Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1997, Blaðsíða 12
12 Spurningin MÁNUDAGUR 10. MARS 1997 Fara mánudagar í taugarnará þér? Kristmundur Þorsteinsson mál- ari: Já, þá er ég oft þunnur. Jón Gunnar Guðjónsson nemi: Nei, ekkert sérstaklega. Guðrún Helga Högnadóttir nemi: Nei, þeir eru alveg ágætir. Rakel Lúðvíksdóttir nemi: Nei, nei. Mánudagar eru ágætir. Arna Sigurðardóttir nemi: Já, al- veg rosalega. Þröstur Reynisson matvælafræð- ingur: Nei, alls ekki. Þetta eru ágætis dagar. Lesendur Goöærið landið er liðið, sviðið Pílárar þjóðfélagsins hafa flutt út mikla fjármuni, segir bréfritari m.a. Tryggvi Bjarnason skrifar: Búið er að hækka laun hjá topp- unum (hjá ríkinu) og ekkert er eftir handa launþegunum sem urðu að fóma miklu í þjóðarsátt. Aðeins launamanneskjan hefur þurft að greiða fyrir þjóðarsáttina, og svo hirðir hálaunað ríkisstarfsfólk arð- inn. - Þetta kallar forsætisráðherra góðæri, því þeir sem mest hafa og mest eiga eru búnir að fá sitt. Ríkis- stjómir núverandi forsætisráðherra hafa hrifsað frá skattgreiðandanum 6% í skatt til að rétta við fyrirtækin í landinu, allt frá árinu 1991. Minnisstætt er viðtal viö forsæt- isráðherra og Jón Baldvin í beinni útsendingu á RÚV, er þeir báðir við- urkenndu að hækkun skatts um 2% væri mistök, en þetta hefði þurft að gera vegna niðurfellingu aðstöðu- gjalds á fyrirtækin. - En hvenær á að skila þessum skatti? Margt hefur eflaust verið skrýtið í stjómarsam- starfinu þá, og ekki að undra þótt Jóhanna gengi út úr samstarfinu. Pílárar þjóðfélagsins hafa flutt úr landi mikla ijármuni síðan einka- væðingin reið í hlað áriö 1991. Um 27 milljarðar voru farnir úr landi í nóvember 1994 og er ekki ólíklegt að áætla að nú séu þeir orðnir um 200 milljarðar króna. Þessu hafa stjórn- völd ekki áhuga á. En hvers vegna? Er hugsanlegt að þau stjómi ekki þegar allt kemur til alls? Heldur fjármálaveldið? Útflutningur peninga („peninga- þvottur") líkt og gerist í sumum löndum er víðast talinn glæpur. I Bandaríkjunum eru mjög ströng viðurlög við peningaþvætti. Margir standa þó í þess konar framkvæmd- um, og hingað til lands er hægt að koma meö peninga og fara með þá margfalda til baka, og leggja þá svo inn á leynireikninga erlendis. Upp- byggingin héðan ytra er sönnun á þessu, og hef ég sjálfur séð það með eigin augum. Fyrirtækin, atvinnan er flutt úr landi og störf em flutt úr landi með glansmyndafréttum, hrá- efni er flutt út, og unnið þar í neyslupakkningar sem síðan eru seldar hér heima. - Hvernig ætti svo að geta verið umhorfs Hér öðru- vísi en raun ber vitni? - Allt í kalda- koli og erlendar skuldir í bak og fyr- ir? Ég spái því að á haustmánuðum verði komið mjög alvarlegt ástand í þjóðarbúinu vegna glannalegrar kaupstefnuáráttu, erlendra skulda og lélegrar stjómunar. Álver eða einhverjar aðrar verksmiðjur - til að gera bara eitthvað - eru bráða- birgðaúrræði til að fela ósómann. Raunhæfar aðgerðir til bjargar em ekki í augsýn eins og málin horfa við. Þetta er nú öllum loks að verða ljóst. Þjóðviljinn á Netinu Ólafur Ámason skrifar: Ég var ánægður að heyra að Þjóð- viljinn væri kominn út á nýjan leik. Alþýðubandalagið gafst upp á útgáf- unni fyrir nokkrum ámm og hefur reynt að þvo hendur sínar af fortíð- inni, sem er alls ekki svo slæm þótt áróður sé uppi um annað. Þjóðvilj- inn var alltaf mitt eftirlætisblað, enda hvergi gefið eftir í kröfunni um réttlátt sósíaiiskt þjóðfélag. Mér brá hins vegar í brún þegar i ljós kom að það er eitthvert stutt- buxnalið sem stendur að útgáfunni á Veraldarvefnum. Þegar betur er að gáð boðar nýi Þjóðviljinn stæka frjálshyggju sem á ekkert skylt við boðskap gamla Þjóðviljans. Einka- væðing, skattalækkanir fyrir auð- valdið, gagnrýni á samtök launa- fólks, minni innflutningsvernd gagnvart erlendum landbúnaðaraf- urðum, afnám banns á áfengisaug- lýsingum, niðurskurður í velferðar- þjónustu og annað stjómleysi em þeirra ær og kýr. Mér sýnist blaðið líka tala af al- gjöm viröingarleysi um allt og alla, jafnt stjórnmálamenn, embættis- menn og verkalýðsforustuna. Þama era t.d. vammir og skammir um for- seta lýðveldisins, Ólaf Ragnar Grímsson, sem mikill meirihluti þjóðarinnar hefur lýst sig ánægðan með í skoðanakönnunum. - Þeim er greinilega ekkert heilagt. Ég veit ekki hvort það lýsir