Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1997, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1997, Side 9
MIÐVnOJDAGUR 19. MARS 1997 9 DV Útlönd Stjórn breska íhaldsflokksins fær góö tíðindi í dag: Major bindur vonir við minnkandi atvinnuleysi Leiðtogar breska íhaldsflokksins binda miklar vonir við að nýjar at- vinnuleysistölur, sem birtar voru skömmu fyrir hádegi I dag, muni auðvelda þeim baráttuna fyrir þvi að halda völdum eftir kosningamar 1. maí í vor, enda séu þær til marks um að efnahagsstefna stjórnar Johns Majors sé farin að bera tilætl- aðan árangur. Dagblaðið Daily Mirror sagði í morgun að það hefði komist yflr eintak af opinberri skýrslu um at- vinnuleysi sem sýndi að atvinnu- lausum hefði fækkað um liðlega 68 þúsund manns í febrúarmánuði. Hagfræðingar höfðu spáð því að fækkunin mundi nema um 40 þús- und manns. Ef tölumar í frétt Daily Mirror reynast réttar þýðir það að atvinnu- leysi í Bretlandi er nú 6,2 prósent af mannafla. Það er miklu minna en I mörgum öðrum löndum Evrópu- sambandsins. Tölur af þessu tagi mundu koma John Major og flokksmönnum hans ákaflega vel þar sem fylgi íhalds- flokksins í skoðanakönnunum er um 25 prósentustigum minna en fylgi Verkamannaflokksins. Þá er hver höndin upp á móti annarri í flokknum í afstöðunni til Evrópu- sambandsins og flokksmenn finna greinilega fyrir því að margir Bret- ar vilja breyta til eftir átján ára stjómarsetu íhaldsmanna. Major hefur spáð því að eftir því sem nær dregur kjördegi mirni blómstrandi efnahagslíf verða til þess að kjós- endur muni aftur snúa sér að íhaldsflokknum. „Við ætlum okkur að koma fólki aftur út á vinnumarkaðinn, eins og við höfum gert svo um munar á undanfomum átján mánuðum," sagði Major í þingi í gær. íhaldsmenn segja að Verka- mannaflokkurinn muni snúa þeirri þróun við með því að lögfesta lág- markslaun í landinu og fallast á vinnureglur ESB. Reuter Norsku konungshjónin, Haraldur og Sonja, eru í heimsókn f Tékklandi og hér eru þau ásamt Vaclav Havel forseta og eiginkonu hans, Dagmar, á Karlsbrúnni f Prag. simamynd Reuter Fimmtíu létust í flugslysi í Rússlandi: Sáu stéliö rifna af Fimmtíu farþegar og flugliðar létu lífið er rússnesk flugvél, AN-24, fórst í áætlunarflugi til Tyrklands í gær. Vélin fórst 37 mínútum eftir flugtak frá flugveflinum í Stavropol í suðurhluta Rússlands. Talið er að eldur hafi komiö upp í flugvélinni og hún hrapað í skóg- lendi. Enginn komst lífs af í slysinu. Flugumferðareftirlitsmönnum barst engin tilkynning um að eitt- hvað væri að en vélin hvarf skyndi- lega af ratsjám. Interfaxfréttastofan hafði þaö eft- ir yfirvöldum á staðnum að slysið gæti hafa orsakast af sprengingu í vélinni. Sjónarvottar heyrðu sprengingu og sáu stél vélarinnar slitna af meðan hún var enn á lofti. Stélið fannst í um 1,5 kílómetra fjar- lægð frá öðrum hlutum vélarinnar. Lögreglumaður á staðnum sagði hins vegar að sjónarvottur sem hann ræddi við hefði ekki orðið var við sprengingu heldur aðeins séð reyk. Flugöryggi hefur verið ábótavant í Rússlandi síðan Aeroflot-flugfélag- inu var skipt niður í hundruð lítilla flugfélaga í kjölfar hruns Sovétríkj- aima 1991. Sérfræðingar segja aö mörg flugfélaganna eigi í fjárhags- vandræðum og komi það niður á viðhaldi og öryggismálum. Reuter Michael Jackson hrósar happi: Fyrrverandi starfsmenn töpuðu málarekstrinum Kviðdómur í Kalifomiu úrskurð- aði popparanum Michael Jackson í vil í gær í máli sem fimm fyrrver- andi starfsmenn hans höföuðu gegn honum. Starfsmennimir fyrrverandi héldu því fram að þeir hefðu verið reknir vegna þess að þeir bám vitni í bamaníðingsmáli sem höfðað var gegn Jackson. Kviðdómurinn fyrirskipaöi einnig tveimur starfsmannanna fyrrverandi að greiða Jackson rúmar fjórar millj- ónir króna í skaðabætur. Fimmmenningamir, þrír lífverðir, þema og skrifstofúmaður, héldu því einnig fram að Jackson hefði komið fyrir hleranarbúnaði á búgarði sín- um til að reyna að komast að því hvað starfsmennimir vissu um staö- hæfmgamar um að hann hefði mis- notað ungan dreng kynferöislega. Reuter (j Hudson Laganna verðir með fíkniefni í þvaginu Þvagprufur á starfsmönnum á skrifstofúm dómsmálaráðherra í Mexíkóborg sýndu að 424 starfs- menn höfðu neytt ólöglegra fikni- efha. Af þessum 424 var 241 lag- anna vörður. Kókaín fannst í þvagi hjá 204 og róandi lyf hjá 130. 85 höfðu neytt amfetamíns og 17 maríjúana. Ellefu starfsmenn höfðu neytt fleiri en einnar teg- imdar. í yfirlýsingu frá skrifstofu rík- issaksóknara kom ekki fram hversu margir höfðu verið rann- sakaðir. Reuter Reiknabu meb... ...skrifstofutækjum Ljosritunarvel SHARP Z810 • 8 eintök á mínútu • Fast frumritaborð • Stækkun - minnkun 70%-l 41 % • 250 blaða framhlaðinn Sjóðvél SHARP ER-A150 pappírsbakki • Ljósmyndastilling • Tóner sparnaðarstilling 89.900,- " Ljósritunarvélar verð frá 39.900,- • Fjórir vöruflokkar, stækkanlegt • Þrjú sjálfvirk virðisaukaskatts- þrep • Hreyfanlegur skjár/turn fyrir viðskiptavini » Sérstaklega fyrirferðalítil sjóðvél 26.90^7 "'k Reiknivél SHARP EL 2630 L 9.890,- Strimlareiknivélar verð fró 3.590,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.