Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 18
ennmg MANUDAGUR 10. MARS 1997 Listaverk hafa enga eina merkingu Halldór As- geirsson: Endalaus fyrir- bæri. Bera Nordal hefur veriö viðloðandi Listasafn íslands síðan hún var þar fyrst sumarstúlka 1977; svo varð hún safnvörður 1982 og loks safnstjóri. Eftir níu ár í því starfi er hún búin að sleppa hendinni af safninu og tek- ur við forstöðumannsstarfi í Malmö Konsthall í Svíþjóð í vor. Síðasta sýning Beru í Listasafni íslands, í bili að minnsta kosti, er á nýjum aðföngum; fjölbreytt sýning á málverkum, teikningum, höggmyndum og hljóðverk- um sem flest eru eftir starf- andi íslenska listamenn. „Við höfum lagt megináherslu á samtíma- listina á sýningum á nýjum aðfóngum," segir Bera. „Fjárframlagið er svo lágt, tólf milljónir á ári, að við höfum einbeitt okkur að íslenskri myndlist, enda eru Listasafn íslands og Reykjavíkurborg þau einu hér á landi sem kaupa verk sem flokkast til framúrstefnu. Þaö er slæmt fyrir listamennina og fyrir framtíð- ina að hér skuli ekki vera einkasafnarar sem einbeita sér að því að kaupa verk eftir ungt fólk.“ Endalaus fyrir- bæri Á sýningunni Ný að- föng eru 35 verk af alls 403 sem safninu hefur áskotnast síðustu þrjú ár, að gjöf eða með kaup- um. Við báðum Beru að segja okkur frá nokkrum þessara nýju verka og hún byrjaði á „Endalaus- um fyrirbærum" eftir Halldór Ásgeirsson: „Halldór er að vinna með sköpunarkraft nátt- úrunnar í þessu verki,“ segir Bera, „Hann tekur hraunmola og bræðir þá og lætur þá renna frjálst á fleti. Á þessu verki eru þeir þéttastir um mið- bikið en fjara út til hliðanna. Það verða svo náin tengsl við náttúruna að það er næstum eins og maður sé kominn inn í hana. Merking- in verður tvíræð og spennandi, allt er að ger- ast og gerjast, hrjúft hraun orðið hálfgagnsætt og fíngert - úr fjarlægð dettur fólki ekki í hug að þetta sé brætt hraun, efnið er glansandi eins og gler, brothætt og viðkvæmt - en samt er það þessi frumkraftur." Heimilisfriður Næst sagði Bera frá sérkennilegu verki Önnu Líndal sem heitir „Heimilisfriður". „Þú kannast við það þegar þú ert búin að þvo gólfin að þú vindur tuskuna og breiðir hana ofan á fótuna til þerris. Anna tekur þessa hversdagslegu athöfn og upphefur hana, breið- ir ofan á föturnar bróderaða dúka með sömu áletrun á tólf tungumálum: Drottinn blessi -I Anna Líndal: Heimilisfriður. Bera Nordal með „Grim“! heimilið. Þannig tengir hún verkið minningum um bernskuheimilið og störf kvenna á heimilum. Það er mikil hlýja og umönnun í þessu verki og fortíðarþrá en þó er viss tvíræðni í því líka. Anna vinnur mikið með gam- cddags kvennaheim sem manni finnst vera að hverfa og mér finnst hún mjög spennandi listamaður." Athafnir og ævin- týri Gríms „Sýningin hans Þorvalds Þorsteinssonar fyrir norðan, Eilíft líf, var afar skemmtileg og finlega tvíræð,“ segir Bera. „Hann var þar, eins og —— Hrafnkell Sigurðsson: Málað iandslag. Anna, að vinna með stemningu - einhvers konar ungmennafélagsstemningu sem er að hverfa en er svo mikill hluti af okkar menn- ingu. Til dæmis var kórsöngur og kökubasar á opnuninni hjá honum. Myndimar í „Athöfn- um“ sýna fólk við hversdagslega iðju en hann ' . Stjt setur þær upp eins og altaristöflu með miðju og vængjum og upphef- ur þar með athafnir eins og að borða, fara í sturtu, tala í símann og svo framvegis. Hins vegar er Hall- grímur Helgason að gera grín að listheimin- um í sinu verki, „Tales of Grim“, hvað við segj- um og hvað við tökum okkur hátíðlega. Og hann notar sjálfan sig sem fyrirmynd. Þetta er skemmtilegt grín með alvarlegum undirtón. Við höfum öll gott af því að láta rassskella okkur." Málað landslag Síðast sagði Bera frá því verki á sýningunni sem ef til vill fær flest fólk til að fussa og segja „þetta er nú ekki list - þetta gæti ég vel gert sjálf- ur“. „Málað landslag" eftir Hrafnkel Sigurðsson samanstendur af mörgum steinum sem eru málaðir silfurlitir og raðað á gólf. „Það fylgja engin fyrirmæli hvernig á að raða þeim upp, bara hvað þeir mega þekja stóran flöt,“ segir Bera. „Náttúran er aldrei alveg eins frá einum tíma til annars og eins má hreyfa þessa steina til. í stað þess að mála steina á blað eða striga tínir Hrafnkell steina úti í náttúrunni og mál- ar þá sjálfa, bláa, rauða eða í öðrum litum, og hefur þá ýmist uppi á vegg eða á gólfi. Manni verður hugsað til landslagsmálverka með steimnn, til dæmis hjá Kjarval, þarna eru þau orðin konkret- iseruð. En með því að mála steinana ekki í náttúrulitum set- ur Hrafhkell þá í annaö sam- hengi." - Hvað heldurðu að Hrafnkell voni að fólk fái út úr verkinu? „Það getur verið svo mismun- andi. Mér finnst náttúruupp- lifunin sterk og líka formræna upplifunin því steinarnir eru svo ólíkir. Og auðvitað er þetta ákveðin rómantísering á náttúr- unni, upphafning á henni - að taka venjulegan stein, mála hann og segja: þetta er ný tegund af landslagsverki. Það væri gam- an að sýna bömum þetta verk, þau eru svo lifandi og tilbúin til að sjá nýja merkingu út úr hlutunum. Því listaverk hefiur enga eina merkingu.