Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 10. MARS 1997 9 > > > > > I > > > > > > > > > > > > > > > > Fréttir LÍF- 0G SÖFNUNARTRYGGINGAR Yfirlæknir glasafrjóvgunardeildar í Belgíu: Klónaði drengurinn tómur hugarburður Löggilt vátryggingamiðlun Guðjón Styrkársson hrl. Aðalstræti 9 - Reykjavík Sfmi 551 8354 Fullgiltur sölua&ili SUN LIFE Fréttaflutningur breska blaðsins Sunday Times um að belgískur læknir kunni að hafa fyrir slysni orðið fyrstur til að einrækta, eða klóna, mann er tómur hugarburður, segir yfirlæknir glasafrjóvgunar- deildar sjúkrahússins sem minnst er á í fréttinni. Prófessor Robert Schoysman, yfirlæknir við Van Helmont sjúkrahúsið í einu út- hverfa Brussel, vísaði alfarið á bug frétt blaðsins um að klóninn, íjög- urra ára drengur sem býr í suður- hluta Belgíu, ásamt foreldrum sín- um og eineggja tvíburabróður, hefði orðið til fyrir tilstilli tækni sem var þróuð til að auka likumar á að glasaöjóvgun heppnaðist. „Upplýsingar þessar eru fuflkom- lega rangar. Þessi tækni hefúr ekk- ert með einræktun að gera,“ sagði Schoysman í símaviðtali við Reuters- fréttastofuna í gær. Hann bætti við að einræktaða kindin Dolly og írafárið í kringum hana væri kveikjan að þessum hug- arburði. Schoysman fer fyrir fimmtán manna rannsóknarhópi sem fram- kvæmir um 800 glasafrjóvganir á ári. Tæknin sem beitt er felst í því að yfirborð frosins frjóvgaðs eggs er Breska sýningarstúlkan Honor Fraser klæöist litríkri flík frá tískuhönnuöin- um Moschino sem kynnti haust- og vetrarlínuna í Mílanó um helgina. Símamynd Reuter Liðhlaupi úr íhaldsflokknum spáir stórtapi Sir George Gardiner, efasemda- maður um ágæti Evrópusamstarfs- ins, sem hljópst undan merkjum ihaldsflokksins breska um helgina, spáði því i gær að John Major for- sætisráðherra og flokksmenn hans mundu bíða herfilegan ósigur í þingkosningunum í vor. Gardiner sagði að um háif tylft íhaldsþingmanna hefði hringt í sig og óskað sér góðs gengis eftir að hann yfirgaf íhaldsflokkinn og gekk til liðs við Þjóðaratkvæðisflokk at- hafnamannsins Jimmys Goldsmiths. Gardiner sagðist ekki hafa þolað hvað Major væri tvístíg- andi í afstöðu sinni til ESB. Liðsforingjaefni sem drápu sex gáfust upp Tveir námsmenn við rússneskan liðsforingjaskóla, sem flúðu eftir að hafa skotið fimm félaga sína og leið- beinanda þeirra til bana norður af Volgógrad aðfaranótt sunnudagsins, gáfú sig fram við lögreglu og her- menn sem höfðu elt þá uppi. Reuter nuddað með glerstöng. Það er gert til að auka líkumar á að eggið festi sig í legi móðurinnar. „Það getur síðan skipt sér svo úr verði eineggja tviburar. Það hefur hins vegar ekkert með einræktun að gera,“ sagði Schoysman. Við einræktun myndast tveir ná- kvæmlega eins einstaklingar og er hún gerð þannig að ýmist er fóstur- vísi skipt eða þá að kjami úr einni frumu er fluttur í egg, eins og gert var í tilviki kindarinnar Dollyar. „Við erum ekki i stakk búin til að gera það,“ sagöi Schoysman. Reuter LÍF- OG SÖFNUNARTRYGGINGAR Avallt úrval ferskra og gimilegra fiskrétta i fiskborði HAGKAUP Tilboðin gilda mánudag og þriðjudag wm0 Steíkvtr, bollMr, bjv^M., fars...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.