Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 10. MARS 1997 19 dv___________________________________________________________________________________Fréttir Bóndinn á Heydalsá á Ströndum: Byggði 142 fermetra hest- hús úr rekanum í fjörunni DV.Hólmavík: „Það er heimafenginn viður í öllu burðarvirki þessa húss - allt timbur héðan af Heydalsárrekanum. Fyrir- tækið Háireki vann það fyrir okkur, sögunarmaður Guðmundur Péturs- son frá Ólafsfirði. Aðeins við upp- slátt á kjallara var notað aðfengið timbur,“ segir Guðjón Heiðar Sigur- geirsson, bóndi á Heydalsá í Strandasýslu. Hann hefur nýlokið við að full- ganga frá nýju hesthúsi á jörö sinni. Húsið er teiknað af Magnúsi Sigur- steinssyni og er 142 m2 að stærð og tekur 22 hesta með góðu móti. Að auki er rúmgóð hnakkageymsla og lítil heygeymsla en bygging stærri heygeymslu er á áætlun. Undir húsinu er steyptur vélgeng- ur kjallari. Steyptir bitar bera uppi gólfloft. Flórbitar eru fengnir hjá Loftorku í Borgamesi og eru þeir úr steinsteypu. Húsið er vel einangrað og klætt með jámi. Guðjón Heiðar, sem er búfræðing- ur frá Hólum þar sem hann tók hrossarækt sem valgrein, hefúr sinnt tamningum allmikið undan- farin ár og einn vetur starfaði hann við allstórt íslenskt hestahú í Bæjar- landi i Þýskalandi „aðallega til þess Guðjón Heiðar á Heydalsá og Jóhanna Guðbrandsdóttir Bassastöðum með hest sinn í tamningu hjá Guðjóni við nýja hesthúsið. DV-mynd Guöfinnur að víkka sjóndeildarhringinn" að búskapur stundaður. Þar á bæ er eigin sögn. einn besti fjárstofn á þessu svæði að Heydalsá er tvíbýlisjörð og fjár- margra mati. -GF Frá undirritun rammasamnings milli Ríkiskaupa og J. Ástvaldssonar hf. um kaup ríkisfyrirtækja á rekstrarvörum fyrir tölvur og prentara. Frá vinstri: Óskar Jóhannesson og Jóhannes Astvaldsson frá J. Ástvalds- son hf., Júlfus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, og Ólafur Ástgeirsson, verkefnastjóri Rikiskaupa. Ríkið gerir rammasamning Ríkiskaup hefur samiö við tölvu- fyrirtækin ACO hf„ BÓG tölvuvör- ur, J. Ástvaldsson og Tæknival um kaup á rekstrarvörum fyrir tölvur og prentara í kjölfar útboðs sem gert var sl. haust. Að sögn Ólafs Ástgeirssonar hjá Ríkiskaupum er um að ræða rammasamning vegna rekstrarvara fyrir hönd ríkisfyrirtækja og stofn- ana en velta sams konar samnings á sl. ári nam um 4 milljónum króna. Þess er vænst að velta hins nýja samnings verði umtalsvert meiri. Ólafur segir að 10 fyrirtæki hafi tekið þátt í útboðinu en ákveðið hafi verið að ganga tii samninga við fjög- ur þeirra sem fyrr eru nefnd. Með samningnum nú hefði tekist að fá mjög roikla breidd í þessi innkaup og hagstætt verð á einstökum vöru- tegundum. Það yrði síðan í sam- ræmi við þarfir einstakra rikisfyrir- tækja og stofnana hversu mikið magn einstakra vörutegunda þær tækju inn á samningstímanum. -SÁ CWiioii APS filman hefur ótrúlegt minni. Segulrönd geymir allar tæknilegar upplýsingar til að auðvelda og fullkomna framköllun og stækkun. Annað en afi Jón, hann þykist geyma allt í kollinum en er alltaf að gleyma öllu. Það er í raun ótrúlegt hvaðAPS myndavélin man miðað við hvað hún er lítil og nett. GERIR ÞAÐ SEM SÚ GAMLA GAT EKKI VERSLANIR: BANKASTRÆTI 4. AUSTURVERI, LAUGAVEGI 82, GLÆSIBÆ, LAUGAVEGI I7B, KRINGLUNNI, HÓLAGARÐI, HAMRABORG 5, HVERAFOLD 1-3, LYNGHALSI, KJARNINN, SELFOSSI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.