Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 10. MARS 1997 Fréttir Hilmar Þórarinsson, spilmaður á TF-LlF, og Óskar Einarsson þyrlulæknir: Þeir voru farnir að skyrpa frá sér olíu - leit hefði orðið mjög erfið ef skipbrotsmennirnir hefðu tvístrast ^ Sigmaður þyrlunnar: Eg var búinn mennimir á Dísarfellinu ekki mjög lengi í olíunni," sagði Óskar Einars- son þyrlulæknir. Hilmar sagði að skipbrotsmennimir hefðu talið að 45 mínútum áður en þyrlan kom hefði olían farið að blandast sjónum þar sem þeir flutu á yfirborðinu í göllum sínum. „Það er mjög erfitt fyrir menn þeg- ar olían fer í vit þeirra,“ sagði Óskar. „Þeir vora famir að renna frá göllun- um til að skyrpa frá sér olíunni," sagði Hilmar. „Ég held að flestir, fyrir utan skip- stjórann sem slasaðist á öxl, þegar skipið sökk, hafi verið í merkilega góðu ástandi en þeir vora dálítið velktir," sagði Óskar. „Þeir höfðu sumir gleypt olíu en ekki í miklu magni. Það vora aðallega augu og ert- ing í efri öndunarfærum sem var vandamál hjá þeim. Þeir hóstuðu af þeim sökum, en tókst að mestu að halda sér frá verstu olíubrákinni. Flotgallamir virkuðu greinilega vel og þeir héldu vel hópinn og virtust hafa allt á hreinu hvað það varðaði. Þannig gátu þeir komist óhultir frá gámum og lausu drasli. Ég held að ef þessir menn hefðu tvístrast hefði leit orðið gifurlega erfið í öllu þessu braki. Ég held að maður verði að hrósa áhöfiiinni gifúrlega fyrir hvað þeir stóðu vel að þessu,“ sagði Óskar. Óskar sagði að ekki lægi ljóst fyr- ir hvemig þeir sem fórust hefðu lát- ist en það hefði gerst um það leyti sem skipið fór á hliðin. -Ótt Benóný Ásgrímsson flugstjóri vió aðra afturhurð þyrlunnar sem var tekin úr viö komuna til Reykjavíkur. Nokkrar klukkustundir tók að þrífa svartolíuna innan úr TF-LIF eftir olíubaöaöa fiotgalla skipbrotsmannanna og áhafnarinnar. DV-mynd S ^ Benóný Ásgrímsson flugstjóri: Þessa mynd tók Magni Óskarsson úr Fokkervél Landhelgisgæslunnar yfir slysstað f gær af öörum af tveimur björgunarbátum Dfsarfells- ins, en hann losnaöi frá skipinu. Þá var ákveðið að setja tvær lykkj- ur niður og reyna að hitta á hópinn og athuga hvort þeir gætu sjálfir sett lykkjumar utan tun sig. Þeim tókst það og við tókum tvo og tvo i einu. í lokin fór Auöunn niður aftur og náði í skipbrotsmanninn sem talinn var slasaður en hann var þá látinn. Menn- imir töldu að hann hefði látist fljót- lega eftir að skipið sökk. Síðan var einn eftir sem viö misst- um sjónar af en við vissum nokkum veginn hvar hann var. Við fundum hann svo aftur og náðum honum um borð. Þá kom í ljós að enn einn var eftir,“ sagöi Hilmar. Þyrluáhöfnin fann síðan tólfta manninn en hann var látinn. „Við hentum reykblysum út til að merkja staðinn og síðan kom togari og sótti hann,“ sagði Hilmar. Skil stríöiö betur núna „Ég held að maður skilji það betur núna hvað menn eiga við þegar talað er um aðstöðuna hjá mönmmi í síðari heimsstyxjöldinni þegar þeir lentu í olíu og sjó. En sem betur fer vora „Mér fannst þetta mjög erfitt. Þegar við komum á slysstað var skipið nán- ast sokkið. Stuttu eftir að viö komum sökk það síðan alveg. Það gekk tiltölu- lega vel að sjá skipbrotsmennina í sjónum enda vora þeir með endur- skin og einn úr áhöfiiinni var með ljós. Ástandið var þannig þegar við lit- um