“ - Steina Vasulka fékk Menningarverðlaun DV í myndlist fyrir rúmri viku; á Listasafnið verk eftir hana? „Já, við eigum myndbönd eftir hana. Við vorum með mjög skemmtilegt verk eftir hana 1993 þar sem hún vann með hafið, en verkin hennar eru flókin og helst þurfum við að fá hana sjálfa til að setja þau upp. Steina verður einmitt fulltrúi íslands á Tvi- æringnum í Feneyjum i júní í sumar.“ Hér hafa aðeins verið nefhd örfá verk á sýning- unni, en þó að hún sé ekki stór gefúr hún hugmynd um það sem starfandi listamenn era að fást við hér á landi og hana ætti enginn áhuga- maður um myndlist að láta fara framhjá sér. Hún stend- ur til aprílloka. Tónlist Árna Björnssonar Nýr hljómdiskur með tónlist Áma Björnssonar, sem fyrirtækið Olympia í London gaf út fyr- ir skemmstu, er kominn í dreifingu hjá Japis. í plötu- dómi sínum í DV 7. febrúar sagði Finnur Torfi Stefáns- son meðal annars: „Þetta er ljúf tónlist og einlæg og fallega skrifaðar lag- línur koma víða fyrir, ekki síst í sönglögun- um.“ Flytjendur eru Gunnar Guðbjörns- son tenórsöngvari - „og bregst engum væntingum", James Lisney píanóleikari og Elizabeth Layton fiðluleikari. Abegg Trio Annað kvöld kl. 20.30 heldur þýska Abegg-tríóið tónleika í Listasafni Kópa- vogs, Gerðarsafni, og er heimsókn þess fengur fyrir íslenska tónlistarunnendur. Á efnisskránni verða píanótríó eftir Jo- hannes Brahms, Felix Mendelssohn- Bartholdy og Franz Schubert. í Abegg-tríóinu eru Ulrich Beetz fiðla, Birgit Erichson lágfiðla og Gerrit Zitter- bart píanó. Mikill evrópskur rithöf- undur Svanurinn eftir Guðberg Bergsson kom nýlega út á frönsku hjá Editions Gallimard í þýðingu Catherine Eyjólfs- son. Heilsíðuviðtal birtist við Guðberg í Le Monde og lofsamleg gagnrýni um bók- ina hefur birst í ýmsum blöðum. Milan Kundera skrifar um hana í Le Nouvel Observateur og segir meðal annars: „Hver einasta lína í Svaninum, þessari æsku- og skálkasögu, er mótuð af íslensku landslagi. Samt biö ég ykkur umfram allt að lesa söguna ekki sem „íslenska skáld- sögu“, eins og etthvert framandi furðuverk! Guðbergur Bergsson er mikill evrópskur rithöfund- ur.“ Og André Clavel hittn naglann á höfuðið þegar hann segir í Journal de Geneve: „Þetta er höfundur sem er sér á báti. Maður sem þekkir hin ystu mörk, maður sem heill- ar.“ Svanurinn hlaut íslensku bókmennta- verðlaunin fyrir árið 1991 og var til- nefhdur til Bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráös. Auk frönsku útgáfunnar hefur sagan komið út í Danmörku, Sví- þjóð og Tékklandi og hlotið góðar viðtök- ur. Á næstu mánuöum kemur hún út á ensku, spönsku og þýsku. Tunglskinseyjan í Peking Stærsti viðburðurinn á íslenskum menningardögum í Peking 19. til 27. mars er frumsýning á kammeróperunni Tunglskinseyjan eftir Atla Heimi Sveins- son og Sigurð Pálsson. Guðmundur Em- ilsson stjómar tónlistinni en Kristín Jó- hannesdóttir leikstýrir óperunni. Með sönghlutverk fara Signý Sæmundsdóttir, Loftur Erlingsson og Ingveldur G. Ólafs- dóttir og sex manna kammersveit leikur undir. Sagan gerist fyrir landnámsöld og seg- ir frá elskendum sem hrekjast frá Bret- landseyjum til Breiðafjarðareyja og hitt- ast þar eftir áratuga aðskilnað. Styttri gerð óperunnar var flutt í Bielefeld, Köln og Bonn 1995 en hún verður sýnd i Þjóð- leikhúsinu í vor. Á síðasta snúningi Þrek og tár er á forum af fjölunum vegna plássleysis i Þjóðleikhúsinu eftir nærri 90 sýningar fyrir fullu húsi. Hefur ekkert íslenskt leikrit verið sýnt jafnoft í einni lotu á Stóra sviðinu. Síðustu sýningar verða 13. og 23. mars. Það er Fiðlarinn á þakinu sem vill komast að. Tæp 30 ár eru síðan hann var sýndur þar í fyrsta sinn en þá voru vinsældir hans með algerum eindæmum. Aðalhlutverkiö - sem Róbert Arnfinnsson söng og lék svo eftir- minnilega - er nú í höndum Jóhanns Sig- urðarsonar. Umsjón Siija Aðalsteinsdóttir Þorvaldur Þorsteinsson: Athafnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.