Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 10. MARS 1997 17 Fréttir Verkafólki á Ólafsfirði ætlað sækja vinnu til Dalvikur: Utið á okkur sem annars flokks fólk - erum bálreiðar, segja tvær verkakonur á Ólafsfirði Dy Ólafsfirði: „Við erum bálreiðar. Það er litið á okkur sem annars flokks fólk,“ segja þær Guðný Ágústsdóttir og Guðrún Jakobsdóttir, verkakonur á Ólafsfirði. Mikil reiði ríkir hér vegna reynslu nokkurra verka- kvenna af Verkalýðsfél. Einingu Akureyri, Vinnumiðlun bæjarins og Atvinnuleysistryggingasjóði. Sjö konur á Ólafsfirði missa bæt- ur fyrir að þiggja ekki vinnu á Dal- vík, þrátt fyrir mismunandi per- sónulegar ástæður. Á sama tíma halda sjö aðrar konur hér bótum. Þurfa ekki að gera grein fyrir sín- um málum og margar konur hér eru á atvinnuleysisskrá og ekki skikkaðar í vinnu. Tildrögin eru að um áramót hætti Hraðfrystihús Ólafsfjarðar starf- semi. Við það fór verkafólk á at- vinnuleysisbætur. Skömmu síðar voru þvi boðin 10 stöðugildi við frystihúsið á Dalvík. Haldinn var fundur á Ólafsfirði 12. jan. með verkakonunum. Þar mættu Rúnar Guðlaugsson, forstöðumaður Vin- numiðlunar á Ólafsfirði, Bjöm Snæ- björnsson, formaður Einingar Akureyri, og fulltrúi Einingar í út- hlutunarnefnd atvinnuleysisbóta, Guðjón Jónsson. Á fundinum var konunum tjáð að þeim stæði vinna til boða á Dalvík en yrðu að gefa ástæður fyrir þvi ef þær gætu ekki tekið vinnuna. Þeim var lofað að tekið yrði tillit til heim-. ilis- og fjölskylduaðstæðna. Úthlut- unarnefnd atvinnuleysisbóta á Akureyri skar úr um að konurnar 7 skyldu missa bætur í 40 daga. Þær kærðu til Atvinnuleysistrygginga- sjóðs. Úrskurður hans barst 4. mars. Ekki heimangengt Guðrún Jakobsdóttir er ein þeirra sem missa bætur. Hún taldi sig ekki geta þegið vinnu á Dalvík þar sem hún ætti ekki heimangengt. Maður hennar er algjör öryrki og hefur verið mjög veikur undanfama mánuði. Sjálf er Guðrún 65% ör- yrki, sem vegna erfiðrar fjárhags- stöðu hefði pínt sig til að vinna 50% starf hjá Hraðfrystihúsi Ólafsfjarð- ar. „Mér finnst einkennilegt að ekk- ert tillit skuli tekið til persónulegra aðstæðna eins og okkur var lofað á fundinum. Það var ekki okkar sök að frystihúsið hætti. Við sögðum ekki upp. Við misstum vinnuna. Og nú á að skikka okkur til að vinna í öðru byggðarlagi. Okkur er refsað fyrir að vinna ekki í öðru byggðar- lagi. Þama er verið að ragla saman vinnusvæði og félagssvæði Eining- ar,“ segir Guðrún. Hún er 59 ára. Þrettán konur frá Ólafsfirði fengu vinnu á Dalvík. Þær era ánægðar með vinnuna en það hefur gengið á ýmsu við að komast á milli bæja en ófærð hefur verið mikil. Spurning um rétt þeirra hefur vaknað, t.d. í sumar þegar skólafólk vill vinnu. Er þá pláss fyrir Ólafsfirðinga á Dal- vík? „Það er stórfurðulegt að þeir í út- hlutimamefnd atvinnuleysisbóta og Atvinnuleysistryggingasjóði eru ekki tilbúnir að endurskoða hug sinn, þrátt fyrir að meiri og ítar- legri upplýsingar hafi borist. Stóri dómur þeirra féll með bréfi 28. febr- úar. Okkur finnst líka að