á hópinn að einn mannanna virt- ist hreyfingarlaus, við álitum hann mikið slasaðan. Flestir vora saman í hóp en tveir eða þrír vora aðeins lengra frá,“ sagði Hilmar Þórarins- son, spilmaður á TF-LÍF, sem sá ásamt Óskari Einarssyni þyrlulækni um hífingamar á spili þyrlunnar þeg- ar skipbrotsmönnunum á Dísarfelli var bjargað um borð í vélina. Sigmaöurinn fékk höfuöhögg „Við byrjuöum á að láta Auðunn sigmanninn fara niður," sagði Hilm- ar. Hann náði í einn mann og síöan fór hann niður aftur til að sækja ann- an mann en þá fékk hann höfúðhögg - vírinn fór í hjálminn hjá honum. Auðunn saup síðan aðeins á olíu- blönduðum sjó. Hann náði í annan mann en þegar Auðunn kom aftur upp var hann orðinn þreyttur og vildi hvíla sig eftir átökin niðri. Hilmar Þórarinsson spilmaður og Ósk- ar Einarsson þyrluiæknir stóöu f ströngu viö fjölmargar hffingar á slys- staö f gærmorgun.DV-mynd Magnl Óskarsson „Þetta voru skuggalegar að- stæöur. Skipið á hvolfi og skip- brotsmenn í sjónum innan um brak. Eftir að ég hafði farið niður og sótt tvo menn í tveimur ferðum var ég búinn í bili. Það var mjög erfitt aö athafna sig og synda þarna niðri. Ég flæktist í plast og fisk- blokkir," sagði Auðunn Krist- innsson, sigmaö- ur á TF-LÍF. „Á meðan ég var aö blása mæðinni send- um við lykkjuna Auöunn Kristinsson sigmaöur meö svartolfu f andlitinu eftir aö hafa sig- ib fjórum sinnum niöur í olíumeng- aöan sjólnn til aö bjarga sklpverjum á Dísarfellinu. ov-mynd s niður og tók- um næst tvo og tvo í einu. Það gekk í rauninni bet- ur en þegar ég fór niöur og við tókum einn og einn. Ég seig sfðan niður og sótti tvo síðustu mennina sem hífðir voru um borð.“ Auðunn sagði að það að bjarga 29 manns á inn- an við viku væri miðað viö söguna „eiginlega nokkurra ára skammtur".- Eg er hreykinn af áhöfninni „Ég held að þessi björgun sé sú erfiðasta sem ég hef lent í, sérstak- lega hífingamar - að setja mann í sjóinn í 8-10 metra ölduhæð innan um brak og olíumengun," sagði Benóný Ásgrimsson flugstjóri á TF- LÍF. „Klukkan sex hafði samband rofnað við skipið," sagði Benóný. „Þegar við komum á staðinn var skipið á hvolfi, stefnið upp úr og ekkert nema gámar og lauslegt brak um allan sjó. Áhöfnin hafði hins vegar hópað sig saman að miklu leyti samkvæmt því sem kennt er í Slysavarnaskóla sjómanna. Við byrjuðum að leita í kringum menn- ina ef vera skyldi að einhverjir væru ekki í hópnum. Við fundum svo einn stakan og björguðum hon- um. Síðan byrjuðum við að hífa mennina úr hópnum. Þó vindur hafi kannski ekki ver- ið nema 8-9 vindstig gerði ölduhæö- in okkur mjög erfitt fyrir. En í sjálfú sér er þetta framhald af æf- ingum okkar í gegnum árin. Ég verð að segja að ég er mjög hreyk- inn af að hafa verið flugstjóri með þessari áhöfn sem stóð sig frábær- lega að mínu mati,“ sagði Benóný. Benóný sagði jafnframt að vissu- lega væri það einstakt að nánast sama áhöfnin, allir að undanskild- um lækninum, hefðu einnig tekið þátt í björgun 19 manna af Vikar- tindi í liðinni viku. Lífi 29 manna hefði verið bjargað á örfáum dögum - tvær stærstu þyrlubjarganir ís- landssögunnar. Stærsta björgunin fram að atburðum liðinnar viku var þegar 9 mönnum var bjargað af Barðanum við Hólahóla á Snæfells- nesi árið 1987. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.