Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 10. MARS 1997 Fréttir Sprengisandsferð Ferðaklúbbsins 4x4: Sönnuðum að þetta er hægt í nánast hvaða veðri sem er - segir Oddur Einarsson, formaður klúbbsins DV, Akureyri: „Ferðin gekk alveg sérstaklega vel. Það komu ekki upp nein alvar- leg vandamál og allir eru mjög ánægðir,“ sagði Oddur Einarsson, formaður Ferðaklúbbsins 4x4, þegar ferð klúbbsins frá Reykjavík til Ak- ureyrar um Sprengisand lauk form- lega á Akureyri í gær. Ferðin hófst í Reykjavík á fóstudagsmorgun og komið var í Nýjadal aðfaranótt laugardags. Á laugardag var ekið til Akureyrar um Bárðardal og komið þangað á laugardagskvöld. í gær var bílasýning á Akureyri og ferð- inni lauk formlega þar þótt ein- hverjir hafi ætlað um Kjöl til baka. í ferðinni voru 115 bílar og í þeim um 260 manns. Bílunum var skipt niður í 18 hópa og voru 3-6 bílar saman í hverjum hóp og mikil sam- vinna innan hópanna. Oddur segir að í ferðinni hafi menn hreppt Jeppaferöin frá Reykjavík noröur Sprengisand til Akureyrar gekk mjög vel. Feröinni lauk for mlega meö bílasýningu á Akureyri áöur en haldiö var heim. versta veður, vindhæð hafi yflrleitt verið 9-10 vindstig og snjór hafi ver- ið talsverður. „Með þessari ferð sönnuðum við að ef vel er staðið að undirbúningi er hægt að fara í stóra hópferð jeppa yflr hálendið í nánast hvaða veðri sem er. Skipulag ferðarinnar tók 3 mánuði og það gekk nákvæmlega allt upp eins og það var sett niður fyrir fram.“ Ferðin nú var í og með farin til að halda upp á sams konar ferð sem farin var fyrir 10 árum. Þá tókst hins vegar ekki betur til en svo að ferðinni var aflýst þegar hún var hálfnuð í Nýjadal vegna veðurs og leiðangursmenn lentu í miklum hrakningum. „Þá höfðu menn á orði að slík ferð yrði aldrei farin aftur. Síðan hefur margt breyst, bílarnir eru miklu betur útbúnir og ekki síst munar um GPS-tækin sem nú eru í öllum bílum,“ segir Oddur. -gk Vestmannaeyjar: Tveimur bílum stolið - ölvaðir þjófar Bíl var stolið í Vestmannaeyj- um í fyrrinótt og maður skömmu síöar handtekinn á honum. Hann var ölvaður. Sömu nótt var öðrum bíl stolið og hann fannst nokkru síðar niðri á bryggju. Böndin bárust strax að sjómanni á aðkomubát sem liggur í höfninni og var sá handtekinn. Málið þykir liggja nokkuð Ijóst fyrir, en maðurinn hafði ekki játað þegar DV talaði til Eyja í gærkvöldi. Maðurinn var ölvaður. -sv Ölvaður á vélsleða Einn maður var tekinn ölv- aður á vélsleða á ísafirði að- faranótt sunnudags. Farið er með slíkt mál eins og venjuleg- an ölvunarakstur á bíl. -sv Byrjað að dæla olíu úr Vikartindi í dag: Gæti tekið um hálfan mánuð - rifan komin allan hringinn „Við höfum lagt mikla áherslu á að ekki verði vaðið í neitt vanhugs- að í þessu sambandi, því það þykir sýnt að það muni taka um háifan mánuð að losa olíuna úr skipinu ef allt gengur vel. Á strandstað er komið hollenskt lið sérfræðinga og tækin eru á leið í gegnum tollinn," segir Davíð Egilsson, forstöðumað- ur Mengunarvarna sjávar hjá Holl- ustuvemd rikisins, en reiknað er með að byrjað verði að reyna að dæla olíu úr Vikartindi í dag. Davíð segir að þótt veður hafi eitthvað gengið niður sé mjög stór- streymt á staðnum, grafið hafi und- an skipinu að framan og að spmng- an á skipinu sé nánast komin allan hringinn. „Það er spurning um hvenær skipið dettur í sundur. Menn eru mjög meðvitaðir um hættuna sem því fylgir að fara um borð og þeir sem það gera eru sérfræðingar í þessu þannig að það verður ekki teflt á tvær hættur.