betur ósvífni frjálshyggjumanna eða dug- leysi vinstri forystunnsir, að Þjóð- viljinn hefur fallið í skaut þessum aðilum. Er það ekki algjör fallein- kunn fyrir forystumenn Alþýðu- bandalagsins, að nýfrjálshyggju- menn taki Þjóðviljann, eina alvöra málgagn sósíalisma og verkalýðs- baráttu fyrr og síðar, þessu kverka- taki? Eru segl öryggi á vélskipum? Hannes skrifar: Ég horfði á þátt Stöðvar 2 eftir síðari fréttir stöðvarinnar kl. 22:45 sl. miðvikudagskvöld. Þar ræddi Ei- ríkur Jónsson við mann einn sem kom fram með tvær hugmyndir. Önnur var um að vélskip, stór og smá, væra betur búin öryggi en nú er væru þau með seglútbúnað sem gæti komið að notum þegar skip verður vélarvana. Hin hugmynd mannsins snerist um að koma fyrir endurskinsbúnaði úti í geimnum, Strandiö viö Pjórsárósa. - Heföi seglbúnaöur komiö aö notum? þaðan sem mætti varpa sólarljósi til jarðar eftir pöntun. Skemmtileg hugmynd og stórhuga. Eitthvað fyr- ir þá hjá NASA að framkvæma. Fyrri hugmyndin, um segl sem öryggisbúnað á vélskipum sem verða vélarvana, sló mig illilega og minntist ég strax stóra leiguskips Eimskipafélagsins sem fréttir sögðu að væri að reka upp við Þjórsárósa einmitt í þessum töluðu orðum. Já, hvernig hefði því skipi reitt af ef þar hefði verið um borð tölvu- stýrður seglbúnaður sem hefði svo gert skipinu kleift að sigla beitivind frá landi? Er hér ekki komið eitt- hvað fyrir sjófarendur að hugsa um og láta fullkanna þessa hugmynd? DV ísland og lce- land sitt hvað? Ragnar skrifar: í viðtalsþætti Jóns Baldvins Hannibalssonar á Stöð 2 sl. þriðjudag ræddi Jón við Gunnar Dal, rithöfund og heimspeking, um nafnið ísland. Gunnar lýsti nafhinu og útskýrði mjög á ann- an veg en maöur hefur heyrt til þessa. Nefnilega að Island þýddi „land guðs“. Þýðingin „Iceland" er auðvitað þýðing á nafhinu ís- land, og fáir utanaðkomandi vita annað en hér sé um að ræða land íss og kulda. - Hvers vegna þá ekki að umskýra landið til hags- bóta fyrir land og þjóð - og vænt- anlega ferðamenn sem sæktu hingað i mun meiri mæli væri nafhið á landinu hlýlegra? Hvað segja menn um Guðsland? Kannski einum of upphafið. En eitthvað annað en Island. Vikartindur - dularfullt skips- nafn Ámi Ólafsson skrifar: Við voram nokkrir kunningjar sem sátum og horfðum á sjónvarps- fréttir af strandi Vikartinds við Þjórsárósa, hvaðan þetta nafn, Vik- artindur, væri runnið. Þetta er fremur óvenjulegt nafri á þýsku skipL Einhver benti á að nafnið væri alls ekki þýskt, heldur fær- eyskt. Það fannst sumum okkar þó 1 hæsta máta dularfuilt - að skýra þýskt skip færeysku nafiii. En hvað um það. Vissulega væri fróðlegt að heyra eitthvað meira um þetta Vik- artindsnaih á þessu umtalaða en ógæfusama skipi sem nú ber senn beinin við íslandsstrendur. Erlend lán upp í eldri lán Guðjón Magnússon skrifar: Enn er rikissjóður á ferðinni í útlöndum til að taka lán. Nú eru það litlir 6,3 milljarðar. Og til hvers? Ekki í framkvæmdir, heldur til að greiða upp eldri lán og vexti af þeim. Þetta er oröin endalaus hít. Jafnvel enn verra en hjá heimilunum. Hvað getur þessi óráðsía í ríkisrekstrinum gengið lengi? Engar múslíma- moskur á íslandi Kristján Sig. skrifar: Ég og margir aðrir sem ég hef rætt við (t.d. á mínum vinnu- stað) era mjög á móti því að múslímar fái að reisa hér mosk- ur. Ef þetta er svona trúað fólk, sem ég dreg þó mjög í efa, ætti það að geta iðkað trú sína á heimilunum t.d., eða þá í sínu upprunalega umhverfi. Moska íslams á Islandi myndi laða að trúarofstækismenn eins t.d. frá Alsír og Egyptalandi. Öfgamenn i þessum löndum myrða saklaust fólk, jafnvel smáböm, svo fara þeir í moskumar og fá ímyndaöa fyrirgefningu gjörða sinna. Eng- in ástæða er til að sýna þessu fólki umburðarlyndi hér á landi. Ég skora á stjómvöld að aftur- kalla og hafna hugmyndum um íslams-moskur hér á landi. Úttekt á vinnu- löggjöfinni Kristján S. Kjartanss. skrifar: Rétt er að fram fari úttekt á lögmæti vinnulöggjafarinnar sem sett var á með lögum, án samvinnu við verkalýðshreyf- inguna. Einnig hvort myndast kunni grunnur að eignarrétti í fiskinum við íslandsstrendur með setningu laga um veðsetn- ingu til handa útgerðarmönnum, og þá hefð fyrir varanlegri eign - með tilliti til veðsetningar og kvóta til útgerðarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.