Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 20
20 MANUDAGUR 10. MARS 1997 Tvær íslenskar lúðrasveitir komnar inn á Netið: Góð leið til að kynna starfsemina Torfi Karl Ant- onsson, Lúðra- sveit verka- lýösins Islenskar lúörasveitir eru farnar að kynna sig á Netinu. Tvær slíkar eru nú komnar með vefsíður; Lúðrasveit Hafnarijarðar og Lúðra- sveit verkalýðsins. Þorleikur Jóhannesson heldur uppi síðu Lúðrasveitar Hafnarfjarð- ar. Hann segist hafa verið tengdur sjálfur í nokkum tíma þegar hon- um datt í hug að setja upp heima- síðu fyrir lúðrasveitina. „Aðaltil- gangtrrinn var að vera fyrst is- lenskra lúðrasveita til að komast á Netið. Siðan hefur hins vegar reynst ágætisleið til að kynna sveit- ina.“ Áhugi erlendis Aðspurður sagðist Þorleikur hafa fengið talsverð viðbrögð, bæði hér heima og erlendis frá. „Hér á landi eru það fyrst og fremst áhuga- tónlistarmenn sem skoða síðuna. Við erum hins vegar tengdir við ýmsar síður erlendis og höfum t.d. fengið fyrirspurnir að utan um is- lenska lúðrasveitartónlist." Á síðunni er einnig að finna upp- tökur þar sem heyra má lúðrasveit- ina leika. Þorleikur segir þar vera annan möguleika til kynningar, bæði fyrir lúðrasveitir og nótna- sala. Slóðin á heimasiðu Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er http:/ / www.itn.is/~thor- leik/lh/lh_main.htm Lúðrasveit verkalýðsins Torfi Karl Antonsson sér um Þorleikur Jóhannesson, Lúðrasveit Hafnarfjarðar ________________________ heimasíðu Lúðrasveit- ar verka- lýðsins. „Ég setti síðuna upp fyrst og fremst vegna al- menns tölvuáhuga. Ég hélt fyrst að það væri svo flókið að gera slíka síðu en þegar ég komst að því að svo var ekki ákvað ég að setja hana upp.“ Síðan vel sótt Torfi segir síðuna nokk- uð vel sótta og telur að heimsóknum erlendis frá muni fjölga þar sem ný- búið er að setja upp enska útgáfu. Einnig er síðan tengd við stóran lúðra- sveitarvef, „Bands around the world“ (http://seclah.sc.wcda- vis.edu/~wet- more/camb/world.html). Torfi er ekki í vafa um að þetta sé tilvalinn aug- lýsingamiðill ef hægt er að kynna síðuna nógu vel út á við. „Þarna er t.d. hægt að auglýsa tónleika og aðra viðburði sem sveitin tekur þátt í,“ sagði Toríí að lokum. Slóðin á heimasíðu Lúðrasveitar verkalýðsins er http://hraun.ved- ur.is/-torfi/lv.html. -HI Bandaríski herinn Lúðrasvéit bandaríska hersins hefur aðsetur sitt á http: //www.army.mil/armyband Breski flugherinn Lúðrasveit breska flughersins er á http: //www.spindle.net/bab/ Fréttahópar Fréttahópar sem fjalla um lúöra- blástur eru m.a. rec.marching.misc og rec.marching.band.college Princeton Lúörasveit Princeton háskóla er á http://www.princeton.edu/~puband / Versta lúðrasveit í heimi Þeir kalla sig verstu lúðrasveit í heimi og eru staðsettir á http: //pegasus.cc.ucf.edu/~jdc- 19257/wwmb.html Jyj- V jjjd/Jsjj1 Vísnasafnið Á http: //www.snerpa.is/visur/ er að vinna texta við þau lög sem hafa verið hvað vinsælust í hvers kyns fjöldasöng í gegn- um árin, hvort sem er í veisl- um eða útilegum. V Sól í Hvalfirði Þeir sem vilja kynna sér rök gegn Álveri í Hvalfirði geta skoðað http://www.hi.is/~odd- ur/sol/ Grísk ættfræði Þeir sem eiga ættingja í Grikklandi ættu að athuga hvort þeir finni einhverja þeirra á http://pag- es.prodigy.com/CCHZ53A Geisladiskar á netinu Hægt er- að kaupa geisla- diska á http://www.cduniver- se.com/cgi-bin/cdu- bin.exe/lobby/ og jafnvel er hægt að hlusta á hljóðupptök- ur af því sem til er. Breska konungdæmið á netið Elísabet II. Englandsdrottning hyggst opna í vikunni nýja vefsíðu fyrir Buck- inghamhöll. Á síðunni verða m.a. upp- lýsingar um sögu breska konungs- dæmisins, lýsing á byggingu þess og aðrar staöreyndir um höllina. Internetnauðgari sýknaður Paul Krath, sem ákærður var fýrir aö nauðga konu sem hann hafði kynnst á Internetinu, hefur verið sýknaður. Það sem gerði útslagið var upptaka af skilaboðum á símsvara Kraths þar sem umrædd kona sagðist hafa „not- iö kvöldsins". Lögmaður Kraths ásak- ar konuna um upplognar sakir en hún verður líklega ekki ákærö. Windows NT 5.0 kemur eftir ár Talsmenn Microsoft hafa upplýst að Windows NT 5.0 muni ekki koma á markaö fyrr en á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þeir höfðu áður tilkynnt aö það kæmi í lok þessa árs. Galli í vafrara Meira af Microsoft. Þeir hafa nú lag- fært alvarlegan galla í vafrara sínum, Internet Explorer 3.0, sem tækniskóla- nemi í Massachussets uppgötvaöi. Hann gat með vafraranum sett skaö- vænlegforrit á harðan disk annarrar tölvu. Hægt er að ná í lagfæringar á heimasíöu Microsoft. Tekiö skal fram að ekki er vitaö um önnur tilvik í lík- ingu viö þetta. Verða þessar gáfaðri en mennirnir? Tölvur verða gáfaðri en menn Nathan Myhrvold, yfirmaður tæk- nideilar Microsoft, sagði á ráð- stefnu í San Jose nýverið að hann byggist við að innan 20-30 ára verði tölvur orðnar gáfaðri en menn. „Við verðum ekki gáfaðri með hverju ári, en tölvumar verða það,” sagði hann á ráðstefnunni, sem fjallaði um tölvuiðnaðinn næstu 50 árin. Myhrvold telur ennfremur að eftir 40 ár geti tölvur gert það sama á 30 sekúndum og þær væru í dag milljón ár að gera. Myhrvold segir einnig að aukinni afkastagetu fylgi aukning í fram- leiðslu hugbúnaðar. „Hugbúnaður er eins og loft. Það þenst út til að fylla geymslurými sitt,” segir hann. -HI Andrew Lloyd Webber Heimasíða tileinkuð þessum fræga söngleikjahöfundi er á http: //206.67.227.6/RUG/bbs/index. html Saxafónsíða Saxafónleikarar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á http: //www.saxophone.org/ Tölvubrandarar Það er gert grín að tölvum og tölvunotendum á http: //www.stack.urc.tue.nl/~enki /humor/computer.html

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.