stuðning- ur verkalýðsfélagsins við okkur sé nánast enginn. Eining hefur ekkert gert fyrir okkur. Starfsmaður Ein- ingar hér í bæ hefur reynt sitt en hann fær bara skammir fyrir. Ég hélt að þetta lið á Akureyri væri að vinna fyrir okkur verkafólkið, en þeir láta starfsmann Vinnumiðlun- ar hér vinna skítverkin fyrir sig,“ segir Guðný, fertug þriggja bama móðir. Fréttamaður DV hafði samband við Ágúst Sigurlaugsson, starfs- mann Einingar á Ólafsfirði, en hann vildi ekkert um málið segja. DV hefur heimildir fyrir að ekki hafi verið algjör samstaða innan At- vinnuleysistryggingasjóðs þegar mál verkakvennanna á Ólafsfirði var tekið fyrir. Þær fengu staðlað, ópersónulegt bréf með tilvitnun í lagabókstafi, lagabókstafi sem voru þá túlkaðir á annan hátt en á fund- inum 12. janúar. -HJ Guðný Ágústsdóttir og Guörún Jakobsdóttir. DV-mynd Helgi PÁSKA FASTA Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir, M.N.I.M.H., diploma í phytotherapy, mun aðstoða gesti við að hreinsa líkamann með jurtum, föstu og ristilskolunum. Fastað verður í sjö daga, fimm daga eða þrjá daga á söfum úr Iffrænt ræktuðu grænmeti, ávaxtasafa, hrísgrjónum eða soðsúpu. Allt eftir persónulegum þörfum hvers og eins. Safarnir eru pressaðir á staðnum. Fylgst er með blóðþrýstingi gesta og haldin fræósluerindi um gildi föstu fyrir sálina og líkamann. Hugleiðslur, jóga, dans og gönguferðir um Ásbyrgi og fleiri náttúruperlur staðarins. Skráið ykkur sem fyrst hjá Ásu í síma 465 2334 eftir kl. 17.00 eða Kolbrúnu 5521103 á daginn. Guðmundur Þorvaldsson í nýju versluninni Handraðanum. DV mynd Daníel. Hannyrðaverslun á Akranesi: Eigandinn verðlaunað- ur hann- yrðamaður DV, Akranesi: Nýverið opnaði Guðmundur Þor- valdsson verslunina Handraðinn við Kirkjubraut á Akranesi. Hand- raðinn sérhæfir sig í Rowan og Dalagarni auk annarar handavinnu. Handraðinn er eina verslunin á landsbyggðinni sem að er með Row- an-gam á boðstólnum. Eigandinn Guðmundur er kunn- ur sem mikill og snjall prjóna- og hannyrðamaður. Hann vann meðal annars verðlaun sem nefnist Gull- prjónninn fyrir skímarkjól sem að hann prjónaði á dóttur sína og marga aðra, fallega hluti hefur Guð- mundur prjónað. Gefur kvenfólkinu ekkert éftir nema síður sé og hefur mjög gott auga fyrir litum. -DVÓ Ericsson GH 388 er einn minnsti GSM handsíminn á markaðnum og vegur aðeins 170 9 með rafhlöðunni sem fylgir. Rafhlaða endist í 1 klst. og 55 mín. í stöðugu tali eða 33 klst. í biðstöðu. Sendistyrkur er 2 W 99 nöfn í skammvalsminni ■ 10 númera endurvalsminni - Innbyggð klukka, vekjari og reiknivél 4 — Möguleiki á tengingu við l tölvu og faxtæki en til þess þarf | aukabúnað (PCMCIA kort). Ericsson 388 er einnig til með flipa Þetta er raunstærð! Hann er ekki stærri en þetta. ERICSSON Ericsson GH 388 POSTUR OG SIMI HF Einn nettur Söludeild Ármúla 27, sími 550 7800 • Söludeild Kringlunni, sími 550 6690 Þjónustumiðstöð í Kirkjustræti, sími 800 7000 og á póst- og símstöðvum um land allt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.