“ Davið segir að þótt skipið kunni að detta í sundur sé ekki þar með sagt að olían fari út um allt. Tank- amir séu aftarlega í skipinu en þeir verði vitanlega opnari fyrir sjávar- ganginum ef skipið rifnar í sundur. -sv Vestmannaeyjar: Ruddist inn í hús I dag á aö reyna aö dæla svartolíunni úr hinu strandaöa skipi. Eiturefnagámur stendur tæpt og því hafa menn allan vara á. DV-mynd PÖK Vikartindur: Gamur með blasyru um borð Ölvaður maður mddist inn í hús í Vestmannaeyjum í gær. Hann var með dólgslæti og hræddi heimilis- fólk, sérstaklega það yngsta, en eng- Bíl var ekið upp á umferðareyju og þar á grindverk á mótum Miklu- brautar og Smáragötu aðfaranótt sunnudags. Þrír menn munu hafa inn á heimilinu þekkti manninn eða vissi hvað honum gekk til. Hann var handtekinn. -sv verið í bílnum og flýðu þeir af vett- vangi. Skömmu eftir að lögreglan fann bílinn var tilkynnt um að hon- um hefði verið stolið. -sv Gámur með klórefni, leysiefni og blásýrudufti er að sögn lögreglunn- ar á Hvolsvelli kominn hættulega nærri því að falla af Vikartindi. Gámurinn mun vera sérstyrktur en samt hafa menn allan vara á ef Ný stjóm hefur verið kjörin fyrir Samherja hf. og kom hún saman til fyrsta fundar á Akureyri um helg- ina. Formaður stjórnarinnar er Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á ísafirði, en aðrir í stjóm em Þor- steinn Vilhelmsson, Kristján Vil- helmsson, Kári Amór Kárason og Finnbogi Alfreðsson. Varastjórn skipa Finnbogi Baldvinsson og Ás- geir Guðbjartsson. Gengið hefur verið frá nýju stjómskipuriti fyrir Samherja þar sem starfseminni er skipt á fimm hann skyldi falla af skipinu. Veður er nú miklu skaplegra á strandstað en verið hefur og það eykur mönn- um bjartsýni á að hægt verði að fara um borð í skipið í dag. f gær var unnið að því að sjóða meginsvið og framkvæmdastjórar tilnefndir. Þorsteinn Vilhelmsson og Kristján Vilhelmsson stýra útgerð- arsviði, Björgólfur Jóhannsson stýr- ir nýsköpunar- og þróunarsviði, Aðalsteinn Helgason landvinnslu og Finnbogi Alfreðsson Fiskimjöli og Lýsi. Forstjóri er Þorsteinn Már Baldvinsson. Aðalfundur Samherja hf. verður haldinn á Akureyri 18. mars. Dag- inn eftir hefst hlutafjárútboð á veg- um félagsins þar sem selt verður nýtt hlutafé að nafnverði 110 millj- ónir króna. -gk einhvers konar stiga á siðu skipsins og ætla menn að freista þess að koma tólum og tækjum um borð í dag til þess að dæla svartolíunni frá borði. Gámar héldu áfram að falla af skipinu um helgina. -sv Skipstjóri Vikartinds: Farbann staðfest Rikissaksóknari hetúr farið fram á það við RLR að rann- sakað verði hvort skipstjóri Vikartinds hafi gerst brotlegur við hegningarlög og alþjóðleg lög um mengunarvamir. í kjöl- far þess var farið fram á að skipstjórinn yrði settur í far- bann. Héraðsdómur staðfesti farbannið um helgina og stend- ur það til 2. apríl. Skipstjórinn mótmælti ekki kröfunni um farbann og RLR mun því reyna að leiða hið sanna í ljós í mál- inu. -sv Vinningar sem dregnir voru út í HAPPII HENDI síðastliðið föstudagskvöld komu í hlut eftirtalinna aðila. Birt mað fyrirvara um prantviiiur. Anna Sigurðardóttir, Guðbjörg Rist Jónsdóttir, íris Eggertsdóttir, Búðargerði 7, Bæjargili 73, Vesturbrún 16, Reykjavík Garðabæ Reykjavík Bendt Harðarson, Guðfinna Einarsdóttir, Joas Ramos Rocha, Bleikjukvísl 5, Hátúni 8, Vallarási 3, Reykjavík Reykjavík Reykjavík Birna Steingrímsdóttir, Hrefna Smith, Jðn Hermannsson, Grænatúni 10, Urðarl. 32, Mjallargötu 1H, Kópavogi Reykjavík ísafirði Björg Sigurðardóttir, Ingunn Hallgrímsdóttir, Sólveig Kristjánsdóttir, Árholti 6, Garðabraut 26, Almannadal, Húsavík Akranesi Reykjavík Flýðu úr stolnum bíl Ný sQórn hjá Samherja hf. DV, Akureyri:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.