Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1997, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 1997
5
Fréttir
Réttarhöld í fíkniefnamáli ákæruvaldsins gegn Franklín Steiner þar sem vitni tók á sig sök:
Franklín og vitnið halda
fast við fýrri framburði
- Franklín einnig ákæröur fyrir hátt í þrjá tugi skot- og eggvopna á heimili sínu
Franklín Steiner og maður, sem
hann óskaði eftir að hæri vitni í
flkniefnamáli ákæruvaldsins á
hendur honum, héldu fyrir rétti á
fostudag báðir við fyrri framburði
sína um að sá síðarnefndi eigi efnin
sem fundust á og við heimili Frankl-
íns í apríl síðastliðnum. Franklin
hefur nú einnig verið ákærður fyrir
ólöglega vörslu á hátt í tveimur tug-
um af skotvopnum af ýmsu tagi og
um einum tug eggvopna - vopn sem
fundust á heimili hans þegar húsleit
var gerð í framangreindu fíkniefna-
máli.
Franklín hafði upphaflega, við
yfirheyrslur hjá lögreglu, sagt að
hann tæki sökina á sig hvað varðaði
fikniefnin en það var ekki fyrr en í
réttarhöldum seint á síðasta ári sem
hann benti á hinn nýja mann -
manninn sem átti að eiga a.m.k. 250
grömm af amfetamíni sem fundust á
heimili Franklíns, m.a. á bak við
ofn.
I réttarhöldunum hefur Björn
Halldórsson, hjá fikniefnalögregl-
unni, m.a. verið spurður að því
hvort ekki hefði verið hægt að fá
fram skýrari játningu hjá Frank-
lín þegar hann var yfirheyrður.
Björn svaraði því til að hann
hefði ekki getað „fengið meira út
úr horium". Eftir lögreglurann-
sókn var málið sent rikissaksókn-
ara sem ákærði Franklín. I lok
fyrstu réttarhaldanna benti hann
síðan á framangreindan mann
Kratar í Hafnarfirði:
Sækja um
málsvarn-
arlaun til
bæjarráðs
- vegna málaferla
Þeir Sverrir Ólafsson myndlist-
armaður og Magnús Hafsteinsson,
fyrrum formaður Alþýðuflokksfé-
lags Hafnarfjarðar, hafa sent bæjar-
ráði Hafnarfjarðar bréf. Þar óska
þeir eftir 200 þúsund króna styrk
hvor upp í málsvarnarlaun vegna
málaferla Jóhanns G. Bergþórsson-
ar á hendur þeim. Þeir segja mál-
sókn Jóhanns til komna fyrir gagn-
rýni þeirra á hans störf í meiri-
hlutasamstarfi hans við krata í bæj-
arstjórn Hafnarfjarðar.
í bréfi sinu segir Sverrir Ólafsson
meðal annars: „Ég tel að það hljóti
að vera bæjarstjórn Hafnarfjarðar
áhyggjuefni ef bæjarbúum er stefnt
fyrir rétt fyrir að halda uppi sjálf-
sagðri og eðlilegri gagnrýni á störf
þess bæjarfulltrúa sem hér um ræð-
ir jafnt og annarra sem gegna slík-
um opinberum störfum. Eðli máls-
ins samkvæmt, tel ég sjálfsagt og
eðlilegt að bæjaryfirvöld verji rétt
borgaranna til að nýta stjórnar-
skrárbundinn rétt sinn til málfrels-
ins og skoðanafrelsis ...“
Magnús Hafsteinsson vitnar til
sömu atriða um málfrelsi og rit-
frelsi í sínu bréfi til bæjarráðs.
Enn hefur þessum bréfum ekki
verið svarað en þau voru skrifuð 2.
og 3. mars síðastliðinn.
sem mætti sem vitni og tók hann
þá sökina á sig að mestu leyti -
hann hefði verið eins konar
heimagangur hjá Franklín og þá
hefði hann komið efnunum fyrir,
m.a. á bak við ofn.
Ríkissaksóknari hefur lagt fram
gögn þar sem segir að því sé frestað
að taka ákvörðun um ákæru á hend-
ur vitninu um rangan uppljóstur.
Samkvæmt upplýsingum DV á að
bíða niðurstöðu í fikniefnamálinu.
Verði Franklin sakfelldur verður
vitnið að líkindum ákært fyrir rang-
an uppljóstur - verði Franklín hins
vegar sýknaður í fíkniefnamálinu
eru líkur hins vegar mestar á að
vitnið verði ákært fyrir að hafa átt
efnin. Réttarhöldunum er að mestu
lokið í málinu og mun því ekki líða
á löngu þar til dómur fellur.
Franklín Steiner sat síðast inni
fyrir fikniefnamál á árunum
1990-1991 vegna tveggja dóma. Þann
8. júlí 1991 losnaði hann út á
reynslulausn eftir að hafa afplánað
helming af 29 mánaða dómi. Miklar
umræður spunnust þá í kjölfarið
þar sem undrun þótti sæta að hann
afplánaði ekki 2/3 af refsingunni
eins og vant er þegar um fikniefna-
mál er að ræða. -Ótt
Samtök iðnaðarins vilja:
Jafna sveiflur í þjóðarbúskapnum
Illir sjá að jiað er auðveldara fyrir hjólreiða-
manninn á neðri myndinni að komast ái'ram.
Þannig er það einnig með þjóðarbú-
skapinn. Það væri auðveldara fyrir
okkur öll ef leiðin væri greið.
Ef sveiflurnar eru jafnaðar njótum
við stöðugri tekna og þægifegra lífs,
hagvöxtur eykst og lífskjör batna.
Samkeppnisstaða gagnvart öðrum þjóðum batnar til
muna.
Hagstæð samkeppnisstaða hefur skilað sér í
aukinni sókn á flestum sviðum atvinnufífsins og á
sinn þátt í að tekist hefur að auka útflutning og
fjárfestingu í atvinnulífinu.
A Ð G E R Ð I R
• Stjórnvöld og atvinnulíf
mótifrekari aðgerðir til
sveiflujöfnunar ogfylgi
þeim eftir.
Því er afar þýðingarmikið að samkeppnisstaða
íslensks atvinnufífs verði sem best og gerðar verði
sérstakar ráðstafanir til að koma í veg
fyrir þær stórfelldu sveiflur sem hafa
einkennt þróun hennar í áranna rás.
Það er allra hagur að fylgja
skynsamlegri hagvaxtarstefnu og
hafna þröngri atvinnugreinastefnu.
0)
SAMTOK
IÐNAÐARINS
-S.dór
I i i
ii ii