksemdafærsla hans öll sú undarlegasta. Þar ber fyrst að nefna þann einkennilega sam- slátt sem verður á andlegri hnign- un og andlegri vanheilsu. Ellert ræðir fýrst félagsleg og geðræn vandamál, færir sig þaðan yfir í fátæktina sem þeim valda (!) og er síðan á einhvern ótrúlegan hátt búinn að skella skuldinni á þá áþján að „detta ekki úr tísku“ (t.d. með því að ganga í gömlum súperman-búningi). Gildin úr gildi fallin í samfélagi þar sem „tjáskipti eru fiar- skipti“ höfum við gleymt góðum og gömlum gildum, sam- kvæmt Ellert, svo sem þeim að „gæta náung- ans“ og „þekkja samferöafólk sitt“ og náttúruna, sem þegar öllu er á botninn hvolft er meira virði en efnisleg auðlegð. Þessi góðu, gömlu gildi koma til dæmis fram í orðum Ellerts þegar hann segir um sjálfan sig að hann sé „bonus pater“ (og það er ekki pabbi sem sér um innkaupin í Bónus) sem „skýtur upp sínum fiölskyldu- pakka af flugeldum" og situr við sjónvarpið á stórhátíðum og held- ur sig yfirhöfuð innan þeirra marka sem þjóðfélagið býður. Samkvæmt þessum gildum er þjóðfélagið undir styrkri stjórn og yfirumsjá (sbr. „gæta“ og „þekkja") bonorum patrum, sem með ábyrgð og fyrirhyggju tryggja, ef ekki efnislega, þá allavega andlega auð- legð. En þannig er þjóðfé- lagið alls ekki leng- ur. Eins og Ellert bendir á, eru þessi gömlu gildi úr gildi fallin og ekki seinna vænna. Neysluþjóð- félagið og feðraveldið grafa undan sjálfum sér í samfélagi of- framboðs á menn- ingu og menningarafurðum þar sem ekki er lengur hægt að „gæta“ neytenda og „þekkja" markaðinn, þegar við sitjum á „eintali við sál- ina“, „eða í sálarlausu sambandi við Internetið" í stað þess að safn- ast saman við sjónvarpið, uppstillt bakvið fiölskyldutoðurinn sem ákveður dagskrána. Nútíminn hef- ur skipt um búning og sá búning- ur passar ekki á bonum patrem, því hann er ekki lengur sniðinn eftir hans þörfum. Úlfhildur Dagsdóttir „Neysiuþjóðféiagjð og feðraveldið grafa undan sjálfum sér í samfé- lagi offramboðs á menningu og menningarafurðum þar sem ekki er lengur hægt að „gætau neyt- enda og„þekkjau markaðinn Kjallarinn Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur IV 1 4 leð Oj í móti i Verkfall? Pétur Sigurésson, forscti Alþýðusam- bands Vestfjaröa. Allar aðrar leiðir reyndar „í sjálfu sér er ekkert sem rétt- lætir verkfoll vegna þess að þau koma ekki til framkvæmda nema þegar búið er að reyna allar mögulegar leiðir til að ná fram sanngjörnum leiðréttingum á kjörum. Þetta hefur verið megin- undirstaðan undir verkfallsboðun hjá almennum verkalýðsfélögum. Það eru til önnur verkföll - sem við höfum alltaf litið homauga — þegar vel launaðir þrýstihópar knýja fram launahækkanir með verkfalls- aðgerðum. Boðun vimmstöðvunar núna er til að ná fram 70 þúsunda króna lágmarkslaunum, það er allt og sumt Verkafólk, sem hefur sér- staklega lagt sig fram, í samstarfi við atvinnurekendur og ríkisvald til að stöðva óráðsíuna í þjóðfélag- inu hefur frá árinu 1990 lagt sitt af mörkum til að byggja upp traust efhahagskerfi. Verkafólk hefur beð- ið með kröfur í sjö ár en núna þeg- ar öll fyrirtækin em rekin með hagnaði og það flóir út úr ríkis- skassanum er engin ástæða til að gefa eftir. Síðasta útspil atvinnurek- enda, sem er eins ósvifið og mest má vera, hlýtur að kalla á vinnu- stöðvun. Það er ekki um annað að raeða og þess vegna er gripiö til verkfallsvopnsins. Að mínu mati er framvindan síðustu misseri alveg nóg ástæða til boðunar verkfalls." Jafn úrelt og verkalýðsfélögin „Á meðan launafólk er þvingað tO að- ildar að verka- lýðsfélögum og einstakir félags- menn verða að sifia og standa eins og félögin og leiðtogar þeirra vilja eru hvorki verkfóll né aðrar aðgerðir verkalýðsfélag- anna réttlætanlegar. Skylduaðildin sviptir einstaklingana innan verka- lýðsfélaganna þeim sjálfsagða rétti að ákveða það sjálfir hvort þeir fara í verkfall. Handaupprétting á félags- fundi um verkfallsboðun breytir engu fýrir þann sem lendir í minni- hluta. Verkfóll em í raun jafn gam- aldags og úrelt og verkalýðsfélögin. Þau minna á fyrirbæri sem okkur fmnast grátbrosleg í dag, eins og mjólkurbúðimar, gjaldeyris- skömmtunina og innflutningsleyf- in. Og maður spyr: Af hverju er svona miklu meira mál að semja um laun en t.d. vöruverð? Er þaö ef til vill vegna hinnar miklu miðstýi-- ingar verkalýðsfélaganna? Verkfóll byggja á þeirri trú að verðmæti verði til yfir kaffibollum í Karphús- inu. Þau skila þvi sjaldan öðm en tjóni í atvinnulífmu. Mánaðarverk- fafl krefst 10% launahækkunar ef menn ætla að ná sömu tekjum inn- an ársins og ef þeir hefðu haldið áfram að vinna á óbreyttum laun- um. I vikuritinu Vísbendingu kom t.d. fram nýlega að kaupmáttur taxtalauna verkakarla dróst saman í kjölfar hinna miklu verkfallsára 1982 og 1988.“ -jáhj Glúmur Jón Björns- son, ritstjórl Vof- Þjóðviljans. Kjallarahöfundar Athygli kjaflarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centmm.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.