Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 10. MARS 1997 7 DV Sandkorn Enginn fegurðarauki Nokkrar vikur eru liönar síöan bilaumferö var hleypt um göngugöt- una í Hafnarstræti á Akureyri, en kaupmenn viö götuna höfðu þrýst á um að það yrði gert, Auðvitað sýnist sitt hverjum um ágæti þeirrar ákvörðunar og ráða þar hags- munir og fleira í þeim dúr. Um eitt munu þó eflaust flestir sammála. Stein- stólpamir sem settirvorul götuna til að af- marka bílaumferð frá þeim sem fara þar gangandi lýsa hreint ótrú- legu smekkleysi svo ekki sé meira sagt. Við bætist að flölmargir Akur- eyringar hafa aldrei geta sætt sig við breytingamar á Ráðhústorgi fyrir nokkrum árum þegar stein- steypan tók þar völdin og sumir em svo óánægðir með þetta „kraðak" allt saman að þeir fara helst ekki i miðbæinn nema tilneyddir. Samkeppnin Hin svokallaða samkeppni is- lenskra aðila í ferðaþjónustu, sem rekin er á Kanaríeyjum í vetur, hef- ur komið mörgum farþegunum þar á óvart. Flug- leiðir reka ferðaskrifstofu og eru með starfandi farar- stjóra á Kanaiú. Flugleiðir em jafnframt eig; andi Úrvals-Út- sýnar sem er með slíkan rekstur þar. Einnig Plús- ferðir, sem er í eigu Úrvals-Útsýnar. Þessir aðilar eru í hörkusamkeppni sem enginn skilur neitt í. Svo hörð er sam- keppnin að fararstjórar Úrvals- Út- sýnar og Plúsferða tala ekki við far- arstjóra Flugleiða, og öfugt, farþeg- um til mikillar undrunar. Þegar svo Úrval-Útsýn, Plúsferðir, Heimsferðir og Samvinnuferðir-Landsýn efha einu sinni í mánuði til íslendinga- kvölds á Kanari koma farþegar Flugleiða ekki þangað. Ástæðan? Jú, farþegarnir segja að þeim sé bannað að sækja þessa samkomu. Og þegar þeir biðja um skýringar er þeim tjáð að þetta bann komi frá Flugleiðum á íslandi. Segðu honum að... Enn segjum við af Jónasi heims- manni sem er skjólstæðingur blaðs- ins Múla í Ólafsfirði. Sagan segir frá því er Jónas var á ferðinni með konu sinni í dýragarði er- lendis. Api í búri sínu vakti athygli hjón- anna en þegar þau hættu sér of nálægt búr- inu greip apinn frúna og dró hana inn i búr- ið til sín. Þegar apinn hóf að slíta fötin utan af konunni æpti hún tO Jónasar og spurði hann hvað hún ætti að gera. Jónas, sem var sallarólegur eins og venjulega, kallaði tfl sinnar heittelskuöu: „Segðu honum að þú sért með höfuðverk." Upp á heiðar... 1 blaðinu Feyki á Sauðárkróki er reglulega vísnaþáttur þar sem getur aö líta margt gullkomið af og tfl. Á dögunum sagði þar af bónda nokkrum í Skagafirði sem talinn var góð- ur gangnamað- ur en sá hafði krækt sér í tals- vert þriflega konu sem af gárungunum þar i sveit var stundum kölluð Herðubreið. Sig- urjón Runólfs- son á Dýrfmnustöðum mun hafa ort eftirfarandi af því tflefni: Upp á heiðar oft hann fór, þar ótal seiða myndir. Hratt nú skeiðar hugumstór, í Herðubreiðarlindir. Umsjón: Gylfi Kristjánsson Fréttir Sauöárkrókur: Áhugi á hótelbyggingu DV, Akureyri: „Menn hafa verið að skoða mögu- leika á að ráðast í byggingu hótels hér á Sauðárkróki, enda ákaflega slæmt að ekki skuli vera rekið hótel hér í bænum á heilsársgrundvelli," segir Vigfús Vigfússon hjá Áningu hf. á Sauðárkróki. Frá því Hótel Mælifell hætti starfsemi sl. haust hef- ur enginn hótelrekstur verið á Sauð- árkróki og verður ekki fyrr en Áning hefur rekstur sumarhótels í heima- vist Fjölbrautaskólans í júni eins og verið hefur undanfarin sumur. Vigfús segir að það sem menn séu aðallega að horfa til sé hús sem hefði 24-26 hótelherbergi og til greina komi að önnur starfsemi verði jafnframt í húsinu. Fyrirtækið Foss-Hótel mun hugs- anlega vera samstarfsaðili Áningar við byggingu hótelsins ef af verður og einnig fleiri aðilar. Annars sagði Vigfús málið ekki komið á það stig að ástæða væri til mikilla yfirlýs- inga, og ljóst væri að byggingafram- kvæmdir geti ekki hafist fyrr en á næsta ári verði af þeim. -gk Erum flutt !!! Suðurlandsbraut 54 (bláu húsunum) Ný sending komin Opið: Mán - Fös 12:00 - 18:00• Lau 12:00 - 16:00 SUÐURLANDSBRAUT 54 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI:S88 4646 wwwwwjrwjt************* 7c staðgreiðslu- og greiðslu- kortaafsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur SniMUQ^tlnQQr isra með 100w RMS magnara, 61 diska geislaspilara, útvarpi, tvöföldu segulbandi, vekjara, 3 Way hátölurum og fjarstýringu SC-CH8 ooog viti menn! staðgreiðsluverð með 50 diska safm aðeins... IMagSSa I "í O H O T A ▼ A \ _ stæðunni fylgja staðgreiðsluverð án diska aðeins... GEISLADISKAR Gullmolar úr sögu dæigurlagatónlistar og brot át því besta úr heimi klassískrar tónlistar. AKRANES: Málningarþj. Mertro • Hljómsýn / BORGARNES: KB / HELLISSANDUR: Blómsturvellir / BOLUNGARVIK: Laufið / ISAFJORÐUR: Póllinn / SAUÐÁRKRÓKUR: Hegri / AKUREYRI: Radióvinnustofan • Radiónaust • Metro • Tölvutæki-Bókval / HÚSAVÍK: Ómur / SEYÐISFJÖRÐUR: KH • Pétur Kristjánsson / EGILSSTAÐIR: Rafeind • KH / NESKAUPSTAÐUR: Tónspil / VOPNAFJÖRÐUR: Kauptún / HÖFN: Raf.þj. BB / SELFOSS: KÁ / VESTMANNAEYJAR: Brimnes • Tölvubær / KEFLAVÍK: Rafhús

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.